Morgunblaðið - 11.09.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.09.1993, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 Hjón á Sauðárkróki ættleiddu dreng í Moskvu Rúmt ár í bar- áttu við kerfið „Hæstánægð með að málið skuli loksins í höfn,“ segir faðirinn HJÓNIN Jóhann Ingólfsson og Hrönn Pétursdóttir á Sauð- árkróki koma væntanlega heim frá Moskvu á þriðjudag með árs gamlan son sem þau hafa ættleitt. Rúmlega ár tók að fá málið í gegnum kerfið í Rússlandi en það mun nú I höfn ekki hvað síst vegna aðstoðar íslenska sendiráðsins. „Við erum hæstánægð með að málið skuli loksins í höfn enda búin að bíða lengi,“ segir Jóhann. „Strákurinn er eins og hver annar íslendingur og mjög vel haldinn.“ Synin- um hefur þegar verið gefið nafn og heitir hann Pétur Örn. Er Morgunblaðið hringdi í hjón- in í Moskvu voru þau búin að fá drenginn til sín en hann kemur úr sárafátækri fjölskyldu og var vistaður á barnaheimili. „Það var greinilega mjög vel hugsað um börnin á þessu heimili að öllu leyti og það kom okkur nokkuð á óvart því við bjuggumst ekki við slíku miðað við fréttaflutning af ástandi mála hér,“ segir Jóhann. Önnur lönd komu til greina Að sögn Jóhanns hafa þau hjón- in reynt að ættleiða barn undan- farið hálft annað ár. Útilokað er að ættleiða íslensk börn og því leituðu þau til landa í Austur-Evr- ópu. Auk Rússlands komu Rúmen- ía, Tékkland og Slóvakía til greina. „Sendiráðið hér hefur verið okkur mjög innan handar og við kunnum þeim bestu þakkir fyrir,“ segir Jóhann. „Megnið af þessu rúma ári fór í allskonar pappírsvinnu og bréfaskriftir til Rússlands en þeg- ar sú skriffinnska var að baki Iiðu rúmlega tveir mánuðir þar til við fengum Pétur Örn í hendur.“ Eftir er að útvega vegabréf fyr- ir drenginn en þau hafa fengið vilyrði fyrir því að það komi á mánudag og síðan eiga þau þrjú bókað flug frá Moskvu á þriðju- dag. Jóhann rekur bifreiðaverkstæði á Sauðárkróki og þar hefur kona hans unnið á skrifstofunni. Borgey hf. á Hornafirði selur togara með 1.464 tonna kvóta Kirkjusandur kaupir Stokks- nesið og leigir til Samherja KIRKJUSANDUR hf., sem Landsbankinn eignaðist að fullu með yfirtöku eignarhaldsfélagsins Hamla á eignum Sambandsins, keypti í gær togarann Stokksnes af Borgey hf. á Hornafirði með 1.464 þorskígildistonna kvóta fyrir 332 milljónir króna, að sögn Halldórs Árnasonar framkvæmdastjóra Borgeyjar. Auglýsingaskilti Qar- lægð við Laugaveg LÖGREGLA fjarlægði öll gangstéttaauglýsingaskilti við Laugaveginn í gær. Blindur maður sem átti leið niður Laugaveginn á fimmtudag datt um eitt slíkt skilti og voru skiltin fjarlægð í kjölfarið. Samkvæmt lögreglusamþykkt er óheimilt að setja upp auglýsinga- skilti á gangstéttum nema með sam- þykki borgaryfirvalda, að sögn Óm- ars Smára Ármannssonar, aðstoðar- yfirlögregluþjóns. Hann benti einnig á að samkvæmt umferðarlögum sé lögreglustjóra heimilt að fjarlægja auglýsingaskilti sem sett eru upp í óleyfi og geti trufl- að umferð. Lögreglan í Reykjavík mun fjarlægja auglýsir.gaskilti af gangstéttum um alla borgina næstu daga. Kirkjusandur hefur jafnframt leigt Samherja hf. á Akureyri skip- ið í einn mánuð. að því er Þor- steinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samheija, staðfesti við Morgunblaðið í gær. Þorsteinn sagði að í leigusamningnum væri ákvæði um forkaupsrétt Samheija á skipinu en hann vildi að öðru leyti ekki upplýsa um efni samn- ingsins. Borgey skuldar 1.411 milljónir króna Stokksnes, sem er 431 brúttó- lestar skuttogari, smíðaður árið 1974, átti að halda úr Höfn á Hornafirði á flóðinu í gærkvöldi og er stefnt að afhendingu til Samheijamanna á Akureyri á sunnudag. Borgey hf. hefur undanfarna rúma þijá mánuði haft greiðslu- stöðvun til að endurskipuleggja fjárhag fyrirtækisins sem skuldar um 1.411 milljónir króna, að sögn Halldórs Árnasonar framkvæmda- stjóra. Greiðslustöðvunartíminn rennur út á miðvikudag og verður þá óskað eftir framlengingu til tveggja mánaða til viðbótar. Hall- dór sagði að nú væri unnið að gerð frumvarps til nauðasamninga sem borið yrði undir lánardrottna í samningum sem gerðu ráð fyrir að gefínn yrði eftir hluti