Morgunblaðið - 11.09.1993, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.09.1993, Qupperneq 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 MORGUNBLAÐiy^AUGARDAGUILij^SEPTEMBER 1993 23 plirrgminMalíil* Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Hvaða lög gilda? Halldór Blöndal landbún- aðarráðherra gaf á fimmtudag út reglugerð þar sem innflutningur á nokkr- um tegundum landbúnaðar- vara, þar með taldri skinku, er bannaður nema að feng- inni umsögn og samþykki Framleiðsluráðs landbúnað- arins. Er tilgangur reglu- gerðarinnar að koma í veg fyrir að Hagkaup fái að flytja inn danska skinku til landsins. Landbúnaðarráðherra gaf þessa reglugerð út í kjölfar úrskurðar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á miðvikudag, þess efnis að forræði varðandi innflutn- ing landbúnaðarafurða væri á hendi landbúnaðarráð- herra. Vísaði forsætisráð- herra í þessu sambandi til yfirlýsingar, sem hann gaf út við þinglok síðastliðið vor. í kjölfar úrskurðar for- sætisráðherra sendi Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra frá sér yfirlýs- ingu þar sem hann segir innflutning landbúnaðar- vara, annan en þann sem fellur undir lög um búfjár- sjúkdóma og búvörulög, lúta almennum fijálsræðisregl- um samkvæmt lögum um innflutning, sem tóku gildi í nóvember síðastliðnum. „Það var ekkert tilefni til úrskurðar. Lögin eru skýr og ég legg til að forsætis- ráðherrann dragi úrskurð- inn til baka,“ sagði Jón Baldvin við Morgunblaðið. Davíð Oddsson mótmælir i Morgunblaðinu í gær þeirri fullyrðingu utanríkisráð- herra að nýleg lög um inn- flutning hafi gjörbreytt inn- flutningsmálum landbúnað- arins. „Þegar [viðskiptaráð- herra] mælti fyrir [frum- varpinu] sagði hann að eng- in efnisbreyting fælist í frumvarpinu, aðeins form- breyting. Þetta mál var af- greitt á fjórum mínútum eða svo í gegnum þingið og öll efnahags- og viðskipta- nefnd var sammála frum- varpinu ... Það gengur ekki að koma mörgum mánuðum síðar og segja að þarna hafi menn breytt innflutnings- málum landbúnaðarins. Það er slík ögrun við þingið að það tekur engu tali,“ sagði forsætisráðherra. Hann segir liggja í aug- um uppi samkvæmt búvöru- lögum að sé nægilegt kjöt fyrir hendi í landinu sé ekki heimilt að flytja vöruna inn en Framleiðsluráð hefur synjað því. Forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra byggja afstöðu sína á ákvæði í búvörulögunum þar sem segir að „áður en ákvarðanir eru teknar um inn- og útflutning landbún- aðarvara skulu aðilar, sem með þau mál fara, leita álits og tillagna Framleiðsluráðs landbúnaðarins. í fréttaskýringu í Morg- unblaðinu í gær kemur hins vegar fram að hæpið sé að líta svo á að í þessari laga- grein felist sjálfstæð heimild til að banna innflutning landbúnaðarvöru. Gunn- laugur Claessen ríkislög- maður hafi sagt í áliti sem hann skilaði forsætisráð- herra árið 1989: „Þessi lagagrein felur ekki í sér sjálfstætt bann við innflutn- ingi landbúnaðarvara. Hún hefur hins vegar sitt sjálf- stæða gildi við hliðina á öðrum lagaákvæðum, sem banna eða gera innflutning landbúnaðarvara háðan leyfum.