Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 13
cBaHárfírneistarirm->
si'ittYHKI
Ávallt bestu brauðii
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993
Fólk án ábyrgðar
eftir Dóru Egilson
Að undanförnu hefur mikið verið
rætt um viðskiptasiðferði hér á
landi og má í því sambandi minna
á prýðilega grein Jennýjar Stefaníu
Jensdóttur, sem gerði gjaldþrot
Miklagarðs hf. að umtalsefni.
Skömmu áður höfðu eigendur hins
gjaldþrota fýrirtækis efnt til mikill-
ar útsölu á þeim varningi sem í
versluninni var, tugþúsundir við-
skiptavina gengu glaðir og reifír
út með alls kyns varning, miklar
upphæðir komu í kassa Miklagarðs,
en eigendur vörunnar, framleiðend-
ur og heildsalar, fengu ekki neitt.
Nú langar mig til að vekja máls á
svipuðu atviki þótt öllu smærra sé
í sniðum. Það snertir viðskipti heild-
verslunarinnar Eddu hf. við versl-
unina Saumalist, sem nú hefur ver-
ið seld nýjum eiganda. Skuldir
Saumalistar við Eddu fylgdu ekki
með í sölunni og fyrrverandi eig-
andi telur sig lausan allra mála.
Viðskipti Eddu hf. og þess aðila,
sem hér um ræðir, hafa staðið árum
saman. Þau hófust er rekin var
verslun í Hafnarfirði undir nafninu
Nafnlausa búðin og hafði á boðstól-
um m.a. vefnaðarvöru og annan
varning frá Eddu hf. Síðar færði
eigandinn út kvíarnar og stofnaði
aðra verslun undir sama nafni í
Síðumúla, en undanfarin ár hefur
hann rekið verslun sína undir nafn-
inu Saumalist í Faxafeni. Allan
þennan tíma hefur hann notið mik-
illar fyrirgreiðslu og velvildar Eddu
hf., bæði hvað varðar láns- og
greiðslukjör í trausti þess, að þarna
væri um góðan og heiðarlegan við-
skiptavin að ræða.
Þegar Nafnlausa búðin í Hafnar-
firði var seld tók Edda hf. skulda-
bréf að upphæð 1 milljón króna til
að jafna viðskiptaskuld. Var það
eingöngu gert til að létta eigandan-
um róðurinn á erfiðum tímum. Til
að gera langa sögu stutta lendir
þettá skuldabréf í vanskilum og var
orðið með áföllnum kostnaði o.fl.
að upphæð nálega 1.9 milljónir
króna í mars ’92. Þá felur Edda
hf. Lögheimtunni hf. að annast inn-
heimtuna, en fer þess sérstaklega
á leit að fundin sé góð lausn á
málinu þannig, að gamall viðskipta-
vinur megi vel við una og ekki sé
gengið of nærri honum. Lögfræð-
ingur eigandans, Valgeir Kristins-
son, og Lögheimtan fyrir hönd Eddu
hf. gera með sér samkomulag, þar
sem sérstakur fulltrúi eigandans
var viðstaddur. Samkvæmt sam-
komulaginu átti eigandi einungis
að greiða kr. 600 þúsund fyrir lok
júní ’92 en aðrar skuldir skyldu
falla niður. Þrátt fyrir þetta gerði
eigandi enga tilraun til að standa
við samkomulagið og borgaði ekki
krónu upp í þessa greiðslu.
Nú í sumar hafði hann efnt til
nýrrar skuldar við Eddu hf. Þegar
þess var vinsamlega farið á leit að
sú skuld yrði greidd fullyrti eig-
andi, að hann skuldaði Eddu ekki
neitt, hvorki nýtt né gamalt, en
sýndi þó heildsölunni þau liðlegheit
að senda gamla úrelta vöru til baka.
Þar að auki sendi hann fyrirtækinu
reikning fyrir örlítið viðvik, sem við
„Er eðlilegt að fólk geti
endalaust stofnað til
skulda og afsalað sér
allri ábyrgð á þeim?
Hver er þá réttur
þeirra sem skaðast á
viðskiptunum?“
höfðum haldið að líta mætti á sem
örlitla innborgun upp í eldri skuld.
Og nú berast Eddu hf. þær frétt-
ir, að þessi gamli viðskiptavinur
hennar hafí selt verslun sína og
beri ekki ábyrgð á einu eða neinu
sem hana varðar. Nafni fyrirtækis-
ins hefur verið breytt í Saumalist
hf. og nýja eigandanum er alls
ókunnugt um „gamlar syndir“. Lög-
fræðingur fyrri eiganda hefur stað-
fest, að hann hafi fyrir hans hönd
samið um greiðslu gömlu skuldar-
innar. Ogerlegt hefur verið að ná í
fyrri eiganda, sem launað hefur
áralanga velvild Eddu hf. með hort-
ugheitum og útúrsnúningum og
hefur í engu dregið úr glæsilegum
lífsstíl sínum, ekur um á rándýrum
Dóra Egilson
bíl, sem auðvitað er kominn á nafn
annars. Edda hf. hefur fyrir satt,
að fleiri eigi um sárt að binda vegna
viðskipta við hann.
Þetta er orðið undarlegt samfé-
lag sem við búum í. Vesælir búðar-
þjófar eru gripnir og látnir svara
til saka. Menn eru hundeltir fyrir
smávægileg lögbrot, en það er hins
vegar látið viðgangast, að verslun-
areigendur geti selt eigur annarra
og stungið í eigin vasa. Ef þetta
er ekki þjófnaður hvað er það þá?
Er óeðlilegt þótt spurt sé, hvern-
ig viðskiptasiðferðið í þessu landi
sé orðið? Er eðlilegt að fólk geti
endalaust stofnað til skulda og af-
salað sér allri ábyrgð á þeim? Hver
er þá réttur þeirra sem skaðast á
viðskiptunum?
Höfundur er sölustjóri Eddu hf.
MEIRIHATTAR TILBOÐ
Bók um stöðu
þorskstofna
FYRIRHUGUÐ er útgáfa bókar
með fyrirlestrum sem fluttir voru
á ráðstefnu Alþjóðahafrann-
sóknastofnunarinnar um stöðu
þorskstofnanna sem fram fór í
Reykjavík í lok ágúst. Bókin mun
koma út á ensku.
Að sögn Jakobs Jakobssonar, for-
stjóra Hafrannsóknastofnunar er
stefnt að því að flýta útkomu bókar-
innar og er hún væntanleg eftir
mitt næsta ár. Ritnefnd mun ákveða
hvaða fyrirlestrar verða teknir upp
í bókina. Jakob sagði að hugsanlega
yrðu einstakir fyrirlestrar þýddir og
gefnir út hér á landi.