skulda. Halldór vildi ekki upplýsa hve mikilli eftirgjöf skulda stefnt væri að. Yfirtaka skulda og staðgreiðsla Halldór sagði að kaupverð skipsins hefði .verið greitt með staðgreiðslu og yfirtöku skulda en vildi ekki greina frá upphæðum í því sambandi né heldur aðdrag- anda viðskiptanna við Kirkjusand hf., sem Landsbankinn eignaðist að fullu við stofnun Hamla hf. Halldór sagði að Borgey mundi ráðstafa kaupverðinu til að greiða niður skuldir. Þær eignir sem eftir standa í Borgey eru tveir bátar með 2.400 þorskígildistonna kvóta, auk fiskvinnsluhúss. Um 380 tonn af kvóta Stokksnessins eru í þorski, rúm 200 í ýsu og um 800 tonn í karfa. Halldór Ámason sagði að samningarnir gerðu ráð fyrir að fjórum yfírmönnum úr 15 manna áhöfn Stokksnessins byðist vinna meðan skipið væri hjá Sam- heija. Þorsteinn Már Baldvinsson sagði í gærkvöldi að viðskiptin við Kirkjusand hefði borið brátt að og væru nýfrágengin. Hann vildi ekki tjá sig um hvernig Samheiji hygð- ist færa sér Stokksnesið og veiði- heimildir þess í nyt en fyrir gerir Samheiji út 6 skip. f dag Skinkumál Innflutningsbannið lögieysa, segir starfandi viðskiptaráðherra 16 íslendingar í ísrael_____________ Hvað segja þeir um samkomulag ísraelsstjórnar við PLO 20 Ævintýralegur sigur 21 árs landslið Islands átti fótum fjör að launa eftir nauman sigur á heimamönnum í heimsmeistara- mótinu í handknattleik í Egypta- landi 43 Leiðari Hvaða lög gilda? 22 gnrgnnbUMt Lesbók ► Líf og list Gunnlaugs Scheving á árunum í Grindavík, Hafnar- firði og Reykjavík - Bræðravíg á Sturlungaöld - Bessastaðir - Kveldúlfur og frystingin Menning/Listir ► Jón Ásgeirsson lofar flutning- inn á Orfeus - Diddú kveður í bili - Sýningar í Nýlistasafninu Slátrun hafin SLÁTRUN er hafin á nokkr- um stöðum á landinu, um er að ræða heimagengið fé en göngur standa nú sem hæst. Að sögn Andrésar Jóhannes- sonar yfirkjötmatsmanns er útlit fyrir að dilkakjöt verði gott í haust, hvorki of feitt né horað. Slátrun hófst á Hvammstanga um mánaðamótin og var fallþungi dilka að meðaltali um 16 kíló. í vikunni hófst siðan slátrun á Vest- urlandi, fyrir norðan og austan. Slátrun hófst í sláturhúsinu á Fossvöllum sjöunda september síðastliðinn, slátrað er 900 fjár á dag. Reiknað er með að slátra þar rúmlega 33 þúsund lömbum í haust sem er fjölgun uppá 10 þúsund frá síðasta hausti en það á þá -skýringu að svo margir bændur tóku nýtt fé í fyrrahaust. Sláturhúsin á Suðurlandi byija slátrun 20. september. Þótt sumarið hafi verið kalt norðanlands og þurrt fyrir sunnan hefur það hentað sauðkindinni ágætlega, að sögn Andrésar. „Hún vill nýgræðing frekar en fullsprottið gras og það hefur verið spretta í allt sumar,“ sagði Andrés. Að sögn Hilmars Kristenssonar verslunarstjóra Miðvangs í Hafnarfirði er sama verð á slátr- inu og í fyrra, 566 krónur. Morgunblaðið/Bjami Slátursala ANNA B. Jóhannesdóttir afgreiðslustúlka í Miðvangi hafði nóg að gera við að afgreiða nýtt slátur í gær. Bermúda- skálin til Hollands HOLLENDINGAR tóku í gærkvöldi við Bermúda- skálinni sem íslendingar hafa varðveitt síðustu tvö ár, en Hollendingar unnu Norðmenn í úrslita- leik heimsmeistaramóts- ins í brids. Sigur Hollendinga var nokkuð öruggur og þeir höfðu yfir allan úrslitaleikinn, sem stóð í þijá daga. Lokatölurnar voru 350 stig gegn 315. Hol- lensku heimsmeistararnir heita Bauke Muller, Wubbo de Bauer, Eenri Leufkens, Berry Westra, Jan Westerhof og Piet Jansen. Líkt og íslendingar fyrir tveimur árum komust Hol- lendingar á heimsmeistara- mótið með því að ná 4. sæti á Evrópumóti í brids. Sjá bls. 14: „Bandaríska...“ Festi troll- ið í botni MUMMI NK 46 festi veiðar- færin í botni og var hætt kominn út af Borgarfirði eystra síðdegis í gær. Um 80 gráðu halli var kominn á batinn þegar skipverjar náðu að höggva á togvírana og rétta hann við. Mummi er 29 tonn og var á rækjuveiðum þegar óhappið varð. Var vatn komið í vélarrúmið og véhn aflvana þegar loks tókst að rétta bátinn við. Landhelgisgæslan og Björgunarsveitin Sveinungi á Borgarfirði voru í viðbragðsstöðu. Mummi hélt þegar til heimahafnar á Neskaupstað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.