“ Ríkislögmaður hefur skil- að álitsgerð til Friðriks Sophussonar fjármálaráð- herra um þetta mál en hún hefur ekki verið gerð opin- ber. Ráðherrann hefur þó greint frá því að úrskurður forsætisráðherra byggist ekki á niðurstöðu ríkislög- manns. Hvað sem líður pólitísk- um deilum um þetta mál innan og utan ríkisstjórnar er afar óheppilegt, svo að ekki sé meira sagt, að ríkis- stjórnin hafi ekki sameigin- lega afstöðu til þess, hvað eru lög og hvað eru ekki lög í þessu máli. Úr því að ekki fæst skiljanleg niðurstaða í því og ráðherrarnir geta ekki komið sér saman um það fer kannski best á því, að dómstólar úrskurði um það og þá skiptir máli að dómstólameðferð málsins gangi nokkuð hratt fyrir sig. íjárlagafrumvarp til irnifjöliunar í ríkisstjórn Áætlaður halli fjárlaga næsta árs 9,8 milljarðar FRIÐRIK Sophusson fjármála- ráðherra lagði í gærmorgun fram á ríkisstjórnarfundi fjár- lagafrumvarp næsta árs og er Átak til sölu á náttúruleg- um afurðum í SAMGÖNGU- og landbúnaðar- ráðuneytinu er nú að hefjast athug- un á möguleikum á framleiðslu og markaðssetningu á náttúrulegum afurðum og átak til kynningar á landinu sem uppsprettu slíkra vara og sem hreint og óspillt land. Hall- dór Blöndal, landbúnaðar- og sam- gönguráðherra, lagði þessa áætlun fram á ríkisstjórnarfundi í gær og var hún samþykkt að sögn Hall- dórs. Á vegum landbúnaðarráðuneytisins á að kanna möguleika fyrir hefbundn- ar afurðir, villtar afurðir á borð við fjallagms og sjávargróður o.s.frv. Á vegum samgönguráðuneytisins snýr athugunin að möguleikum í ferðaþjón- ustu, s.s, fyrir heilsuferðir og kynn- ingu á Islandi sem hreinu og óspilltu landi, að sögn Þórhalls Jósefssonar deildarstjóra í samgönguráðuneytinu. Sagði hann að ekki þyrfti að leggja stórupphæðir til verkefnisins. Hefur þetta mál verið í undirbúningi frá því í vor og hefst verkefnið væntanlega á næstu vikum. niðurstaða frumvarpsins sú að halli fjárlaga næsta árs verði 9,8 milljarðar króna. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári munu sam- kvæmt frumvarpinu verða 103,6 milljarðar króna, sem mun vera lægstu tekjur ríkissjóðs að raun- gildi allt frá árinu 1987. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins telja flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, að frumvarp- ið gangi engan veginn nægilega langt, hvorki að því er varðar niðurskurð ríkisútgjalda, sem eru áætluð 113,4 milljarðar króna, né tekjuöflun. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verða skatttekjur ríkissjóðs hinar lægstu að raungildi allt frá árinu 1987. Útgjöld sem hlutfall af lands- framleiðslu eru samkvæmt frum- varpinu áætluð um 29%, sem er ívið lægra en á þessu fjárlagaári. Hafa ber í huga í því sambandi að landsframleiðslan hefur dregist verulega saman. