Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.08.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 , Égget e£&< munafc hvort &f tx^ er fiskur Oý tatnshar og hvorb er L'ifur /neb Uxuk*" að elda uppáhaldsréttinn hans TM Rag. U.S P>t Otf.—M riflhu raaarvad • 1992 Lo» AngalM Tlmo« 8yndtc*» Ég missti 80 kíló, konan fór nefnilega frá mér VIGGO! HÖGNI HREKKVISI <§<:-----^f^, „ MÉR. Ke/VUJ<? hann! —uai leie> og EITTWVAP FELLU* / PU6LABAf»E>/ ' BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 „Fljúgandi furðuhlutir" Frá Einarí Ingva Magnússyni: SÚ athyglisverða frétt kom í Ríkissjónvarpinu, föstudaginn 13. ágúst síðastliðinn, að ráðstefna - um „fljúgandi furðuhluti" (UFO), yrði haldin í Reykjavík á næstunni. Frá mínum bæjardyrum séð er hér um mjög svo tímabært fram- tak að ræða, því hér er málefni á ferðinni sem ekki eingöngu varðar íslendinga, heldur og allt mannkyn Jarðarinnar. „Fljúgandi furðuhlutir", ljós- fyrirbærin, eldvagnarnir, dýrð Drottins, eða hvaða nafni sem við nefnum þessi fyrirbæri, hafa fylgt mannkyninu frá ómunatíð, eða frá því „menn voru fyrst settir á jörð- ina", eins og segir í Jobsbók, 20. kafla í Biblíunni. (Settir á jörðina! Takið eftir orðalaginu.) Leiðum hugann að dýrð Drott- ins, sem ljómaði hjá fjárhirðunum á Betlehemsvöllum, þegar Jesús var borinn í heiminn. Hann sem átti sér hreinlífa jarðneska móður og himneskan föður. Leiðum hug- ann að Betlehemstjörnunni, (ljós- inu, eldlegum vagni) sem fylgdi vitringunum og staðnæmdist svo yfir fjárhúsinu. (Staðnæmdist!) Tökum líka eftir orðalaginu, þegar Jesús stígur upp til himna. Hann sagðist sjálfur hafa stigið niður af himni. Til jarðar kom hann til að flytja mönnunum tíðindi af endalokum heimsins og fagnaðar- boðskapinn um ríki Guðs. Vegna lögmálsbrota mannanna barna hafa þeir gerst sekir um synd, sem Kristur vill bæta fyrir og frelsa alla þá sem taka við honum frá tortímingu við endi daganna. Lítum aftur á þessi „fyrirbæri". Ljós á himni vitraðist Páli postula. Þar talaði Kristur út úr ljósinu. Elía fór til himins í eldlegum vagni, sem kom og nam hann í burt, frá Elísa, þar sem þeir tveir voru á gangi. Ljósið, eða dýrð Drottins, fylgdi ísraelsmönnum í eyðimörk- inni. Það var sem eldstólpi á næt- urnar en skýstólpi á daginn. Áður en Kristur Jesú fór til himna á ný, sagðist hann koma aftur. Hvernig? Biblían getur þess, að hann muni koma aftur / skýjum himinsins! Eitt ber kristnum mönnum þó að varast. í fyrstu Mósebók segir að synir Guðs hafi stigið niður af himni og tekið sér dætur mann- anna fyrir konur, þar sem þeim fundust þær fagrar. (Hvaða maður getur láð þeim það, svo sem?) Það virtist ekki vera í áætlun Alheims- ráðsins. Því voru þeir gerðir út- rækir frá hímni, og fengu ekki að fylgja móðurskipinu til baka, þeg- ar leiðangri guðanria var lokið í það sinnið. Enn eru þessir föllnu englar á meðal okkar í dag, og bíða dómsins hér ájörðu og í ná- grenni jarðarinnar. I því sambandi ber að benda á frásagnir Enoks- bókar, hins apókrýptíska rits, sem fjallar um þessa „föllnu engla", sem meðal annars létu mönnunum í té ýmiskonar tækniþekkingu, sem syndugu^ mannkyni er ekki hollt að vita. í Efesusbréfinu 6:12 erum við vöruð við hættunni af þessum „öndum". Þess vegna hvetur Páll postuli okkur til þess að reyna andana hvort þeir séu frá Guði. Þess vegna geta orðið á vegi okkar bæði verur ljóssins og verur myrkursins. Því er nauðsyn- legt að vera vel á verði og rann- saka ritningarnar frá fyrstu hendi, svo við getum staðist vélabrögð hins illa. Þannig þekkjum við engla Guðs, þegar þeir verða á vegi okk- ar. Þeir sem standa fyrir þessari tímabæru ráðstefnu segja að fljót- lega dragi til tíðinda hér á jörðu. Það er ég ekki í nokkrum vafa um heldur. Kristur sagðist koma aftur. Þegar hann kemur hefur hann með sér launin, til að gjalda hverjum eftir breytni hans hér í heimi. Traustast er því að fara eftir lögmáli Guðs, boðum