Morgunblaðið - 11.09.1993, Page 30

Morgunblaðið - 11.09.1993, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 Jón Guðjónsson frá Skúmsstöðum, Eyrar- bakka — Minning Fæddur 26. júní 1912 Dáinn 3. september 1993 í dag er til moldar borinn hér í kirkjugarðinum á Eyrarbakka Jón Guðjónsson frá Skúmsstöðum. Með fáum línum viljum við hjón- in kveðja náinn frænda og góðan heimilisvin allt frá stofnun okkar hjúskapar til hinstu stundar. Það er svo margt sem við höfum að þakka honum og margar minning- ar sem í hugann koma frá ljúfum samverustundum á liðnum árum. Hjá börnum okkar var- Nonni frændi í sérstöku uppáhaldi, því að engan veit ég betur hafa náð til þeirra með hlýrri framkomu sinni og einlægu vinarþeli. Það var oft glatt á hjalla þegar hahn bauð þeim í bflnum sínum til ömmu og afa á Eyrarbakka og sungið við- stöðulaust alla leiðina, þótt lengri tíma tæki og leiðin torfærari en í dag. Alltaf var sjálfsagt að lána okkur bflinn ef við þurftum að skreppa eitthvað og hann úti á sjó, en öll hans bestu manndómsár stundaði hann sjó á togurum frá Reykjavík. Hugur hans beindist snemma að sjómennsku og störfum á sjó, enda alinn upp í nábýli við hafíð hér við ströndina í stórum systk- inahópi. Nú lifa eftir fjórar systur af níu bömum sem hjónin á Skúmsstöðum fæddu og ólu upp. Hann hefur hvorki verið hár í lofti né vaxinn að þreki þegar hanrf^iurfti að létta undir við heim- ilisstörfín, eins og þá var alsiða á bammörgum heimilum, en svo fór að með aldri og auknum þroska varð hann eftirsóttur til allra starfa á sjó og Iandi og fóm þar fáir í fötin hans. Með ósérhlífni sinni og elju verð hann sá úrtök- usjómaður að aldrei þurfti hann eftir skipsrúmi að leita. En með ámnum setti glíman við Ægi mark sitt á Jón og þegar heilsan fór að bila, hélt hann í land. Heimili hans varð á Selfossi og þar var hans vettvangur í lífi og starfí upp frá því, fýrst hjá Versluninni Höfn og svo um ára- bil var hann starfsmaður Sláturfé- lags Suðurlands í sláturhúsi þess á þeim stað. Þar vann hann störf sín af sömu samviskusemi og holl- ustu og einkennt höfðu allt hans dagfar frá fýrstu tíð. Avann hann sér fljótt traust og vináttu sinna yfirmanna og allra vinnufélaga, er hann átti samskipti við. Með hæglátu fasi sínu og hjartahlýju tókst honum að eign- ast vináttu og traust allra þeirra er kynntust honum og gerðu hann aufúsugest á hveiju heimili bæði í leik og starfí, meðal vina og vandamanna. Fyrir fímmtán ámm fór Jón til Englands á sjúkrahús í mikla og erfíða hjartaaðgerð. Þótt batinn yrði framar vonum, þá gekk hann aldrei heill til skógar eftir það. Þess vegna átti það ekki að koma okkur á óvart, er næst honum stóðu, að frétta andlát hans. Þó setti okkur hljóð. Ekki var langt síðan hann kom til okkar utan úr á og drakk hjá okkur kaffisopa. Var hann að huga að veiði og marga stundina hefur hann átt á bökkunum við ána með stöngina sína. Nú er þeim veiðiferðum lokið og við kveðjum góðan vin með söknuði og trega. Við sendum eftirlifandi systram hans, vinum og ættingjum samúð- arkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guðrún og Ólafur. Jón Guðjónsson eða Nonni frændi, eins og við kölluðum hann alltaf var fæddur 26. júní 1912 á Skúmsstöðum á Eyrarbakka, son- ur hjónanna Guðjóns Jónssonar og Guðrúnar Vigfúsdóttur. Nonni var næstyngstur af níu systkinum, og er hann sá fímmti í