Morgunblaðið - 11.09.1993, Page 44

Morgunblaðið - 11.09.1993, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SIMBRÉF 691181, PÓSTIIÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Tveimur Eyjamönnum bjargað eftir að gúmbát hvolfdi utan við höfnina Fauk urn koll ograkáland TVEIMUR Vestmanneyingnm, ívari Guðjónssyni og Siguijóni Andr- éssyni, báðum um tvítugt, var í gærkvöldi bjargað köldum og hröktum en heilum á húfi eftir að gúmbátur fauk um koll með þá skammt utan við höfnina og rak að landi í Klettsvík. „Þetta var hálfgert fíflarí af okkur að vera að fara þetta á tuðrunni, sérstaklega að vera ekki í björg- unarvestum en þetta fór vel og maður Iærir af reynslunni," sagði Sigur- jón Andrésson þegar Morgunblaðið ræddi við hann nýkominn heim. „Ég var að fá nýja Zodiac-tuðru og við ætluðum að skreppa út fyrir og prófa mótorinn,“ sagði Siguijón. Guðjón Jónsson, faðir ívars, ók þeim félögum niður að höfn um klukkan hálfátta og var rætt um að ef þeir yrðu ekki komnir að landi eftir 15-20 mínútur hefði eitthvað farið úrskeið- is. Síðan héldu félagamir út og með þeim 7 mánaða gömul tík sem Sigur- jón á. Hvorugur þeirra félaga var í björgunarvestum en báðir voru í lo- papeysum og skjólgóðum fötum. „A leiðinni. út tókum við eftir að veðrið var að versna og okkur leist ekki á þetta og snerum inn aftur rétt utan við hafnargarðinn en þá bara fauk tuðran um koll,“ sagði Sigurjón. Fór á eftir tikinni Þegar þeir félagar voru að svamla í sjónum synti Ivar frá bátnum á eftir tíkinni sem síðan sneri við og komst syndandi að tuðrunni. Ivari miðaði hins vegar seint til baka að bátnum „enda kominn skítabræla," að sögn Siguzjóns og var ívar því orðinn mjög þrekaður og kaldur þeg- ar hann komst að tuðrunni sem skömmu síðar rak að landi í Kletts- vík með þá félaga. Þá var klukkan um hálfníu _en rétt um klukkan níu kom faðir ívars niður að höfn þar sem Bjarni Sighvatsson og fleiri úr björgunarfélaginu voru að sýna skip- stjórum og útgerðarmönnum úr Eyj- um hinn nýja björgunarbát félagsins, Þór. Þeir fóru tafarlaust út og skömmu síðar fundust piltarnir í fjör- unni í Klettsvík. „Við létum þá róa út á móti. Það gekk erfiðlega en í annarri tilraun komum við til þeirra kastlinu," sagði Bjarni. Lenti í svipuðu í móðurkviði Siguijón Andrésson sagðist fram- vegis ekki að fara út á tuðrunni án björgunarvestis. „Maður heldur að það komi ekkert fyrir en svo er maður ansi hjálparlaus í sjónum," sagði Siguijón sem ekki hefur lent í hrakningum af þessu tagi, öfugt við Ivar Guðjónsson. Hann var í móðurkviði þegar Zodiac-tuðru for- eldra hans hvolfdi á leið úr útey til Heimaeyjar en þau komust að landi og gangandi til byggða eftir nokkra hrakninga. ^ Morgunblaðið/Kristinn í Hafnarfjarðarhöfn UM 640 skip og bátar voru á.sjó við strendur landsins um hádegi í gær. Það er heldur færri en undan- farna daga en ágætlega hefur gefið til fiskjar fyrir sjómenn eins og þennan trillukall serti rær frá Hafnarfirði. Jóhanna Sigurðardóttir gekk út af ríkisstjómarfundi vegna ágreinings við aðra ráðheira Segist vera óbundin af á 1-iirvpUnn afgreiðslu fj árlaganna Hefur fyrirvara um húsaleigubætur og ýmsa þætti í heilbrigðis- og menntamálum FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ var afgreitt á fundi ríkisstjómarinnar í gærmorgun. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segist vera óbundin af þeirri samþykkt en hún gekk af fundinum áður en fmmvarp- ið var tekið til afgreiðslu. Astæðan er mikill ágreiningur um húsaleigu- bætur og fjármögnun þeirra og einnig segist Jóhanna hafa mikla fyrir- vara um ýmsa þætti í heilbrigðis- og menntamálum, þar sem ekki hafi •fengist niðurstaða sem hún sætti sig við. Aðspurð hvort hún væri á leið út úr ríkisstjórninni segist Jóhanna ekki hafa ein svarið við þvi heldur yrðu forsætisráðherra og hugsanlega einnig formaður Alþýðuflokksins að taka afstöðu til þeirra fyrirvara sem hún