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Davíð Oddsson forsætis- ráðherra hafí fyrr í vikunni falið þeim Friðrik Sophussyni fjármála- ráðherra og Jóni Baldvin Hannib- alssyni utanríkisráðherra að gera tillögur um styrkingu fjárlagafrum- varpsins, bæði með mun meiri lækkun útgjalda og öðrum tekjuöfl- unarhugmyndum. í framhaldi þess verði reynt að ná samstöðu um slíkt meðal þingmanna stjórnarflokk- anna. Morgunblaðið/Steinunn Osk Kolbeinsdóttir Krummi í leikskóla ÞAÐ var heldur óvenjulegur gestur sem heimsótti krakkana í leikskólanum á Hvolsvelli nú í vikunni. Það var hrafnsungi sem augsýnilega var vanur ungu fólki því hann elti krakkana og gerði sér heldur dælt við þau að þeirra mati. Krummi kunni vel við sig á leikskólanum þar sem hann prófaði leiktækin, bæði rólur og þríhjól en hrifnastur var hann að krórhuðum stýrum hjólanna og reyndi mikið að hafa þau á brott með sér. Það má segja að krummi hafi hleypt leikskólastarfínu í uppnám þennan dag sem hann dvaldi þar því margir gestir komu til að fylgjast með krumma. Að endingu fékk krummi bílferð í pappakassa því ekki vildi hann í burtu sjálfviljugur og fréttist af honum á sveitabæ þar sem hann var eitthvað að angra heimilisfólkið. íslandsbanki lækkar forvexti Aftur talið tilefni til vaxtalækkunar um næstu mánaðamót 23,95% í 21,95%. I fréttatilkynningu frá íslands- banka segir að eftir snögga hækkun verðbólgu i kjölfar gengisfellingar í lok júnímánaðar sé framundan hjöðn- un verðbólgu á nýjan leik. „í samræmi við fyrri yfirlýsingar íslandsbanka, um tiltölulega hraða aðlögun nafn- vaxta að verðlagsbreytingum að þessu sinni, tekur bankinn nú fyrsta skrefið til lækkunar nafnvaxta. Því verða for- vextir víxla lækkaðir um 2% 11. sept- ember. Jafnframt verða óverðtryggðir vextir á Sparileiðum 2 og 3 lækkaðir um 1,5%. Miðað við núverandi spár um þróun verðlags verður næsta tilefni til vaxta- lækkunar í lok mánaðarins, en ákvörð- un um hversu stórt skref verður stig- ið þá ræðst af útreikningi lánskjara- vísitölu októbermánaðar og sam- keppnisstöðunni almennt," segir í fréttatilkynningunni. ÍSLANDSBANKI hefur ákveðið að lækka forvexti víxla um 2% í dag og einnig óverðtryggða vexti á svokölluðum sparileiðum 2 og 3 um 1,5%. Aðrir bankar og sparisjóðir gera engar breytingar á vöxtum að þessu sinni. Eftir breytinguna er Búnaðarbankinn með hæstu meðalforvextir af almennum víxillánum eða 18,7% en íslandsbanki er með 18,3%. Hjá Landsbankanum eru meðalforvextir 17,5% og hjá sparisjóðunum eru þeir lægstir eða 16,4%. Forvextir á viðskiptavíxlum lækka einnig hjá íslandsbanka og fóru úr Nýjung í starfsnámi Sameiginleg ábyrgð skóla og atvinnulífs eftir Ólaf G. Einarsson Hinn 1. september siðastliðinn undirritaði ég samkomulag við Félag bókagerðarmanna, Félag íslenska prentiðnaðarins, Prenttæknistofnun og Iðnskólann í Reykjavík um breytt fyrirkomulag við kennslu bókiðn- greina. Bókiðngreinar eru prentun, prentsmíð og bókband. Samkomulag þetta er tilraun sem markar tímamót í starfs- og verkmenntun hér á landi, en það veitir aðilum vinnumarkaðar- ins aukin áhrif á innihald og fram- kvæmd námsins. Á sl. vorþingi lagði ég fram frumvarp til breytingar á lögum um framhaldsskóla sem Al- þingi samþykkti. Breytingarnar fól- ust í því að ákvæði sem heimilar menntamálaráðheira að efna til til- raunastarfs í starfsnámi í samráði við einstaka skóla var bætt inn í lög um framhaldsskóla. Skilyrði er að námið sé skipulagt í samvinnnu við fulltrúa atvinnurekenda og launþega í viðkomandi starfsgrein og byggist ofangreint samkomulag á grundvelli þessarar lagabreytingar. Á undanförnum árum hefur nokk- ur umræða átt sér