Morgunblaðið - 19.08.1993, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. AGUST 1993
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993
27.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Samstarf þjóðanna
á norðurslóðum
Fyrstu ráðstefnu þjóðanna á
norðurslóðum lauk í Reykja-
vík'sl. þriðjudag og þar var ákveð-
ið að setja á stofn fastanefnd þing-
manna til að ijalla um sameiginleg
hagsmunamál svæðisins. Ráð-
stefnan leiddi í ljós, að lífshags-
munir þjóðanna fara saman á
mörgum mikilvægum sviðum.
Norðurlandaráð boðaði til ráð-
stefnunnar en helzti frumkvöðull
að því var Halldór Ásgrímsson,
alþingismaður. Ráðstefnuna sóttu
þijigmenn, sérfræðingar og full-
trúar frá Kanada, Danmörku,
Færeyjum, Finnlandi, Grænlandi,
Rússlandi, íslandi, Noregi og Sví-
þjóð, auk fulltrúa sama, Norður-
landaráðs og Vest-norræna þing-
mannaráðsins.
Berlega kom í ljós í erindum
sérfræðinga, hversu viðkvæmt líf-
kerfí heimskautasvæðanna er fyr-
ir utanaðkomandi áhrifum og að
tiltölulega lítið þarf til að þau bíði
alvarlegt tjón af mengun í and-
rúmsloftinu eða hafínu. Ekki sízt
er horft til hættunnar af losun
úrgangsefna í hafið eða vegna
kjarnorkuslysa. Gróðurhúsaáhrif
eru talin verða hlutfallslega mun
meiri á norðursvæðunum en ann-
ars staðar. Þetta kom m.a. fram
í erindi dr. E. Fred Roots, for-
manns kanadísku vísindanefndar-
innar, sem fjallar um málefni
norðurhjarans, en hann telur, að
hækkun hita á jörðunni um eina
gráðu að meðaltali valdi sennilega
4-5 gráðu hækkun hita á pólsvæð-
inu.
í lokasamþykktinni er lögð höf-
uðáherzla á ráðstafanir til að
koma í veg fyrir mengun í and-
rúmslofti eða hafinu. Lagt er til
við ríkisstjórnir landanna, að þær
vinni að algjöru banni á tilraunum
með kjarnorkuvopn og að alþjóð-
legu eftirliti og stjórnun verði beitt
við hvers konar notkun á kjam-
orku, þar með talin losun og eyð-
ing úrgangsefna. Hafin verði
hreinsun á kjarnorkuúrgangi á
heimskautasvæðinu.
Lagt er til, að ríkisstjómir land-
anna styðji þær athuganir, sem
nú eru gerðar á opnun norðaustur-
siglingaleiðarinnar milli Evrópu
og Norður-Ameríku og Austur-
og Suðaustur-Asíu og ráðstafanir
verði gerðar til að hindra hugsan-
legt umhverfístjón vegna olíuleka
frá tankskipum á þeirri leið.
Ráðstefnan lagði til stórauknar
vísindarannsóknir á lífríki og veð-
urfari, svo og samstarf um skyn-
samlega nýtingu náttúmauðlinda.
Fram kemur vilji til þess, að lönd-
in nái saman urti stofnun sérstaks
ráðs heimskautalandanna, sem
verði vettvangur fyrir samstarf
þeirra í framtíðinni. Þá var lýst
vilja til þess, að þau hafi með sér
samvinnu á alþjóðlegum vett-
vangi, þar sem fjallað er um mál-
efni, sem snerta beinlínis hags-
muni svæðisins.
Eitt mikilvægasta umræðuefnið
á ráðstefnunni vom örygismál,
en jafnframt það viðkvæmasta.
Framsögu hafði Johan Jörgen
Holst, utanríkisráðherra Noregs
og fyrmm vamarmálaráðherra.
Hann kvað endalok kalda stríðsins
hafa ratt brautina fyrir nánara
samstarfi ríkja, sem áður vora í
andstæðum fylkingum. „Jafnvel
þótt meiriháttar ágreiningur ríkja
á þessu svæði sé nú afar ólíklegur
ríkir enn allnokkur óvissa. Fram-
tíð Rússlands, pólitísk stefna þess
og tengsl við nágranna eru óviss.
