Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993
33
Eftir rúmlega fimmtíu ára vináttu
er margs að minnast. Við hjónin
fluttumst til Keflavíkur árið 1938,
en skömmu síðar giftust þau Þórunn
og Helgi S. Jónsson. Þegar þau höfðu
stofnað heimili komum við þangað
oft, því þau voru mjög gestrisin og
þar var tíðum margt um manninn.
Það er gaman að rifja upp það sem
við gerðum saman og detta mér þá
fyrst í hug leikhúsferðimar og eitt
sinn datt okkur í hug að gaman
væri að halda upp á hvítasunnuna í
Stykkishólmi og það gerðum við og
var sú ferð mjög eftirminnileg. Við
fórum líka margar aðrar ferðir hér
innanlands, m.a. að Búðum á Snæ-
fellsnesi og að Vík í Mýrdal svo að
eitthvað sé nefnt.
Árið 1947 fórum við saman til
Kaupmannahafnar. Þá voru Danir
langt frá því að vera búnir að jafna
sig eftir stríðið, jafnvel maturinn var
ekki góður. Verslanimar vom hálf-
tómar og einhver deyfð var yfír borg-
inni, sem maður þekkti ekki frá fyrri
tímum. En þá datt okkur í hug að
fara tii Stokkhólms og það gerðum
við. Þar var allt til af öllu, búðirnar
fullar af fallegum vörum og maturinn
mjög góður. Óll var þessi ferð mjög
vel heppnuð og skemmtileg.
Þómnn og Helgi eignuðust eina
dóttur bama, Guðrúnu Sigríði. Hún
er stórglæsileg og vel gefín kona og
í henni býr einhver kyngikraftur, sem
berlegast hefur komið í ljós við ýmsa
erfíðleika sem hún hefíir orðið að
mæta. Þar sem hún var einkabam
var hún alin upp við mikið ástríki
og eftirlæti. Það hefur því verið erf-
itt fyrir þau hjón, að hún skyldi búa
í þrettán ár erlendis. Að vísu kom
hún stundum heim og foreldrar henn-
ar fóm í heimsóknir til hennar, en
það er alltaf öðmvísi.
Árið 1986 kom Guðrún alkomin
heim með bömin sín þijú. Elstur er
Helgi, hann stundaði háskólanám í
Bandaríkjunum, en var hér heima á
sumrin. Sem betur fer tókst þeim
mæðgum að vera viðstaddar útskrift
hans frá háskólanum í fyrra og er
hann nú búsettur í Atlanta og vinnur
þar. Jenný er búsett í Keflavík og
Ólafur, sá yngsti, var fermdur í vor.
Öll em þetta yndisleg börn og óskap-
lega mikil ömmubörn eins og gefur
að skilja og syrgja þau hana nú sárt.
Þórunn átti tvo bræður, Einar sem
er látinn fyrir nokkmm ámm og
Arnbjöm, sem er yngstur þeirra
systkina og býr í Keflavík, og syrgir
hann nú systur sína, því að mjög
kært var á milli þeirra. Þómnn tal-
aði oft um það við mig, hvað Arn-
björn væri sér góður bróðir og hjálp-
legur á alla lund.
Vinátta okkar Þórannar hefur nú
staðið í hálfan sjötta áratug og þó
að ég flyttist til Reylqavíkur fyrir
tuttugu ámm, þá rofnaði vináttu-
sambandið aldrei. Að vísu sáumst
við ekki eins oft og við hefðum vilj-
að, en þá var bara síminn notaður í
staðinn. Fannst okkur stundum að
við sætum hlið við hlið, þegar við
vomm að ræða málin. Umtalsefnin
vom óþrjótandi og við sögðum hvor
annarri sögur af bömum og bama-
bömum. Búast hefði mátt við því að
tengsl mín við Keflavík myndu rofna
eftir að ég fluttist þaðan, en vinátta
okkar Þómnnar varð til þess, að mér
hefur alltaf fundist ég vera í lifandi
sambandi við vini og kunningja þar.
Það var mannbætandi að vera í vin-
áttusambandi við Þómnni, hún hafði
alltaf eitthvað gott til málanna að
leggja og færði alla hluti til betri
vegar. Allir sem þekktu Þórunni bám
henni vel söguna og lofuðu hana, því
að hún var sérstaklega vinsæl og
skemmtileg og aðlaðandi persónu-
leiki.
