Morgunblaðið - 11.09.1993, Síða 21

Morgunblaðið - 11.09.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 21 Páfi mælir fyrirminni- hlutahópum JÓHANNES Páll páfi II brýndi fyrir Eistlendingum í gær að taka fullt tillit til minnihluta- hópa í Eistlandi en þar býr meira en hálf milljón Rússa. Vikulangri Eystrasaltsferð páfa lauk í gær í Tallinn. í ræðu, sem hann flutti á fundi með menntamönnum í forseta- höllinni, lagði hann áherslu á virðingu fyrir minnihlutahópum og sérstaklega fyrir tungu þeirra og menningu. Er þetta viðkvæmt mál í Eistlandi. Sam- kvæmt nýjum lögum fá þær fjölskyldur sjálfkrafa borgara- réttindi, sem bjuggu í landinu fyrir innlimunina í Sovétríkin 1940, en aðrir verða að sýna fram á kunnáttu í eistnesku. Vill ræða málefnin KONSTANTIN Mitsotakis, for- sætisráðherra Grikklands, hóf kosningabaráttuna í gær með því að skora á andstæðinga sína að mæta sér í málefnalegri umræðu í sjónvarpi. Hefur það fyrirkomulag ekki enn komist á meðal Grikkja en þess í stað eru flokksleiðtogarnir vanir að halda mikla útifundi þar sem mest fer fyrir skítkasti og óhróðri um andstæðingana. Ríkisstjórn Mitsotakis féll þeg- ar nokkrir þingmenn stjónar- flokksins, Nýja lýðræðisflokks- ins, sögðu sig úr honum og gengu til liðs við Antonis Sama- ras, fyrrverandi utanríkisráð- herra. Serbar hóta Serbum SERBNESKIR hermenn í Bosníu umkringdu nokkrar byggingar í bænum Banja Luka í gær með skriðdrekum til að mótmæla svartamarkaðsbraski og gróðabralli margra landa sinna. í yfirlýsingu þeirra sagði að hermennirnir hættu lífi og limum en á sama tíma væru aðrir, sem kæmu sér hjá her- þjónustu og gerðu sér mat úr eymdinni í landinu. Hermenn- irnir væru tilbúnir til að betjast gegn þessum mönum, ekki síð- ur en múslimum og Króötum. Niðurskurður á Ítalíu ÍTALSKA ríkisstjórnin sam- þykkti ný ijárlög í gær á 11 tíma löngum fundi. Þar er gert ráð fyrir miklum niðurskurði og hærri sköttum, sem svarar um 1.400 milljörðum íslenskra króna. Þetta er gert til að varna frekari samdrætti í efnahagslíf- inu og hættunni á átökum vegna aukins atvinnuleysis. Carlo Azeglio Ciampi forsætis- ráðherra gerir sér vonir um að þingið samþykki fjárlögin á næstu tveimur mánuðum en að því loknu verður boðað til kosn- inga. Nýgiftir homwiar til Tyrklands HÓPUR 618 nýgiftra banda- rískra homma kom í gær til vesturstrandar Tyrklands þar sem þeir ætla að eyða hveiti- brauðsdögunum saman. Aðrir ferðamenn og íbúar bæjarins Kusadasi fylgdust grannt með þegar pörin'gengu hönd í hönd niður landganginn og litu í búðarglugga. Hefur hópnum gengið illa að fá fararstjóra þar sem 61 hommanna er með al- næmi. Reuter. Marcos lagður til hinstu hvílu FERDINAND Marcos var í gær lagður til hinstu hvílu á Filippseyjum, fjórum árum eftir lát sitt. Hann hvílir nú í kistu með glerloki í grafhýsi fjölskyldunnar í Batac, en Fidel Ramos forseti veitti ekki leyfi til að greftra Marcos í Manila. Kistuna báru herforingar frá forsetatíð Marcosar og á eftir kistunni gekk Imelda Marcos berfætt, en skóeign hennar vakti á sínum tíma heimsathygli. Að athöfn lokinni var fylgismönnum Marcosar hleypt inn í grafhýsið þar sem þeim gafst kostur á að líta hann augum hinsta sinni. Breytingar á stefnumálum þýskra jafnaðarmanna Vilja aukna einkavæðingu Bonn. Reuter. ÞÝSKIR jafnaðarmenn hvetja til aukinnar einkavæðingar og sveigj- anlegri vinnutíma í nýrri efnahagsáætlun, sem gæti orðið grundvöll- ur stefnuskrár þeirra í kosningunum á næsta ári. „Samþýsk áætlun um endurnýj- un, atvinnu- og umhverfismál" eins og áætlunin nefnist er um margt frábrugðin fyrri stefnu þýskra jafn- aðarmanna en helsti höfundur hennar er Oskar Lafontaine, vara- formaður flokksins. Verður hún lík- lega lögð