Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR ll.SEPTEMBER 1993 UM HELGINA Knattspyrna LAUGARDAGUR 1. deild karla Vestm.: ÍBV-ÍA'......................14 Keflavík: ÍBK-ÞórA...................14 Laugardalsv.: Valur-KR...............14 •■~&£ikisv.: Fylkir - Víkingur.........16 2. deild karla Akureyrarv.: KA - Þróttur R..........14 Sauðárkróksv.: Tindastóll - BÍ.......14 3. deild Selfossv.: Selfoss - Grótta..........14 Hvaleyrarholtsv.: Haukar- Völsungur....l4 Garðsv.: Víðir-Skallagrímur..........14 Dalvíkurv.: Dalvík - Magni...........14 Kópavogsv.: HK - Reynir S............14 4. deild Varmárv.: .......................v...17 ■Leikur um 1. sætið. Eyrarbakkav.: Ægir-KBS...............17 ■Leikur um 3. sætið. SUNNUDAGUR 1. deild karla - Laugardalsv.: Fram - FH..............20 ’l. deild kvenna Valsv.: Valur;ÞrótturN...............14 Akureyrarv.: IBA - UBK...............14 Akranesv.: ÍA-KR.....................14 2. deild karla Ólafsfjarðarv.: Leiftur - Grindavík..14 Neskaupstaðarv.: Þrótur N. - UBK.....14 ÍR-völlur........ÍR - Stjaman........14 Handknattleikur Ragnarsmótið á Selfossi heldur áfram um helgina í dag verða þessir leikir: Selfoss - Ifi kl. 11.30, KA- Haukar 13, ÍR - Elverum 15.30, KA - UMFA kl. 17. A morgun, sunnudag, verður leikið um sæti: 5. - 6. sæti kl. 17, 3. - 4. sæti 18.30 og 1. - 2. sæti kl. 20 Körfuknattleikur Mót kvennaráðs körfuknattleiksdeildar KR heldur áfram í fþróttahúsi Hagaskóla um helgina. I dag k. 14 leika KR og UMFG, eip IBK og U77 kl. 15.30. Á morgun mæt- ast KR og U77 kl. 13, en ÍBK og UMFG kl. 14.30. Siglingar Tvíliðakeppni á seglskútum fer fram á Foss- vogi í dag kl. 10 til 15, en gert verður matarhlé í klukkustund. Hvert lið keppir tvisvar við sama mótheija, en gert er ráð fyrir um 10 liðum. FRJALSIÞROTTIR / NM OLDUNGA íslendingar hlutu fímm gullverðlaun ÍSLENDINGAR hlutu fimm Norðurlandameistara öldunga, en mótið fór fram rétt fyrir utan Stokkhólm fyrir skömmu. Auk þess unnu íslensku keppend- urnir þrenn silfurverðlaun og 10 bronsverðlaun. Tólf íslenskir keppendur tóku þátt í Norðurlandamótinu að þessu sinni. Sigurður T. Sigurðsson, FH, sigraði í stngarstökki í flokki 35 ára og eldri, stökk 4,86 metra. Kristján Gissurarson, ÍR, sigraði í flokki 40 ára í sömu grein, stökk 3,96 metra. Hann vann einnig silfur í 100 m halupi á 12,07 sek. Trausti Sveinbjörnsson, FH, sigr- aði í 400 m grindahlaupi í flokki 45 ára (64,85 sek.). Jóhann Jóns- son, Víði, sigraði í langstökki og þrístökki í flokki 75 ára. Hann stökk 4,26 m í langstökki og 8,94 m í þrístökki. Hann hlaut einnig brons- verðlaun í 100 m halupi (16,15 sek.), 100 m grindahlaupi (18,24 sek.) og silfurverðlaun í spjótkasti (32,74 m). Lilja Gumundsdóttir hlaut brons- verðlaun í 800 m hlaupi í flokki 35 ára (2.29,51) og einnig í 1.500 m hlaupi (4.51.87). Árný Heiðarsdótt- ir, Óðni Vestmannaeyjum, varð þriðja í langstökki (4,88) og þrí- stökki (9,56). Sigurður P. Sig- mundsson, UMFA, varð þriðji í 5.000 m hlaupi (15.27,2) og annar í 10.000 m hlaupi (32.30,42) og setti um leið íslandmet í báðum greinunum. Elías Sveinsson, ÍR, varð þriðji í spjótkasti (41,56 m) í 40 ára flokki. Helgi Hólm, ÍBK, varð 4. í hástökki (1,49 m) í flokki 50 ára og 5. í grindahlaupi (48,59 sek), sem er Islandsmet. Jón H. Magnússon, ÍR, varð þriðji í sleggjukasti í flokki 55 ára, kastaði 