Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 26
26 + MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. AGUST 1993 IttwgmiMafeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Samstarf þjóðanna á norðurslóðum Fyrstu ráðstefnu þjóðanna á norðurslóðum lauk í Reykja- vík'sl. þriðjudag og þar var ákveð- ið að setja á stofn fastanefnd þing- manna til að fjalla um sameiginleg hagsmunamál svæðisins. Ráð- stefnan leiddi í ljós, að lífshags- munir þjóðanna fara saman á mörgum mikilvægum sviðum. Norðurlandaráð boðaði til ráð- stefnunnar en helzti frumkvöðull að því var Halldór Ásgrímsson, alþingismaður. Ráðstefnuna sóttu þingmenn, sérfræðingar og full- trúar frá Kanada, Danmörku, Færeyjum, Finnlandi, Grænlandi, Rússlandi, íslandi, Noregi og Sví- þjóð, auk fulltrúa sama, Norður- landaráðs og Vest-norræna þing- mannaráðsins. Berlega kom í ljós í erindum sérfræðinga, hversu viðkvæmt líf- kerfi heimskautasvæðanna er fyr- ir utanaðkomandi áhrifum og að tiltölulega lítið þarf tií að þau bíði alvarlegt tjón af mengun í and- rúmsloftinu eða hafinu. Ekki sízt er horft til hættunnar af losun úrgangsefna í hafið eða vegna kjarnorkuslysa. Gróðurhúsaáhrif eru talin verða hlutfallslega mun • meiri á norðursvæðunum en ann- ars staðar. Þetta kom m.a. fram í erindi dr. E. Fred Roots, for- manns kanadísku vísindanefndar- innar, sem fjallar um málefni norðurhjarans, en hann telur, að hækkun hita á jörðunni um eina gráðu að meðaltali valdi sennilega 4-5 gráðu hækkun hita á pólsvæð- inu. í lokasamþykktinni er lögð höf- uðáherzla á ráðstafanir til að koma í veg fyrir mengun í and- rúmslofti eða hafínu. Lagt er til við ríkisstjórnir landanna, að þær vinni að aígjöru banni á tilraunum með kjarnorkuvopn og að alþjóð- legu eftirliti og stjórnun verði beitt við hvers konar notkun á kjarn- orku, þar með talin losun og eyð- ing úrgangsefna. Hafin verði hreinsun á kjarnorkuúrgangi á heimskautasvæðinu. Lagt er til, að ríkisstjórnir land- anna styðji þær athuganir, sem nú eru gerðar á opnun norðaustur- siglingaleiðarinnar milli Evrópu og Norður-Ameríku og Austur- og Suðaustur-Asíu og ráðstafanir verði gerðar til að hindra hugsan- legt umhverfistjón vegna olíuleka frá tankskipum á þeirri leið. Ráðstefnan lagði til stórauknar vísindarannsóknir á lífríki og veð- urfari, svo og samstarf um skyn- samlega nýtingu náttúruauðlinda. Fram kemur vilji til þess, að lönd- in nái saman urh stofnun sérstaks ráðs heimskautalandanna, sem verði vettvangur fyrir samstarf þeirra í framtíðinni. Þá var lýst vilja til þess, að þau hafi með sér samvinnu á alþjóðlegum vett- vangi, þar sem fjallað er um mál- efni, sem snerta beinlínis hags- muni svæðisins. Eitt mikilvægasta umræðuefnið á ráðstefnunni voru örygismál, en jafnframt það viðkvæmasta. Framsögu hafði Johan Jörgen Holst, utanríkisráðherra Noregs og fyrrum varnarmálaráðherra. Hann kvað endalok kalda stríðsins hafa rutt brautina fyrir nánara samstarfi ríkja, sem áður voru í andstæðum fylkingum. „Jafnvel þótt meiriháttar ágreiningur ríkja á þessu svæði sé nú afar ólíklegur ríkir enn allnokkur óvissa. Fram- tíð Rússlands, pólitísk stefna þess og tengsl við nágranna eru óviss. Straumar og stefnur á þessari stundu togast á. Sama á við um mörg ríkjanna, sem risu úr rústum Sovétríkjanna. Ólga í