Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 Hjónaminning Filippía Jónsdóttir og Olafur Kjartan Guðjónsson Fædd 25. ágúst 1914 Dáin 13. ágúst 1993 Fæddur 3. október 1913 Dáinn 13. apríl 1992 Aí)aC Mazda 323-F '92, sjálfsk., ek. 18 þús., dökkblár. Kr. 950 þús. Hyundai Pony GLSI '92, ek. 4 þús., sjálfsk., toppl., blágrænn. 5 dyra. Kr. 950 þús. Toyota Corolla DX '92, ek. 8 þús., 5 d., grænn. Kr. 950 þús. Colt GL '91, ek. 21 þús., 3 dyra. Kr. 680 þús. Hyundai Scoupe Ll '92, ek. 20 þús., gulur. Kr. 900 þús. Lancer GLX '91, ek. 17 þús., blár, 4 dyra. Kr. 950 þús. Honda Civic DL '91, ek. 35 þús., silfurgrár, 3 d. Kr. 850 þús. Chrysler Saratoga '91, ek. 31 þús., blár, sjálfsk. Kr. 1.350 þús. V.W. Jetta CL '91, blágrár, 4 dyra. Kr. 950 þús. Renault Clio RN '92, dökk- grænn. Kr. 650 þús. ulc *ioíjum n£Co ftíCa Elsta bílasalan. Endalaus bílasala. Miklatorgi, s. 17171 - 15014. Elsku Pí-amma og Ól-afi. Nú eruð þið bæði farin og aðeins 16 mánuðir á milli ykkar. Við Ólafur Friðrik eig- um eftir að sakna ykkar, en munum ávallt minnast ykkar með brosi. Afi var fæddur í Hnífsdal árið 1913, sonur Ásgerðar Jensdóttur og Guðjóns Ólafssonar. Hann átti eina systur, Sæunni, sem nú er búsett á Akranesi. Amma var fædd árið 1914 á Jarð- brú í Svarfaðardal, dóttir hjónanna Þóru Jóhannsdóttur og Jóhs Baldvins Hallgrímssonar. Hún var yngst fimm systkina sem öll eru nú látin. Amma og afi kynntust að Laug- arvatni árið 1933 þar sem þau bæði voru við nám. Þau hófu búskap sinn svo í Hnífsdal að námi loknu og bjuggu þar til ársins 1963 er þau fluttu til Akraness ásmt langömmu, Ásgerði Jensdóttur. Þau áttu tvö böm: Guðjón Baldvin Ólafsson, kvæntur Guðlaugu Brynju Guðjóns- dóttur, og Ásgerði Ólafsdóttur, gift Sigurði Rúnari Jónssyni. Barnabörn- in eru sex og barnabarnabörnin eru nú þijú talsins. Alltaf var gaman að koma til ömmu og afa á Skaganum og minn- ingarnar þaðan eru margar, svo sem þegar farið var á völlinn með afa, fylgst með honum spila blak í sund- lauginni eða gengið í fjörunni. Hann gat verið svo glettinn og hafði alltaf tíma fyrir mig. Amma var oftast í eldhúsinu að búa til eitthvað sem ég hafði óskað eftir, svo sem „loft-kök- ur“ og „loft-bólugraut“ og mikið var hlegið þegar borðað var. Það var ekki síður gaman að koma til þeirra í seinni tíð eftir að ég full- orðnaðist. Mesta tilhlökkunin hjá syni mínum var að fá bestu piparkök- ur í heimi og vínarbrauðið ógleyman- lega sem langamma bjó til og sitja svo einn inni í herbergi með langafa og fá að leika sér að gömlu reiknivél- inni hans, líta í „stjömukíkinn" og diskútera hinar margvíslegu myndir sem þar birtust. Á meðan sátum við amma inni í stofu og ræddum allt milli himins og jarðar. Ófáar voru líka piparkökusending- amar með Akraborginni, eftir að langömmustrákurinn hafði íað að því í síma að þær væru allar búnar heima og að mamma hans gæti ekki búið þær til eins góðar. Já, minningarnar hrannast upp og eru þær allar góðar. Við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta þeirra svona vel og lengi. Þau voru bæði einstök í sínu já- kvæða viðhorfi og í því hvernig þau létu veikindi sín ekki buga sig. Amma hafði barist hetjulega við sinn sjúk- dóm í átta ár er hún lést síðastliðinn föstudag. Veikindi afa komu snögg- lega og barðist hann í tæpa tvo mánuði áður en hann lést. Ég er sannfærð um að þau hafi nú hist og líði vel saman. Eftir að afi lést í fyrra töluðum við amma oft saman um lífið og til- veruna og hvað tæki við eftir dauð- ann. Hún sagði mér að við ættum ekki að syrgja -jaann sem farinn er, því að hann væri bara farinn á ann- að tilverustig og við ættum öll eftir að hittast seinna, þegar okkar rétti tími væri kominn. Við sem eftir erum hér eigum öll okkar minningar, þær verða aldrei frá okkur teknar og lífið heldur áfram. