Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 27
-F MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19, AGUST 1993 27. Aftenposten/Jon Hauge Eftirlit á Barentshafi AHOFN Orion P-3-flugvélar norsku strandgæslunnar fylgist með togaraumferð á Barentshafi. )rnvalda í Osló til landhelgisgæslunnar eru skýr Luvarðskipin mega kipta sér af veiðunum ira Morgunblaðsins. íslenskir, voru að veiðum í „Smug- P-3 vél norsku strandgæslunnar fór jvæðið með fréttaritara Morgunblaðs- • Akureyrin og Snæfugl voru fyrstu 'kammt frá þeim lágu Nordic 2 og á St Vincent-eyjum í Karibahafi. en. „Komi á hinn bóginn mikil ganga og aflinn verði mikill óttumst við að slæm rányrkja á norsk-rúss- neska þorskstofninum verði niður- staðan". Strandgæsluskipið Bar- entshav er nú á svæðinu en á næstu dögum mun varðskipið Kim leysa það af hólmi. Skipverjar og flug- menn hafa fengið strangar fyrir- skipanir um að skipta sér ekki af veiðunum sem norsk stjórnvöld telja ólöglegar. Lögfræðiálit Gunnars G. Schram um veiðar í „Smugunni" Þjóðréttarregla að veiðar á úthafinu eru frjálsar FORSÆTIS- og utanríkisráðherra studdust meðal annars við skriflegt álit Gunnars G. Schram lagaprófessors þegar þeir lýstu því yfir í Morgun- blaðinu síðastliðinn laugardag að bann við veiðum íslenskra togara á alþjóðlega hafsvæðinu í Barentshafi, „Smugunni" svokölluðu stæðist ekki íslensk lög og þjóðarrétt eða væri að minnsta kosti vafasamt. Sjávarút- vegsráðherra segir aftur á móti að kunnugleg túlkun úthnfsveiðiríkjiinna á þjóðarrétti komi fram í álitinu. ,m- .m- sk- irið gí rið- ndi um íál. im- um mu im- tíð- + Lögfræðiálitið er dagsett 9. ágúst og hefur yfirskriftina: Um lögmæti takmarkana á veiðum íslenskra ríkis- borgara á úthaflnu. Álitið í heild er fer hér á eftir: „Vegna þeirra umræðna sem orðið hafa að undanförnu um að banna ís- lenskum veiðiskipum að halda til veiða í Barentshafí eða á aðrar veiðislóðir í úthafinu, t.d. á rækjumiðin utan Ný- fundnalands (flæmska hattinn) skulu hér nefnd nokkur þjóðréttarleg atriði sem þetta mál varða. Það er skýr og ljós þjóðréttarregla að veiðar utan lögsögu ríkja, k úthaf- inu, eru heimilar og öllum frjálsar. Hefur reglan verið ein af hinum hefð- bundnu grundvallarreglum hafrétt- arins. Er hún nú staðfest m.a.a í 87. gr. og 116 gr. Hafréttarsáttmálans. Þetta er grundvallarreglan. Við notkun þessa frelsis þarf eðilega síðan að hafa nokkur sjónarmið í huga, fyrst og fremst þau að gerðar séu ráðstafan- ir við slíkar veiðar af hálfu ríkisins eða í samvinnu við önnur ríki sem nauðsyn- legar kunna að vera til að vernda hin- ar lífrænu auðlindir úthafsins, eins og það er orðað í 117. gr. Jafnframt segir í 118. gr. að ríki skulu starfa hvert með öðrum að verndun og stjórnun lífrænna auðlinda á úthafssvæðum. Skulu þau m.a. hefja samningaviðræð- ur með það í huga að gera nauðsynleg- ar ráðstafanir til verndunar hinna líf- rænu auðlinda sem um ræðir. Þessi ákvæði gilda fyrst og fremst fyrir aðila að Hafréttarsamningnum, en Norðmenn eru ekki aðilar að hon- um. Meginreglan um fullt fískveiði- frelsi er hefðbundinn þjóðréttarregla og gildir hér óskorað. Þar að auki hefur ekkert komið fram um að stofn- ar þorsks í Barentshafi séu í hættu og verndar verðir. Þvert á móti er þar óvenju mikil fiskigengd og því væntan- lega ekki forsenda fyrir verndarað- gerðum skv. ákv. sáttmálans. Né held- ur hafa Norðmenn farið fram á slíkar viðræður sem greint er í 118. gr. sátt- málans svo vitað sé. Af þessum sökum er enginn alþjóð- legur lagagrunnur fyrir hendi til þess að banna íslenskum skipum að veiða utan 200 sjómflna á alþjóðlegum haf- svæðinum. Lög nr. 34/1976 um veiðar ís- lenskra skipa utan fiskveiðiland- helgi Islands. Hér vaknar sú spurning hvort þess- um lögum megi beita til þess að banna íslenskum skipum að nota þann rétt sinn að sækja á alþjóðleg mið, nú þeg- ar afla skortir á