Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. AGUST 1993 37 inn og hafði mig augum litið og kannski ekki fundist af veita að hressa upp á píslina. En Addi fór það ungur í burtu til náms, að hug- ur minn hafði ekki numið hann; og því varð hann þessi ævintýramaður bernsku minnar. Langur vegur er þó frá að Addi væri nokkur ævintýramaður sem svo er orðað. — En hetja var hann og það til hinztu stundar, þó erfiðar yrðu undir hið síðasta. Og hann var traustur maður til orðs og æðis alla tíð og er ég ekki einn um að hafa reynt það. Ofá eru þau skiptin sem hann studdi mig með ráðum og dáð, ef á bjátaði hjá mér og þá oftar óbeðinn. Og ekki veit ég ann- an, sem var meiri vinur, stoð og stytta aldraðs föður míns — fóstur- föður síns — bæði fyrir og ekki síð- ur eftir fráfall móður okkar. Það gleymist ekki — þökk sé honum. En Addi stóð ekki einn. — Ein mín fyrsta minning um að hafa séð þennan eina bróður minn er sú, er hann kom með konuefni sitt hana Ástu í heimsókn í Dalina, þegar ég var níu ára og farinn að vera feim- inn við fallegar konur. Og þótt hún stríddi mér mátulega þá man ég enn hve vel ég fann að ég gat treyst þessari konu; og sannast sagna hún er ein af fáum, sem aldrei hafa brugðist trausti mínu og á það raun- ar við um Adda líka. — Það er dýr- mætt að eiga slíkt fólk sér nær. Það er of seint að iðrast eftir dauðann. — Ég er ekki að reyna það fyrst núna. — í mörg ár hvatti Addi mig á jákvæðan hátt að stunda heilbrigðara líf en ég hafði tamið mér — hann benti mér sem bróðir; ég hefði betur hlustað og notið návistar hans meir en varð. Þó stóð- um við eitt sinn tveir saman á fjallstindi fyrir mörgum árum og alltaf ætluðum við að endurtaka það. Það var ekki hans sök að svo varð ekki. Svo var og hin síðustu árin, eftir að ég fór að kljást við minn sjúk- dóm; þá átti við hið fornkveðna: Veistu ef þú vin átt þaim er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Hávamál). Alltaf var heimili þeirra mér op- ið, en allt of sjaldan rækti ég þann vinskap þó gagnkvæmur væri. Aldrei brást heldur að kveðjur og gjafir bárust frá þeim um jól og raunar iðulega ella, er þau voru á ferðalögum t.d. Ég veit að Addi átti traust allra er honum kynntust, hvort eð var í starfi eða á öðrum vettvangi; og margir eiga eftir að minnast hans frá þeim sjónarhornum. Þessi mín fátæklegu orð eru einungis virðing- ar- og þakklætisvottur til kærs bróður, sem ég var og verð stoltur af að hafa átt; og um líf hans má segja slíkt er vitur maður orðaði svo: Það, sem gróðursett er á réttan hátt verður ekki rifíð upp; það verður aldrei á braut borið, sem vel er varðveitt. Það vekur virð- ingu niðjanna. (Lao Tse) Þeim sendi ég mínar samúðar- kveðjur og þér, Asta mín kær. Þorsteinn. Laugardaginn 7. ágúst sl. héldu Hildur lílín Jónudóttir, Lijja Gunn- arsdóttir og Sunna Ósk Kristinsdóttir tombólu í Seláshverfi til styrkt- ar hjálparsveit Rauða kross íslands. Söfnuðust alls 6.105 kr., sem þegar hafa verið afhentar RKÍ. HAUSTIÐ '93 Laugavegi 97, sími 17015 ¦ „Frúin í Hamborg, góðan dag!" Tveir með öllu hafa ferðast um landið í sumar og boðið hlustendum sínum upp á skemmtilegan símaleik, „Frúna í Hamborg". Þátttaka hefur verið með eindæmum góð, en nú er komið að Reykvíkingum að spreyta sig. Ef þú ert snjall/snjöll og svarar „Frúin í Hamborg, góðan dag" þegar Tveir með öllu hringja í þig ertu búin(n) að vinna þér inn ferð fyrir tvo til Hamborgar með Flugleiðum. Þetta er svo einfalt; fylltu út miðann neðst á síðunni, klipptu hann út og sendu til Bylgjunnar, Lynghálsi 5,110 Reykjavík í umslagi merkt: „Frúin í Hamborg" eða komið á Bylgjuna með miðann því við drögum í fyrsta skipti mánudaginn 23. ágúst. Heppnir vinningshafar af öllu landinu fara síðan til Hamborgar með Flugleiðum 27. - 30. ágúst 1993. . Sláðu því til og sendu inn miðann, síminn gæti hringt hjá þér. Nafn: ............. Heimili:........... Póstfang: ......... SímMmilli 9-12): . Símifmilli 12-16): Sími(milli 16-?): . r ^ BOTT flTVABP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.