röðinni, sem kveður þennan heim, eftir lifa fjór- ar systur. Nonni giftist aldrei né eignaðist börn. En hann átti stóran frænd- garð. Systkinabömum sínum kynntist hann flestum og börnum þeirra. Hann var frændrækinn og rækti frændgarðinn vel. Hann átti líka marga góða vini, sem reynd- ust honum vel og viljum við sér- staklega nefna Ester og Steinar og þeirra böm. Nonni frændi var einn af fjöl- skyldunni á Engjavegi 20. Hann kom daglega í mat til foreldra okkar í mörg ár. Hann átti visst sæti við borðið og hann gætti okk- ar systkinanna ef foreldrar okkar bmgðu sér frá. Hann var einn af ijölskyldunni á hátíðum, afmælum og á merkum tímamótum. Hann var nokkurs konar afí, alltaf talinn með þegar fjölskyldan kom saman. Bömum var hann góður. Hann sýndi þeim áhuga, sem þau skynj- uðu fljótt. í minningunni er hann alltaf með bam í fanginu. Nonni frændi var dagfarsprúð- ur. Aldrei sáum við hann skipta skapi. Han var kappsamur og ós- érhlífínn í vinnú, kannski um of. Hann hafði gaman að lestri góðra bóka, einnig að spila á spil og veiðiskapur var honum afar hug- leikinn. Þessi áhugamál gat hann stundað fram á síðasta dag. Hans var beðið í veiðiferð, en er að var gáð var hann lagður af stað í sína hinstu för. Hann fékk hægt and- lát, sáttur við Guð og menn og fyrir það ber að þakka. Við systkinin kveðjum nú kæran frænda, og verður skarð hans vandfyllt, en eftir lifir minningin um góðan mann, sem alltaf vildi allt fyrir okkur gera. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Fyrir hönd maka okkar og bama, þökkum við Nonna frænda samfýlgdina um leið og við biðjum góðan Guð að blessa minningu hans. Ingibjörg, Margrét, Jóhann Yngvi og Soffía Stefánsböm. Vinkona mín hringdi í mig og sagði mér að vinur okkar, hann Jón Guðjónsson, eða Nonni, væri dáinn. Hann var góður vinur og fé- lagi, það vom orð að sönnu. Þó að árin á milli okkar væm mörg, var ekkert kynslóðabil, slíkt var ekki til hjá Nonna, því að engra náði hann betur til en bamanna. Ég var búin að þekkja Nonna frá því að ég mundi fyrst eftir mér, því hann var kunningi for- eldra minna, en kynni okkar og vinskapur hófst fyrir alvöra þegar við vinkonumar tókum þá ákvörð- un að gerast húsbyggjendur. Þá var Nonni oft með okkur og taldi ekki eftir sér að hjálpa og leið- beina og öll höfðum við jafngaman að þessu. Að því kom að báðar fluttumst við inn í íbúðirnar og aðstæður breyttust með áranum, við eignuðumst eiginmenn og böm og alltaf var Nonni í hópnum. Þær vom ófáar stundimar sem hann passaði bömin og kom í heimsókn- ir. Gamlárskvöldin á Selfossi vom einstök, þeim eyddum við saman íbúarnir í Fossheiði 2 og 4 og Nonni, hann vantaði aldrei, og eftir að ég fluttist í Þingvallasveit- ina töluðum við alltaf saman þetta kvöld og óskuðum hvert öðm gleðilegs árs og rifjuðum upp minningar liðinna ára. Nonni hafði mjög gaman af stangveiði og stundaði hana mikið, sérstaklega nú seinni árin eftir að hann hætti að vinna. Ekki er langt síðan hann kom til okkar að veiða, en aflinn var 'heldur lítill svo að til stóð að hann kæmi aftur og bætti það upp, en sú ferð verður ekki farin úr þessu. Hann var mikill vinnuþjarkur og búinn að vinna mikið og erfíð störf um ævina og einn af þeim sem illa gat sætt sig við minnk- andi kraft og þrek. En góða skap- inu átti hann nóg af og hjarta- hlýju, hún var alltaf til staðar. Það er margs