fyrir flokksþing jafnaðar- manna í nóvember og gæti orðið megininntakið í stefnuskránni, sem gengið verður frá í maí nk. Búist er við þingkosningum í október á næsta ári. Núverandi stjórn Helmuts Kohls kanslara er að vísu harðlega gagn- rýnd en samt er í raun tekið undir flestar þær hugmyndir, sem hann hefur boðað að undanförnu. Jafnað- armenn hafa til dæmis vent sínu kvæði í kress hvað varðar einka- væðingu og vinnutímann. „Reglugerðafargan, miðstýring og skriffinnska verða að víkja. Geti einstaklingar eða einkafyrirtæki innt jafn vel eða betur af höndum ýmsa starfsemi, sem nú er í höndum ríkisins, á að einkavæða hana,“ segir í skýrslunni og lagt er til, að vinnutíminn verði miklu sveigjan- legri en nú er. Það er ekki síst stutt- ur og niðurnjörvaður vinnutími, sem er talinn veikja samkeppnishæfni þýsks iðnaðar gagnvart keppinaut- unum. Þýskaland Fjöldi njósnara í ráðuneytinu Bonn. Reuter. KLAUS Kinkel, utanríkisráð- herra Þýskalands, hefur beðið þýsku leyniþjónustuna um skýrslu í framhaldi af frétt í einu dagblaðanna, sem sagði, að komist hefði upp um 30 fyrr- verandi njósnara austur-þýsku leyniþjónustunnar í ráðuneyti hans og í sendiráðum Þýska- lands erlendis. Talsmaður Kinkels sagði í gær, að von væri á skýrslunni á hverri stundu en ef fréttin, sem birtist í dagblaðinu Bild, reynist rétt, er það í annað sinn sem upp kemst um fjölda njósnara austur-þýsku leyniþjónustunnar, sem var, frá því Berlínarmúrinn hrundi. Yfir- maður hennar, Markus Wolf, er nú fyrir rétti í Dússeldorf. Að sögn Bild hefur þýska leyni- þjónustan fengið upplýsingarnar frá þeirri bandarísku en hún á í fórum sínum mikið af skjölum frá austur-þýsku leyniþjónustunni. I júlí sl. tilkynnti einn af aðstoðar- mönnum Helmuts Kohls kanslara, að ríkisstjórnin hefði fengið lista yfír 2.000 fyrrverandi njósnara Austur-Þjóðveija og síðan hefur ríkt nokkur spenna í þýska stjórn- kerfinu. Veit enginn nema allt í einu verði upplýst, að vinnufélagar hans og aldavinir hafi verið föður- landssvikarar. Einn vinsælasti áfangastaður þeírra sem vilja gera hagstæð innkaup, stærsta verslunarborg Skotlands. Skemmtun og afþreying. Fjölmargir góðir veitingastaðir. Öflugt tónlistar- og leikhúslíf. Mjög góð listasöfn. Einstök náttúmfegurð skosku hálandanna skammt undan. á manninn í tvíbýli í 3 nœtur og 4 daga á Marriott Hotel. * í Glasgow bjóðum við gistingu á Vegna mikillar eftirspumar verður þrautreyndur íslenskur fararstjóri, Anna Þorgrímsdóttir, farþegum Flugieiða til aðstoðar og leiðsagnar í Glasgow strax fró og eftirtöldum gæðahótelum: Hospitality Inn, með 18. sept til 4. des. Marriott, Stakis Grosvenor og Copthome. Innifalið er flug, gisting, morgunverður og flugvallarskattar. Á tímabilinu 18. sept. til 4. des. er innifalið í verði akstur til og frá flugvelli í Glasgow og íslensk fárarstjórn. Akstur þarf að bóka sérstaklega. Börn, 2ja - 11 ára, fá 9.500 kr. í afslátt. Börn að 2ja ára aldri greiða 3.000 kr. Enginn bókunarfyrirvari. Forfallagjald, 1.200 kr., er ekki innifalið í verði. Forfallagjald er valfrjálst en Flugleiðir hvetja farþega til að greiða það til að firra sig óþarfa áhættu. QATLAS,* *Verð miðast við gengi 6. ágúst 1993. \ eurocard. Tilboð fyrir hópa: 2.000 kr. afsláttur á mann ef í hópnum eru 15 manns eða fleiri. 40.000 kr. spamaður fyrir 20 manna hóp. Verslað í heildsölu. Farþegum Flugleiöa gefst nú kostur á að versla í einni stærstu heildverslun Glasgow, Makro Multitrade Centre, þar sem fást flestar vörutegundir. Hafðu samband við söluskrifstofiir okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofúrnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.) FLUGLEIDIR Tramtur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.