Vinátta okkar Þómnnar styrktist
með hveiju árinu og eftir að við urð-
um báðar ekkjur, fannst okkur eng-
um ráðum vera ráðið nema bera það
hvor undir aðra. Síðasta og ógleym-
anlegasta ferðin sem við fómm sam-
an var í fyrrasumar í endaðan ág-
úst, þegar Þómnn stakk upp á því
að við færum með dætur okkar í
nokkra daga til Kaupmannahafnar.
Þar vomm við í sól og sumaryl og
heppnaðist ferðin stórkostlega.
Nú kveð ég mína ástkæm og bestu
vinkonu og þakka henni fyrir allt sem
hún hefur fyrir mig gert. Ég og fjöl-
skylda mín semdum Guðrúnu, börn-
um hennar og fjölskyldunni allri inni-
legar samúðarkveðjur.
Blessuð veri minning Þómnnar
Ólafsdóttur.
Vígdís Jakobsdóttir.
Minning
*
Asgeir Sumar-
liðason, vélstjóri
Fæddur 7. ágúst 1932
Dáinn 3. ágúst 1993
Það liggur við að mér fallist hend-
ur er ég nú sest niður til að festa
örfá þankabrot á blað um minn góða
vin Ásgeir Sumarliðason, en oftast
kallaði ég hann Geira og held því
hér. Fundum okkar bar síðast saman
í sumar, en ég var þá á fömm í fímm
vikna ferðalag til Spánar, en hann
átti að gangast undir aðgerð á spít-
ala. Er ég kom heim aftur færði
móðir mín mér þau sorgartíðindi að
Geiri væri allur.
Við Geiri voram æskuvinir og vin-
skapur góður var með foreldmm
okkar, einnig með ömmu minni og
afa og foreldmm hans.
Það mun hafa verið um haustið,
líklega 1950 að ég kom ásamt föður
mínum að Króksijarðarnesi með fjár-
rekstur til slátmnar í sláturhús kaup-
félagsins. Sé ég þá hvar ungur mað-
ur krýpur og rekur nagla í timbur-
pall einn mikinn sem verið var að
smíða fyrir sláturhúsið. Þóttu mér
handtök og tilþrif öll fagmannleg,
enda kom í ljós að þar var á ferðinni
Geiri, sonur Sumarliða á Gróustöð-
um, þess fræga hagleiksmanns, og
þekkti ég þar handtökin, en Sumar-
liði smíðaði íbúðarhúsið heima ásamt
fjölda annarra húsa í sveitum þar
vestra. Einnig smíðaði hann flest
húsgögn í húsin, já, fljótlegra væri
að telja upp það sem Sumarliði smíð-
aði ekki því að hann var svo sannar-
lega jafnvígur á tré og jám, vélar
og rafmagn.
Segja má að eplið falli sjaldan
langt frá eikinni og vissulega áttu
þeir feðgar margt sameiginlegt, bæði
til orðs og æðis, enda gott veganest-
ið sem Geiri fékk út í lífíð frá æsku-
heimilinu Gróustöðum í Geiradals-
sveit, en þar bjuggu þau, Signý og
Sumarliði foreldrar hans myndabúi
um árabil. Seint mun ég gleyma
þeirri gestrisni er við faðir minn urð-
um aðnjótandi þar á bæ, þá er við
gistum þar í haustferðum við slátur-
störf sem fyrr segir, einkum þótti
mér mikið til koma að sjá flest heimil-
istæki úti og inni rafknúin og hús
öll raflýst.
En víkjum að pallasmíðinni. Mikið
öfundaði ég Geira að geta unnið fyr-
ir kaupi við alvörusmíðar. Að vísu
var hann tveimur árum eldri en ég
og kunni nokkuð til verka. Mun þetta
líklega hafa verið í eina sinnið sem
við ræddumst ekki við þá er við hitt-
umst.
Barnaskólanám sitt stundaði Geiri
í farskóla, eins og þá var algengast
í sveitum, kennari hans var Ólína
Magnúsdóttir frá Kinnarstöðum.
Ekki var þá um langa skólagöngu
að ræða og þótti gott ef börn fengu
samtals tíu mánuði hjá kennara.
Hinn hluta námsins varð að stunda
í heimahúsum undir handleiðslu for-
eldra.
Á þessum ámm var unglingaskóli
rekinn á Reykhólum og áttum við
Geiri þess kosts að setjast á skóla-
bekk nokkrar vikur hjá þeim Jens
Guðmundssyni skólastjóra og séra
Þórarni Þór sóknarpresti.