Straumar og stefnur á þessari
stundu togast á. Sama á við um
mörg ríkjanna, sem risu úr rústum
Sovétríkjanna. Ólga í austri og
óvissan munu hafa áhrif á framtíð
stjórnmála í Evrópu og þann far-
veg, sem öryggismál, samvinna
og samkeppni á Norðurheim-
skautssvæðinu mun renna eftir.
Hvað sem öðru líður verður Rúss-
land áfram mesta einstaka her-
veldið í Evrópu um fyrirsjáanlega
framtíð. Þess vegna er afar brýnt
að laða Rússland að Evrópu og
gæta þess að halda því ekki fyrir
utan,“ sagði Holst.
Norski utanríkisráðherrann
fjallaði um það, að eðli öryggis-
mála væri að breytast og t.d. hefði
vaxandi mengun áhrif á skilgrein-
ingu þeirra. Ógnun stafí af til-
raunum með kjamorkuvopn,
geislavirku úrfelli og úrgangi.
Hann kvaðst telja, að kjarnorku-
vopn verði áfram á Norðurheim-
skautssvæðinu. Langdrægum
kjarnorkuvopnum muni fækka, en
vægi vopnakerfa á hafínu áukast.
„Meginhöfn Rússa og aðgangur
að heimshöfunum verður áfram á
Kólaskaga. Mikilvægi flotastöðv-
anna þar hefur aukizt eftir sjálf-
stæði Eystrasaltsríkjanna og
Úkraínu. Norðursvæðin verða
áfram mikilvæg til að fylgjast með
hemaðarógnun og fyrir framvam-
ir í lofti.“ Holst kveður ólíklegt,
að gerðir verði samningar um tak-
mörkun vígbúnaðar, sem ein-
skorðist við Norðurheimskauts-
svæðið.
Eins og ráða má af orðum
norska utanríkisráðherrans verða
öryggismálin helzti ásteitingar-
steinninn í samskiptum ríkjanna
{ þessum heimshluta, enda meta
þau öryggishagsmuni sína með
mismunandi hætti. Kjamorkuógn-
in mun því áfram varpa skugga
sínum á Norðurheimskautssvæð-
ið, en samstarf ríkjanna í svæða-
samtökum getur þó dregið úr tor-
tryggni.
Svo mörg og stór verkefni bíða
úrlausnar á Norðurheimskauts-
svæðunum að við þau verður ekki
ráðið nema með sameiginlegu
átaki þjóðanna, sem þar búa. FuII-
trúar Alþingis í forsætisnefnd
Norðurlandaráðs, þeir Halldór
Ásgrímsson og Geir Haarde, era
því hvattir til þess að halda vak-
andi áformunum um stofnun
Norðurheimskautsráðsins. Miklir
hagsmunir era í húfí.
VEIÐAR ISLENDINGA I BARENTSHAFI
Við hljótum að fá
heimildir til veiða
Sjávarútvegsráðherra segir engin rök fyrir
að opna landhelgina fyrir Norðmönnum
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segist ekki sjá rök fyrir því
að leysa deiluna um veiðar í „Smugunni" með því að skipta á veiðiheim-
ildum og opna þannig landhelgina fyrir Norðmönnum. Fram kom hjá
utanríkisráðherrum Islands og Noregs eftir fund þeirra í fyrradag að
í samningaviðræðunum yrði meðal annars rætt um gagnkvæm skipti á
veiðiheimildum og fiskvernd á alþjóðlegum svæðum. „Islensku skipin
eru á veiðum á alþjóðlegu hafsvæði. Við erum með lögfræðiálit frá
prófessor í þjóðarrétti sem segir að þessi réttur sé óskoraður og engar
forsendur fyrir vemdaraðgerðum á þessu svæði. Á þessum grundvelli
sýnist mér að niðurstaða af samningum gæti varla verið á aðra lund en
þá að menn fengju skýrar veiðiheimildir," sagði Þorsteinn í samtali við
Morgunblaðið í gær.
