Morgunblaðið - 11.09.1993, Page 27

Morgunblaðið - 11.09.1993, Page 27
27 MORGUNBLíAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBBR 1993 Samtök sjálfboðaliða vinna að náttúruvemd í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Göngustígur í Kaplagjótu SJALFBOÐALIÐARNIR vinna við gerð göngustígsins í Kaplagjótu. ingur Níelsson talar. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. Ræðu- maður er Jákup Hendrik Hansen frá Skopun. GARÐASÓKN: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjón- usta í Hrafnistu kl. 13 og í Víði- staðakirkju kl. 14. Kór Víðistaða- sóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11, altarisganga. Kór Hafnarfjarðarkirkju syngur, org- anisti Helgi Bragason. Gunnþór Ingason. KAPELLA st. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSI^RKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Bald- vin Ingvason messar. Sóknar- prestur. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Ester Ól- afsdóttir. Hjörtur Magni Jó- hannsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Börn borin til skírn- ar. Organisti Ester Ólafsdóttir. Hjörtur Magni Jóhannsson. GARÐVANGUR, dvalarheimili aldraðra í Garði: Helgistund kl. 15.30. Kirkjukór Hvalsneskirkju leiðir söng. Hjörtur Magni Jó- hannsson. INNRI-Njarðvíkurkirkja: Guðs- þjónusta kl. 11. Baldur Rafn Sig- urðsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Guðs- þjónusta í Víðihlíð kl. 11. Guðs- þjónusta í Grindavíkurkirkju kl. 14. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14 í Stóra-Núpskirkju. Einsöngur Magnús Steinn Loftsson tenór. Axel Árnason. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 11, altarisganga. Björn Jónsson. BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalarnesi: Messa kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Jón Þorsteinsson. V estmannaeyj um. SAMTÖK sjálfboðaliða um nátt- úmvernd voru á ferð í Eyjum um helgina og hlóðu göngustíg í Kaplagjótu auk þess sem þau lagfærðu rofabarð á staðnum. 20 manna hópur vann verkið í Eyjum en um 100 félagar eru í samtökunum og hafa félagar úr samtökunum farið vítt og breitt um landið í sumar og unnið sjálf- boðavinnu við náttúruvernd. Auróra Friðriksdóttir, formaður heilbrigðis-, umhverfis- og náttúru- verndarnejndar Vestmannaeyja, sagði í samtali við Morgunblaðið að Þorvaldur Arnarsson, sem sá um verkefnið í Eyjum, hefði haft sam- band við sig í vor og lýst yfir áhuga hópsins á að koma til Eyja og vinna að einhveiju verkefni. Hann ásamt fleirum hefði síðan komið til Eyja fyrir skömmu og þá hafí honum verið kynnt þau verkefni sem til greina komu og niðurstaðan hefði verið að fara í gerð göngustígs í Kaplagjótu. Auróra sagði að 19 félagar hefðu síðan komið til Eyja og hefði Vestmannaeyjabær greitt niður ferðakostnað en að öðru leyti hefði fólkið séð um sig sjálft. Á einum degi var göngustígurinn lagður og var það mikið verk. Mik- ill burður fylgdi framkvæmdunum því stígurinn var hlaðinn með fjöru- grjóti og varð að bera allt efni því engin tæki komast að staðnum. Auróra sagðist mjög ánægð með verkið sem hefði í alla staði tekist vel og væri til mikilla bóta fyrir ferðamenn sem skoða vilja þessa náttúruparadís. Hún sagðist telja það mjög gott að fá samtökin í samstarf með Vestmannaeyingum því næg verkefni væru fýrir hendi og eftir vel heppnaða vinnuhelgi í Eyjum væri nú ráðgert að fara í enn stærra verkefni á næsta ári. Grímur SJONARHORN Skaðleg áhrif streitu Hafnarfjarðar- kirkja - bygg- ingar sýndar SUNNUDAGINN 12. september verður nákvæmlega ár liðið frá því að skóflustungur voru teknar að Safnaðarheimili Hafnarfjarð- arkirkju og Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar sem tengist því sem gert var eftir helgistund í kirkj- unni og dr. Sigurbjörn Einarsson biskup hafði blessað byggingar- reitinn. Byggingarnar eru nú óðum að rísa og