Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 Fulltrúar Bell Helicopter Textron kynna tilboð á notuðum þyrlum Tvær Bell boðn- ar á 1,2 milljarða FULLTRÚAR Bell Helicopter Textron, framleiðanda Bell-björgun- arþyrla, kynntu í gær Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra og þyrlukaupanefnd tilboð sitt um að ríkisstjórnin kaupi tvær notaðar tuttugu manna Bell 214 ST-björgunarþyrlur. Þyrlurnar eru níu ára gamlar en lítið notaðar. Þessi vélartegund er ekki lengur í fram- leiðslu hjá Bell. Tilboðið hljóðar upp á 16,6 milljónir bandaríkja- dala, rúma 1,2 milljarða ÍSK miðað við tvær þyrlur með fullkomnum búnaði til björgunarstarfa og þjálfun áhafnar. Þyrlukaupanefnd hefur óskað nánari upplýsinga um vélarnar en frekari viðræðufund- um hefur ekki verið komið á. Annarri þyrlunni hefur verið flogið 550 flugtfma en hinni 460 flugtíma. Bell býðst til að selja núverandi þyrlukost Landhelgis- gæslunnar án þess að taka sölu- þóknun og afhenda þyrlur með öll- um búnaði innan tíu mánaða. Bell Helicopter Textron er annar tveggja framleiðenda þyrla af þess- ari stærð sem þyrlukaupanefnd telur koma til greina vegna um- ræddra kaupa. Fyrsta greiðsla 1995 Tilboðinu fylgir þjálfun áhafnar, viðhaldspakki og afhending vélar til íslands. Rekstraráætlun til sjö ára fylgir og rekstrartrygging er innifalin í kaupverði. Með rekstrar- tryggingu er átt við tryggingu gegn alvarlegum bilunum sem upp kunna að koma í þyrlunum og selj- andi tekur ábyrgð á. Auk þess er innifalin í kaupverði rekstrar- ábyrgð í eitt ár. í tilboðinu er gert ráð fyrir fyrstu greiðslu í janúar 1995 en árlegar greiðslur verði til sjö ára. Japanska fjármögnunarfyrirtækið Mitsui & Co., sem Bell hefur verið í sam- starfi við til margra ára, mun sjá um fjármögnun kaupanna ef af yrði. Að sögn John R. Murphy, forstjóra hjá Bell, eru þyrlurnar boðnar á markaðsverði sem er afar lágt um þessar mundir. Sigurjón Asbjörnsson, umboðs- aðili Bell á íslandi, sagði að kaup- verð tveggja notaðra Bell væri sambærilegt við kaupverð nýrrar Super Puma-björgunarþyrlu, sem einnig mun hafa verið til skoðunar hjá þyrlukaupanefnd. Gunnar Bergsteinsson, formaður þyrlukaupanefndar, sagði að lítið væri um málið að segja á þessu stigi. „Við viljum gjarnan fara að huga að því að koma einhverju frá okkur til ríkisstjórnarinnar eins og til var ætlast á sínum tíma. Þetta eru aðrar vélar sem þeir bjóða núna. Áður voru þeir með þriggja ára gamla vélar, sem þeir reyndar seldu í vor, en núna bjóða þeir níu ára gamlar vélar. Þeim yrði þó breytt þannig að þær yrðu í góðu standi, en þessi vélartegund er ekki í fram- leiðslu lengur," sagði Gunnar. Við björgunarstörf BELL 214 ST-björgunarþyrla að störfum í Norðursjónum. Rússneskir þingmenn héríboði Alþingis SENDINEFND frá rússneska þinginu dvelur hér á landi fram á laugardag í boði Alþingis. Þing- mennirnir tóku þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Norður- heimsskautssvæðisins sem lauk í Reykjavík á þriðjudag. Formaður rússnesku sendihefnd- arinnar er Valentín Agafonov, vara- forseti rússneska þingsins. Aðrir í sendinefndinni eru Vladímír Var- folomejev, formaður vistfræði- og náttúruauðlindanefndar þingsins, Alexander Veshnjakov, sem situr í samgöngumálanefnd, Valeríj Geras- símov, varaformaður heilbrigðis- málanefndar þingsins, Maja Etterínt- ína, sem situr í nefnd um félagslega og efnahagslega þróun lýðveldanna, sjálfstæðra héraða og smáþjóða og Viktor Vassíljev sérfræðingur í sam- skiptadeild Æðsta ráðsins. Ves- hnjakov, sem er þingmaður frá Ark- hangelsk, sagði í samtali við Morgun- blaðið að valið hefði verið í sendi- nefndina útfrá þeim málefnum sem rædd voru á ráðstefnunni um Norð- urheimsskautssvæðið. Varðandi póli- tíska afstöðu þingmannanna sagði Veshnjakov að erfitt væri að gefa einhlít svör í því efni en enginn þeirra gæti talist til einlægra stuðnings- manna forseta landsins, Borísar Jeltsíns. í gær áttu þingmennirnir fund með utanríkismálanefnd. í dag fara þeir á Vatnajökul og á morgun hitta þeir forseta Islands, forsætisráðherra og borgarstjóra að máli. Nemendafyrirtæki stofnsett við Háskólann Ahersla verður lögð á gæði þjónustunnar Morgunblaðið/Bjarni Borgin veitir starfslaun MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri afhenti Brynhildi Þorgeirs- dóttur myndhöggvara starfslaun Reykjavíkurborgar og Kristjáni Guðmundssyni myndlistamanni starfslaun sem borgarlistamanni árið 1993 á afmælisdegi Reykjavikurborgar í gær. Kristján og Brynhildur fá starfslaun Reykjavíkur KRISTJÁN Guðmundsson myndlistamaður hefur verið útnefndur