Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 49
geer TaðoÁ .ct »!»oauutmm]-{ Hl'rtOH<lí qmAjavrupBQM MOKGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FiMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 8fc 49 IÞROTTIRUNGLINGA ¦.- v- | T^* ¦..... '-,. ' iih ii^BWi^:'" 'n ¦ax--' A:'-' jl 1 *•! V. :*fel|F 11 7 *ll[ ¦ * M Morgunblaðið/Halldór Verðlaunahafar á Pinseeker golfmótinu. Fremri röð frá vinstri: Svanþór Laxdal GR, Karl Þórðarson GOS, Jóhann Hjaltason GK, Ólafur Már Sigurðsson GK, Guðjón Rúnar Emilsson og Hlynur G. Ólafsson GK. Aftari röð frá vinstri: Björn Magnússon umboðsmaður Pinseeker, Gylfi Georgsson GK, Ari Magnússon GK, Kári Jóhannsson GKJ, Friðbjörn Oddsson GK, Jón Jóhannsson GS, Örn Hjartarson GS og Ingvar Ingvarsson GS. » TENNIS Sextán unglingar taka þátt í móti í Englandi SEXTÁN íslenskir unglingar á aldrinum tólf til sextán ára eru nú stödd í Englandi þar sem hópurinn tekur þátt ítveimur mótum. Eftirtaldir keppendur fóru utan: Arnar Rúnarsdóttir, Guðrún G. Stefánsdóttir, Hrafnhildur Hannesdóttir, Iris Staub, Katrín Atladóttir, Kristín Gunnarsdóttir og Rakel Pétursdóttir. Níu piltar eru í förinni en það eru Arnar Sigurðs- son, Brynjar Sverrisson, Guðjón Gústafsson, Hjalti Kristjánsson, Hjörtur Hannesson, Jóhann Björg- vinsson, Ragnar Ingi Gunnarsson, Sigurður Andrésson og Teitur Marshall. Þróunarsjóður alþjóða tennis- sambandsins styrkti förina. Þessi sjóður sem fær hluta af ágóða úr stærstu atvinnumannamótunum var stofnaður 1985 og er ætlað að breiða út íþróttina meðal annars með því að hjálpa efnilegum spilur- um til að taka þátt í mótum erlendis. Örn og Hlynur lékubestá Hvaleyrinni - á Pinseeker-mótinu í golfi sem fram fór um síðustu helgi ÖRN Hjartarson úr Golfklúbbi Suðurnesja og Hlynur G. Ólafsson úr Golfklúbbnum Keili urðu hlutskarpastir íkeppni án forgjafar á Pinseeker-mótinu í golfi sem fram fór á Hvaleyrarholtsvellinum í Hafnarfirði sl. laugardag. lyiokkur vindur setti mark sitt á íslensku keppendurnir í tennis sem taka þátt í tveimur mótum í Bretlandi. Morgunblaðið/frosti mótið en greinilegt að ungir kylfingaF- kunna vel að leika í vindi þó að margir hafi leikið yfir forgjöf sinni að þessu sinni. Hlynur sigraði í flokki fjórtán ára og yngri en hann lék átján holurnar á 76 höggum eða átta höggum yfir pari. Næstur kom Guðjón R. Emils- son úr GR á 78 höggum en báðir náðu þeir betra skori en sigurvegar- inn í eldri flokki. Jón Jóhannsson varð í þriðja sæti í yngri flokknum með 81 högg og hann varð jafn- framt efstur í keppni með forgjöf. Örn Hjartarson úr GS sem sigr- aði í flokki 15-18 ára fór hringinn á 79 höggum, höggi minna en Keili- spiltarnir Ari Magnússon og Frið- björn Oddsson. Örn er með þrjá í forgjöf og hann sagði að mistök á fimm síðustu holunum hefðu verið sér minnistæðust. „Mér gekk illa og gerði margar vitleysur enda fór ég þær á sjö yfír pari," sagði Örn. Fékk two golfpoka Jóhann K. Hjaltason úr Keili gleymir líklega ekki þessu móti í bráð. Hann sigraði í keppni í eldri flokki með forgjöf og lét mikið að sér kveða í keppninni um aukaverð- launin, vandaða golfpoka sem veitt- ir voru fyrir að vera næstur holu á öllum par þrjú holum vallarins en þær eru fimm talsins í Hvaleyrar- holtinu. Jóhann var næstu holu á 3. og 6. braut og hreppti því tvo poka. Auk Jóhanns