komnar í fulla hæð en þó er enn eftir að ná að fullu því heild- arsamhengi sem þær munu mynda með kirkjunni svo ljóst verði að fram af henni er vaxin fögur grein sem fær orðið ávaxtarík og eflt mjög kirkjulegt starf og þjónustu í framtíð. Eftir messu nú á sunnudaginn sem hefst kl. 11 gefst kostur á því að skoða byggingarnar og svo einn- ig Sýslumannshúsið gamla sem er að komast í horf eftir flutninginn yfir Suðurgötu þar sem það sómir sér vel, en það hús fær söfnuður Hafnarfjarðarkirkju nú til umráða fyrir félagsstarf sitt þangað til að safnaðarheimilið nýja verður tilbúið til notkunar og Skrifstofur presta flytjast nú þangað. (Fréttatilkynning) -----♦ ♦ ♦----- Djass á Hótel Loftleiðum Hótel Loftleiðir hefur undanfarna sunnudaga boðið gestum upp á lif- andi djasstónlist frá hádegi til klukkan 16:00 og verður svo einnig næstkomandi sunnudag. Þá mun „Jassbrönsbandið“ leika af fingrum fram, en hljómsveitina skipa Einar Sigurðsson bassaleikari, Kristján Guðmundsson píanó og Einar Bragi Bragason á saxófón. (fréttatilkynning) Þrúgandi andlegt álag getur valdið mikilli streitu og mikil streita getur verið heilsunni hættuleg. Fólk þolir streituálag misjafnlega vel, sumir virðast geta unnið undir miklu álagi langtímum saman en aðrir að- eins í skamman tíma. Vera má að skýringa sé að leita í persónu- gerð viðkomandi, en streitan virðist vera skaðlegri þeim sem ekki ráða við aðstæðurnar. Nú í desember kemur út bók í Bandaríkjunum eftir Robert E. Gil- bert prófessor í stjómmáiafræði við Northeastern University í Boston, sem hann nefnir: Hinir dauðlegu forsetar: Veikindi og sálarkvöl í Hvíta Húsinu. Tímaritið The Sci- ences greinir frá efni bókarinnar, en hún ijallar um hið mikla álag sem forsetar Bandaríkjanna verða að lifa við í embætti og afleiðingar streitu á heilsu þeirra, lífslíkur og hæfileika til að sinna svo ábyrgð- armiklu embætti. Streita og ótímabær dauði Rannsóknir fræðimanna hafa leitt í Ijós að fæstir forsetar Banda- ríkjanna hafa náð meðalaldri. Ef frá eru taldir fjórir forsetar sem féllu fyrir hendi morðingja, hefur dauði tuttugu og eins af þijátíu og einum, hinna látnu forseta sem lét- ust á eðlilegan hátt, verið ótíma- bær. Embætti Bandaríkjaforseta er mjög valdamikið og er mikil ábyrgð lögð á herðar þeirra sem em á forsetastóli. Álagið er mikið og þeir geta ekki farið í frí án þess að starfíð fylgi þeim. Þegar persónuleg áföll bætast við mikið vinnuálag geta afleiðing- arnar orðið örlagaríkar. Vitnað er til sögu Calvin Coolidge sem var forseti Bandaríkjanna snemma á þessari öld. Coolidge tók við for- setaembættinu fullur áhuga. Hann vann langan vinnudag, varð einarð- ur talsmaður umbóta og virtist ætla að verða áhrifamikill forseti. En þegar 16 ára sonur hans lést snögglega úr blóðeitrun varð hann niðurbrotinn maður. Áfallið varð honum ofraun. Hann missti áhuga á starfínu, forystuhlutverkið varð að engu, vinnustundir urðu styttri og svefnblundir lengri. Síðan fóru að sækja á hann líkamlegir sjúk- dómar eins og astmi, meltingar- og hjartatruflanir. Hann lést fjór- um árum eftir að hann yfírgaf Hvíta húsið aðeins sextugur að aldri. Streita veikir ónæmiskerfið Streitan getur haft margvísleg áhrif á líkamsstarfsemina. Verði hún mikil og þrúgandi veldur hún sjúklegum áhrifum, hún veikir ónæmiskerfíð þannig að mótstöðu- afl líkamans minnkar og margvís- legir sjúkdómar eiga greiðari að- gang að líkamanum. í kjölfarið getur fylgt heilablóðfall, hjarta- sjúkdómar, astmi og jafnvel krabbamein. Streituálag getur einnig haft mikil áhrif á útlit einstaklingsins. Margir forsetar eldast hratt í emb- ætti. Sennilega hafa breytingamar ekki orðið jafn miklar og urðu á útliti Abrahams Lincolns síðasta árið sem hann lifði. Á safni einu í Washington, sem geymir myndir og muni frá tímum borgarastríðs- ins var sérstök athygli vakin á myndum af Lincoln sem teknar voru