Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR ÍÍ. SEPTEMBER 1993 HANDKNATTLEIKUR Páll Þórólfsson lék mjög vel gegn Egyptum í gærkvöldi og gerði sjö mörk úr jafn mörgum skottilraunum. Páll lék einnig mjög vel í fyrsta leiknum gegn Grikkjum. Sjö þjóðum boðið á hand- boltamót næsta haust | IJjandknattleikssambandið hefur ákveðið að halda átta landa mót, ® ■ Reykjavík Intemational, í nóvember á næsta ári og verður það prufukeyrsla fyrir heimsmeistarakeppnina sem hér fer fram 1995. Þegar hefur sjö erlendum landsliðum verið boðin þátttaka á mótin'u. Það em landslið Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Þýskalands, Sviss, Spánar og Frakklands. FRJALSIÞROTTIR Búbka og Farmer- Palrick stigahæst SERGEJ Búbka, stangarstökkvarinn frábæri frá Úkraínu og bandaríska hlaupakonan Sandra Farmer-Patrick sigruðu ístiga- keppni alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Sfðasta stigamót sum- i arsins fór fram í London í gærkvöldi. Þau hlutu hvort um sig 130.000 íverðlaun í gærkvöldi, andvirði tæplega 9 milljón króna. lan Zelezny, spjótkastari frá ■— Tékklandi, var talinn sigur- stranglegastur í karlaflokki og kom sér í góða stöðu um stundarsakir með því að kasta 88,28 m á vellin- um í Crystal Palace í gærkvöldi. En Búbka hafði betur, skv. stigaút- reikningum, eftir að hafa stökkið 6,05 m í stangarstökkinu. Hann reyndi siðan að halda upp á daginn með því að bæta eigið heimsmet, sem er 6,13 m, og var aðeins hárs- breidd frá því að fara yfír 6,14 m. Keppnin hjá kvenfólkinu var einnig gríðarlega spennandi. Far- mer-Patrick tryggði sér sigur í síð- ustu hlaupagrein kvöldsins, 400 m | grindahlaupi. Hún hafði betur í keppni við bresku stúlkuna Sally Gunnell. Gunnell setti heimsmet er hún sigraði á heimsmeistaramótinu í Stuttgart á dögunum og þá varð Farmer-Patrick í öðru sæti. í gær hljóp bandaríska stúlkan á 53,69 sek. en Gunnell á 53,82. Heimsmeistarinn og methafinn Noureddine Morceli frá Alsír sigr- aði örugglega í 1.500 m hlaupi; [ hljóp siðasta hringinn á 53,62 sek. og vegalengdina á 3:31,60 mín. Aðeins hann sjálfur hefur náð betri tíma i ár. Breski heimsmeistarinn og met- hafínn í 110 m grindahlaupi, Colin Jackson sigraði á 13,14 sek. Annar Breti, David Grindley, sigraði í 400 m hlaupi á 44,81 sek.; varð á und- an Bandaríkjamönnunum Butch Reynolds heimsmethafa, sem hljóp á 44,96 og Quincy Watts, ólympíu- meistara á 45,06. Sonia O’Sullivan, írlandi, sigraði i 3.000 m hlaupi kvenna á 8:38,12 mín. en Yvonne Murray, Bretlandi, varð önnur á 8:41,99. Gwen Torr- ence, Bandaríkjunum, varð hlu- skörpust í 100 m hlaupi á 11,03. Irina Privalova, Rússlandi, varð önnur á 11,09 sek. Lars Riedel, Þýskalandi, kastaði kringlunni lengst, 64,90 m, Maria Mutola, frá; Mozambik, sigraði í 1.500 m hlaupi kvenna á 1:57,35 og Leroy Burrell, Bandaríkjunum sigi'aði í 100 m hlaupi karla á 10,28 sek. Stefka Kostadinova, Búlgaríu, fór hæst í hástökki kvenna, 1,98 Alarei lent i óðni eins — sagði Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari eftir frækileg- an sigur á Egyptum, 26:25, í heimsmeistarakeppninni ** ÍSLENDIIMGAR unnu mjög mikilvægan sigur, 26:25, á Egyptum í heimsmeistarakeppni leikmanna 21 árs og yngri