Hans og bönnum, svo við séum honum velþóknanlegir í einu og öllu. Lítum að lokum á þessi stór- merkilegu orð, sem eru vel við hæfí sem niðurlag þessarar grein- ar: „... þeir sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt / skýj'um til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma." (1. Þessaloníkubréf 4:16-18.) Megi sem flestir verða njótandi þessa mikla viðburðar. EINAR INGVI MAGNÚSSON, Heiðargerði 35, Reykjavík. Þakkir til Gísla Sigurbj örnssonar Frá SigfúsiB. Valdímarssyni: EINS OG kunnugt er tók Gísli Sigurbjörnsson við því brautryðj- endastarfí föður síns að hlú að gömlu fólki og hefir gert það af frábærum dugnaði og kristilegum kærleika svo undrun sætir. Niðjar þeirra hjóna hafa svo orðið þeim mikil hjálp á síðari árum þegar kraftar hans hafa tekið að þverra, þó hann standi enn á bak við þetta allt. Gísli hefír líka látið sig varða margvíslega aðra hjálpar- og menningarstarfsemi. Það er einsdæmi að á sl. ári nutu 640 aldraðir víðsvegar af landinu ókeypis dvalar í 10 daga í húsum Grundar í Hveragerði. Ég vil fyrir hönd þeirra sem dvöldu að Asflöt 2 dagana 5.-15. júlí sl. þakka innilega fyrir ánægjulega dvöl þar sem okkur mun verða ógleymanleg. Við þökkum líka Gísla Páli og öllu starfsfólkinu góða kynningu og frábæra þjónustu. Það er aug- ljóst hvernig Guð hefír blessað þetta starf frá upphafí og að það hefír verið unnið samkvæmt orð- um postulans: „Og hvað sem þér svo í orði eða verki, þá gjörið allt í nafni Drottins Jesú, þakkandi Guði föður fyrir hann." Kól. 3:17. Við þökkum Guði fyrir þetta starf sem unnið er af kærleika Krists og biðjum hann að blessa það og leiða framvegis sem hingað til. SIGFÚS B. VALDIMARSSON, Pólgötu 6, ísafírði. Víkverji skrifar Blaðinu hefur borist bréf þar sem bent er á að „mannleg mis- tök" sé klaufaleg þýðing á orðunum „human error". Þó svo að nauðsyn- legt sé að orðið „human" fylgi í enskunni sé það algjör óþarfí í ís- lensku. „Mistök segja allt sem þarf (enda hefur enginn heyrt um „dýrs- leg mistök")," segir bréfrítari. Ef til vill eig' „mannleg mistök" að merkja vanrækslu eða slóðaskap. Þessum sjónarmiðum er hér með komið á framfæri. Um mistak, mis- tök, segir í orðabók Menningar- sjóðs: „Yfirsjón, klaufaskapur, handvömm, e-ð rangt, óheppilegt; vangá." Þarna eru notuð orð, sem eru betri en „mannleg mistök" í mörgum tilvikum. Þá óskar bréfritari eftir að orðið hentiflagg eða hentifáni, samanber hentisemi, sé notað frekar en þæg- indafáni þegar rætt er um „conveni- ence flag" á flutningaskipum. xxx Annar lesandi skrifar blaðinu og bendir á klaufalegar villur í auglýsingu í Barnablaðinu Æsk- unni. Þar er skrifað Spausgstofan og hljómsveit Geirmundar Valtýrs- sonar. Skrifari vitnar til klausu í Víkverja fyrir nokkru þar sem fjall- að er um hroðvirknislega unninn enskan texta í auglýsingabæklingi og spyr hvort auglýsingar með ís- lenskum texta séu eitthvað betri? Ekki getur Víkverji dæmt um það, en hvort tveggja á einfaldlega að vera í lagi. xxx > Arviss úthlutun á vegum Reykjavíkurborgar til ein- staklinga, fyrirtækja og stofnana, sem sérstaklega vel hafa staðið að fegrun og umhirðu á húsum, götum og görðum, fór fram í gær, 18. ágúst, á afmæli borgarinnar sam- kvæmt venju. Þetta framtak Reykjavíkur og annarra sveitarfé- laga er mjög til fyrirmyndar. Viður- kenningar fyrir ræktun fegrun og snyrtimennsku eru hvatning til ann- arra bæjarbúa til að bæta og fegra umhverfí sitt, eins og formaður Fegrunarnefndar Hafnarfjarðar sagði er veittar voru viðurkenningar fyrir fagurt umhverfi í Hafnarfirði á dögunum. Eins saknar Víkverji þó í þessu sambandi, það er að fyr- ir nokkrum árum var hætt að velja fallegasta garðinn og er það hvorki gert í Reykjavík né Hafnarfirði. Sklíkt val er örugglega umdeilt og erfitt, en er nokkurs konar punktur yfir i-ið þegar um viðurkenningar fyrir umhverfi er að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.