Islandsmiðum. Meginefni laganna er að heimila sjávarútvegsráðherra að setja með reglugerð þær reglur um veiðar ís- lenskra skipa utan fískveiðilandhelgi íslands sem nauðsynlegar þykja til þess að framfylgt verði ákvæðum al- þjóðasamninga sem íslendingar eru að gerast aðilar að eða þá samninga sem gerðir eru milli íslenskra og er- lendra stjórnvalda. Auk þess er ráð- herra heimilt að setja aðrar reglur um þessar veiðar sem honum þykja þurfa. Megintilgangur þessara laga kemur fram í 1. mgr. 1. gr. og viðbótará- kvæði um hina opnu heimild ráðherra í 2. mgr. 1. gr. hlýtur að verða að túlka í samræmi við hana. Hér má segja að um ákaflega hæpna lagaheimild sé að ræða til þess að banna veiðar íslenskra skipa í Bar- entshafi. Það er vegna. þess að við erum ekki aðilar að neinum alþjóða- samningum sem banna eða takmarka veiðar á alþjóðlega svæðinu þar. Tilmæli norskra stjórnvalda eru allt annar hlutur og hafa ekkert lagalegt vægi. Þar er aðeins um pólitíska beiðni að ræða. Ekki þýðir fyrir Norðmenn að vitna í þessu sambandi í Hafréttar- sáttmálann, þvi þeir eru ekki aðilar að honum eins og fyrr er sagt. Reynt var í sumar á fundi SÞ í New York að gera sáttmála um takmarkanir veiða á úthafinu en sá fundur leiddi ekki til neins samkomulags. Ef ráð- herra vill nota seinni mgr. 1. gr. er þar að vísu um einhliða rétt hans að ræða. En með því takmarkaði hann þann ljósa og ótvíræða rétt sem ís- lenskir ríkisborgarar eiga til fiskveiða í úthafinu. Það væri mjög umdeilanleg ráðstöfun sem gengi bekit gegn hags- munum umbjóðenda ríkisstjórnarinnar og engin lagaskylda kallar á slíka gjörð. Virðist hæpið að ráðherra geti svipt menn þeim fiskveiðiréttindum sem þeir eiga skv. alþjóðalögum og sáttmála sem Alþingi staðfesti 1985 með einfaldri reglugerð. Vilji íslensk stjórnvöld takmarka eða banna veiðar íslenskra ríkisborgara á alþjóðlegum hafsvæðum þyrfti til að koma ný skýr og ótvíræð lagaheimild sem unnt yrði að byggja slíkt bann á." Þér ferst, Flekk- ur, að gelta eftir Sighvat Björgvinsson Á Ólafí Ragnari Grímssyni er meira framboð én eftirspurn. Hann hefur þann háttinn á sjálfum sér að hringja reglulega í alla fjölmiðla til að biðja þá um að geta þess hvað Ólafur Ragn- ar Grímsson sé að gera eða hugsa. Af góðmennsku sinni láta fjölmiðlar þetta stundum eftir honum. Menn fá þá að minnsta kosti frið fyrir honum þangað til hann hringir næst. Á dögunum tók Ólafur símann rétt einu sinni og hringdi í alla fjölmiðla. Nú þurfti hann að koma því á fram- færi við þjóðina að hann væri ekki sáttur við þá ráðstöfun að prófessor Þorkell Helgason yrði skipaður ráðu- neytisstjóri í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu til tveggja ára á meðan Björn Friðfínnsson, skipaður ráðu- neytisstjóri, væri í tveggja ára launa- lausu leyfi. Ólafur Ragnar bað alla fjölmiðla að segja nú þjóðinni frá því að Honum Sjálfum þætti þetta bæði siðlaust og brot á anda laganna'— en Ólafur Ragnar Grímsson þykist eiga sér sagnaranda sem heitir „andi lag- anna" og hann brúkar eftir geðþótta. Þessi „andi laganna" er líka til innan- flokksbrúks í Alþýðubandalaginu og hefur valdið svo miklu framboði á Ólafi Ragnari Grímssyni þar að ekk- ert pláss er til framboðs á neinum öðrum og er það kallað „nýtt lýðræði". Hæfur embættismaður Mér er ljúft að gera grein fyrir því að ég hef ákveðið að doktor Þorkell Helgason verði settur ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu í fjarveru Björns Priðfinnssonar. Dokt- or Þorkell Helgason hefur mestalla starfsævi sína verið embættismaður, lengst af sem starfsmaður Háskóla íslands og gegnt þar prófessorsemb- ætti. Vegna yfirgripsmikillar mennt- unar sinnar hefur Þorkell auk þess verið ráðunautur ríkisstjórna og margra ráðherra um ýmis mál. Hann hefur til dæmis verið ráðgjafi ráð- herra og ríkisstjórna í skattamálum og fiskveiðistjórnunarmálum og var formönnum flokkanna til