Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 Bónusbitinn Ostborgari Jarlinn Smáborgari með osti McDonalds McDonalds Ostborgari Góðborgari Staldrið Ostborgari Svarta pannan Ostborgari Tomma- borgarar Ostborgari Tómatsneið Salatblað Súr gúrka Hamb.sósa Ostur 84 g kjöt Tómatsósa Hamb.sósa Ostur 45 g kjöt Laukur Súr gúrka Tómatsósa Sinnep Ostur 45,4 g kjöt Laukur Súr gúrka Tómatsósa Sinnep Ostur 113 g kjöt Salatblað Hamb.sósa Ostur 80 g kjöt Salatblað Hamb.sósa Ostur 100 g kjöt Tómatsneið Salatblað Hamb.sósa Ostur 70 g kjöt [ 219 kr. J [ 280 kr, J [ 228 kr. J [ 459 kr. J [ 150 kr. j [ 340 kr. J [ 335 kr. J Álit lögmanna til Framleiðsluráðs landbúnaðaríns Búvörulögin baima innflutning Verð og gerð ostborg- ara er mjög misjafnt Hæstaréttarlögmennirnir Eiríkur Tómasson og Ólafur Axelsson hafa samið álitsgerð, að beiðni Framleiðsluráðs landbúnaðarins, þar sem þeir komast að þeirri niðurstöðu að búvörulög feli í sér sjálfstæða heimild til að banna inn- flutning landbúnaðarafurða. Þeir telja að þeim, sem taka ákvarðanir um innflutning búvara, til dæmis tollayfirvöld- um, sé skylt að leita álits og tillagna Framleiðsluráðs áður en innflutningur sé leyfður. VERÐ á hamborgurum með osti er mjög misjafnt og er erfitt að bera verð á þeim saman. Þyngd kjötsins sem notað er í borgarana er misjöfn og ekki er sambærilegt hvað fylgir með á borgarann. Morgunblaðið kannaði hjá nokkr- um veitingastöðum hvað ostborgar- ar kostuðu. Spurt var um þyngd kjötsins, og hvað væri sett á þá. Verðið er mjög misjafnt eins og taflan gefur til kynna, en rétt er að benda á að sumir þessara staða bjóða upp á tilboð þar sem við- skiptavinir geta keypt franskar kartöflur og gosdrykk með. McDonald’s og Jarlinn selja létt- ustu borgarana, kjötið vegur um 45 grömm. Báðir þessir staðir bjóða upp á fleiri valmöguleika eins og taflan sýnir. Algeng þyngd á borg- urunum er á bilinu 70-85 grömm, og er víða boðið upp á kjötmeiri borgara. A fimmtudag var því spáð í Morgunblaðinu að verðið á tvöföld- um hamborgara, „BigMac“, á McDonald’s yrði í kringum 400 krónur. Er verðið á þessum borgara 429 kr. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Lögleysa að banna inn- flutning með reglugerð Dómstóla að skera úr um hvað eru gildandi lög í landinu JÓN Baldvin utanríkisráðherra og starfandi viðskiptaráðherra ósk- aði eftir álitsgerð ríkislögmanns um innflutningsmál og fékk synj- un á þeim forsendum að ekki væri hafið yfir vafa að viðskiptaráðu- neytið hefði forræði yfir þeim málum sem beðið var um álitsgerð um. Utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði í gær ítrekað beiðni sína um álitsgerð ríkislögmanns og kvaðst hann vænta svara eigi síðar en næstkomandi mánudag. „Eg á fastlega von á því að slík álitsgerð verði gerð opinber þegar og ef hún berst,“ sagði Jón Baldvin. Ráðherrann segir jafnframt að það sé engin lagastoð fyrir hinu umdeilda innflutningsbanni á ar hefur hann synjað mér um álits- gerðina á þeim forsendum að ekki sé hafið yfír vafa að viðskiptaráðu- neytið hafi forræði yfir þeim málum sem ég bað hann um álitsgerð um. Ég hef áréttað beiðni mína í dag og vænti svara eigi síðar en næsta mánudag,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. í álitsgerð lögmannanna segir að orðalag umræddrar greinar búvörulaganna sé mjög afdráttar- laust. Hún hljóðar þannig: „Áður en ákvarðanir eru teknar um inn- og útflutning landbúnaðarvara skulu aðilar, sem með þau mál fara, leita álits og tilagna Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Inn- flutningur landbúnaðarvara skal því aðeins leyfður að Framleiðslu- ráð staðfesti að innlend fram- leiðsla fullnægi ekki neyzluþörf- inni.“ Lögmennirnir segja í áliti sínu að í greinargerð með frumvarpi því til búvörulaga, sem hafi verið samþykkt árið 1985, hafi að vísu verið gert ráð fyrir að ákvæði laga- greinarinnar veittu Framleiðslu- ráði ekki sjálfstæðan rétt til þess að stöðva innflutning á landbúnað- arvörum, heldur hefði ráðið aðeins vald til að stöðva slíkan innflutn- ing væri hann háður leyfum eða takmarkaður samkvæmt öðrum lögum. „Þetta sjónarmið endur- speglast hins vegar ekki í orðalagi ákvæðisins sem, eins og fyrr seg- ir, er fortakslaust, þ.