Morgunblaðið - 11.09.1993, Page 18

Morgunblaðið - 11.09.1993, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 Atvinnuleikhús á Akureyri í 20 ár Opið hús hjá Leik- félaginu ámorgun UM þessar mundir eru tuttug-u ár liðin síðan atvinnuleikhús var stofnað á Akureyri og fyrstu leikararnir voru ráðnir til starfa hjá Leikfélagi Akureyrar. Af þessu tilefni ætlar Leikfélagið að opna allar dyr að Samkomu- húsinu á sunnudaginn og bjóða gestum að kynna sér starfsem- ina, en húsið verður opið frá kl. 14 til 17. Ýmsar uppákomur verða á svið- inu í Samkomuhúsinu þegar Leikfé- lagið opnar dyr fyrir gestum og gangandi. Þar má nefna að leikarar bjóða gestum að verða við opna æfíngu á bamaleikritinu Ferðinni til Panama sem frumsýnt verður í Grímsey innan tíðar og fer síðan um leikför um Norðurland. Þá verða rifjuð upp í máli og myndum fjöl- mörg augnablik úr sýningum LA á síðustu tuttugu árum. Kynning á verkefnum vetrarins Mörg og fjölbreytt verkefni verða á fjölunum hjá Leikfélagi Akur- eyrar á komandi leikári og verða þau kynnt gestum í Samkomuhús- inu á sunnudag - og heitt verður á könnunni. (Fréttatilkynning) I beijamó Morgunblaðið/Golli HELGA Eyjólfsdóttir var í beijamó í vikunni við Kristnes í Eyjafjarð- arsveit. Hún sagði að væri þokkalega mikið af beijum á svæðinu. „Mér datt ekki í hug að væru nein ber, en samstarfskonur mínar sögðu mér af þessu og þannig að ég dreif mig af stað,“ sagði Helga og bætti við að hún hlakkaði mikið til að borða berin og best væru þau með ijóma. Eignir Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar Veðhafar gengn að tilboði Strýtu 103 milljónir renna til þrotabúsins Á VEÐHAFAFUNDI í gær var ákveðið að taka tilboði Strýtu hf. í fasteignir og fylgifé þrotabús Niðursuðuverk- smiðju K. Jónssonar hf. Tilboðið var að upphæð 103 milljón- ir króna. Forráðamenn Strýtu stefna að því að ganga frá hlutafjársöfnun og koma fyrirtækinu á fastan grunn á næstu vikum. Ólafur Birgir Árnason skipta- stjóri þrotabúsins sagði að á fundi með veðhöfum í gær hefði verið ákveðið að taka tilboði Strýtu hf. í þær fasteignir og fylgifé sem ekki hefði þegar verið selt, en til- boð Strýtu hf. upp á 103 milljón- ir króna var hið eina sem búinu barst. Aðalsteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri Strýtu hf. sagðist fagna því að gengið hefði verið frá þessu máli og nú yrði undinn bráður bugur að því að ljúka söfn- un hlutafjár og koma rekstri fyrir- tækisins í fast horf. Að baki væri talsverð undirbúningsvinna við það en henni hefði ekki verið hægt að Ijúka á meðan ekki var gengið frá kaupum á eignunum. Hann kvaðst ætla að þessu verki yrði lokið innan fárra vikna. Það er bjart framundan í rekstrinum Að sögn Aðalsteins er allbjart framundan í rekstri fyrirtækisins, hann sagði að haldið yrði áfram að vinna rækju og þar væru all- sæmilegar horfur og auk þess yrði unnið á fullu við grásleppu- kavíar í haust og vetur. Horfurn- ar væru því alls ekki slæmar en hins vegar væri svo í þessum rekstri að aldrei sæist mjög langt fram í tímaiin. Starfsfólk í skínnaiðnaði leggur fé til nýs fyrirtækis STARFSFÓLK Rekstrarfélags íslensks skinnaiðnaðar á Akur- eyri hefur ákveðið að leggja fram hlutafé til stofnunar nýs fyrirtækis, sem taka mun við rekstri skinnaiðnaðarins þegar starfi Rekstrarfélagsins Iýkur. Ákveðið hefur verið að leggja fram andvirði sumarhúss í eigu starfsmannafélagsins auk þess sem starfsmenn sem hljóta störf hjá hinu nýja félagi hyggjast leggja fram fé úr eigin vasa. Mikill áhugi og samstaða er um þessar aðgerðir meðal starfs- Messur á Akureyri Akureyrarkirkja Guðsþjónusta á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akur- eyri sunnudaginn 12. sept- ember klukkan 10.00. (BS) Guðsþjónusta í Akur- eyrarkirkju sunnudaginn 12. september klukkan 11.00. (ÞH) Glerárkirkja Messa í Glerárkirkju sunnudaginn 12. septem- ber klukkan 14.00. Athugið breyttan messutíma. Fundur æskulýðsfélags- ins verður sama dag klukk- an 17.30. Systrakvöld verður í kirkjunni klukkan 20.30 á þriðjudagskvöld. Allar kon- ur