„Ég sé engin rök fyrir því að opna
landhelgina fyrir Norðmönnum núna.
Við erum með álit frá prófessor í.þjóð-
arrétti við Háskóla Islands sem segir
að íslenskir ríkisborgarar eigi óskorað-
an rétt til veiða á þessu svæði. Þar
segir ennfremur að fiskistoftiinn í Bar-
entshafí sé í svo góðu ástandi að ekki
séu forsendur fyrir verndaraðgerðum.
Meðan þetta álit liggur fyrir og ekki
annað sé ég ekki nein rök fyrir því
að fara að opna landhelgina fyrir Norð-
mönnum og ég veit ekki til hvers það
ætti að vera. Það væri til lítils unnið
að fara í Barentshaf til að auka okkar
hlut ef það ætti að kosta það að við
þyrftum að opna landhelgina fyrir
Norðmönnum. Við höfum nýlega gert
samning sem þrengdi möguleika Norð-
manna til að veiða á grundvelli loðnu-
samningsins innan okkar lögsögu. Það
gengi alveg þvert á okkar hagsmuni
að fara að opna landhelgina núna fyr-
ir þeim.“
Loðna ogjöfnun sóknar
- Gætu skipti á veiðiheimildum
komið til greina til að jafna sókn I
stofna?
„Það er allt annar hlutur. Ég vil
ekki útiloka að komið verði á einhveij-
um skiptum við aðrar þjóðir þegar
einn stofn er veikur hér en annar
sterkur, en það verður aðeins ef sjáv-
arútvegurinn telur sig hafa hag af
slíku. Þetta var rætt fyrir nokkrum
árum en þá höfðu menn ekki áhuga
á því.“
- Finnst þér að til greina gæti
komið að skipta á loðnukvótanum sem
við fáum frá Norðmönnum fyrir karf-
akvótann samkvæmt sjávarútvegs-
samningi okkar við EB fyrir veiði-
heimildir við Noreg?
„Það finnst mér mjög langsótt.
Reyndar er ekki hægt að fjalla um
þetta ennþá því sá samningur er ekki
orðinn virkur.“
Skýrar veiðiheimildir
Þorsteinn sagði í gær að á ríkis-
stjómarfundinum síðastliðinn þriðju-
dag hefði ekki verið ákveðið hvað
rætt yrði við Norðmenn, það hefði
þeim utanríkisráðherra verið látið eft-
ir og ætluðu þeir einmitt að ræða það
A *
Formaður LIU um veiðileyfaskipti
Ekkert að láta
KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra ótvegs-
manna, segist ekki sjá að íslendingár hefðu neinn hag af veiðileyfa-
skiptum við Norðmenn, einfaldlega vegna þess að við nýttum okkar
veiðimöguleika og hefðum ekkert að láta.
„Ég er sammála sjávarútvegsráð-
herra um það að ég sé ekki að við
höfum neinn hag af einhveijum veiði-
leyfaskiptum vegna þess að við höfum
ekkert að láta og nýtum okkar veiði-
möguleika hér við land. Ég tel að við
gætum ekki bætt stöðu fiskiskipa-
flota okkar að láta veiðiheimildir af
hendi gegn öðrum jafngildum. Málið
getur ekki snúist um það,“ sagði
Kristján.
Skynsamlegt að jafna
svéiflurnar
Kristján sagði þegar hann var
spurður hvort til greina kæmi að semja
um að jafna sókn í stofna, þannig að
íslensk skip fengju kvóta í Barents-
hafi núna gegn því að Norðmenn
fengju kvóta hér þegar betur áraði á
íslandsmiðum: „Slík umræða hefur
komið upp áður. í ráðherratíð Hall-
dórs Ásgrímssonar voru viðraðar hug-
myndir um að eiga slík viðskipti við
Kanada, að fá að veiða hjá þeim þeg-
ar illa stendur hjá okkur en vel hjá
þeim og síðan öfugt. Þessu var tekið
fremur illa á þeim tíma sem mér fínnst
óskynsamlegt því við höfum upplifað
sveiflumar og það er ástæða til að
reyna að jafna þær. Ég teldi slíkt
verðugt viðfangsefni. Ég tel hins veg-
ar að það geti ekki komið inn í það
mál sem við erum að ræða núna, það
er að leysa deilur út af þessu alþjóða-
svæði í Barentshafi.“
síðdegis í gær.