austri og óvissan, munu hafa áhrif á framtíð stjórnmála í Evrópu og þann far- veg, sem öryggismál, samvinna og samkeppni á Norðurheim- skautssvæðinu mun renna eftir. Hvað sem öðru líður verður Rúss- land áfram mesta einstaka her- veldið í Evrópu um fyrirsjáanlega framtíð. Þess vegna er afar brýnt að laða Rússland að Evrópu og gæta þess að halda því ekki fyrir utan," sagði Holst. Norski utanríkisráðherrann fjallaði um það, að eðli öryggis- mála væri að breytast og t.d. hefði vaxandi mengun áhrif á skilgrein- ingu þeirra. Ógnun stafi af til- raunum með kjarnorkuvopn, geislavirku úrfelli og úrgangi. Hann kvaðst telja, að kjarnorku- vopn verði áfram á Norðurheim- skautssvæðinu. Langdrægum kjarnorkuvopnum muni fækka, en vægi vopnakerfa á hafinu aukast. „Meginhöfn Rússa og aðgangur að heimshöfunum verður áfram á Kólaskaga. Mikilvægi flotastöðv- anna þar hefur aukizt eftir sjálf- stæði Eystrasaltsríkjanna og Úkraínu. Norðursvæðin verða áfram mikilvæg til að fylgjast með hernaðarógnun og fyrir framvarn- ir í lofti." Holst kveður ólíklegt, að gerðir verði samningar um tak- mörkun vígbúnaðar, sem ein- skorðist við Norðurheimskauts- svæðið. Eins og ráða má af orðum norska utanríkisráðherrans verða öryggismálin helzti ásteitingar- steinninn í samskiptum ríkjanna í þessum heimshluta, enda meta þau öryggishagsmuni sína með mismunandi hætti. Kjarnorkuógn- in mun því áfram varpa skugga sínum á Norðurheimskautssvæð- ið, en samstarf ríkjanna í svæða- samtökum getur þó dregið úr tor- tryggni. Svo mörg og stór verkefni bíða úrlausnar á Norðurheimskauts- svæðunum að við þau verður ekki ráðið nema með sameiginlegu átaki þjóðanna, sem þar búa. Full- trúar Aiþingis í forsætisnefnd Norðurlandaráðs, þeir Halldór Ásgrímsson og Geir Haarde, eru því hvattir til þess að halda vak- andi áformunum um stofnun Norðurheimskautsráðsins. Miklir hagsmunir eru í húfi. VEIÐAR ISLENDINGA I BARENTSHAFI Við hljótum að fá heimildir til veiða Sjávarútvegsráðherra segir engin rök fyrir að opna landhelgina fyrir Norðmönnum ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segist ekki sjá rök fyrir því að leysa deiluna um veiðar í „Smugunni" með því að skipta á veiðiheim- ildum og opna þannig landhelgina fyrir Norðmönnum. Fram kom hjá utanríkisráðherrum Islands og Noregs eftir fund þeirra í fyrradag að í samningaviðræðunum yrði meðal annars rætt um gagnkvæm skipti á veiðiheimildum og fiskvernd á alþjóðlegum svæðum. „íslensku skipin eru á veiðum á alþjóðlegu hafsvæði. Við erum með lögfræðiálit frá prófessor í þjóðarrétti sem segir að þessi réttur séóskoraður og engar forsendur fyrir verndaraðgerðum á þessu svæði. Á þessum grundvelli sýnist mér að niðurstaða af samningum gæti varla verið á aðra lund en þá að menn fengju skýrar veiðiheimildir," sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég sé engin rök fyrir því að opna landhelgina fyrir Norðmönnum núna. Við erum með álit frá prófessor í þjóð- arrétti við Háskóla Islands sem segir að íslenskir ríkisborgarar eigi óskorað- an rétt til veiða á þessu svæði. Þar segir ennfremur að fiskistofhinn í Bar- entshafi sé í svo góðu ástandi að ekki séu forsendur fyrir verndaraðgerðum. Meðan þetta álit liggur fyrir og ekki annað sé ég ekki riein rök fyrir því að fara að opna landhelgina fyrir Norð- mönnum