á.m. er ekki að finna tilvísun til annarra laga, þar sem innflutningur landbúnað- arvara er háður leyfum, en það var aftur á móti gert í greinargerð- inni,“ segja lögmennirnir. „Ef lög- gjafinn hefði viljað einskorða ákvæðið í 41. grein við þessi tilvik hefði honum t.d. verið í Iófa lagið að setja orðin „leyfi eru veitt til inn- og útflutnings" í stað orðanna „ákvarðanir eru teknar um inn- og útflutning, en með síðast- greinda orðalaginu er fremur vísað til almennra ákvarðana um inn- og útflutning sem væntanlega eru fyrst og fremst í höndum tollayfir- valda samkvæmt tollalögum nr. 55/1987.“ Afnám innflutningshafta hefði verið alger stefnubreyting Lögmennirnir segja að þegar lögin um innflutning hafi verið samþykkt á Alþingi á síðasta ári, hafi þáverandi viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, tekið fram er hann mælti fyrir frumvarpinu, að efnis- atriðið laganna væru „nánast þau sömu og innflutningsákvæðanna með lögum nr. 63/1979.“ Þeir segja einnig að í greinargerð með þessu lagafrumvarpi virðist vera gengið út frá því að í búvörulögun- um „sé að fínna almennt ákvæði er sjálfstætt banni eða takmarki innflutning á landbúnaðarvörum. Framsöguræða ráðherra verður því ekki skilin á annan veg.“ Úr áliti lögfræðinganna má lesa að þeir telji óhugsandi að Alþingi hafi ætlað að breyta ríkjandi skip- an með samþykkt innflutningslag- anna. „Sú ákvörðun að leyfa hömlulausan innflutning á land- búnaðarvörum, framleiddum hér á Iandi, hefði að sjálfsögðu falið í sér algjöra stefnubreytingu í land- búnaðarmálum frá því sem tíðkazt hafði um áratugaskeið,“ segja lög- menmrmr. skinku. „Ég trúi því ekki að samráðherr- ar fyrrverandi viðskiptaráðherra, Jóns Sigurðssonar, ætli honum það að hafa blekkt ríkisstjóm, þing- flokka stjórnar og stjómarand- stöðu og gervallt Alþingi varðandi lagasetningu um innflutningsmál. Ég trúi því heldur ekki að alþingis- menn yfirleitt séu svo fáfróðir eða heimskir að þeir viti ekki hvað þeir eru að gera þegar þeir sam- þykkja mikilvæg lagaframvörp," sagði Jón Baldvin. Innflutningur frjáls Utanríkisráðherra sagði kjarna málsins vera þann að Alþingi hefði samþykkt ágreiningslítið í nóvem: ber 1992 lög um innflutning. í fyrstu grein væri kveðið á um það að innflutningur skyldi vera fijáls. Frávik eða takmarkanir á því þyrftu að vera bundnar lögum. Þingmönnum væri öllum áreiðan- lega kunnugt um að takmarkanir á frjálsræðisreglunni væra til í lög- um. „Til dæmis búvöralögum og lögum um dýrasjúkdóma. Þeir sem samþykktu þetta frumvarp um inn- flutning hafa því væntanlega talið að takmarkanir á innflutningi væru nægar. Eitt er hafið yfir all- an vafa: Þeir samþykktu lagagrein sem kvað á um það að þessar tak- markanir væri ekki hægt að hafa í reglugerðum,“ sagði Jón Baldvin. útkljáður," sagði Jón Baldvin, „en breytir engu um það að flestir þingmenn töldu sig geta samþykkt innflutningslögin á þessum for- sendum." Ráðherra sagði að þeir sem vildu gera því skóna að fyrrverandi við- skiptaráðherra hefði verið að blekkja landbúnaðarkerfið þyrftu að vita það að frumvarpið hefði sérstaklega verið sent til umsagnar landbúnaðarráðuneytisins og tillit hefði verið tekið til allra athuga- semda sem þaðan hefðu komið. „Það er ósæmilegt að ætla jafn vammlausum nákvæmnismanni og Jóni Sigurðssyni fyrrverandi við- skiptaráðherra að hafa vísvitandi blekkt samstarfsmenn sína og Al- þingi íslendinga í þessu máli. Alla vega tek ég ekki undir það að al- þingismenn, hvort heldur þeir era í stjóm eða stjórnarandstöðu, séu svo fáfróðir eða vitlausir að þeir samþykki mikilvæg lög í meðvit- undarleysi eða ógáti,“ sagði utan- ríkisráðherra. Jón Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra Framhaldslagasetningn