Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 jfileöáur á morgun ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Eiríkur Örn Pálsson leikur á trompet. Fríður Sigurðardóttir og Halla Jónas- dóttir syngja stólvers. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Biblíulestur í umsjá Ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSSÓKN: Guðs- jojónusta kl. 11 í Félagsmiðstöð- inni Fjörgyn. Organisti Sigur- björg Helgadóttir. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son héraðsprestur messar. Org- anisti Kristín G. Jónsdóttir. Krist- ján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Stefán R. Gíslason. Sr. Ægir Fr. Sigur- geirsson. Guðspjall dagsins: (Lúk. 17.) Tfu líkþráir. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, HAFNARFIRÐI: Guðsþjónusta kl. 14. Ath. breyttan tíma. Organisti Krist- jana Þ. Ásgeirsdóttir. Kaffi í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Einar Eyjólfsson. ASKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestursr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Prestursr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Báts- ferð úr Sundahöfn kl. 13.30. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjón- usta með gömlum skóm. Við guðsþjónustu kl. 11 verðurtekið á móti notuðum skóm til send- ingar til Afríku. Allir velkomnir. Organisti Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Gylfi Jónsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Hámessa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju (hópur IV) syngur. Kaffisala kvenfélagsins eftir guðsþjón- ustu. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Bjöllusveit Laugarneskirkju leikur frá kl. 10.45. Drengjakór og Kirkjukór Laugarneskirkju syngja. Organisti Ronald Turner. Sr. Þórhallur Heimisson prédik- ar. Sr. Jón D. Hróbjartsson þjón- ar fyrir altari. Allt nefndarfólk, starfsfólk og sjálfboðaliðar í starfi kirkjunnar eru hvattir til að koma. Fimmtudag: Kyrrðar- stund kl. 12. Orgelleikur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur máls- verður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir. Org- anisti Hákon Leifsson. ÓHÁÐI söfnuðurinn: FRÍKIRKJAN, RVÍK: Guðsþjón- usta kl. 14 í Friðrikskapellu á athafnasvæði Vals við Hlíðar- enda. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Méssa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM/KFUK, SÍK, Háaleitis- braut 58-60: Almenn samkoma kl. 20.30. Edda Björk Skúladóttir segir frá dvöl sinni í Kenýu og sýnir myndir. Gunnar Þór Pét- ursson talar. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVITASUNNUKIRKJAN Fílad- elfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Krist- insson. Öllum opið. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dag kl. 11 helgunarsamkoma. Lt. Sven Fosse talar. Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Kapt. Erl- Skákþing Islands hófst í vikunni Helgi Ólafsson hef- ur tekið forustuna Skák Bragi Kristjánsson Skákþing íslands í landsliðs- , flokki hófst á miðvikudag í Skák- heimili Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Keppendur eru tólf, þeirra á meðal stórmeistaramir Helgi Olafsson, Jóhann Hjartar- son og Hannes Hlífar Stefánsson. Helgi Ólafsson hefur tekið foryst- una eftir tvær fyrstu umferðirnar, hefur unnið báðar skákirnar. Keppnin ætti að geta orðið mjög spennandi og skemmtileg. Hannes Hlífar teflir nú á sínu fyrsta móti á íslandi sem stór- meistari, og af öðrum keppendum verður fróðlegt að fylgjast með Helga Áss Grétarssyni, sem ný- lega náði fyrsta áfanga að alþjóð- legum meistaratitli. Það gerir mótið einnig mjög athyglisvert, að flestir þátttakendur hafa ný- lega teflt á mótum erlendis með góðum árangri, og ættu þess vegna að vera vel upplagðir. Úrslit í 1. umferð: Haukur Angantýsson - Jón Garð- ar Viðarsson, 1-0; Jóhann Hjart- arson - Helgi_ Áss Grétarsson, V2-V2; Helgi Ólafsson - Guð- mundur Gíslason, 1-0; Björgvin Jónsson - Tómas Björnsson, V2-V2; Andri Áss Grétarsson - Sævar Bjarnason, V2-V2; Þröstur Þórhallsson - Hannes Hlífar Stef- ánsson, frestað. 