borg- arlistamaður 1993 og Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari hefur hlotið starfslaun á vegum borgarinnar næstu þrjú árin. Það eru menn- ingarmálanefnd Reykjavíkurborgar og borgarráð sem veita starfslaunin. Kristján tekur við af Friðriki Þór Friðrikssyni kvikmyndagerðar- manni, en hann naut starfslauna sem borgarlistamaður síðastliðið ár. Kristján, sem m.a. gerði listaverk af nótnastreng í borgarstjórnarsal Ráð- hússins, segir að það hafi komið sér mjög á óvart að vera útnefndur borg- arlistamaður. Hann er nýkominn frá Malmö í Svíþjóð, þar sem hann opn- aði um síðustu helgi yfirlitssýningu á verkum sínum. „Ég er búsettur hér á landi en ég^ starfa og sýni meira í útlöndum. I næstu viku fer ég til Norður-Noregs þar sem ég ætla að skoða stóran útiskúlptúr, sem ég gerði og verið er að smíða. Það á að setja hann upp í byrjun október," segir Kristján aðspurður um hvað hann sé að fást við um þessar mundir. Kristján er bróðir Sigurðar Guð- mundssonar myndlistamanns. Mikið öryggi „Þetta er besti tíminn til að fá þessi starfslaun og þau koma sér æðislega vel. Þetta er mikið öryggi og nú get ég unnið við það sem ég er að gera. Ég ætla að sanna það að maður býr til bestu kúnstina ef maður hefur peninga og öryggi til að vinna hana og afsanna þannig þá kenningu að maður þurfí að vera berklaveikur og eiga enga peninga til að búa til góða kúnst," segir Bryn- hildur sem hlaut starfslaun í 3 ár. Hún segist ætla að halda upp á 10 ára starfsafmæli sitt með sýningu í Nýlistasafninu í september næst- komandi. Brynhildur lagði stund á nám á íslandi, í Hollandi og í Banda- ríkjunum, en þar var hún búsett í fímm ár, eða til ársins 1990. STUDENTARAÐ Háskóla Is- lands mun um miðjan september selja á stofn svonefnt nemenda- fyrirtæki til þess að skipuleggja og sejja vinnu stúdenta. Verður það sniðið að erlendri fyrirmynd, en hátt í 200 slík fyrirtæki starfa nú í Evrópu. Páll Magnússon, formaður Stúdentaráðs, segir að stúdentar muni geta boðið fjöl- breytta þjónustu, meðal annars markaðskannanir í samvinnu við aðila á meginlandinu. Verður lögð mikil áhersla á að tryggja gæði þeirrar vinnu sem nem- endafyrirtækið annast. „Nemendafyrirtækið verður sjálfseignarstofnun, óháð Stúdenta- ráði. Það mun ekki njóta neinna sérkjara í Háskólanum og leigir skrifstofuaðstöðu í Tæknigarði," sagði Páll. Hann sagði að við kynn- ingu á fyrirtækinu meðal aðila í atvinnulífinu hefði verið lögð áhersla á að hér væri um viðskipti að ræða, en ekki styrki til nemenda. Þjóðfræðinemar virkja krafta sína Þrátt fyrir að vinna fyrir aðila í atvinnulífinu liggi líklega beinast við nemendum í viðskipta- og hag- fræði eða verkfræðideild hefur ver- ið lögð áhersla á að virkja sem flesta nemendur innan Háskólans, að sögn Páls. Meðal þeirra hópa sem sýnt hafa undirbúningsstarfinu hvað mestan áhuga eru nemendur í þjóðfræði, sem hafa í hyggju að bjóða þjónustu sína sveitastjórnum um allt land. Þar kynni að vera um að ræða skrásetningu á sögu og arfleifð viðkomandi landshluta, gerð kynningarefnis og fleira. Verið er að leggja lokahönd á Á fundi ráðherra Morgunblaðið/ÁSÆ ÞORSTEINN Þorsteinsson framkvæmdasljóri Stúdentaráðs og Páll Magnússon formaður SHÍ kynntu í gær Ólafi G. Einarssyni mennta- málaráðherra nemendafyrirtækið sem fyrirhugað er að stofna 13, sept- ember. Guðríður Sigurðardóttir ráðuneytissljóri sat einnig fundinn. stofnskrá fyrirtækisins, en stefnt er að því að því verði skipt í verk- efnastjórnir, sem kjósa muni stjórn- arformann á félagsfundi. Þeir nem- endur sem starfað hafa fyrir fyrir- tækið verða kjörgengir. Stjórnunar- störf verða ólaunuð. Páll sagði að í Frakklandi, þar sem 114 nemenda- fyrirtæki eru starfandi, sé stjórnar- formennska víða metin jafngild einu námsári í háskóla. Aðilar í atvinnu- lífinu líti einnig á störf fyrir nem- endafyrirtæki sem mikilvæga reynslu. Hugmyndin að fyrirtækinu er komin frá Hreini Sigmarssyni stúd- ent, sem kynnti hana fyrir Stúd- entráði. Síðastliðið vor fóru fulltrú- ar stúdenta á þing nemendafyrir- tækja í Evrópu sem haldið var í Sviss. Stjórnarformaður norska nemendafyrirtækisins StudConsult, Per Hansen, hefur sýnt þessu máli sérstakan áhuga og er hann vænt- anlegur til landsins í september til þess að fylgja fyrirtækinu úr hlaði. Fyrsta nemendafyrirtækið var stofnað í París árið 1916. í Frakk- landi starfa nú 114 slík fyrirtæki, á Spáni eru þau 43, og 33 til viðbót- ar eru dreifð um Vestur-Evrópu og Slóveníu. Þá hafa slík fyrirtæki verið stofnuð í Suður-Ameríku og Afríku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.