Mikið undraðist ég að Geiri hafði
þá þegar náð góðum tökum á tungu-
málum, íslensku, dönsku og ensku,
en skýringin var einföld, með góðum
árangri hafði hann notfært sér bréfa-
skóla Ríkisútvarpsins, er menn muna
frá þessum tíma. Geiri var afbragðs
námsmaður og oft minntist hann á
það við mig hve þessi stutti skólatími
í æsku hefði gagnast séf vel í námi
síðar. Hann hafði góðan skilning á
gildi menntunar fyrir ungt fólk, þótt
aðstæður og efnahagur gæfu honum
sjálfum ekki tækifæri til langskóla-
náms.
Ekki veit ég hvaðan Geiri hafði
músíkhæfileikana en hann eignaðist
snemma harmonikku og náði góðum
tökum á henni, lék fyrir dansi á
ungmennafélags- og sveitaböllum í
heimabyggðum vestra og oftast var
nikkan innan seilingar. Og árin liðu,
við hleyptum heimdraganum, Geiri
fór til sjós, hafði tekið minna mót-
ornámskeiðið og gerst vélstjóri á
fiskibátum, alvara lífsins tekin við,
búinn að staðfesta ráð sitt með sinni
góðu konu, Fanneyju Sumarliðadótt-
ur, börn komin í spilið og íbúðarkaup.
Svo er það einn haustdag, ég hafði
þá nýlega hafið starf sem kennari
við Vélskóla íslands, að Geiri birtist
með skólatösku undir hendinni
ákveðinn í að ljúka námi og öðlast
fullgild réttindi til lífsstarfsins, en
hann hafði nokkrum árum áður lokið
hinu svokallaða annars stigs vél-
stjóranámi, farinn að starfa á kaup-
skipum og kunni því vel, en vantaði
meiri réttindi.
Það sannaðist nú að „allt er fer-
tugum fært“, Geiri lauk námi með
miklum sóma á tilskildum tveimur
vetmm, en hann hafði áður að mestu
Iokið smiðjunámi, tók síðan sveins-
próf og leiðin því greið til metorða
á sjónum.
Geiri var aldursforseti í sínum
bekk og hélt þar uppi góðum náms-
anda. Nutu sín þá vel hans góðu
gáfur, reynsla á sjó, tungumálakunn-
átta og hjálpsemi, enda vinsæll með-
al bekkjarfélaga, hrókur alls fagnað-
ar bæði í leik og starfí. Þótt nokkuð
langt sé um liðið minnumst við kenn-
ararnir enn oft á bekkinn hans Geira.
Hvað sjálfan mig varðar verður mér
kennaranum satt að segja oft hugsað
tii þess hvor okkar kenndi hvorum.
Á þessum árum var Geiri að ljúka
byggingu húss síns og undraðist ég
hvernig hann færi að þessu, þurfandi
að sjá fyrir þremur börnum og sjálf-
ur í skóla, en þá voru námslán ekki
komin til sögunnar. Hafði ég ein-
hveiju sinni orð á þessu við hann,
og svarið var einfalt: „Sjáðu til, Jón
minn, þetta er enginn vandi með
hjálp góðrar konu og svolítillar verð-
bólgu.“ Hann hefði mátt nefna eigin
dugnað og færni, en Geiri var ekki
gefínn fyrir að hreykja sjálfum sér.
Og enn líður tíminn. Einn vordag
hringir síminn hjá mér, þar var Geiri
á línunni, hvort ég vildi koma til sín
í afleysingu, en hann var þá vélstjóri
hjá Hafskipum. Að sjálfsögðu var
ég til í það og næstu tíu sumur leysti
ég þar af meira og minna og oft í
vél hjá mínum gamla félaga. Nú
höfðu leikar snúist við, Geiri sagði
mér fyrir verkum og kunni ég því
vel, betri yfirmann og skipsfélaga
var vart hægt að hugsa sér og er
ég ekki einn um það álit, hef þar
fyrir mér frásagnir nemenda minna
er notið höfðu handleiðslu Geira þá
er þeir leystu af í vélarrúmi á sumr-
um, í fríum frá skólanum. Greiðasemi
var Geira í blóð borin. „Bara að nefna
það ef ég get gert þér greiða,“ voru
hans orð, hvort sem um var að ræða
að útvega hlut frá- útlöndum eða
koma til skila pakka, jafnvel heilum
búslóðarhlutum. Dætur mínar tvær
sem búsettar em erlendis nutu þar
oft greiðasemi hans.