fengu þeir Ólaf- ur Már Sigurðsson GK, Nökkvi Gunnarsson NK, Kári Jóhannsson GKJ, Svanþór Laxdal GR og Frið- björn Oddsson GK aukaverðlaun en veitt voru sðmu verðlaun fyrir að vera næstur holu eftir annað högg á 16. og 18. holu. Notaði aðeins 24 pútt ¦ Veitt voru verðlaun fyrir lengsta teighögg á 1. braut en það átti Ingvar Ingvarsson úr Golfklúbbi Suðurnesja. Fæst púttin notaði Ari Magnússon GK, aðeins 24 talsins eða 1,33 pútt að meðaltali sem verð- ur að teljast frábær árangur. Ari vildi þakka þennan árangur góðum flötum á vellinum og stífum æfing- um að undanförnu en Ari náði að klára tvær brautir án þess að taka upp pútterinn því hann vippaði tví- vegis í holuna fyrir utan flöt. URSLIT Urslit á Pinseeker-golfmótinu sem haldið var á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnarfirði sl. laugardag. Tölurnar tákna högg á fyrri og stðari níu holum, þá heildarhöggafjöldi og höggafjöldi með forgjöf. 15-18 ára flokkur: ÖrnHjartarson.GS.............36/43 79 (76) Ari Magnússon, GK............35/45 80 (72) Friðbjörn Oddsson, GK.......42/38 80 (72) ÞórðurÁgústsson.NK........38/43 81 (74) Jóhann K. Hjaltas., GK.......41/41 82 (70)« ÓlafurM.Sigurðss.,GK......40/42 82 (71) KáriJóhannsson,GKJ........41/43 84 (71) Nökkvi Gunnarss., NK........38/46 84 (77) BrynjarGeirsson,GK.........44/41 85 (74) Bertel Arnfinnss., NK.........48/40 88 (79) SigtryggurGíslas.,GSG.....46/44 90 (76) GuðniSæmundss.,GR........47/44 91 (76) ÓttarRolfsson, GR.............47/49 96 (78) BirgirBjörnsson.GK..........45/51 96 (84) GuðjónÞorsteinss.,GKJ.....47/50 97 (82) ElmarEggertsson.GK.....50/51 101 (82) 14 ára og yngrl: HlyntirG.Ólafsson.GK......37/39 76 (65) Guðjón Emilsson, GR..........41/37 78 (69) JónJóhannsson.GS............41/40 81 (61) Ingvar Ingvarss., GS..........40/42 82 (67) BergurSverrisson.GOS.....37/46 83 (67) Einar K. Þórhallss., GOS ....44/42 86 (64) SvanþórLaxdal.GR...........43/43 86 (73) KristinnArnarss.,GR.........45/42 87 (65) PéturÓ.Sigurðss.,GR........42/45 87 (76) ArnarM.Eliass.,GS...........43/45 88 (68) PéturÞ.Ragnarss.,GK.......44/47 91 (67) ÓlafurSteinarss.,GR.........49/44 93 (71) TómasP.Salmon,GR.........50/44 94 (71) GesturSigurjónss.,GSS.....48/48 96 (72) AtliÞ.Gunnarss.,GK.........50/49 99 (75) Hannes Sigurðss., GR.......51/50 101 (77) GOLF Fóru holu ihoggi Kári Jóhannsson úr Golf- klúbbnum Kili í Mos- fellsbæ var á meðal keppenda á unglingamóti á Hvaleyrar- holtsvellinum í Hafnarfirði á laugardag. í æfingahring sín- um á föstudag fór hann holu í höggi á níundu brautinni. Kári var í mótvindi og notaði tré- kylfu númer þrjú á holuna sem er um 150 metrar. Fyrstur Eins og sagt var frá í þriðju- dagsblaðinu þá fór ellefu ára drengur, Ólafur Steinarsson draumahögginu á velli Odd- fellowa sem er fyrir ofan Garðabæ. Ólafur sem fór holu í höggi á sjöttu brautinni er fyrsti kylfingurinn til að fara holu í höggi á vellinum sem tekin var í notkun sl. haust. m ^ZS&€Z> BYKO-MOTIÐ Verður haldið á Kiðjabergsvelli, Grímsnesi sunnudaginn 22. ágúst. Vegleg verðlaun - bæði með og án forgjafar Skráning fimmtud. 19. og föstud. 20. ágúst í síma 41000 og á mótsstað. Komið og spilið áliinum nýja og glæsilega Kiðjabergsvelli. Allir kylfingar velkomnir. BYKO MEISTAKASAMBAND HUSASMIDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.