Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 Minning Þórunn Olafsdóttir Fædd 9. maí 1916 Dáin 4. september 1993 Með þessum línum langar mig að kveðja Þórunni Ólafsdóttur frá Keflavík, en hún andaðist á sjúkra- húsinu þar í bæ aðfaranótt laugar- dagsins 4. sept. sl. Þórunn, eða Didda í bakaríinu eins og gamlir Keflvíkingar kölluðu hana, var göfug og háttprúð kona, ekki allra, en traustur vinur vina sinna. Með fjölskyldum okkar í Keflavík var ætíð góður vinskapur. Ég var svo lánsamur að kynnast Diddu snemma á ævinni og með okkur myndaðist vinátta sem hefur haldist þar til nú að leiðir skilja að sinni og fyrir þá vináttu þakka ég af heilum hug. Það er ómetanlegt að hafa fengið að vera samferða fólki eins og Þórunni Ólafs- dóttur. Ung giftist hún Helga S. Jóns- syni, dugmiklum verslunarmanni ættuðum af Vestfjörðum. Helgi S. var driffjöður í félagsmálum bæjar- ins, fjölhæfur listamaður og góður penni. Við sem munum mestu athafnaár Helga, vitum mæta vel að áhugamál hans hlutu iðulega að ganga út yfír íjölskyldu hans. Samt kvartaði Þór- unn aldrei en stóð jafnan heil með manni sínum. Heimili þeirra bar alla tíð vott um sameiginlegan áhuga á menningu og listum. Allt umhverfí og andrúmsloft sem þar ríkti hafði þroskandi áhrif á fjölmennan hóp æskufólks sem jafnan naut gestrisni þeirra hjóna. Kynslóðir koma og kynslóðir fara... Nú þegar komið er að leiðar- lokum og áratuga samfylgd og vin- átta er þökkuð, sækir á hugann mynd af aðdáunarverðu sambandi mæðgna sem ríkt hefur í fjölskyldu Þórunnar. Þeir sem muna og þekktu Guðrúnu Einarsdóttur móður hennar vita hvað hér er átt við; þar gaf að líta samband móður og einkadóttur sem einkenndist af gagnkvæmum kærleika og virðingu. Um samband Þórunnar og einka- dóttur hennar Guðrúnar yngri gilti það sama, og nú á erfíðum tímum endurspeglast þetta hjá þeim mæðg- um Guðrúnu Helgadóttur og einka- dótturinni Jenny. Konur sem bera harm sinn í hljóði, konur sem and- streymi og sorg fær ekki bugað, þær vita að lausnarinn lifír og líknar þeim sem trúa. Megi Þórunn Ólafsdóttir hvfla í friði og hið eilífa ljós lýsa henni. Gunnar Eyjólfsson. Nú þegar hún amma mín er horf- in á braut er mér mikill söknuður í huga, en jafnframt streyma fram einkar Ijúfar endurminningar. Fyrstu minningar mínar á heimili hennar, þar sem ég dvaldist meira og minna mín fyrstu ár, eru tengdar þeirri umhyggju og væntumþykju er. ég ávallt naut á heimilinu. Ahugi henn- ar og umhyggja yfír velferð minni áttu sér engin takmörk. Þá man ég jafnframt er hún stóð við stofuglugga sinn á hveijum morgni og horfði á eftir mér með sínum vökulu augum fara yfír Hafn- argötuna á leið minni í skólann. Á kvöldin leið ég oftar en ekki út af við sögur og ævintýri sem amma virtist óþreytandi að segja og glæða lífí. Snemma byijaði amma jafnframt að ræða alvöru lífsins sem smám saman þróaðist í samræður okkar í milli með misjafnlega mikilli alvöru, en eitt er þó víst að ráðleggingar og heilræði ömmu munu fylgja mér gegnum lífíð. Spumingum mínum svaraði hún undantekningarlaust á heiðarlegan hátt og úr vandamálum mínum greiddi hún þegar á þurfti að halda. Frá sjö ára aldri hef ég að mestu búið erlendis og voru samverustund- ir okkar því stopulli, en hugur og hjarta ömmu fylgdi mér þó ávallt. Eg dvaldist við vinnu hér á íslandi nokkur sumur á skólaárum mínum og átti ég þá að nýju yndislegar stundir með ömmu. Undantekningar- laust hafði hún amma mín uppbúið hádegisyerðarborð alla mína vinnu- daga. Á þessum tíma átti ég með henni samverustundir sem aldrei líða úr minni. Þá verður ömmu aldrei fullþakk- aður hinn mikli stuðningur sem hún veitti mér meðan á háskólanámi mínu stóð. Elsku amma mín. Þessar fáu línur geta engan veginn lýst þínum