Hann sagði, þegar hann var inntur
eftir því hvað hann teldi að leggja
ætti áherslu á: „íslensku skipin eru á
veiðumn þama á alþjóðlegu hafsvæði.
Við erum með lögfræðiálit frá prófess-
or í þjóðarrétti sem segir að þessi rétt-
ur sé óskoraður og engar forsendur
fyrir vemdaraðgerðum á þessu svæði.
Á þessum gmndvelli sýnist mér að
niðurstaða af samningum gæti varla
verið á aðra lund en þá að menn fengju
skýrar veiðiheimildir."
- Miðað við þróun málsins og við-
brögð í Noregi, finnst þér líklegt að
þeir muni samþykkja þetta?
„Ég vil ekki vera með neinar spár
um það.“
Aftenposten/Jon Hauge
Eftirlit á Barentshafi
AHOFN Orion P-3-flugvéIar norsku strandgæslunnar fylgist með togaraumferð á Barentshafi.
Fyrirmæli stjórnvalda í Ósló til landhelgisgæslunnar eru skýr
Norsku varðskipin mega
ekki skipta sér af veiðunum
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
FJÓRIR togarar, þar af tveir íslenskir, voru að veiðum í „Smug-
unni“ síðdegis í gær er Orion P-3 vél norsku strandgæslunnar fór
í reglubundið eftirlitsflug yfir svæðið með fréttaritara Morgunblaðs-
ins um borð. Frystitogararnir Akureyrin og Snæfugl voru fyrstu
íslensku skipin á vettvang. Skammt frá þeim lágu Nordic 2 og
Klondyke sem bæði eru skráð á St Vincent-eyjum í Karíbahafi.
Við sáum einnig 16 íslenska tog-
ara sigla með 10-12 mílna hraða í
átt að hafsvæðinu. Flotinn var
dreifður yfir stórt svæði er nær frá
nyrsta hluta Tromso-grunnsins yfir
Nordkapp-bankann og allt að
„Smugunni". Tæknimenn Orion-
vélarinnar færðu staðsetningu skip-
anna inn á kort sín þegar þau komu
fram á ratsjám en síðan var flogið
nær hveiju skipi í gegnum skýja-
slæður til að hægt væri að sjá nafn
og númer.
Auk íslensku skipanna munu
nokkur skip sem skráð eru á Karíba-
hafi vera á leið til Barentshafs eftir
að hafa landað í íslenskum höfnum.
Er hætt við að þá geti orðið þröngt
á þingi í „Smugunni“. Halvor Pett-
ersen, kafteinn í deild strandgæsl-
unnar í Norður-Noregi, segir að
útilokað verði fyrir svo stóran flota
að stunda veiðar með hagnaði.
„íslendingarnir verða ekki hérna
til langframa nema þeir veiði svo
vel að aflinn réttlæti mikil útgjöld
þeirra við veiðarnar. Til þess þurfa
þeir sennilega um tíu tonn á sólar-
hring, sem stendur fá þeir aðeins
2-3 tonn. Ef aflabrögðin verða
áfram svona treg held ég að deilan
leysist af sjálfu sér,“ segir Petters-
en. „Komi á hinn bóginn mikil
ganga og aflinn verði mikill óttumst
við að slæm rányrkja á norsk-rúss-
neska þorskstofninum verði niður-
staðan“. Strandgæsluskipið Bar-
entshav er nú á svæðinu en á næstu
dögum mun varðskipið Kim leysa
það af hólmi. Skipveijar og flug-
menn hafa fengið strangar fyrir-
skipanir um að skipta sér ekki af
veiðunum sem norsk stjórnvöld telja
ólöglegar.