stað hér á landi um að of margir nemendur velji bók- nám á kostnað verknáms í því augna- miði að taka stúdentspróf. Niður- stöður könnunar á námsferli nem- enda í framhaldsskólum sem menntamálaráðuneytið fól Félags- vísindastofnun að gera sýna að mjög fáir nemendur velja starfsnám eða innan við 10% þeirra sem helja nám að loknu grunnskólaprófi. Sérstaka athygli vekur hið mikla brottfall nemenda í iðnnámi en yfir 60% iðn- nema ljúka ekki prófi. í áfanga- skýrslu nefndar um mótun mennta- stefnu er m.a. tekið mið af niðurstöð- um þessarar könnunar og lagt til að starfs- og iðnnám verði eflt til muna frá því sem nú er. Þá leggur nefndin einnig til að þátttaka atvinnulífsins í starfsnámi verði virkari en nú er. Algengt er að vísað sé til þess hversu skilvirk starfsmenntakerfi eru í öðrum löndum, einkum Þýska- landi og Danmörku. Áberandi er að í þeim löndum hafa aðilar vinnu- markaðarins mun meiri áhrif á starfsmenntunina en hér á landi. Þannig eru fræðslunefndir í Dan- mörku í hverri iðngrein eingöngu skipaðar fulltrúum atvinnulífs. Fræðslunefndir ráða m.a. innihaldi námsins, skipulagi, markmiðum og námsmatskröfum sem gerðar eru til viðkomandi iðngreinar. Þá sitja í stjórn skólanna sex til tólf manns og eru fulltrúar atvinnurekenda og launþega í miklum meirihluta. Þann- ig fæst ákveðin trygging fyrir því að innihald iðnnáms svari kröfum atvinnulífsins og að færni nemenda hljóti viðurkenningu á vinnumark- aðnum. Unnið var að undirbúningi tilraun- ar í bókiðngreinum nú í sumar og er kennsla þegar hafin við Iðnskól- ann i Reykjavík. Skipaði ég sér- stakan stýrihóp til að hafa yfirum- sjón með tilrauninni, skipuleggja stjórnun, setja markmið og ákveða uppbyggingu námsins. I þeim stýri- hópi eiga sæti fulltrúar þeirra aðila sem undirrituðu samkomulagið, þrír fulltrúar frá atvinnulífinu og tveir fulltrúar frá Iðnskólanum, en hópur- inn starfar undir forystu Guðrúnar Hrefnu Guðmundsdóttur sem er ráðunautur minn í skólamálum. Nú þegar hefur farið fram umfangsmik- ið starf innan stýrihópsins, en endur- skipulagningin tekur til allra þátta námsins, bæði í skóla og á vinnustöð- um. Þrír faghópar eru stýrihópi til faglegrar ráðgjafar, einn fyrir hveija iðngrein, þ.e. prentsmíð, prentun og bókband. I þeim hópum eru fulltrúar atvinnulífs, skóla og ráðuneytis og eru fulltrúar atvinnulífsins í meiri- hluta. Vinna í faghópum er hafin af fullum krafti. Breytingarnar á skipulagi náms í bókiðngreinum eru margþættar. Veigamesta breytingin er sú að at- vinnulífinu er falinn tiltekinn hluti menntunarinnar, starfsþjálfun á vinnustöðum. í bókiðngreinum er verkleg kennsla mjög kostnaðarsöm, þar sem endumýjun í tækjabúnaði og sérþekkingu er svo ör að skóla- kerfinu hefur reynst ofviða að fylgja þróuninni. Skólanám nemenda og vinnu- staðanám skiptist á með reglulegu millibili. Nemendur eiga þannig kost á að hagnýta þá faglegu þekkingu sem þeir tileinka sér í skólanum við vinnu sína í prentsmiðjum. Fylgt verður samfelldri námsskrá sem gild- ir bæði fyrir skóla og vinnustaði þannig að náms- og vinnustaðatíma- bil nemenda em skipulögð í samfellu Ólafur G. Einarsson „Ég lít svo á að með þessari tilraun sé fyrsta skref stigið til lausnar þeim vanda sem starfs- menntakerfi framhalds- skólans á við að etja. Engir vita betur hvað til umbóta horfir í mennt- un iðnaðarmanna en þeir sjálfir. Þess vegna er frumkvæði og sam- vinna iðngreina í mennt- unarmálum mikið fagn- aðarefni okkur sem ber- um ábyrgð á menntun í landinu.