að minnast að leiðarlokum sem ekki verður talið allt hér. Við emm þakklát fyrir allar samverastundirnar, megi góður vinur hvíla í friði. Blessuð veri minning Jóns Guð- jónssonar. Ingibjörg J. Steindórsdóttir og fjölskylda. Það eina sem við vitum með vissu um lífíð er að við yfirgefum „Hótel Jörð“. Sumir fá að dvelja lengi á hótelinu en aðrir stutt — stundum allt of stutt. Nonni var orðinn gamall maður og við hefð- um mátt vita að fljótlega kæmi að þessu. En við emm svo eigin- gjöm að við viljum hafa fólkið okkar hjá okkur. Hann átti engin böm sjálfur, en átti samt svo mörg börn sem elskuðu hann og fannst gott að vera í návist hans, ekki bara okk- ur systkinin heldur mörg önnur, bæði í fjölskyldunni og utan henn- ar. Við fundum vel hvað honum var annt um okkur og hann fylgd- ist vel með öllum „bömunum“ sín- um. Það verður skrýtið að halda jól núna, því á aðfangadagskvöld var Nonni alltaf hjá okkur heima á Kirkjuveginum. Það var passað vel upp á að honum yrði boðið. Við systur hringdum í mömmu rétt fyrir jól og spurðum hvort ekki væri ömgglega búið að bjóða Nonna. An hans fannst manni engin jól verða. En auðvitað verða jól núna þó að hann verði ekki á staðnum, því að hann verður ör- ugglega með okkur. Við heymm bara ekki lengur þegar hann raul- ar sálmana með messunni í sjón- varpinu á aðfangadagskvöld. Far þú í friði Guðs, elsku Nonni — okkur þótti svo vænt um þig. Vilborg, María, Selma og Sigurmundur. Minning Sigmundur Guðna- son frá Seyðisfirði í dag er til moldar borinn frá Egilsstaðakirkju vinur okkar Sig- mundur Guðnason frá Seyðisfírði, síðast til heimilis að Miðvangi 22 á Egilsstöðum. Sigmundur Guðnason var fædd- ur á Hóli í Hjaltastaðaþinghá 17. maí 19.21, næstyngstur sjö systk- ina. Þegar Sigmundur var ungbarn fluttust foreldrar hans í Bræðra- borg á Seyðisfirði og ólst hann þar upp við leik og störf, en trúlega meira við störf en leik eins og títt var um böm og unglinga á þessum áram. Sigmundur missti föður sinn er hann var unglingur og tók hann þá við forsjá heimilisins ásamt móður sinni. Sá hann eftir það ávallt um hana og reyndist henni einstakur sonur eins og hans var von og vísa. Skólaganga Sigmundar var eins og margra annarra á þessum tíma aðeins bamaskólinn í nokkra vetur og einn-vetur í framhaldsskóla á Seyðisfírði. En það kom ekki að sök því hann tileinkaði sér allt hið besta sem nema mátti í lífsins skója. A ámnum fyrir 1950 kynntist Sigmundur konu sinni, Sigríði Herborgu Jónsdóttur frá Tung- haga á Völlum. Þau stofnuðu heimili á Seyðisfírði, fyrst í Firði, en síðar á Borgarhól. Á áranum 1964-1965 byggðu Sigmundur og Herborg sér einbýlishús við Bröttuhlíð 2 á Seyðisfirði þar sem þau bjuggu til ársins 1989 er þau keyptu sér .íbúð í nýbyggðu húsi aldraðra við Miðvang á Egilsstöð- um. Aldrei auðnaðist Herborgu þó að flytjast í þá íbúð því að hún lést seinni hluta árs 1989. Sigmundur og Herborg eignuð- ust fímm böm. Þau em Guðjón, fæddur 1950, búsettur á Egils- stöðum, kvæntur Sigríði Guðmars- dóttur; Brynjar, fæddur 1952, búsettur á Egilsstöðum, fráskilinn; Guðlaugur, fæddur 1954, búsettur í Kópavogi, kvæntur Guðlaugu Jónsdóttur; Þórunn, fædd 1960, búsett á Egilsstöðum gift Magnúsi Helgasyni, og Guðni, fæddur 1965, búsettur á Borgarfírði, kvæntur Önnu Helgadóttur. Barnabörnin eru orðin 12. Starfsvettvangur Sigmundar var tengdur sjávarútvegi, ýmist