Alþýðusamband íslands svarar Norges Fiskarlag
Getum ekki stöðvað veiðamar
ALÞÝÐUSAMBAND íslands segir að það sé ekki í valdi samtakanna
að koma í veg fyrir veiðar íslenskra fiskiskipa í Barentshafi. Þetta kem-
ur fram í bréfi Benedikts Davíðssonar, forseta ASÍ, til Norges Fiskarlag
sem beðið hafði ASÍ og LÍÚ að beita sér fyrir því að skipin hæfu ekki
veiðar á þessu svæði.
í svarbréfí sínu segir ASí að í af-
stöðu til stjómunar fískveiða hafí
samtökin ávallt lagt áherslu á skyn-
samlega nýtingu auðlinda hafsins á
grundvelli bestu þekkingar. íslenskir
sjómenn og fískverkafólk sé því sam-
mála þeim sjónarmiðum sem fram
komi í bréfí Norges Fiskarlag að ís-
lenskir og norskir sjómenn vinni á
þessum grundvelli þegar þeir fái tæki-
færi til. Hins vegar er mótmælt sam-
líkingu Norges Fiskarlag á veiðum
íslenskra skipa í Barentshafi nú og
þorskastríði Islendinga og Breta og
neitar að taka þátt í slíkri umræðu.
Formlegar samningaviðræður
hafnar
ASí segir að það sé ekki í þess
valdi að koma í veg fyrir veiðar ís-
lensku skipanna í Barentshafi. Sam-
tökin segjast ánægð með að í fram-
haldi af umræðum um stjórnun þorsk-
stofnsins í Barentshafi hafí nú verið
ákveðið að stjórnvöld á íslandi og í
Noregi hefji formlegar samningavið-
ræður um málið og áframhaldandi
samvinnu Noregs og íslands um
stjórnun fiskveiða og hafréttarmál.
Það sé skoðun ASÍ að hagsmunasam-
tök í sjávarútvégi í báðum löndunum
ættu að styðja þær og góða samvinnu
milli stjómvalda og hagsmunasam-
takanna á svæðinu. Það þjóni framtíð-
arhagsmunum beggja.
Lögfræðiálit Gunnars G. Schram um veiðar í „Smugnnni“
Þjóðréttarregla að veiðar
á úthafinu eru frjálsar
FORSÆTIS- og utanríkisráðherra studdust meðal annars við skriflegt
álit Gunnars G. Schram lagaprófessors þegar þeir lýstu því yfir í Morgun-
blaðinu siðastliðinn laugardag að bann við veiðum íslenskra togara á
alþjóðlega hafsvæðinu í Barentshafi, „Smugunni" svokölluðu stæðist ekki
íslensk lög og þjóðarrétt eða væri að minnsta kosti vafasamt. Sjávarút-
vegsráðherra segir aftur á móti að kunnugleg túlkun úthafsveiðirikjanna
á þjóðarrétti komi fram i álitinu.
Lögfræðiálitið er dagsett 9. ágúst
og hefur yfírskriftina: Um lögmæti
takmarkana á veiðum íslenskra ríkis-
borgara á úthafínu. Álitið í heild er
fer hér á eftir:
„Vegna þeirra umræðna sem orðið
hafa að undanfömu um að banna ís-
lenskum veiðiskipum að halda til veiða
í Barentshafí eða á aðrar veiðislóðir í
úthafínu, t.d. á rækjumiðin utan Ný-
fundnalands (flæmska hattinn) skulu
hér nefnd nokkur þjóðréttarleg atriði
sem þetta mál varða.
Það er skýr og ljós þjóðréttarregla
að veiðar utan lögsögu ríkja, á úthaf-
inu, eru heimilar og öllum fijálsar.
Hefur reglan verið ein af hinum hefð-
bundnu grundvallarreglum hafrétt-
arins. Er hún nú staðfest m.a.a í 87.
gr. og 116 gr. Hafréttarsáttmálans.