lauk ekki á síðasta þingi JÓN Sigurðsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að þurft hafi að huga að fyrirkomulagi á innflutningi landbún- aðarafurða eftir að innflutningslög, sem hann mælti fyrir, voru sam- þykkt á Alþingi. Jón segir enga ástæðu til að ætla að þingmenn hafi ekki vitað hvað þeir voru að samþykkja er þeir greiddu lögun- um atkvæði. Innflutningurinn lögmætur „Það er ástæða til að nefna að um sama leyti og innflutningslög vora samþykkt, voru samþykkt ný lög um gjaldeyrisviðskipti, en þetta er samtengt af því að innflutnings- takmarkanir höfðu áður verið mið- aðar við gjaldeyrisleyfi," sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. „Með þessari nýju Iöggjöf var meginregl- an um að innflutningsviðskipti skuli vera frjáls, nema annað sé sérstak- iokið,“ sagði Jón. Hann vísar þar til frumvarps landbúnaðarráðherra um breytingar á búvöralögum, sem ekki tókst að afgreiða á vorþingi vegna deilna í stjórnarliðinu. „Þessi lög um innflutnings- og gjaldeyrismál eru meðal annars sett vegna skuldbindinga okkar í EES, en að sjálfsögðu standa þau á eigin fótum í okkar eigin stefnu og ákvörðunum og era gildandi lands- lög,“ sagði Jón. „Að sjálfsögðu vakna upp ýmsar spurningar um fyrri takmarkanir, sem í gildi hafa verið, og ég veit ekki betur en land- búnaðarráðherra hafi einmitt viljað flytja framvarp um breytingar á búvörulögum af þvf tilefni. Það verður síðan að vera túlkun stjórn- valda og annarra hvað í raun komi út úr samspili þeirrar löggjafar sem í gildi er. Ég held að ekki hafi þurft að reikna með að menn hafi ekki vitað hvað þeir voru að samþykkja. Málið var ýtarlega kynnt og rætt og lá lengi fyrir þinginu." Framsóknarmenn allra flokka „Nú er vitað að framsóknar- menn allra flokka hafa yfírleitt túlkað búvöralögin mjög rúmt og talið sig hafa þar sjálfstæðar laga- heimildir til takmörkunar á inn- flutningi. Það er þeirra túlkun. Aðrir, þar á meðal ég, hafa túlkað þetta á annan veg. Þessi ágreining- ur hefur að sjálfsögðu aldrei verið Aðspurður um viðbrögð sagði Jón Baldvin: „Þessi umdeildi inn- flutningur er lögmætur. Það er engin lagastoð fyrir innflutnings- banni og samkvæmt lögum um inn- flutning er ekki hægt að leggja bann við innflutningi með reglu- gerð. Það er lögleysa. Að svo miklu leyti sem þessi deila snýst um túlk- un á lögum eða um spurninguna hvað era gildandi lög í landinu, verða dómstólar að skera úr. Það er þeirra hlutverk og ég vona að þeir geri það sem fyrst, þannig að lögleysu verði hnekkt. Ég hef óskað eftir álitsgerð ríkis- lögmanns og gerði það samdæg- urs,“ sagði Jón Baldvin, „hins veg- lega bannað með lögum eða milli- ríkjasamningum, sem ísland á aðild að, sett í gildi bæði fyrirjgaldeyris- viðskipti og innflutning. I framhaldi af þessu var sett ný reglugerð, þar sem fyrri takmarkanir voru niður felldar. Um þetta var almenn sam- staða." Ofgreiddu 6 millj- ónir króna til Visa Framhaldslagasetningu ekki lokið Jón var spurður hvort hann hefði talið, er hann hefði flutt frumvarp til innflutningslaga, að það myndi breyta einhveiju um innflutning á landbúnaðarvöram. „Ég lít svo á að það hafi þurft, í framhaldi af þessari lagasetningu, að huga að því máli að nýju, enda var það gert, þótt þeirri lagasetningu væri ekki STJÓRN Visa hefur ákveðið að endurgreiða þeim 10.453 korthöfum sem notuðu kort sín erlendis á síðasta úttektartímabili samtals um 6 milljónir króna jafnframt því sem ákveðið var að miða framvegis útskriftir erlendra færslna við gengi skráningarfunda Seðlabanka á útskriftardegi. Við útskrift síðasta úttektartíma- bils var miðað við gengi hvers banka, en þeir skrá nú hver sitt gengi og það oft dag. Leiðréttingin til korthafanna mun koma fram á næsta greiðslu- yfirliti, að því er kemur fram í frétt frá Visa. Erlendar úttektir Visa námu alls 6,6 miljónum dollara við síðustu útskrift, sem var 23,6% lækkun frá fyrra ári. N ► I ) i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.