“ undir samhæfðu eftirliti kennara skólans og leiðbeinenda á vinnustöð- unuhi. í tengslum við þessa tilraun um breytt fyrirkomulag í kennslu bók- iðngreina stóð menntamálaráðuneyt- ið fyrir endurmenntunarnámskeiði fyrir kennara bókiðndeildar Iðnskól- ans nú í sumar. Hingað til lands kom danskur kennari, Geert Allermand, og veitti kennurum þjálfun við að beita samþættingu námsgreina og verkefnavinnu í kennslu í bókiðn- greinum. Slíkar kennsluaðferðir eru notaðar í hinu nýja námsfyrirkomu- lagi, en þær eru ríkjandi í iðnmennt- un í Danmörku og þykja hafa gefið mjög góða raun. Miklar vonir eru bundnar við það tilraunastarf í starfsmenntun sem hér hefur verið lýst. Ég lít svo á að með þessari tilraun sé fyrsta skref stigið til lausnar þeim vanda sem starfsmenntakerfi framhaldsskólans á við að etja. Engir vita betur hvað til umbóta horfir í menntun iðnaðar- manna en þeir sjálfir. Þess vegna er frumkvæði og samvinna iðngreina í menntunarmálum mikið fagnaðar- efni okkur sem berum ábyrgð á menntun í landinu. Fulltrúar at- vinnulífsins hafa lagt fram mikla vinnu og kostnað til þróunar þessa breytta fyrirkomulags. Þannig ákvað stjórn Prenttæknistofnunar á liðnu vori að framkvæmdastjóri hennar, Guðbrandur Magnússon, sinnti þessu þróunarstarfi í fullu starfi fyrst um sinn. Að Prenttæknistofnun standa félög atvinnurekenda og launþega í prentiðnaði: Félag bókagerðarmanna og Félag íslenska prentiðnaðarins. Þá hefur skólameistari Iðnskólans í Reykjavík, Ingvar Ásmundsson, svo og deildarstjóri og kennarar í bókiðn- greinum lagt dijúga vinnu af mörk- um til tilraunarinnar. Tengsl atvinnulífs og skóla eru þjóðfélaginu nauðsynleg, en engan veginn einfalt að treysta þau. Góð samvinna er því mikilvæg forsenda þess að árangur náist í tilraun sem þessari. Von mín er sú að tilrauna- starf þetta marki ugphaf nýrra tíma í starfsmenntun á íslandi, þar sem aðilar atvinnulífs hafa meiri áhrif á námsfyrirkomulag en hingað til hef- ' ur tíðkast. Höfundur cr menntamálaráðherra. Debetkortin breyta viðskiptakerfinu á íslandi Þjónustugjöld eru alls staðar ínnheimt Debetkortavæðingunni fylgir mikil breyting í viðskiptalíf- inu og hagræðing í bankakerfinu. Stefnt er að því að út- gáfa ávísana dragist saman til mikilla muna, sem væntan- lega leiðir til fækkunar starfsfólks í bönkum. Við tilkomu debetkorta hefst samtímafærsla ávísana, sem getur leitt til aukins fjármagnskostnaðar fyrirtækja sem hingað til hafa getað fjármagnað dagleg útgjöld með tekjum sama dags. Stefnt er að því að fyrstu debetkortin verði gefin út til reynslu 1. október nk. Debetkortin eru ekki ókeypis. Mikið hefur verið deilt um hver eigi að bera kostnaðinn af debet- kortavæðingunni, korthafar, þjón- ustuaðilar eða bankarnir. Magnús E. Finnson framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna segir að hagnaður bankanna af debitkorta- væðingunni