Þetta er grundvallarreglan. Við notkun
þessa frelsis þarf eðilega síðan að
hafa nokkur sjónarmið í huga, fyrst
og fremst þau að gerðar séu ráðstafan-
ir við slíkar veiðar af hálfu ríkisins eða
í samvinnu við önnur ríki sem nauðsyn-
legar kunna að vera til að vemda hin-
ar lífrænu auðlindir úthafsins, eins og
það er orðað í 117. gr. Jafnframt segir
í 118. gr. að ríki skulu starfa hvert
með öðrum að vemdun og stjórnun
lífrænna auðlinda á úthafssvæðum.
Skulu þau m.a. hefja samningaviðræð-
ur með það I huga að gera nauðsynleg-
ar ráðstafanir til vemdunar hinna líf-
rænu auðlinda sem um ræðir.
Þessi ákvæði gilda fyrst og fremst
fyrir aðila að Hafréttarsamningnum,
en Norðmenn eru ekki aðilar að hon-
um. Meginreglan um fullt fiskveiði-
frelsi er hefðbundinn þjóðréttarregla
og gildir hér óskorað. Þar að auki
hefur ekkert komið fram um að stofn-
ar þorsks í Barentshafi séu í hættu
og verndar verðir. Þvert á móti er þar
óvenju mikil fískigengd og því væntan-
lega ekki forsenda fyrir verndarað-
gerðum skv. ákv. sáttmálans. Né held-
ur hafa Norðmenn farið fram á slíkar
viðræður sem greint er í 118. gr. sátt-
málans svo vitað sé.
Af þessum sökum er enginn alþjóð-
legur lagagrunnur fyrir hendi til þess
að banna íslenskum skipum að veiða
utan 200 sjómílna á alþjóðlegum haf-
svæðinum.
Lög nr. 34/1976 um veiðar ís-
lenskra skipa utan fiskveiðiland-
helgi Islands.
Hér vaknar sú spurning hvort þess-
um lögum megi beita til þess að banna
íslenskum skipum að nota þann rétt
sinn að sækja á alþjóðleg mið, nú þeg-
ar afla skortir á Islandsmiðum.
Meginefni laganna er að heimila
sjávarútvegsráðherra að setja með
reglugerð þær reglur um veiðar ís-
lenskra skipa utan fískveiðilandhelgi
íslands sem nauðsynlegar þykja til
þess að framfylgt verði ákvæðum al-
þjóðasamninga sem íslendingar eru
að gerast aðilar að eða þá samninga
sem gerðir eru milli íslenskra og er-
lendra stjórnvalda. Auk þess er ráð-
T
herra heimilt að setja aðrar reglur um
þessar veiðar sem honum þykja þurfa.
Megintilgangur þessara laga kemur
fram í 1. mgr. 1. gr. og viðbótará-
kvæði um hina opnu heimild ráðherra
i 2. mgr. 1. gr. hlýtur að verða að
túlka í samræmi við hana.
Hér má segja að um ákaflega
hæpna lagaheimild sé að ræða til þess
að banna veiðar íslenskra skipa í Bar-
entshafí. Það er vegna þess að við
erum ekki aðilar að neinum alþjóða-
samningum sem banna eða takmarka
veiðar á alþjóðlega svæðinu þar.
Tilmæli norskra stjómvalda eru allt
annar hlutur og hafa ekkert lagalegt
vægi. Þar er aðeins um pólitíska beiðni
að ræða. Ekki þýðir fýrir Norðmenn
að vitna í þessu sambandi í Hafréttar-
sáttmálann, því þeir eru ekki aðilar
að honum eins og fyrr er sagt. Reynt
var í sumar á fundi SÞ í New York
að gera sáttmála um takmarkanir
veiða á úthafínu en sá fundur leiddi
ekki til neins samkomulags. Ef ráð-
herra vill nota seinni mgr. 1. gr. er
þar að vísu um einhliða rétt hans að
ræða. En með því takmarkaði hann
þann ljósa og ótvíræða rétt sem ís-
lenskir ríkisborgarar eiga til fiskveiða
í úthafinu. Það væri mjög umdeilanleg
ráðstöfun sem gengi bemt gegn hags-
munum umbjóðenda ríkissljómarinnar
og engin lagaskylda kallar á slíka
gjörð. Virðist hæpið að ráðherra geti
svipt menn þeim fískveiðiréttindum
sem þeir eiga skv. alþjóðalögum og
sáttmála sem Alþingi staðfesti 1985
með einfaldri reglugerð. Vilji íslensk
stjómvöld takmarka eða banna veiðar
íslenskra ríkisborgara á alþjóðlegum
hafsvæðum þyrfti til að koma ný skýr
og ótvíræð lagaheimild sem unnt yrði
að byggja slíkt bann á.“
Þér ferst, Flekk-
ur, að gelta
eftir Sighvat
Björgvinsson
Á Ólafi Ragnari Grímssyni er meira
framboð én eftirspurn. Hann hefur
þann háttinn á sjálfum sér að hringja
reglulega í alla fjölmiðla til að biðja
þá um að geta þess hvað Ólafur Ragn-
ar Grímsson sé að gera eða hugsa.