46,62 metra. Þórður B. Sigurðsson, KR, varð þriðju í sömu grein í 60 ára flokki (40,90 m). Eftir mótið var Ólafur Unnsteins- son og Janis Lusis frá Lettlandi heiðraðir af Svíum fyrir öldunga- starf. Á þingi öldunga sem Ólafur Unnsteinsson sat var samþykkt að íslendingar héldu „Litla Norður- landamótið" í Reykjavík 1996. ióhann Jónsson, Víði kom heim frá Norðurlandamótinu með fimm verðlaunapeninga, tvenn gullverðlaun, tvenn silfur og ein bronsverðlaun. Sigurður P. Sigmundsson setti íslandsmet í 5.000 og 10.000 metra hlaupi í sínum flokki. Hér er hann ásamt Ólafí Unnsteinssyni fararstjóra. verður haldið á Kiðjabergsvelli í Grímsnesi á morgun, sunnudaginn 12. september, kl. 13.00. Félagar fjölmennið. KNATTSPYRNA FIRMA- KEPPNI Knattspyrnudeild Hauka heldur firmakeppni á Ásvöllum, 18,- 19. sept. nk. Uppl. og þátttökutilkynningar í síma 652466 (Svavar) eftir kl. 13.00 alla daga og á kvöldin í símum 43568 (Viðar) og 50893, (Hafsteinn). Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 22.00 miðvikud. 15. sept. Stjórnin. HANDKNATTLEIKUR / SJONVARP Stöð2sýnir Evrópuleikina Samdi við HSÍ í gær og hefur einkarétt á beinum sendingum frá landsleikjunum STÖÐ 2 samdi í gær við Handknattleikssambandið um sýningar- rétt á landsleikjum íslands í Evrópukeppninni, sem erframund- an. Stöð 2 hefur einkarétt á sýningum EM leikjanna sex sem fara fram hér á landi; þrír verða sýndir í opinni dagskrá og þrír í lokaðri. anna heima; báða leikina gegn Hvíta Rússlandi og Búlgaríu, og síðan er sinn hvor heimaleikurinn gegn Finnum og Króötum. Ríkis- sjónvarpinu er heimilt að sýna leik- ina sólarhring eftir að þeir fara fram. Þetta er í fyrsta skipti sem Stöð 2 semur við sérsamband um einka- rétt á beinum útsendingum frá landsleikjum. Að sögn Heimis Karlssonar deildarstjóra íþrótta- deildar Stöðvar 2, er í athugun hvort stöðin geti sýnt beint frá fyrsta leik ísiands í EM, sem fram fer í Finnlandi í haust. Handknattleikssambandið sendi útvarpsráði Ríkisútvarpsins bréf, eins og Morgunblaðið greindi frá í gær, þar sem farið var fram á að ráðið kæmi íþróttadeild RÚV til aðstoðar, en hún hafði upplýst þtjú stærstu sérsamböndin innan ISÍ um það, að litlir möguleikar væru á að endumýja samninga um beinar útsendingar, vegna niður- skurðar á rekstrarfé deildarinnar. Útvarpsráð fjallaði um bréfið í gær en ekkert var ákveðið í málinu, þannig að HSÍ gekk til samninga við Stöð 2. íslands leikur sex Evrópuleikj- i dag kl. 14.00 Aðalleikvangur - LAUGARDALSVOLLUR r _^^_B R Æ Ð U R N I R AEG Cjp OKMSSON HF AEG KNATTSPYRNA Dagsferdá leik Feyenoord og ÍA Samvinnuferðir-Landsýn hafa ákveðið að efna til dagsferðar til Rotterdam 29. september vegna seinni leiks Feyenoord og ÍA í Evr- ópukeppni meistaraliða. Fiogið verður frá Keflavík til Amsterdam að morgni og þaðan ekið með rútu til Rotterdam, sem er um klukku- stundar ferð, og því komið þangað um hádegisbil. Leikurinn hefst kl. 20 og verður ekið til Amsterdam eftir leik og haldið heim um mið- nætti. Verð á mann miðað við stað- greiðslu er 19.820 kr. og er innifal- ið flug, rútuferðir, miði á leikinn og fararstjórn. Nánari upplýsingar hjá Samvinnuferðum-Landsýn. (Úr fréttatilkynningu) ■ GORDON Brand yngri frá Bretlandi hefur fímm stiga forystu eftir tvö keppnisdaga af fjórum á opna Evrópumótinu sem nú er haldi í Uckfield á Englandi. Brand lék á 65 