í handknattleik í gærkvöldi f Egyptalandi. íslendingar hafa nú sigrað í báðum leikjum sínum á mótinu til þessa, eru efstir í D-riðli og mæta Rúmenum í síðasta leik riðilsins í kvöld. Þorbergur Aðalsteins- son, landsliðsþjálfari, sagðist í gærkvöldi aldrei hafa upplifað annað eins og það sem gerðist eftir að sigur íslands var í höfn. Lætin í áhorfendum, sem hann taldi hafa verið á bilinu 13-15 þúsund, hafi verið slík að íslendingarnir hafi hreinlega verið í lífshættu. Eg hef aldrei upplifað annað eins fyrr, þó ferillinn sé orðinn langur. Fólkið var gjörsamlega tryllt eftir leikinn. Við vorum í lífs- hættu. Það grýtti vatnsflöskum nið- ur á völlinn í okkur, eins kílós þung- um flöskum. Við urðum að fara í lögreglufylgd til búningsklefans og urðum að hlaupa þangað fyrir neð- an svæðið þar sem flestir áhorfend- ur voru,“ sagði Þorbergur Aðal- steinsson í samtali við Morgunblað- ið í gærkvöldi. Hann sagði íslend- ingana hafa læst sig inní búnings- klefa í eina klukkustund, og síðan hefði verið hlaupið út í rútu, sem kom alveg upp að dyrum íþrótta- hallarinnar. Hann sagði að þegar leikmenn voru komnir út úr salnum hafi öll ljós verið slökkt til að reyna að róa áhorfendurna. „Ég tel það gífurlegt þrekvirki hjá strákunum að sigra í leiknum, því lætin í höllinni voru alveg hrika- leg. Það er enginn smá skóli fyrir ‘þá að spila við þessar aðstæður.“ Þorbergur sagði íslenska liðið hafa byijað á að leika flata vörn, sem gengið hefði vel. „Við kom- umst í 5:2 og síðan í 7:4. Þeir kom- ust svo í 9:8 og þegar staðan var þannig og 24 mínútur búnar fékk Sergej Búbka fagnaði sigri í stiga- keppni alþjóða fijálsíþróttasambands- ins í gærkvöldi. m, og Patrick Sang frá Kenýa vann 3.000 m hindrunarhlaup á 8:15.53 mín. Frankie Fredericks, Namibíu, sigraði í 200 m hlaupi á 20.34 sek., John Regis, Bretlandi, varð annar á sama tíma og þriðji varð Michael Johnson, Bandaríkjunum á 20,41 sek. Dagur [Sigurðsson] rautt spjald og var því útilokaður frá leiknum." Dagur fékk þarna þriðju tveggja mínútna brottvísun sína í leiknum. Þorbergur sagði þá þriðju hafa ver- ið fullkomnlega réttmæta, en hinar tvær ákaflega vafasamar, svo ekki sé meira sagt. Staðan í leikhléi var 13:11 fyrir Egypta. Staffan Holmquist, formaður sænska handkattleikssambandsins, var eftirlitsmaður á leiknum og sagðist Þorbergur hafa rætt við hann í leikhléinu. „Dómaramir voru frá Sviss og þeir höfðu verið mjög slakir í fyrri hálfleik, enda pressan mikil á þá. Mínir strákar voru rekn- ir fímm sinnum út af en Egyptarn- ir bara einu sinni. Ég hellti mér yfir Staffan Holmquist; sagði að þetta gengi ekki svona. Hann talaði við dómarana í hálfleiknum og það var eins og nýir menn hefðu komið til að dæma seinni hálfleikinn." Þorbergur sagði það hafa verið gífurlegt áfall að missa Dag Sig- urðsson út af í fyrri hálfleiknum. Hann hafði leikið vel og stjórnaði sóknarleiknum af röggsemi, eins og í fyrsta leiknum. Aron Kristjáns- son tók stöðu Dags og stóð sig vel. „Ég setti Erling Richardsson í Evrópusambandið vísaði Marseille úr Evrópukeppninni sl. mánu- dag, vegna meintra mútugreiðslna fyrir deildarleik sl. vor. Tapie kærði ákvörðun UEFA til dómstóls í Bem í Sviss, þar sem UEFA hefur