Af góðmennsku sinni láta fjölmiðlar
þetta stundum eftir honum. Menn fá
þá að minnsta kosti frið fyrir honum
þangað til hann hringir næst.
Á dögunum tók Ólafur símann rétt
einu sinni og hringdi í alla fjölmiðla.
Nú þurfti hann að koma því á fram-
færi við þjóðina að hann væri ekki
sáttur við þá ráðstöfun að prófessor
Þorkell Helgason yrði skipaður ráðu-
neytisstjóri í iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytinu til tveggja ára á meðan
Björn Friðfinnsson, skipaður ráðu-
neytisstjóri, væri í tveggja ára launa-
lausu leyfi. Ólafur Ragnar bað alla
fjölmiðla að segja nú þjóðinni frá því
að Honum Sjálfum þætti þetta bæði
siðlaust og brot á anda laganna — en
Ólafur Ragnar Grímsson þykist eiga
sér sagnaranda sem heitir „andi lag-
anna“ og hann brúkar eftir geðþótta.
Þessi „andi laganna“ er líka til innan-
flokksbrúks í Alþýðubandalaginu og
hefur valdið svo miklu framboði á
Ólafi Ragnari Grímssyni þar að ekk-
ert pláss er til framboðs á neinum
öðrum og er það kallað „nýtt lýðræði".
Hæfur embættismaður
Mér er ljúft að gera grein fyrir því
að ég hef ákveðið að doktor Þorkell
Helgason verði settur ráðuneytisstjóri
í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu í
fíarveru Björns Friðfinnssonar. Dokt-
or Þorkell Helgason hefur mestalla
starfsævi sína verið embættismaður,
lengst af sem starfsmaður Háskóla
íslands og gegnt þar prófessorsemb-
ætti. Vegna yfírgripsmikillar mennt-
unar sinnar hefur Þorkell auk þess
verið ráðunautur ríkisstjórna og
margra ráðherra um ýmis mál. Hann
hefur til dæmis verið ráðgjafí ráð-
herra og ríkisstjórna í skattamálum
og fiskveiðistjórnunarmálum og var
formönnum flokkanna til ráðuneytis
í kjördæma- og kosningalagamálum.
Samkvæmt lögum um Stjórnarráð
Islands hefur sérhver ráðherra heim:
ild til að ráða sér aðstoðarmann. í
lögunum er ekki kveðið á um að sá
aðstoðarmaður skuli vera „pólitísk-
ur“. Það var heldur ekki undir þeim
formerkjum sem ég réð doktor Þor-
kel Helgason til starfa fyrir tveimur
árum enda hafði doktor Þorkell engin
opinber afskipti haft af stjórnmálum
og engan þátt tekið í stjórnmálastarf-
semi á vegum stjórnmálaflokka svo
mér sé um kunnugt.
Það var vegna kynna minna af
honum sgm embættismanni og ráð-
gjafa stjórnvalda sem ég réð hann til
starfa. Þeirri ákvörðun hef ég aldrei
séð eftir.