við sjómennsku eða fiskverkun í landi. Lengi fór hann á vertíð til Vestmannaeyja á hveijum vetri eins og algengt var með verkafólk af Austfjörðum. í Vestmannaeyj- um bjó Sigmundur hjá Þórhildi systur sinni sem var þar búsett og hafði erfítt heimili sökum veik- inda. Víst er að Sigmundur rétt þar fram hjálparhönd eins og víðar þar sem erfiðleikar steðjuðu að því að greiða- og hjálpsemi var einn af hans góðu eiginleikum. Á sjón- um var Sigmundur lengst af kokk- ur og var hann vinsæll meðal skipsfélaga sinna í því starfí, enda hafði hann til að bera þá natni sem þarf til að búa til góðan mat. Sigmundur var ávallt hrókur alls fagnaðar í sínum hópi og ávallt ríkti góður andi í kringum hann enda vora kátína og manngæska ríkir eðlisþættir í fari Sigmundar. Og eflaust eiga margir af fyrmm skipsfélögum hans sem og fleiri góðar minningar um hnyttin tils- vör hans og kátínu. Við kynntumst Sigmundi ekki fyrr en hann hóf sambúð með móður okkar, Sigríði Jónsdóttur frá Hjartarstöðum, fyrir röskum fjórum ámm. Frá upphafi þeirrar kynna var okkur ljóst hvílíkt ljúf- menni var þar á ferð. það var ánægjulegt að heimsækja mömmu og Simma og sjá hversu vel þeim leið saman og hve upptekin þau vom hvort af öðm þessar tvær fullorðnu manneskjur sem báðar höfðu mátt sjá á eftir mökum sín- um eftir Ianga og farsæla sam- búð. Enda má segja að oftast hafí verið glatt á hjalla hjá þeim. Sig- mundur hafði ríka kímnigáfu og kunni óhemjumikið af gamansög- um sem hann hafði heyrt og lifað og í endursögn hans nutu gam- ansögur sín til fulls, slík var frá- sagnargáfan. Sigmundur var félagslyndur og tók virkan þátt í starfi félags eldri borgara á Egilsstöðum. Hann hafði líka gaman af að grípa í spil og gerði mikið af því og ekki taldi hann eftir sér að skreppa yfír íjarðarheiði til Seyðisfjarðar að kvöldlagi til að spila við gamla kunningja og rækta vinskapinn. Sigmundur var tilfínninganæmur maður og ávallt sá hann það besta í fari fólks. Hann var reyndar einn af þeim jákvæðu mönnum sem mannbætandi er að kynnast. En hann var líka auðsærður og tók mjög nærri sér ef hann var beittur ósanngirni eða mætti hrottaskap. Þau ár sem Sigmundur og mamma bjuggu saman ferðuðust þau mikið og var það áhugamál beggja. Saman fóm þau akandi um landið allt á sumrin ýmist á hans bfl eða með félagi eldri borg- ara á Egilsstöðum. Þau vom ein- mitt á heimleið frá Akureyri þegar kallið kom snöggt eins og hendi væri veifað. Sigmundur var afar barngóður maður og fljótlega eftir að börn okkar systkinanna kynntust hon- um sagði eitt af yngri barnabörn- um mömmu við móður sína: „Mamma af hveiju giftast amma og Sigmundur ekki, mig langar svo til að hann verði afí minn.“ Þessi setning er lýsandi fyrir það hveijum augum börn okkar systk- inanna litu á Sigmund með vináttu og væntumþykju enda var hann þeim öllum einstaklega -góður. Við viljum, kæri vinur, þakka þér fyrir að fá að kynnast þér þótt árin væm alltof fá og þökkum þér fyrir þá birtu og þann yl og hamingju sem þú barst inn í líf móður okkar á efri árum í ykkar ljúfu sambúð. Elsku mamma, Guðjón, Brynj- ar, Guðlaugur, Þórunn og Guðni, makar og börn, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og vit- um að með okkur öllum lifir áfram góð minning um hugljúfan og góð- an dreng. Systkinin frá Hjartarstöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.