2. umferð: Helgi Áss - Helgi Ól., 0—1; þröst- ur - Haukur, V2-V2; Jón Garðar - Jóhann, 0-1; Guðmundur - Björgvin, biðskák; Tómas - Andri Áss, V2-V2; Hannes Hlífar - Sæv- ar, 1-0. Skákáhugamenn er hvattir til að fylgjast með mótinu og sér- staklega bent á, að skákirnar í báðum heimsmeistaraeinvígjun- um verða einnig sýndar á skák- stað. Við skulum nú sjá vinningsskák hins nýbakaða stórmeistara, Hannesar Hlífars Stefánssonar, ^úr 2. umferð: Hvítt: Hannes Hlífar Stefáns- son. Svart: Sævar Bjarnason. Frönsk vörn. 1. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 - Bb4, 4. e5 - c5, 5. a3 - Ba5, 6. Bd2 — (Algengasti leikurinn í þessari stöðu er 6. b4!?) 6. - cxd4, 7. Rb5 - Bc7, 8. f4 - Re7 (Einn helsti talsmaður þessa afbrigðis, armenski stórmeistarinn Smbat Lputian, leikur venjulega 8. - Rh6 í þessari stöðu, t.d. 9. Bd3 - a6, 10. Rxd4 - Rc6, 11. c3 - Rxd4, 12. cxd4 - Bd7, 13. Rf3 - Bb5, 14. Bxb5+ - axb5, 15. Db3 - Dd7 með jöfnu tafli (Hort - Lput- ian, Dortmund, 1988).) 9. Rf3 - Rbc6, 10. Bd3 - a6, 11. Rbxd4 - Bd7,12. Be3 - Bb6,13. De2!? - Rxd4, 14. Rxd4 - Rc6, 15. Rb3!? - (Hannes hefur með síð- ustu leikjum stefnt að því að hróka langt, sem er mjög óvenjulegt í stöðu sem þessari. Af þeim sökum getur hann ekki valið riddarann á d4 með c2-c3.) 15. - 0-0, 16. 0-0-0 - f5? (Betra hefði verið að leika 16. - f6, því að eftir 17. Bxb6 - Dxb6, 18. Dh5 - f5 er ekki auðvelt fyrir hvít að ná sterkri sókn). 17. g4 - Bxe3+, 18. Dxe3 - fxg4, 19. Hdgl - Ra5 (Svartur getur ekki veitt mikla mótspyrnu með óvirkri vörn, t.d. 19. - Re7, 20. Rd4 - Rf5, 21. Bxf5 - exfö, 22. h3 og hvíta sóknin verður mjög þung.) 20. Rxa5 - Dxa5, 21. Hxg4 - Bb5, 22. Hhgl - Dc7 (22. - Hf7 hefði leitt til svipaðrar niður- stöðu). b c 4 • < e 1 23. Bxh7+! - Keh7, 24. Dh3+ - Kg8, 25. Dh6 - Hf7, 26. Hh4 - Kf8, 27. Dxe6 - Kg8, 28. Hxg7+! - og svartur gafst upp, því að hann verður mát eftir 28. - Kxg7, 29. Dh6+ - Kg8, 30. Dh8+. í dag verður 4. umferð tefld í Faxafeni 12 og þá tefla Þröstur - Helgi Ó.; Haukur - Jóhann; Guðmundur - Sævar; Helgi Áss - Andri Áss; Jón Garðar - Björg- vin; Hannes Hlífar - Tómas. Á morgun og mánudag verða svo tefldar 5. og 6. umferð, og alla daga er teflt kl. 17-23. Morgunblaðið/Páll Pálsson íkaffiboði HÚNVETNINGAR gæða sér á kaffi í Breiðabliki í boði Búnaðarsam- bands Snæfellsness. Húnvetningar heim- sækja Snæfellsnes Miklaholtshreppi. BÆNDUR og húsfreyjur úr Húnavatnssýslu voru hér á ferð í tvo daga og voru veðurguðirnir þeim hagstæðir báða dagana. Fyrri daginn fóru þeir út í Breiða- fjarðareyjar með Eyjaferðum í Stykkishólmi 0g fengu gott veður og gott útsýni um eyjar og sund. Nutu þau þess að borða nýveiddan hörpuskelfísk o.fl. úr djúpum Breiðafjarðar. Gist var í ferðaþjón- ustubýlum að Görðum og Ytri- Tungu í Staðarsveit. Næsta dag var farið um Snæ- fellsnes, fyrir Jökul í glampandi sól og norðangolu. Leiðsögumenn voru Erlendur bóndi í Dal og Guðbjartur á Staðarfelli, formaður Búnaðar- sambandsins. Gjörþekkja þeir alla staðhætti enda rómuðu ferðalangar góðar upplýsingar þeirra um sögu þessa héraðs og alla fyrirgreiðslu. Að lokinni hringferð um Snæ- fellsnes var veislukaffi í Breiðabliki þar sem konur úr Kvenfélaginu Lilj- unni sáu um veitingar af miklum myndarskap. Síðan héldu Húnvetn- ingar heim hressir að vanda, ánægðir með góða og skemmtilega ferð. - Páll. Endurmenntunar- stofnun