aðset- ur, og féll dómur franska liðinu í hag. En Tapie fór síðan að fyrirmæl- um FIFA, eftir að hótun barst um alþjóðlegt leikbann á frönsk lið. Tapie tók ákvörðun sína „með heill fran- skrar knattspyrnu í huga,“ eins og það var orðað. Hann tilkynnti FIFA ákvörðun sína með símbréfí á meðan fram fór neyðarfundur um málið í bakvarðarstöðuna í vörninni í stað- inn fyrir Dag, en seint í leiknum breytti ég vörninni, lét Aron aka einn Egyptann úr umferð þegar staðan var 17:15 fyrir þá og kortér eftir, og það gekk vel.“ Staðan breyttist úr 15:17 í 18:17 fýrir ís- land, og var það í fyrsta skipti í hálfleiknum, sem strákarnir kqmust yfir. Egyptar jöfnuðu en ísland komst í 20:18, Egyptar jöfnuðu enn en ísland komst í 23:20; síðan stóð 23:22, 24:22 og 24:23. Island gerði þá tvö mörk í röð, komst í 26:23, en heimamenn gerðu tvö síðustu mörkin. Páll Þórólfsson gerði 7 mörk úr 7 skotum í leiknum í gærkvöldi og lék mjög vel, Patrekur Jóhannesson gerði 6 mörk, þar af 2 úr vítum, Olafur Stefánsson, Aron Kristjáns- son og Jason Ólafsson 3 hver, Sig- fús Sigurðsson 2, og þeir Dagur Sigurðsson og Róbert Þór Sighvats- son 1 hvor. Ingvar Ragnarsson stóð í markinu allan tímann og varði 11 skot. „Egypska liðið er mjög gott, eitt besta liðið hérna í keppninni. Ný^ verðum við að reyna að halda okk- ur á beinu brautinni — við erum komnir yfir erfiðasta hjallann, en þó eru enn þrír erfiðir eftir,“ sagði Þorbergur. Strákarnir leika gegn Rúmenum í kvöld og líklegustu andstæðingarnir í milliriðli eru Svíar, Portúgalir og Argentínu- menn. Svíar eru með 4 stig eftir tveggja marka sigur á Austurríki og eins marks sigur á Argentínu. Portúgal gerði jafntefli við Argent- ínu og vann Austurríki. Portúgal og Svíþjóð mætast í kvöld. höfuðstöðvum FIFA í Zúrich i Sviss, þar sem saman voru komnir forystu- menn FIFA og UEFA auk, forseta franska knattspyrnusambandsins. Niðurstaða málsins er því sú að Evrópumeistarar Marseilie fá ekki tækifæri til að veija titil sinn, en lið Mónakó kemur inn í Evrópukeppni meistaraliða í staðinn sem fulltrúi Frakklands, og mætir því gríska lið- inu AEK frá Aþenu í fyrstu umferð á miðvikudaginn. Auxerre tekur sæti Mónakó í UEFA-keppninni og mætir spænska félaginu Tenerife. 2.DEILD KVENNA Haukar upp með Hetti Haukar úr Hafnarfirði tryggðu sér í gærkvöldi rétt til að leika í 1. deild kvenna í knattspyrnu næsta sumar, er liðið sigraði Reyni frá Sandgerði 6:0 á heimavelli sínum. Höttur frá Egilsstöðum, sem hafði þegar tryggt sér sigur í 2. deild kvenna, gerði í gærkvöldi jafntefli, 1:1,,við lið Dalvíkur fyrir norðan. Þetta voru síðustu leikir deildarinnar. KNATTSPYRNA Tapie hætti við máls-' sókn eftir hótun FIFA BERNARD Tapie, forseti f ranska knattspy rnuliðsins Marseille, féll í gær frá málssókn sinni gegn Knattspyrnusambandi Evrópu (UEFA) skv. kröfu alþjóða sambandsins (FIFA). Frakkar anda þar með léttar, því FIFA hafði hótað að setja félags- og landslið þeirra í leikbann, færi Tapie ekki að fyrirmælum UEFA. Þá óttuð- ust Frakkar jafnvel, að héldi Tapie uppteknum hætti, myndi FIFA endurskoða ákvörðun sína um að halda úrslitakeppni heims- meistaramótsins árið 1998 í Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.