Ólafur Ragnar Grímsson virðist
gera þá kröfu að embættismaður með
þá starfsreynslu og menntun sem
doktor Þorkell Helgaspn hefur missi
embættisgengi sitt við það að starfa
sem aðstoðarmaður ráðherra í tvö ár,
því auðvitað lætur doktor Þorkell
Helgason af störfum sem aðstoðar-
maður ráðherra þegar hann tekur við
störfum sem ráðuneytisstjóri og
hverfur þar með aftur til starfa í
embættiskerfinu. Af sjálfu leiðir að
ég er ekki sammála skoðun Ólafs
Rjgnars Grímssonar.
Núverandi ráðuneytisstjórar í iðn-
aðar- og viðskiptaráðuneyti og í um-
hverfisráðuneyti voru báðir aðstoðar-
menn ráðherra áður en þeir réðust
til ráðuneytisstjórastarfanna. Ég sé
engin rök í því að ekki sé heimilt að
setja mann sem gegnt hefur starfi
aðstoðarmanns ráðherra í ráðuneytis-
stjórastarf í tvö ár þegar fyrir liggja
tvö nýleg fordæmi um að menn sem
verið hafa aðstoðarmenn ráðherra
hafa verið skipaðir ráðuneytisstjórar
til frambúðar.
Ólafur á elleftu stundu
En hver er hann þessi Ólafur Ragn-
Sighvatur Björgvinsson
„Fyrir einu ári var Ólaf-
ur Ragnar Grímsson bó-
inn að vera fjarverandi
samtals í átta ár frá starfi
sínu. Engu að síður virti
lann þessa samþykkt að
vettugi og sat sem fastast
í prófessorsstöðunni. Þá
samþykkti félagsvísinda-
deild Háskóla Islands að
gefa honum eins árs við-
vörun til viðbótar og ef
hann ekki segði starfi
sínu lausu sjálfviljugur á
þeim tíma myndi há-
skóladeildin ekki mæla
með að menntamálaráð-
herra veitti honum
lengra leyfi.“
ar Grímsson, sem hefur þessa skoðun
á embættisgengi manna? Árum saman
hefur hann gegnt stöðu prófessors við
Háskóla íslands. Árum saman hefur
hann látið halda þeirri stöðu fyrir sig
án þess að gegna henni. Hann lét
ekki aðeins halda stöðunni á meðan
hann gegndi þingmennsku og ráð-
herradómi heidur einnig á meðan hann
starfaði sem ritstjóri Þjóðviljans.
Framferði Ólafs Ragnars gekk svo
fram af samstarfsmönnum hans í
félagsvísindadeild Háskóla íslands að
með vísan í fordæmi hans samþykkti
háskóladeildin þá starfsreglu að
kennari við háskóladeildina fengi ekki
að halda starfi án þess að gegna því
lengur en í fjögur ár og að hámarki
í átta ár ef fjarveran væri vegna kjör-
inna opinberra starfa í almannaþágu.
Fyrir einu ári var Ólafur Ragnar
Grímsson búinn að vera fjarverandi
samtals í átta ár frá starfi sínu. Engu
að slður virti hann þessa samþykkt
að vettugi og sat sem fastast í pró-
fessorsstöðunni. Þá samþykkti félags-
vísindadeild Háskóla íslands að gefd
honum eins árs viðvörun til viðbótar
og ef hann ekki segði starfi sínu lausu
sjálfviljugur á þeim tíma myndi há-
skóladeildin ekki mæla með að
menntamálaráðherra veitti honum
lengra leyfi. Þetta jafngildir uppsögn
með eins árs fyrirvara og er mér
ekki kunnugt um aðra háskólakenn-
ara en Ólaf Ragnar Grímsson sem
háskóladeild hefur talið ástæðu til að
álykta um með sambærilegum hætti.
En ályktunin breytti engu. Prófessor-
inn sat sem fastast í stöðunni og eins
lengi og hann mögulega gat. Það var
ekki fyrr en rétt áður en lokafrest-
urinn rann út sem prófessorinn féllst
á að segja starfi sínu lausu og hafði
þá haldið stöðunni á níunda ár án
þess að gegna henni.
„Þér ferst, Flekkur, að gelta.“
Höfundur er iðnaðar- og
viðskiptaráðherra.