Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 25 Fiskar á þurru landi eftir Ólaf Sveinsson ogJónProppé Pé-leikhópurinn sýnir um þessar mundir í Gamla bíói leikrit Árna íbsens Fiskar á þurru landi. Andrés Sigurvinsson leikstýrir. Fiskar á þurru landi er gamanleikur, en er þó um margt ólíkur þeim ærslaleikj- um sem mest hefur borið á í íslensk- um leikhúsum. Þannig birtast per- sónur og atburðir á sviðinu sem koma áhorfandanum kunnuglega fyrir sjónir og sagan sjálf er ein- föld. Engu að síður bregðast per- sónurnar hvað eftir annað við á allt annan hátt en áhorfandinn hafði gert sér í hugarlund og sagan, sem hefur á sér yfirbragð raunsæis tek- ur einnig óvæntar stefnur sem kenna mætti við galdur eða leikhús fáránleikans. „Það sem ég vildi,“ segir Ámi Ibsen, „var að nota óvænt og brött hvörf, bæði í persónum og sögu, til að ná upp hraða. Ég vildi skrifa sögu sem kallaðist á við það sem nefnt hefur verið töfraraunsæi, þannig að mjög ólíkindalegir hlutir gætu átt sér stað milli fólks, sem væm þó fullkomlega eðlilegir sam- kvæmt forsendum verksins." Óvæntar fléttur Sögusviðið er heimili Emmu og Knúts í litlu þorpi út á landi. Þau reka þar eins konar gistiheimili og þegar sagan hefst er von á Guð- mundi og Gúu að sunnan. Emma, sem Guðrún Ásmundsdóttir leikur, kemur þegar í upphafi nokkuð und- arlega fyrir, og samband hennar og Knúts, sem sér um öll heimilisstörf og þjónustu við gesti, er óljóst - það virðist sem hann hafi verið skilinn eftir hjá henni „upp í skuld“. Ólafur Guðmundsson leikur Knút. Guðmundur, leikinn af Ara Matt- híassyni, og Gúa, leikin af Aldísi Baldvinsdóttur, eru allt annars kon- ar fólk. Hann er ungur maður á hraðri leið upp metorðastiga þjóðfé- lagsins - maður sem á sér bjarta framtíð í stjórnmálum og kaupsýslu - en hún er kúguð og óframfærin, auðmjúk eiginkona Guðmundar. Þegar þau koma til Emmu og Knúts hefst hröð og óvænt atburðarás þar sem persónurnar uppgötva á sér nýjar hliðar og það sem í fyrstu virðist einfaldur ástarþríhyrningur reynist hafa aðrar og ískyggilegri afleiðingar en nokkurn gæti grunað - afleiðingar sem aðeins Emma sér fyrir. „Þetta er frekar einfalt leikrit," segir Árni, „með einfaldri fléttu, en það byggir allt á hinu óvænta. Leikritið gerist í kringum gamla konu sem mér fínnst að sé varla jarðnesk vera - hún er hin aldar- gamla jarðmóðir og í návist hennar er allt mögulegt: hún ræður yfir öllum galdri. Hugmyndin sjálf sem liggur til grundvallar verkinu er gömul. Ég byijaði að skrifa um þríhyming yngri persónanna fyrir mörgum árum og var þá að vinna á frekar þungum nótum, en verkið gekk einhverra hluta vegna alls ekki upp, svo ég lagði það frá mér. Seinna kviknaði svo hugmyndin að gömlu konunni og ég ákvað að nota hana til að sprengja söguna upp og skrifa kómedíu. Að reyna á þanþolið Fiskar á þurm landi er fjórða leikritið sem Pé-leikhópurinn setur upp. Andrés Sigurvinsson hefur leikstýrt öllum sýningunum og bor- ið hitan og þungan af starfi hóps- ins. Öllum sýningunum hefur verið vel tekið. Leikhópurinn setti sér þegar í upphafi það markmið að fylgja hug- myndum Árna eftir í uppsetning- unni. „Mig langaði til að reyna á þan- þol þessa leikforms", segir Andrés Sigurvinsson. „Að gera sýninguna eins natúralíska og hægt var, en um leið eins absúrd og verkið bauð upp á. Ég vildi sjá hvað við kæm- umst langt, en þó þannig að áhorf- andinn næði að fylgja með og án þess að treysta á nokkuð annað en textann, samspil leikaranna og tengsl áhorfenda við sviðið. Oftar en ekki fínnst mér að leikstjórar treysti hvorki áhorfandanum né textanum sem höfundurinn hefur skrifað. Ég er kannski svona gamal- dags, en ég sakna oft að sjá ekki leikhús þar sem verkin eru látin lifa gegnum leikarana, en ekki með hjálpartækjum á borð við dans eða skrípalæti og annað þvíumlíkt. Þetta var gott tækifæri fyrir leik- arana að takast á við erfiða hluti í leik. Við æfðum þetta saman og útkoman varð virkilega góð, enda voru allir til í að reyna að gera eitt- hvað nýtt. Við lékum okkur með formið og vorum að kanna hvað við kæmumst langt.