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að halda í höndina á þér amma þeg- ar þú kvaddir okkur. Ég bið góðan guð að styrkja þá sem eftir lifa. Guð blessi minningu ykkar. Bryndís Guðjónsdóttir. Hve glöð er vor æska, hve létt er vor lund, er lífsstríð ei huga vom þjáir; þar áttum við fjölmarga indæla stund, er ævi vor saknar og þráir, því æskan er braut og blómin dauð og borgimar hmndar og löndin auð. (Þ.E.) Þetta fallega ljóð Þorsteins, með sínum angurværa trega, kom í huga minn er ég frétti andlát Filippíu Jóns- dóttur. Hugurinn hvarflaði 60 ár aftur í tímann er við kvöddum Laug- arvatnsskólann vorið 1933 eftir mjög skemmtilegan vetur. Þá var vor í lofti og allir fullir bjartsýni, þótt kreppa væri í þjóðfélaginu og tæki- færin því ekki mörg. Treyst var á það lögmál að öll él birti upp um síðir. Veturinn 1932-33 dvöldu 110 nemendur á Laugarvatni úr flestum byggðum landsins. Þorskað fólk og að meirihluta nær tvítugt að aldri. Sterk vináttubönd myndast á þessu aldursskeiði milli fólks úr hinum fjar- lægustu landshlutum sem aldrei fymast. Nemendum fjölgaði í skól- anum ár frá ári enda gat hann sér mikinn og góðan orðstír. Kennslan var mjög fjölbreytt ekki aðeins í bók- legum greinum heldur og í íþróttum, afburða söngkennsla, smíðar, bók- band og handavinna fyrir stúlkur. Mikil áhersla var lögð á félagslífið og allt sem varðar mannrækt. Laug- arvatnsskólinn var þá orðinn stærsti og eftirsóknarverðasti héraðsskóli landsins undir stjórn Bjama Bjarna- sonar, sem hugsaði um nemendur sína eins og umhyggjusamur faðir um börnin sín. Síðla vetrar snéri útvarpið hljóðnema sínum að skólan- um og sendi þaðan út kvölddagskrá með söpg og ræðum. Allt lyfti þetta skólanum enda fjölgaði nemendum þar um 30 á næsta hausti. Filippía Jónsdóttir frá Jarðbrú í Svarfaðardal var nemandi í yngri deild skólans þennan vetur. Hún var þá 18 ára og búin að ná fullum þroska. Gjörvuleg stúlka sem margir litu hýru auga. Foreldrar hennar voru hjónin Þóra Jóhannsdóttir frá Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal og Jón Baldvin Hallgrímsson frá Stóru- Hámundastöðum á Árskógsströnd. Þau bjuggu allan sinn búskap á Jarð- brú í Svarfaðardal. Böm þeirra vom fimm og var Filippía yngst þeirra. Þau em nú öll látin. Sigurður bróðir hennar var kaupmaður í Reykjavík, Jóhann og Guðrún áttu heimili á Dalvík, en Jón tók við búi á Jarðbrú og síðar Halldór sonur hans, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Svarfaðardalurinn er fögur sveit og svipmikil sem fóstrað hefur marga afbragðsmenn. Þar eru fjöllin há og tignarleg. Gróðurinn á sér djúpar rætur. Silungsámar renna lygnar um sléttar gmndir dalsins. Upp af botni hans rís svo Heljardalsheiði. Því hef- ur stundum verið haldið fram að hver maður beri nokkurt svipmót umhverfis síns. Hvort svo er. eða ekki var Filippía gerðarleg kona í sjón og raun. Hún hafði glaðlegt og festulegt viðmót. Sjálfstæðar skoð- anir á mönnum og málefnum. Hátt- vísin brást henni aldrei. Ágætur námsmaður, greind og félagslynd. Hún var því hinn besti skólaþegn, sem allir höfðu mætur á, bæði nem- endur og kennarar. Okkur skólasystkinum hennar urðu það mikil vonbrigði að hún kom ekki í skólann haustið 1933. Einn af görpum skólans í eldri deild hafði ðdýr gæsaskot Haglabyssur Gæsaflautur Gervigæsir Belti Hreinsiáhöld Byssutöskur og margt fleira! Góð byrjun á veiðitúr! Mörkinni 6, v/Suðurlandsbraut, sími: 687090 wbesb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.