verði það mikill að óeðlilegt sé annað en að þeir beri kostnaðinn við kortin. Magnús gagnrýnir harðlega ákvörðun bankanna um 0,5-1,5% þjónustu- gjöld sem verslanir og aðrir þjón- ustuaðilar eiga að greiða af veltu. Hann segir ennfremur að með þeim sé ljóst að bankarnir ætli sér að skattleggja þá hagræðingu sem fæst af debetkortavæðingunni. Að sögn Helga H. Steingríms- sonar, fulltrúa RÁS-nefndarinnar sem hefur undirbúið debetkorta- væðinguna hér á lándi, er aðalat- riðið að þjónustugjald sé alls stað- ar innheimt af debetkortum í einu formi eða öðru. „Þessi gjöld eru ýmis innheimt í formi prósentu- tengdra gjalda, fastra greiðslna á hveija færslu eða með því að bankarnir „fleyti“ úttektunum af kortunum í nokkra daga og verði sér þannig úti um vaxtatekjur." í þeim löndum þar sem um fastar upphæðir er að ræða í þjónustu- gjöldum eru þær víðast 50 til 100 krónur fyrir hveija færslu. Helgi sagði að 65-70% af tékkafærslum væru undir 5.000 krónum. „0,5-1,5% af 5.000 krónum gerir 25-75 krónur sem er nokkuð und- ir þeirri upphæð sem algeng er þar sem þjónustugjaldið er fast. Bönkunum þykir ekki óeðlilegt að aðilar viðskiptalífsins taki þátt í þeim kostnaði sem hlýst af því að koma þessari debitkortavæð- ingu á,“ segir Helgi. „Það er stefn- an að hagræðingin innan banka- kerfisins leiði til lækkandi vaxta- munar. Þetta hefur verið túlkað af Kaupmannasamtökunum á þann veg að það sé verið að velta öllum kostnaði við debetkortin á verslunina. Það er hins vegar ljóst að hún muni aðeins bera 10-15% af heildarkostnaðinum." Ekki fengust nákvæmar upplýsingar um hver heildarkostnaður banka- kerfisins er við uppsetningu de- betkortakerfísins, þó var látið að því liggja að hann næmi „mörg- um, mörgum tugum milljóna". Vaxtalaus innlán í útlöndum Notkun debetkorta er einna útbreiddust í Danmörku af ná- grannalöndum okkar, en þar hófst hún fyrir tíu árum. Magnús E. Finnsson sagði að dönskum bönk- um hefði gengið erfiðlega að inn- leiða kortin í upphafi þrátt fyrir mikla og dýra auglýsingaherferð. „Þeir ákváðu þá að ganga til samninga við kaupmenn til að fá þá í lið með sér. Samningarnir fólu í sér að kaupmennirnir keyptu tækin sem til þurfti og fengu síð- an ákveðna upphæð á hvetja færslu greidda frá bönkunum fyrstu þijú árin til að greiða niður tækin. Það kom í ljós að sparnað- urinn innan danska bankakerfis- ins, með tilkomu debetkortanna, varð mun meiri en menn höfðu átt von á. Nú greiða hvorki kort- hafar né verslanir og aðrir þjón- ustuaðilar nokkurn kostnað," sagði Magnús. Þess ber að geta að í Dan- mörku leggja bankar ekki greiðsl- ur fyrir úttektir af debetkorta- reikningum inn á reikninga selj- enda vöru og þjónustu fyrr en á þriðja degi eftir að viðskipti fara fram. Þannig getur bankakerfíð velt þessum peningum í tvo daga án þess að greiða neinn vaxta- velt greiðslum debetkortaeigenda sem vaxtalausum innleggjum tvo daga yfir helgar, því uppgjör fari ekki fram fyrr en á mánudögum. Þetta segja bankamenn á mis- skilningi byggt, því í raun séu laugardagur og sunnudagur ekki til í þessu uppgjörskerfi. Allar færslur þeirra daga eru gerðar upp með færslum mánudags. Ut- tektir sem færðar út af