stór- kostlega persónuleika og/eða tjáð þér þakklæti mitt. Við höfðum oft rætt í gamni og alvöru að í framtíð mundir þú eiga öruggan stað á heim- ili mínu, en eitt er víst að þú munt ávallt eiga þennan örugga stóra skerf í hjarta mínu. Helgi Þór Leja. t Móðir mín og tengdamóðir, SVAVA JENSEN, Hringbraut 50, er látin. Jarðarför verður auglýst síðar. ÞórirJensen, Helga Valsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN B.JENSEN, áður Leifsgötu 3, Reykjavfk, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund að morgni 10. september. Börn hinnar látnu. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN KJARTANSDÓTTIR, Brekkulandi 1, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu að kvöldi 8. september. Hún verður jarðsungin frá Lágafellskirkju laugardaginn 18. sept- ember kl. 10.30. Ársæll Ársælsson, Kjartan Þór Ársælsson, Ársæil Ársælsson, Jóhanna Einarsdóttir, Leifur Sveinn Ársælsson og barnabörn. Elskuleg amma mín, Þórunn Ól- afsdóttir, lést á Sjúkrahúsi Keflavík- ur aðfaranótt laugardagsins 4. sept- ember 77 ára gömul. Þar með er horfín af sjónarsviðinu glæsilegur fulltrúi þeirrar kynslóðar sem lagði grunninn að velferð okkar sem yngri erum. Kona sem aldrei varð gömul heldur síung og áhugasöm um strauma og atburði líðandi stundar. Kona sem auk þess að vera amma var góð vinkona mín og trúnaðarvin- ur þrátt fyrir aldursmun okkar. Frá tveggja ára aldri var ég bú- sett erlendis í tíu ár og kynntist því ömmu lítið sem bam. Hingað heim kom ég þó nokkrum sinnum í heim- sókn og dvaldi þá eðlilega lengst af hjá ömmu. Það voru gleðistundir. Heimili hennar var notalegur staður þar sem við systkinin nutum þess að láta ömmu spilla okkur dálítið með stöðugri eftirgjöf á barnslegum kröfum okkar. En eftirgjöfín varð þó aldrei hömlulaus og áminningar um ráðdeildarsemi og sjálfsaga voru alltaf skammt undan. Þegar við kom- um heim til íslands alkomin fluttum við heim til ömmu að Þröm, í húsið sem þau byggðu saman hún og afí, Helgi S. Jónsson, sem hafði látist nokkrum árum áður. Þá fyrst kynnt- ist ég ömmu fyrir alvöru, tólf ára gömul. Upp frá því urðum við mjög nánar. Lífíð að Þröm var ekki ólíkt því og þegar við komum í heimsókn að utan. Munurinn var aðeins sá að heimsóknin var lengri og varanlegri. Amma dekraði áfram við okkur systkinin, mig, Helga Þór og Óla, þó svo að áherslurnar á nauðsyn þess að standa sína plikt í lífínu yrðu alvarlegri með-hveiju árinu sem leið. Hún var dugleg við að miðla til okk- ar þeim gildum sem hún taldi góðan undirbúning fyrir lífíð sjálft. Þegar svo amma flutti upp á Hringbraut var ég eðlilega með annan fótinn þar. Ég fann mig knúna til að sækja til hennar mörg ráð, var daglega í sambandi við hana og gat að nokkru leyti endurgoldið vináttuna með því að aka með hana í búðir og hár- greiðslu og á aðra þá staði sem hún þurfti að sækja heim. Heimili hennar var hlýlegt og samræður okkar þro- skandi fyrir mig í uppvextinum. Fyr- ir okkur krakkana var amma einn af föstu punktunum í tilverunni. Hún var afar hjálpleg í lausn á hvers konar vandamálum. Eitt af því sem einkenndi ömmu alla tíð var að hugsa vel um útlitið. Sjálfri fannst mér það stundum jaðra við pjatt. En eftir á að hyggja þá náði hún árangri á sinn hljóðláta hátt og leit ákaflega vel út allt fram á síðasta dag. Það er ótrúlega stutt síðan hún sat með okkur fjölskyld- unni allri á gleðistund glæsileg full- orðin kona. Hún átti því láni að fagna að þurfa ekki að heyja langa baráttu við þann sjúkdóma sem að lokum dró hana til dauða, og veit ég að fyrir það er hún þakklát. Enda var hún ákaflega sjálfstæð í allri hugsun og afstöðu til lífsins og mátti ekki til þess hugsa að vera upp á aðra komin. Þessir tveir eðlisþættir hennar að huga