og ég veit ekki til hvers það ætti að vera. Það væri til lítils unnið að fara í Barentshaf til að auka okkar hlut ef það ætti að kosta það að við þyrftum að opna landhelgina fyrir Norðmönnum. Við höfum nýlega gert samning sem þrengdi möguleika Norð- manna til að veiða á grundvelli loðnu- samningsins innan okkar lögsögu. Það gengi alveg þvert á okkar hagsmuni að fara að opna Iandhelgina núna fyr- ir þeim." Loðna og jöfnun sóknar - Gætu skipti á veiðiheimildum komið til greina til að jafna sókn í stofna? „Það er allt annar hlutur. Ég vil ekki útiloka að komið verði á einhverj- um skiptum við aðrar þjóðir þegar einn stofn er veikur hér en annar sterkur, en það verður aðeins ef sjáv- arútvegurinn telur sig hafa hag af slíku. Þetta var rætt fyrir nokkrum árum en þá höfðu menn ekki áhuga á því." - Finnst þér að til greina gæti komið að skipta á loðnukvótanum sem við fáum frá Norðmönnum fyrir karf- akvótann samkvæmt sjávarútvegs- samningi okkar við EB fyrir veiði- heimildir við Noreg? „Það finnst mér mjög langsótt. Reyndar er ekki hægt að fj'alla um þetta ennþá því sá samningur er ekki orðinn virkur." Skýrar veiðiheimildir Þorsteinn sagði í gær að á ríkis- stjórnarfundinum síðastliðinn þriðju- dag hefði ekki verið ákveðið hvað rætt yrði við Norðmenn, það hefði þeim utanríkisráðherra verið látið eft- ir og ætluðu þeir einmitt að ræða það Formaður LÍÚ um veiðileyfaskipti Ekkert að láta KRISTJÁN Ragnarsson, fqrmaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segist ekki sjá að íslendingar hefðu neinn hag af veiðileyfa- skiptum við Norðmenn, einfaldlega vegna þess að við nýttum okkar veiðimöguleika og hefðum ekkert að láta. „Ég er sammála sjávarútvegsráð- herra um það að ég sé ekki að við höfum neinn hag af einhverjum veiði- Ieyfaskiptum vegna þess að við höfum ekkert að láta og nýtum okkar veiði- möguleika hér við land. Ég tel að við gætum ekki bætt stöðu fjskiskipa- flota okkar að láta veiðiheimildir af hendi gegn öðrum jafngildum. Málið getur ekki snúist um það," sagði Kristján. Skynsamlegt að jafna svéiflurnar Kristján sagði þegar hann var spurður hvort til greina kæmi að semja um að jafna sókn í stofna, þannig að íslensk skip fengju kvóta í Barents- hafi núna gegn því að Norðmenn fengju kvóta hér þegar betur áraði á íslandsmiðum: „Slík umræða hefur komið upp áður. í ráðherratíð Hall- dórs Ásgrímssonar voru viðraðar hug- myndir um að eiga slík viðskipti við Kanada, að fá að veiða hjá þeim þeg- ar illa stendur hjá okkur en vel hjá þeim og síðan öfugt. Þessu var tekið fremur illa á þeim tíma sem mér finnst óskynsamlegt því við höfum upplifað sveiflurnar og það er ástæða til að reyna að jafna þær. Ég teldi slíkt verðugt viðfangsefni. Ég tel hins veg- ar að það geti ekki komið inn í það mál sem við erum að ræða núna, það er að leysa deilur út af þessu alþjóða- svæði í Barentshafi." síðdegis í gær. Hann sagði, þegar hann var inntur eftir því hvað hann teldi að leggja ætti áherslu á: „íslensku skipin eru á veiðumn þarna á alþjóðlegu hafsvæði. Við erum með lögfræðiálit frá prófess- or í þjóðarrétti sem segir að þessi rétt- ur sé óskoraður og engar forsendur fyrir verndaraðgerðum á þessu svæði. A þessum grundvelli sýnist mér að niðurstaða af samningum gæti varla verið á aðra lund en þá að menn fengju skýrar veiðiheimildir." r Miðað við þróun málsins og við- brögð í Noregi, finnst þér líklegt að þeirmuni samþykkja þetta? „Ég vil ekki vera með neinar spár um það." a: Fyrirmæli stjórn Norski ekkiski Ósl6. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara tíorg FJÓRIR togarar, þar af tveir íslens unni" síðdegis í gær er Orion P-3 vi í reglubundið eftirlitsflug yfir svæðið ins um borð. Frystitogararnir Akur íslensku skipin á vettvang. Skamm Klondyke sem bæði eru skráð á St ' Við sáum einnig 16 íslenska tog- ara sigla með 10-12 mílna hraða í átt að hafsvæðinu. Flotinn var dreifður yfir stórt svæði er nær frá nyrsta hluta Tromso-grunnsins yfir Nordkapp-bankann og allt að „Smugunni". Tæknimenn Orion- vélarinnar færðu staðsetningu skip- anna inn á kort sín þegar þau komu fram á ratsjám en síðan var flogið nær hverju skipi í gegnum skýja- slæður til að hægt væri að sjá nafn og númer. Auk íslensku skipanna munu nokkur skip sem skráð eru á Karíba- hafi vera á leið til Barentshafs eftir að hafa landað í íslenskum höfnum. Er hætt við að þá geti orðið þröngt á þingi í „Smugunni". Halvor Pett- ersen, kafteinn í deild strandgæsl- unnar í Norður-Noregi, segir að útilokað verði fyrir svo stóran flota að stunda veiðar með hagnaði. „íslendingarnir verða ekki hérna til langframa nema þeir veiði svo vel að aflinn réttlæti mikil útgjöld þeirra við veiðarnar. Til þess þurfa þeir sennilega um tíu tonn á sólar- hring, sem stendur fá þeir aðeins 2-3 tonn. Ef aflabrögðin verða áfram svona treg held ég að deilan leysist af sjálfu sér," segir Petters- Alþýðusamband íslands svarar Norges Fiskarlag Getum ekki stöðvað veiðarnar ALÞÝÐUSAMBANÐ íslands segir að það sé ekki í valdi samtakanna að koma í veg fyrir veiðar íslenskra fiskiskipa í Barentshafi. Þetta kem- ur fram f bréfi Benedikts Davíðssonar, forseta ASÍ, til Norges Fiskarlag sem beðið hafði ASÍ og LÍÚ að beita sér fyrir því að skipin hæfu ekki veiðar á þessu svæði. í svarbréfi sínu segir ASí að í af- stöðu til stjórnunar fiskveiða hafi samtökin ávallt lagt áherslu á skyn- samlega nýtingu auðlinda hafsins á grundvelli bestu þekkingar. íslenskir sjómenn og fiskverkafólk sé því sam- mála þeim sjónarmiðum sem fram komi í bréfi Norges Fiskarlag að ís- lenskir og norskir sjómenn vinni á þessum grundvelli þegar þeir fái tæki- færi til. Hins vegar er mótmælt sam- líkingu Norges Fiskarlag á veiðum íslenskra skipa í Barentshafi nú og þorskastríði Islendinga og Breta og neitar að taka þátt í slíkri umræðu. Formlegar samningaviðræður hafnar ASí segir að það sé ekki í þess valdi að koma í veg fyrir veiðar ís- lensku skipanna í Barentshafi. Sam- tökin segjast ánægð með að í fram- haldi af umræðum um stjórnun þorsk- stofnsins í Barentshafi hafi nú verið ákveðið að stjórnvöld á íslandi og í Noregi hefji formlegar samningavið- ræður um málið og áframhaldandi samvinnu Noregs og íslands um stjórnun fiskveiða og hafréttarmál. Það sé skoðun ASÍ að hagsmunasam- tök í sjávarútvégi í báðum löndunum ættu að styðja þær og góða samvinnu milli stjórnvalda og hagsmunasam- takanna á svæðinu. Það þjóni framtíð- arhagsmunum beggja. ] 6 4 Ft ál lil al ís V( á Oí ta b( fe hi le í úl fi hi Sf ai ir H b a; g Þ þ b Oi ir Í! le a þ í n lí S u a r.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.