“ Á Listahátíð í Hafnarfirði Fiskar á þurru landi var sett upp á Listahátíð í Hafnarfirði nú í sum- ar, en vegna aðstæðna var þar ein- ungis um fáar sýningar að ræða og þar sem aðsókn var góð fengu færri en vildu tækifæri til að sjá sýninguna þar. Því er það að Pé- leikhópurinn freistar nú að færa sýninguna til Reykjavíkur, þótt aft- ur hagi þannig til að vart verður unnt að halda nema um það bil tíu , sýningar í Gamla bíói. Listahátíðin bað Árna um að skrifa verk sem Andrés myndi setja upp í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Árni var þá reyndar að vinna að stærra leikriti sem Borgarleikhúsið frum- sýnir nú í haust, en tók þó beiðn- inni vel og afurðin varð þessi skemmtilegi gamanleikur. „Það er sjaldgæft að einhveijum detti í hug að biðja mann um að skrifa leikrit til að sýna á ákveðnum stað og á ákveðnum tíma. Það ger- ir manni voðalega gott að fá slíkt tilboð. Maður notar þá jafnvel tæki- færið til að gera eitthvað sem eng- inn á von á að maður geri; að koma á óvart. Það verður léttara yfir manni og maður skemmtir sér sjálf- ur við að skrifa. Það hlýtur að skila sér einhvern veginn í verkinu. Okkur Andrés hefur lengi langað til að vinna saman, allt frá því að við lékum saman í Spanskflugunni þegar við vorum í Kennaraskólan- um. Kannski var það af því að ég vissi að Andrés myndi leikstýra þessu að ég leyfði mér að skrifa svona leikrit - kómedíu af þessu tagi.“ Galdurinn við kómedíuna „Okkar leiklistarhefð er frekar þung,“ segir Árni, „hvað sem því veldur, og mjög natúralísk, kannski vegna þess að það er litið niður á kómedíuna. Ég hef talsvert pælt í gamanleikhúsinu. Ég hef því þýtt og staðfært slík verk, þurft að setja mig inní þau, og þá fór ég að bera virðingu fyrir galdrinum í kóme- díunni. Þetta eru oft mjög flókin leikrit sem þarf mikla færni til að láta ganga upp. Ég hef skrifað gamanþætti fyrir áramótaskaup sem byggjast á stuttum atriðum, paródíum um menn og atburði sem allir kannast við. Þessi atriði verða að vera ansi hnitmiðuð og með hröðum hvörfum svo þau gangi upp. Ég vildi reyna að vinna útfrá þessari reynslu í lengra leikriti. Viðtökurnar sem leikritið fékk í sumar voru ótrúlegar. Ég vissi til dæmis að margt gæti verið fyndið í þessu, en viðtökur frumsýningar- gesta voru slíkar að ég varð hálf feiminn.“ Nú gefst þeim sem ekki náðu að sjá Fiska á þurru landi í Hafnar- firði í sumar tækifæri til að njóta sýningarinnar í Gamla bíói á næstu vikum. Á VEGGI, LOFT OG GÓLF TRAUSTARI HUÓÐEINANGRUN, ÞYNGRI OG STEINULL ÞVÍ ÓÞÖRF. A FLOKKUR ELDTRAUSTAR VATNSHELDAR ÖRUGGT NAGLHALD KANTSKURÐUR SEM EGG HOLLENSK GÆÐAVARA Þ.ÞORERlMSSDH&CQ ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Höfundar eru kvikmynda- gerðarmaður og ritstjóri Bestu haupin í lambakjöú á aðeins398kr./hg. ínœstuvershm Verðið á 1. flokks lambakjöti í hálfum skrokkum lækkar um heil 20%. Fáðu þér ljúffengt lambakjöt í næstuverslun á frábæru verði, aðeins 398 krónur kílóið. *Leiöbeinandi smásöluverð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.