debetkort- unum yfír helgar eru skráðar, til að ekki sé farið yfír úttektarmörk. Tækni til samtímabókunar ávísana hefur verið til reiðu hjá Reiknistofu bankanna í nokkur ár. Þegar til stóð að taka upp beinfærslur tékka, það er draga andvirði þeirra af ávísanareikn- ingi um leið og þeir eru sýndir í banka, var því mótmælt af aðilum í viðskiptalífinu. Með tilkomu de- kostnað. í Noregi greiða korthafar ákveðið fastagjald af hverri færslu, en bankarnir mæta kostn- aði við kortin með því að gera viðskiptin ekki upp fyrr en á fimmtudegi næstu viku eftir að viðskiptin eru gerð. Bankarnir hafa því peningana með höndum í allt að tíu daga og geta aflað sér vaxtatekna með útlánum jafn- hliða því sem þjónustuaðilar verða fyrir vaxtatapi. Mismunandi de- betkort eru í gangi í Noregi, af sumum gerðum korta eru greidd prósentutengd þjónustugjöld og er unnið að því að samræma þau gjöld. Þjónustuaðilar í Þýskalandi greiða þjónustugjald sem nemur 0,3% af veltu. Síðan er um að ræða gjald sem hver banki semur sérsta.klega um við viðskiptaaðila sína. í Þýskalandi greiða korthaf- ar fast árgjald. Gjald fyrir hveija færslu fer síðan eftir samningum hvers korthafa við bankann. íslenska tækniundrið íslenska bankakerfið er mjög tölvuvætt og einsdæmi í heimin- um að afgreiðslustaðir allra banka og sparisjóða í einu landi séu tengdir sameiginlegri tölvum- iðstöð, það er Reiknistofu bank- anna. Nú munu seljendur vöru og þjónustu tengjast sömu mið- stöð um kortaskanna. Greiðslum- iðlun milli kaupenda og seljenda mun gerast hér samdægurs, þannig að bankakerfið getur ekki velt peningum debetkortahafa þar til þeir verða lagðir inn á reikn- inga söluaðila. Því hefur verið haldið fram að bankakerfið geti betkortanna verður tekin upp samtímabókun ávísana. Þetta mun hafa veruleg áhrif í viðskipt- um. Hingað til hafa viðskiptaaðil- ar getað lagt inn sölu dagsins rétt fyrir lokun bankakerfisins og j það innlegg komið sem fyrsta færsla dagsins við uppgjör að kvöldi. Á eftir innlegginu færast síðan ávísanir sem gefnar hafa verið út á sama reikning. Nú munu ávísanirnar færast út af reikningnum um leið og þær eru sýndar í banka og innlegg um leið og það er skráð hjá gjaldkera. Ávísanaheftið í 750 krónur Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun hver færsla af debet- korti kosta korthafa um tíu krón- ur. Til samanburðar má nefna að hvert ávísanablað kostar 10 krón- ur, en kostnaður bankakerfísins við færslu hverrar ávísunar er sagður um 45 krónur. Bankamenn segja kostnað af ávísanakerfinu kominn úr böndum. Hvort sem debetkort hefðu komið til sögunn- ar eða ekki er fyrirliggjandi að kostnaður ávísananotenda hefði hækkað til muna. Helgi H. Steingrímsson sagðist alveg eins eiga von á því að verð á ávísanaheftum yrði óbreytt áfram, í 250 krónum. Hins vegar töluðu menn um 20 króna færslu- kostnað á hveija ávísun þó slíktv yrði mismunandi milli banka og þeir væru ekki búnir að ákveða endanlega gjaldskrá. „Miðað við þessa upphæð yrði kostnaður við ávísanahefti 750 krónur. Færslu- gjald fyrir debetkort yrði að há- marki 10 krónur eða það sama og ávísanablað kostar nú.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.