Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 7
eeei tsuoá .ei auoAOUTKwr? cnc-fAjaznníio?/ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 Sigrún Árnadóttir framkvæmda- stjóri Rauða kross íslands. Rauði kross Islands -------------------------------------------------7—'----' Sigrún Árna- dóttir var ráðin fram- kvæmdastjóri SIGRÚN Árnadóttir var ráðin framkvæmdastjóri Rauða kross íslands á stjórnarfundi á þriðju- dag. Sigrún var áður deildar- stjóri innanlandsdeildar RKÍ en hefur gegnt starfi framkvæmda- sfjóra frá maí síðast liðnum. Staðan var þá auglýst og 55 umsóknir bárust. Sigrún er 32 ára. Hún nam þjóð- félagsfræði við Háskóla íslands og útskrifaðist 1988. Sigrún hóf störf hjá RKÍ haustið 1990. Hún veitti fræðslumiðstöð félagsins forstöðu í tvö ár og hélt síðan utan til starfa á aðalskrifstofu kanadíska Rauða krossins í Ottawa við fræðslu um alþjóðleg mannúðarlög og alþjóða- starf Rauða kross hreyfingarinnar. Hún kom heim og tók við starfi deildarstjóra innanlandsdeildar RKÍ snemma á þessu ári. ? > ? Stefnir á heimsmeistara- mót í fjallahjólreiðum Deilt um, lóðaúthlutun til aldraðra FULLTRÚAR minnihlutans í borgarráði benda á í sameigin- legri bókun að meirihlutinn hafi í tillögu á fundi byggingarnefndar aldraðra mótmælt að skilyrði hafi verið sett um byggingaraðila við úthlutun lóðar. Tillaga meirihlut- ans kom fram vegna skýrslu starfshóps á vegum félagsmála- ráðuneytisins. í sameiginlegri bókun minnihlut- ans í borgarráði segir að í tillögu Sjálfstæðisflokksins, sem samþykkt var á fundi byggingarnefndar aldr- aðra, sé því mótmælt að sett hafi verið skilyrði um verktaka, bygg- ingaraðila við lóðaúthlutanir. Fram kemur í bókuninni að í úthlutunar- bréfi til Réttarholts og Ármanns- fells frá 25. október 1989 undirrit- uðu af Davíð Oddssyni segi orðrétt: „Athygli er vakin á því, að hönnun mannvirkja skal unnin á vegum Ármannsfells hf..." og síðar, „Ár- mannsfell hf. skal byggja íbúðir og ..." Þá segir í bókuninni að það sé afar sérkennilegt að taka fram í úthlutunarbréfi hver eigi að byggja og hanna, sérstaklega þegar úthlut- unin er til beggja aðila. Við venju- legar úthlutanir sé slíkt aldrei gert. í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í borgarráði, er bent á að byggingarfélagið Ármannsfell hf. hafi fyrst sótt um lóðina við Hæðargarð ásamt Samtökum aldr- aðra. Réttarholt sótti síðan um lóð- ina og í framhaldi af því ákvað borgarráð að úthluta Réttarholti og byggingarfélaginu Ármannsfelli lóðina sameiginlega. EINN AF keppendum í íslandsmeistaramótinu í fjallahjólreiðum um síðustu helg, Sighvatur Jónsson, hefur hug á að keppa í heimsmeistara- mótinu í fjallahjólreiðum. Mótið fer fram í Frakklandi eftir nokkrar vikur. Sighvatur keppti á Moongoose fjallahjóli á sunnudaginn og tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í flokki 16-18 ára. „Ég held að almennt séu íslenskir hjólreiðamenn í meðlagi miðað við það sem gerist eriendis. Hjólreiðar eru það ný keppnisgrein að okkur vantar meiri reynslu. Þess- vegna held ég að það sé sterkur leik- ur að prófa að keppa í heimsmeistara- mótinu, til að sjá hvar við stöndum," sagði Sighvatur í samtali við Morgunblaðið, en hann er 16 ára gamall og á því framtíðina fyrir sér. „Einar Jóhannsson hefur keppt talsvert erlendis í götuhjólreiðum og staðið sig vel, hann varð framariega í keppni á ítalíu og náði svo verð- launasæti í keppni í Danmörku," sagði Sighvatur. „Fjallahjólreiðar eru af öðrum toga en götuhjólreiðar. Á fjallahjólum er farið um slóða og erfiða vegi. Þetta reynir mikið á út- hald, hendur og fætur. Til að halda mér í þjálfun, þá hjóla ég til og frá vinnu, á kvöldin og um helgar. Það vantar betri aðstöðu fyrir hjólreiðar í höfuðborginni þar sem þúsundir manna eiga reiðhjól. Mér finnst mjög gaman að hjóla eftir stígum í Öskju- hlíð, og eins er fallegt að fara um stígana í Elliðaárdal. Þeir sem keppa á heimsmeistara- mótinu eru margir hverjir á sérsmíð- uðum keppnishjólum. Við notum um 13 kg þung hjól, en þeir bestu hafa sérsmíðuð 10 kg hjól og það munar mikið um þessi kíló," sagði Sighvatur. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sighvatur Jónsson, íslandsmeist- ari í fjallahjólreiðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.