Við sem áttum því láni að fagna
að vera Geira samtíða munum vissu-
lega oft minnast hans. Ég sé hann
enn fyrir mér sveiflandi hamrinum
við sláturhúsið forðum, með nikkuna
á böllunum, í messanum haldandi
fram sínum skoðunum af festu og
rökvísi um landsmál eða heimspóli-
tík, lesandi uppúr erlendu pressunni
helstu fréttir fyrir okkur skipsfélaga
sína, sitjandi á kolli spilandi fyrir
dansi á lestarlúgu gömlu Langár úti
í Póllandi með vopnaða hermenn við
landgang og stafn, á þeim dögum
þegar eiginkonumar fóm með á sjó-
inn sem farþegar, eða kannski á
góðri stundu á heimili hans yfír kræs-
ingum í góðra vina hópi og húsbónd-
inn við orgelið.
Geiri vinur minn er allur, enginn
fær því breytt. Hann siglir nú skipi
sínu um ókunn höf. Ekki mun ég
leysa hann af þar, en hver veit nema
við lendum saman í skipsrúmi síðar-
meir.
Kæra Fanney og fjölskylda, við
Gerða færum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Jón Hassing.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir og afi,
JÓNAS BERGSTEINN BJÖRNSSON,
Siglufirði,
lést í sjúkrahúsi Siglufjarðar, fimmtu-
daginn 9. september.
Hrefna Hermannsdóttir,
Björn Jónasson, Ásdís Kjartansdóttir,
Guðrún Jónasdóttir,
Halldóra Ingunn Jónasdóttir, Gunnar Trausti Guðbjörnsson,
Hermann Jónasson, Ingibjörg Halidórsdóttir,
Rakel, Jóna Hrefna, Edda Rósa, Bettý, Helga og Halldór.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem vottuðu okkur samúð við andlát
og útför móður minnar, tengdamóður
og ömmu okkar,
RANNVEIGAR STEFÁNSDÓTTUR,
Dalbæ,
Dalvík,
og heiðruðu minningu hennar.
Gunnar Stefánsson, Gerður Steinþórsdóttir,
Atli Gunnarsson, Svava Gunnarsdóttir,
Auðun Gunnarsson.
t
Við þökkum innilega öllum, sem vottuðu
okkur samúð vegna andláts og útfarar,
GUÐSTEINS SIGURGEIRSSONAR,
og heiðruðu minningu hans.
Ragnheiður Finnsdóttir,
Geir A. Guðsteinsson, Sigurbjörg Gestsdóttir,
Finnur J. Guðsteinsson, Fanney Sigurðardóttir,
Guðlaug Guðsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
JÓNS ÞORBERGS EGGERTSSONAR,
Miðtúni 16,
ísafirði.
Ólafía Kristjánsdóttir,
Þorbjörg Jónsdóttir, Vésteinn Jónsson,
Erna Jónsdóttir, Guðmundur Þórðarson,
Pétur Jónsson, Hansína Sigurðardóttir,
Eggert Jónsson, Kristin Björnsdóttir,
Halldór Jónsson, Dagrún Dagbjartsdóttir,
Óttar Jónsson, Anna Kristín Hauksdóttir
og barnabörn.
+ Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug
og samúð við andlát og útför
ANTONS GUÐLAUGSSONAR
Vík í Mýrdal.
Charlotta Guðlaugsson,
Dóróthea Antonsdóttir, Þorsteinn Arnason,
Edda Guðlaug Antonsdóttir, Halldór Óskarsson,
Agnes Antonsdóttir, Bergur Pálsson,
Guðlaugur Valdimar Antonsson, Edda Þorvaldsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
GUNNARS SIGURJÓNSSONAR,
fyrrv. verkstjóra og starfsmanns
Hitaveitu Reykjavíkur,
Reynimel 76.
Guðlaug Gunnarsdóttir,
Þóra Gunnarsdóttir,
Gunnar Sigurjónsson,
Helga Ágústa Sigurjónsdóttir,
Einar Þór Sigurjónsson
Helga Ágústa Einarsdóttir,
Ármann Óskarsson,
Sigurjón Ari Sigurjónsson,
Þóra Margrét Þórarinsdóttir,
Gunnar Stefánsson,
og barnabarnabörn.