velkomnar. Rtiningar- lestur, bænir, fræðsla, söngur og fyrirbænir. mannanna. Á fundi í Starfsmannafélagi ÍSI á Akureyri í fyrradag var ákveðið að leggja fé til stofnunar nýs hluta- félags um rekstur skinnaiðnaðar- fyrirtækis sem taka mun við rekstr- inum af Rekstrarfélagi ÍSI innan Þrotabú íslensks skinnaiðnaðar hf. Heildarkröfur 1 búið nema 635 miUjónum HEILDARKRÖFUR sem lýst hefur verið í þrotabú íslensks skinnaiðn- aðar hf. á Akureyri nema um 635 milljónum króna. Skiptafundur hefur verið ákveðinn 21. september og verður þá tekin afstaða til allra krafna. Skiptastjórar í þrotbúi íslensks skinnaiðnaðar hf. eru Þorsteinn Hjaltason og Hreinn Pálsson. Sam- kvæmt upplýsingum Þorsteins eru lýstar kröfur í þrotabúið alls um 635 milljónir króna. Þar af eru veðkröfur rúmlega 240 milljónir, forgangskröfur, þeirra á meðal launakröfur, kröfur um lífeyris- sjóðstillög, stéttarfélagsgjöld og fleira, 64 milljónir og 600 þúsund og almennar kröfur um 330 milljón- ir. Eitthvað er um að í þessum hópi krafna, sem eru alls 334 talsins, sé um að ræða tvílýsingar. Skiptafundur eftir 10 daga Að sögn Þorsteins hefur skipta- fundur í þrotabúinu verið ákveðinn 21. september, en þá verður tekin afstaða til allra krafna. Kröfulýs- ingaskrá verður lögð fram viku fyr- ir þann fund. Þorsteinn sagði ljóst að í þrotabú- inu kæmi ekkert til almennra krafna en á skiptafundi yrði leitast vjð að finna lausn á því hvernig og að hve miklu leyti yrði unnt að koma til móts við aðrar kröfur í búið. skamms. Ákveðið var að starfs- mannafélagið seldi sumarhús, sem það á við Bifröst í Borgarfírði, og leggja andvirði hússins fram sem hlutafé fyrir hönd starfsmanna. Ennfremur var ákveðið að setja upp í fyrirtækinu lista þar sem starfs- menn lýstu áhuga sínum á að leggja að auki fram úr eigin vasa fé til kaupa á hlutum í hinu nýja fyrir- tæki. Að sögn Aðalsteins Árnasonar, talsmanns starfsmanna í skinnaiðn- aði á Akureyri, er orlofshús félags- ins við Bifröst fullbúið 50-60 fer- metra hús í afar góðu ásigkomulagi og ætla megi að andvirði þess yrði aldrei undir þremur milljónum króna. Um fijáls hlutafjárframlög starfsmanna sagði hann að ekki væri í þessari andrá um að ræða loforð starfsmanna um ákveðnar upphæðir heldur einungis eins kon- ar viljayfírlýsingar. Það væri meðal annars háð því hveijir fengju starf við hið nýja fyrirtæki hveijir legðu fram fé, ekki kæmi til greina að fólk lofaði hlutafé sem það yrði síð- an að greiða af atvinnuleysisbótum ef það fengi ekki vinnu. Aðalsteinn nefndi þó sem dæmi að ef um helm- ingur starfsmanna, sem nú eru um 120 talsins, legðu fram að jafnaði 25 þúsund krónur yrði það hálf önnur milljón króna og með því yrði framlag starfsmanna um 4-5 milljónir. Mikill áhugi og samstaða Aðalsteinn sagði til marks um áhuga starfsmanna og samstöðu þeirra um að greiða fyrir stofnun nýs félags að samþykkt hefði verið einum rómi og án umræðna að selja orlofshúsið og viljayfirlýsingar um einkaframlög starfsmanna til hluta- fjár mæltust afar vel fyrir. Eftir að listar hefðu hangið uppi í fyrir- tækinu í fáeina klukkutíma í gær hefðu verið komin þar 30-40 nöfn. Því mætti staðhæfa að viðbrögð starfsmanna væru langt framar ■ AÐALFUNDUR Tónlistar- félags Akureyrar verður hald- inn fímmtudagskvöldið 16. sept- ember næstkomandi kl. 20.30 í safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Á fundinum verður m.a. rætt um sameiningu Tónlistarfé- lags Akureyrar við Félag áhuga- fólk um Kammerhljómsveit Akur- eyrar. Morgunblaðið/Golli Til Florida með KEA MAGNÚS Lórenzson og eiginkona hans, Elín Björg Eyjólfsdóttir hlutu aðalverðlaunin, ferð til Fort Lauderdale í Flórída með Flugleið- um í Sumarkappi KEA og Coca Cola. Hólmar Svansson hjá markaðs- deild KEA afhenti verðlaunin nýlega. Einnig voru í verðlaun innkaupa- körfur frá verslunum KEA og goskippur frá Vífílfelli í verðlaun. Grímseyingar tóku þátt í Sumarkappinu af miklum áhuga, en þeir sendu inn 35 þátttökuseðla, sem jafngildir því að þriðji hver íbúi eyjarinnar hafí tekið þátt í leiknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.