hefði. Jóhanna segist hafa gert kröfu varið í húsnæðiskostnað úr ríkissjóði um að tekin yrði stefnumarkandi ákvörðun um að koma á húsaleigu- bótum og að frumvarp þess efnis yrði lagt fram á Alþingi í haust, þótt hún hefði fallist á að það tæki ekki gildi fyrr en 1. janúar 1995. í samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær er hins vegar gert ráð fyrir að frum- varpið verði ekki lagt fram fyrr en á þinginu 1994-95 og að viðbótarút- gjöld vegna húsaleigubótanna verði tekið úr félagslega íbúðakerfinu, sem þýddi fækkun um allt að 200 félags- legar leiguíbúðir, að sögn Jóhönnu. Segist hún aldrei geta fallist á það. Segist hún hafa gert tillögu um að 300 millj. kr. viðbótarútgjöld sem talið er að húsleigubæturnar kosti ríkissjóð á ári myndu rúmast innan i*peirra heildarútgjalda sem nú væri og var sú tillaga rædd á fundi með forsætisráðherra á fimmtudag. f'jár- málaráðherra hefði hins vegar komið með allt aðra tillögu á ríkisstjórnar- fundinn í gær sem hefði verið sam- þykkt eftir að hún yfirgaf fundinn. Hús fyrir Hæstarétt „Að ráðast þarna alfarið á félags- lega íbúðakerfið er algjörlega óá- sættanlegt fyrir mig og ég trúi því ekki að þingflokkur Alþýðuflokksins ljái því lið. Formaður Alþýðuflokks- ins heldur því þó fram að þingflokk- urinn styðji það, en það verður þá bara að koma í ljós,“ sagði Jóhanna. „Mér er gert að fjármagna þetta inn- an húsnæðiskerfisins, en á sama tíma, og við þessar aðstæður, er ,verið að koma upp húsnæði fyrir Hæstarétt, sem kostar allt að 500 milljónir króna og ekki er dómsmála- ráðherra gert að fjármagna það með þeim fjármunum sem ráðuneyti hans hefur yfir að ráða heldur eru það aukaútgjöld úr ríkissjóði," sagði Jó- hanna. „Það vita allir mína afstöðu til húsaleigubótanna og ýmissa þátta varðandi heilbrigðis- og menntamálin og ef þau atriði verða eins og þau líta út núna mun ég ekki telja mig bundna af fjárlögum og þá hlýtur málið að vera í höndum forsætisráð- herra og hugsanlega formanns Al- þýðuflokksins," sagði hún. Sjá bls. 22: „Áætlaður halli...“ í lífshættu ISLENDINGAR sigruðu Egypta 26:25 í heimsmeistarakeppni 21 árs og yngri í handknattleik í gærkvöldi í Egyptalandi. íslend- ingar hafa því haft betur í báðum leikjum sínum á mótinu til þessa. „Eg hef aldrei upplifað annað eins,“ sagði Þorbergur Aðalsteins- son, landsliðsþjálfari, um viðbrögð egypskra áhorfenda, sem voru á annan tug þúsunda, við sigri ís- lands. Hann sagði stórum vatns- flöskum hefði rignt niður á völlinn yfir íslendingana eftir leikinn. „Fólk- ið var gjörsamlega tryllt. Við vorum í lífshættu," sagði Þorbergur. Sjá nánar bls. 43. Erlend áhöfn talin ólnilt á strandstað við Eyjar FLUTNINGASKIPIÐ Sine Boye, sem á er erlend áhöfn, strandaði innan við 100 metra skyggni, talsverðum sjó og 8 vindstigum í Kletts- vík, rétt utan við höfnina í Vestmannaeyjum, um hálftíma eftir mið- nætti í nótt. Ekki var annað vitað en að áhöfnin væri óhult, þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Þá voru björgunarmenn búnir að koma línu um borð í skipið og voru að gera sig líklega til að reyna að draga það af strandstað. Samkvæmt upplýsingum frá Til- kynningaskyldu var skipið nýfarið úr höfn þegar það strandaði. Lóðs- báturinn hafði lokið aðstoð sinni við skipstjórann og var kominn inn í höfnina að nýju þegar menn urðu varir við að skipið hafði tekið niðri í Klettsvík. Hinn nýi björgunarbátur Björgunarfélagsins í Eyjum, Þór, var kvaddur út öðru sinni í gær, og hélt hann á strandstaðinn en þangað komst lóðsinn ekki og heldur ekki þeir Eyjabátar sem biðu átekta skammt undan. Auk þess voru menn kvaddir á staðinn úr landi og þyrla Landhelgisgæslunnar var í biðstöðu en fór ekki á loft þar sem áhöfnin var ekki talin í bráðri hættu. Aðstæður voru hinar verstu við Vestmannaeyjar í nótt; rigning, eng- in skýjahæð, austsuðaustan átta vindstig og talsverður sjór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.