höggum í fyrradag og 68 í gær. ■ ELLEFU Evrópubúar sem vald- ir hafa verið í Ryder-Cup liðið fyrir keppnina við Bandaríkin eru með á Evrópumótinu, en aðeins Seve Bal- lesteros hefur leikið undir pari; er á 142 höggum, en Brand, sem ekki var valinn í liðið, er ellefu höggum undir pari á 133. Bretinn Philip Price er annar í mótinu á 138 högg- um og Olle Karlsson, Svíþjóð og De Wet Basson frá Suður Afríku jafnir í þriðja til fjórða sæti á 141. ■ SERGIO Cragnotti, forseti ít- alska knattspymuliðsins Lazio, krefst þess að enski landsliðsmað- urinn Paul Gascoigne hætti þegar í stað í sjálfskipuðu þagnarbindindi gagnvart ítölskum fjölmiðlum. „Gascoigne verður að gjöra svo vei og útskýra fyrir mér ástæður þess að hann neitar að tala við blaðama- enn. Hafi hann móðgast vegna þess að [ítölsku] blöðin skrifuðu að hann hefði verið fimm kílóum of þungur þegar hann mætti til æfinga [í júlí], ætti hann að haga sér öðruvísi. Sannleikurinn er sá að hann var of þungur og hefði einhver átt að mógðast, vorum það við,“ sagði for- setinn. ■ GASCOIGNE lék frábærlega með Englandi gegn Póllandi í heimsmseistarakeppninni á mið- vikudaginn og gerði glæsilegt mark í leiknum. Eini skugginn á frammi- stöðu hans var sá að hann fékk áminningu, gult spjald. Það er ann- að gula spjaldið sem hann fær í keppninni, þannig að Gascoigne fer í eins leiks bann og missir af viður- eigninni við Holland 13. október. ■ BERND Hobsch gerði eina mark leiksins er Werder Bremen sigraði Bayern Miinchen í stórleik þýsku úrvalsdeildarinnar í knatt- symu í fyrrakvöld. Leikurinn fór fram í Bremen og Hobsch skoraði á 52. mín. Bremen fór þar með upp í þriðja sæti deildarinnar. ■ BAYERN lék geysílega í fyrri hálfleik og sótti stíft en heimamenn vörðust vel. Bremen missti austur- ríska leikstjórnandann Andreaz Herzog af velli í fyrri hálfleik, meiddan á höfði, eftir að hann lenti í samstuði við hollenska landsliðs- mann Jan Wouters. U MARIO Basler kom inná hjá Bremen í stasð Herzogs og átti sendinguna á Hobsch þegar hann skoraði. Þess má geta að Bayern hefur ekki sigrað Bremen á Weser- leikvanginum í 14 ár. Jan Wouters hjá Bayern var rekinn af velli und- ir lokin, fyrir mótmæli en áður.hafði hann fengið gult spjald. ■ DIEGO Maradona, argentínski knattspyrnusnillingurinn sem hefur ekkert leikið síðan hann var rekinn frá spænska félaginu Sevilla í júní, hefur samið við 1. deildarliðið New- ell’s Old Boys í heimalandi sínu. Maradona er 32 ára. H MARADONA fékk tilboð frá nokkrum félögum í Argentínu, m.a. Argentinos Juniors, sem hann hóf ferilinn hjá, en að sögn umboðs- manns hans, Marcos Franchi, bauð Newell’s Old Boys best. Ekki var gefið upp hvað Maradona fær fyrir sinn snúð. Liðið varð í neðsta sæti argentínsku 1. deildarinnar sl. vor, en féll þó ekki, vegna reglna þar í landi sem eru á þá leið að hafi lið náð ákveðnum árangri að meðaltali síðustu árin á undan, sleppur það við fall þó svo það lendi í fallsæti. Liðið varð argentínskur meistari 1991. ■ ALFIO Basile, landsliðsþjálfari Argentínu, hefur ekki útilokað að hann reyni að fá Maradona í lands- liðið á ný, jafnvel fyrir leikina gegn Ástralíu um sæti í úrslitakeppni HM á næsta ári. Leikimir fara fram í október og nóvember í haust. Bas- ile sagði Maradona frábæran leik- mann — ef hann væri í æfíngu...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.