Háskólans Námstefna umland- vemd og -nýtingu HINN 15. september mun Endur- menntunarstofnun Háskólans í samstarfi við Landgræðslu ríkis- ins standa að námstefnu um það hvernig hagsmunaaðilar geti tekið aukna ábyrgð á landvernd- arstarfi. Námskeiðið er ætlað öllum er áhuga hafa eða starfa að náttúru- vernd og landnýtingu, s.s. landbún- aði og skógrækt. Markmið þess er að vekja skilning á nauðsyn þess að samtengja verndun og nýtingu — stytta bilið milli landnotenda og verndunaraðila — efla hlutverk landnotenda í fræðslu, verndun, rannsóknum, ráðgjöf og skipulagi. Leiðbeinandinn sem hér er stadd- ur á vegum Landgræðslu ríkisins er C. Andrew Campbell frá Ástral- íu. Hann er skógræktar- og land- búnaðarfræðingur og er einn af helstu leiðtogum „landverndarbylt- ingarinnar miklu“ (The Australian Landcare Program) í Ástralíu, sem hefur á undanförnum árum leitt til gífurlegra breytinga á landnýting- ar- og náttúruverndarmálum þar í landi. Þátttökugjald er 6.000 kr. og fer skráning þátttakenda fram hjá Endurmenntunarstofnun. (Fréttatilkynning.) ___________Brids______________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson íslandsmótið í einmenningi 1993 Skráning í annað íslandsmótið í einmenningi í brids er hafin á skrif- stofu Bridssambands íslands. Skráningarfrestur er til mánu- dagsins 4. október og er ekki tekið við skráningu nema greiðsla keppn- isgjalds, sem er 2.500 kr. á mann, fylgi með. Fyrirkomulag keppninn- ar verður svipað og á síðasta ári, spilað verður i riðlum en nú verður reiknað út með samanburði við alla hina riðlana. Allir skráðir keppend- ur fá sent afrit af kerfinu ásamt þeim útfærslum sem nota má í keppninni og allir verða að spila sama kerfi. Eintök af kerfinu verða póstlögð til þátttakenda í síðasta lagi mánudaginn 4. október. Veitt eru gullstig í þessari keppni og keppt er um L.A. kaffi farand- bikarinn. Spilað verður í Sigtúni 9. Bridsklúbbur Félags eldri borgara, Kópavogi Föstudaginn 3. september var spil- aður tvímenningur, 10 pör mættu og urðu úrslit: Júlíus Ingibergsson - Jósef Sigurðsson 144 Garðar Sigurðsson - Eysteinn Einarsson 128 Berpr Þorvaldsson - Þórarinn Amason 123 Ásthildur Sigurgísladóttir - Lárus Arnórsson 108 Meðalskor 108 Þriðjudaginn 7. september var spil- aður tvímenningur og mætti 21 par, spilað var í tveim riðlum og urðu úr- slit í A-riðli: Eggert Einarsson - Karl Adolfsson 197 Gunnar Pálsson — Þorleifur Þórarinsson 191 Garðar Sigurðsson - Eysteinn Einarsson 188 BergurÞorvaldsson-ÞórarinnÁmason 187 Meðalskor 165 A-riðill: Meðalskor 108 Ásthildur Sigurgisladóttir - Láras Amórsson 136 Bragi Salómonsson - Elín Guðmundsdóttir 118 Hannes Ingibergsson - Rapar Þorsteinsson 117 Næst verður spilað þriðjudaginn 14. september kl. 19 í Gjábakka (Fann- borg 8). Bridsfélag Reykjavíkur Vetrarstarfið hófst sl. miðvikudag, 8. september, með eins kvölds tví- menningi. Spilaður var Mitchell á 17 borðum og urðu úrslit eftirfarandi: N/S riðill: Aðalsteinn Jörgensen - Bjöm Eysteinsson 460 JónHjaltason-JónlngiBjömsson 437 Sigrún Jónsdóttir - Ingólfur Lilliendahl 429 Halldór Þorvaldsson - Sveinn R. Þorvaldsson 401 Jón Ingþórsson - Brynjar Valdimarsson 401 A/V riðill: Sverrir Ármannsson - Haukur Ingason 447 JensJensson-ErlendurJónsson 436 Páll Valdimarsson - RagnarMagnússon 424 Aron Þorfinnsson - Ingi Agnarsson 391 Þórir Mapússon - Valgarð Már Jakobsson 381 Nk. miðvikudagskvöld hefst fjög- urra kvölda Hipp-hopp tvímenningur, sem er riðlaskiptur tvímenningur með sambland af Mitchell og Howell skipt- ingum. Skráning er hafin hjá BSI s. 619360 og hjá Kristjáni s. 50275. Spilað er í húsi Bridssambandsins í Sigtúni 9 og hefst spilamennskan ætíð kl. 19.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.