með eins árs millibili. Hann virtist hafa elst um 10 ár á aðeins einu ári. Forsetar undir miklu streituálagi Áhyggjur vegna mikillar ábyrgð- ar í starfi hafa ekki síður hijáð seinni tíma forseta. Lyndon John- son var forseti á mjög erfíðum tím- um. Hann gaf þá skýringu eftir að hafa ákveðið að fara ekki í for- setaframboð árið 1968, að hann væri þess fullviss að hann myndi ekki lifa af önnur fjögur ár af löng- um vinnustundum og linnulausu streituálagi eins og hann hafði upplifað í forsetaembættinu. Hann sagðist hafa fundið til léttis þegar hann hafði afhent eftirmanni sínum Richard M. Nixon embættið. Það þykir athyglisvert að Johnson lést úr hjartaáfalli nákvæmlega fjórum árum eftir að hann fór úr forseta- stóli, aðeins 64 ára að aldri. Nixon upplifði það sem martröð að verða e.t.v. sá sem fengi það hlutverk að þrýsta á hnappinn sem kæmi af stað þriðju heimsstyijöldinni. Árangur í starfi lengir lífið Athyglisverð könnun var gerð meðal 600 sagnfræðinga þar sem þeir voru spurðir um árangur for- seta í starfí. Niðurstöður voru þær, að áhrifamestu forsetamir lifðu lengur en hinir áhrifaminni. Af þeim ástæðum virtist góður árang- ur hafa auðveldað þeim að ná tök- um á hinu mikla streituálagi sem fylgdi embættinu. Aftur á móti virtist tilfinning áhrifaleysis og skorts á árangri í starfí draga úr þeim allan kraft. Harding sem er talinn hafa verið einn lélegasti for- seti Bandaríkjanna var greinilega mjög þrúgaður af streitu. Hann gerði sér grein fyrir takmörkum sínum og samtímamenn hans kvöldu hann. Vitnað er.til bréfs sem hann í úrræðaleysi og örvæntingu leitar ásjár vinar: „Jud, þú hefur háskólamenntun, er það ekki? Ég veit ekki hvað á að gera til þess að koma þessum sköttum á. Einhvers staðar hlýtur að vera til bók, þar sem ég get lesið mér til, svo ég geti skipulagt þessi mál í kollinum á mér. En ég veit ekki hvar þá bók er að fínna, kannske get ég lesið hana þegar ég fínn hana. Það hlýtur að vera til einhver í þessu landi sem getur vegið og metið málin frá báðum hliðum og hefur þekkingu á hvað rétt er að gera í þessum efnum. Ef til vill er hann að finna í ein- hveijum háskóla. Ég veit ekki hvemig ég get fundið hann. Ég veit ekki hvar ég get fundið hann. Ég veit ekki hver hann er? Ég veit ekki hvernig ég get náð til hans. Drottinn minn, þessi staður er víti fyrir mann eins og mig.“ Svo mörg vom þau orð. Harding lést af heilablæðingu eftir að hafa aðeins verið tvö ár í forsetaembætt- inu, fímmtíu og sjö ára gamall. Stöðugt streituálag er flestum óhollt Hjarta- og æðasjúkdómar hafa reynst fastur fylginautur kapp- samra og harðfylginna einstak- linga. Margir stjórnmálamenn og forsetar eru í þeim hópi og hefur streitan lagt marga þeirra af velli langt um aldur fram. Ef við lítum okkur nær, þá er umhugsunarvert hve margir íslenskir stjórnmála- menn hafa orðið fyrir áföllum af völdum sjúkdóma á undanförnum ' árum eða látist um aldur fram. Ef til vill hefur mikið andlegt álag orðið þeim ofraun. Það leiðir hug- ann að þeirri fjölmiðlaöld sem við nú lifum á. Stjórnmálamenn og þá sérstaklega ráðherrar bera fyrir augum landsmanna nær daglega á skjánum og það fer ekki fram hjá neinum að stöðugt áiag hentar þeim ekki öllum jafn vel. Stjóni- málamönnum væri áræðanlega hollt, vilji þeir heilsu halda, að sitja ekki nema tvö kjörtímabil í ráð- herrastóli í senn, en koma svo e.t.v. aftur síðar - óþreyttir. Á barmi gjaldþrots - áhættuþáttur Það eru fleiri en stjómmálamenn í áhættuhópi í þjóðfélaginu. Ein- staklingar sem eru beijast við að að halda atvinnufyrirtækjum frá barmi gjaldþrots eru undir miklu streituálagi og þá ekki síður það fólk sem misst hefur vinnuna og ber kviðboga fyrir framtíðinni. Þegar álag og vonleysi hafa náð tökum á einstaklingnum verða áföll og ótímabær dauðsföll ískyggilega algeng. M.Þorv.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.