ráðuneytis í kjördæma- og kosningalagamálum. Samkvæmt lögum um Stjórnarráð íslands hefur sérhver ráðherra heim- ild til að ráða sér aðstoðarmann. í lögunum er ekki kveðið á um að sá aðstoðarmaður skuli vera „pólitísk- ur". Það var heldur ekki undir þeim formerkjum sem ég réð doktor Þor- kel Helgason til starfa fyrir tveimur árum enda hafði doktor Þorkell engin opinber afskipti haft af stjórnmálum og engan þátt tekið í stjórnmálastarf- semi á vegum stjórnmálaflokka svo mér sé um kunnugt. Það var vegna kynna minna af honum sem embættismanni og ráð- gjafa stjórnvalda sem ég réð hann til starfa. Þeirri ákvörðun hef ég aldrei séð_ eftir. Ólafur Ragnar Grímsson virðist gera þá kröfu að embættismaður með þá starfsreyrislu og menntun sem doktor Þorkell Helgason hefur missi embættisgengi sitt við það að starfa sem aðstoðarmaður ráðherra í tvö ár, því auðvitað lætur doktor Þorkell Helgason af störfum sem aðstoðar- maður ráðherra þegar hann tekur við störfum sem ráðuneytisstjóri og hverfur þar með aftur til starfa í embættiskerfinu. Af sjálfu leiðir að ég er ekki sammála skoðun Ólafs Ragnars Grímssonar. Núverandi ráðuneytisstjórar í iðn- aðar- og viðskiptaráðuneyti og í um- hverfisráðuneyti voru báðir aðstoðar- menn ráðherra áður en þeir réðust til ráðuneytisstjórastarfanna. Ég sé engin rök í því að ekki sé heimilt að setja mann sem gegnt hefur starfi aðstoðarmanns ráðherra í ráðuneytis- stjórastarf í tvö ár þegar fyrir liggja tvö nýleg fordæmi um að menn sem verið hafa aðstoðarmenn ráðherra hafa verið skipaðir ráðuneytisstjórar til frambúðar. Ólafur á elleftu stundu En hver er hann þessi Ólafur Ragn- Sighvatur Björgvinsson „Fyrir einu ári var Ólaf- ur Ragnar Grímsson bú- inn að vera fjarverandi samtals í átta ár frá starfi sínu. Engu að síður virti hann þessa samþykkt að vettugi og sat sem fastast í prófessorsstöðunni. Þá samþykkti félagsvísinda- deild Háskóla íslands að gefa honum eins árs við- yörun til viðbótar og ef hann ekki segði starfi sínu lausu sjálfviljugur á þeim tíma myndi há- skóladeildin ekki mæla með að menntamálaráð- herra veitti honum lengra leyfi." ar Grímsson, sem hefur þessa skoðun á embættisgengi manna? Árum saman hefur hann gegnt stöðu prófessors við Háskóla íslands. Árum saman hefur hann látið halda þeirri stöðu fyrir sig án þess að gegna henni. Hann lét ekki aðeins halda stöðunni á meðan hann gegndi þingmennsku og ráð- herradómi heldur einnig á meðan hann starfaði sem ritstjóri Þjóðviljans. Framferði Ólafs Ragnars gekk svo fram af samstarfsmönnum hans í félagsvísindadeild Háskóla íslands að með vísan í fordæmi hans samþykkti háskóladeildin þá starfsreglu að kennari við háskóladeildina fengi ekki að halda starfi án þess að gegna því lengur en í fjögur ár og að hámarki í átta ár ef fjarveran væri vegna kjör- inna opinberra starfa í almannaþágu. Fyrir einu ári var Ólafur Ragnar Grímsson búinn að vera fjarverandi samtals í átta ár frá starfi sínu. Engu að síður virti hann þessa samþykkt að vettugi og sat sem fastast í pró- fessorsstöðunni. Þá samþykkti félags- vísindadeild Háskóla íslands að gefiV , honum eins árs viðvörun til viðbótar ' og ef hann ekki segði starfi sínu lausu * sjálfviljugur á þeim tíma myndi há- skóladeildin ekki mæla með að menntamálaráðherra veitti honum lengra leyfí. Þetta jafngildir uppsögn með eins árs fyrirvara og er mér ekki kunnugt um aðra háskólakenn- ara en Olaf Ragnar Grímsson sem háskóladeild hefur talið ástæðu til að álykta um með sambærilegum hætti. En ályktunin breytti engu. Prófessor- inn sat sem fastast í stöðunni og eins lengi og hann mögulega gat. Það var ekki fyrr en rétt áður en lokafrest- urinn rann út sem prófessorinn féllst á að segja starfi sínu lausu og hafði þá haldið stöðunni á níunda ár án þess að gegna henni. „Þér ferst, Flekkur, að gelta." Höfundw er iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.