vel að útlitinu og vera sjálfstæð í hugsun eiga ef til vill rætur í ævi- starfí hennar. í mörg ár átti hún og rak verslunina Eddu, sem margir Keflvíkingar muna eftir. Reyndar eru ekki ýkja mörg ár síðan hún hætti verslunarrekstri, sem segir margt um atorku hennar og lífskraft. Um þenn- an rekstur sá hún alveg sjálf, sem ekki var svo algengt með konur af hennar kynslóð. Hún var þannig sjálfstæð kona, jafnvel í nútímaleg- um skilningi þess orðs. Nú er komið að kveðjustund og ég get aðeins verið þakklát fyrir að fá að hafa kynnst ömmu minni svona vel. Það hefur á sinn hátt styrkt mig í því að takast á við lífið um ókomna framtíð. Þegar við hittumst eða spjölluðum saman kvöddust við alltaf með því að segja: Guð geymi þig. Þegar ég sá hana síðast voru þetta síðustu orðin sem ég sagði við hana: Elsku amma, guð geymi þig. Jenný. í dag fer fram frá Keflavíkur- kirkju útför Þórunnar Ólafsdóttur fyrrum kaupmanns í Keflavík. Þórunn fæddist í Keflavík 9. maí árið 1916, dóttir hjónanna Guðrúnar Einarsdóttur, sem um áratugaskeið rak Verslun Guðrúnar Einarsdóttur í Keflavík og Ólafs Jóns Arnbjörns- sonar Ólafssonar, sem einnig var mikill athafnamaður á sinni tíð, en bæði voru hjónin mjög áberandi í bæjarlífi Keflavíkur. Þórunn ólst upp með tveimur bræðrum sínum, Árnbimi Ólafssyni og Einari Ólafssyni, í „bakaríinu“ í Keflavík. Heimili sem einkenndist af höfðingsskap þeim og heimsborgara- brag sem einkenndi foreldra hennar og síðar hana sjálfa. Systkinin voru öll sett til mennta hérlendis og er- lendis, sem ekki var algengt á þeim tíma og gekk Þórunn í Verslunar- skóla íslands og fór síðar til náms í verslunarskóla í Englandi. Ung giftist Þórunn Helga S. Jóns- syni frá Hattadal í ísafjarðarsýslu, fjölhæfum Iista- og menntamanni, sem settist að og starfaði fyrir Kefla- víkurbæ til æviloka árið 1982. Til marks um listfengi Helga má nefna að hann er höfundur merkis Kefla- víkurbæjar, þar sem hafið, þver- hníptur hamar og fuglar himinsins eru tákn þessa sjávarbæjar. Þau Helgi eignuðust eina dóttur, Guðrúnu S. Helgadóttur, sem býr í Keflavík ásamt bömum sínum og starfar hjá Flugleiðum á Keflavíkurflugvelli. Þómnn eða Didda eins og vinir hennar og ættingjar kölluðu hana var náfrænka mín og góð vinkona. Sterk tengsl vora milli hennar og föðurfólks míns og eins lengi og ég man eftir mér var ég reglulegur gest- ur á heimili hennar og Helga. Fyrstu minningamar era úr afmælum Guð- rúnar dóttur hennar, sem ávallt vora mjög ævintýraleg og dálítið upp á „amerískan" máta, sem þótti mjög tilkomumikið í mínum uppvexti. Síð- ar þegar ég á skólaáram mínum vann nokkur sumur hjá Ferðaskrif- stofu ríkisins á Keflavíkurflugvelli bjó ég hjá Diddu og Helga á heimili þeirra í Austurgötu 10 í Keflavík. Þar höfðu þau byggt sér hús á fallegustu sjávarlóð bæjarins. Heim- ili þeirar bar lista- og menningará- huga þeirra fagurt vitni, búið ljöl- mörgum listaverkum eftir Helga og ýmsa af okkar bestu máluram. Þau vora höfðingjar heim að sækja bæði í veraldlegum og andlegum efnum. Helgi var síungur í anda og áhuga- samur um líf okkar unga fólksins, þann tíðaranda sem við hrærðumst í og tók af umburðarlyndi barnslegri trú minni á framtíðarríki sósíalisma, réttlætis og mannúðar. Didda rak heimilið af þeim myndarskap sem henni virtist í blóð borinn og ein- kenndi allt sem hún tók sér fyrir hendur. Um árabil rak hún ásamt Vigdísi Jakobsdóttur verslunina Eddu í Keflavík. Einnig þar komu eðliskost- ir hennar vel í Ijós og var verslunin jafn smekkleg og falleg og hún sjálf og hefði sómt sér vel í hvaða heims- bórg sem er. En líf Þórunnar frænku minnar var ekki eintómur dans á rósum og stundum fannst mér að smábærinn Keflavík væri of lítill fyrir hana. Að hún væri of stór í sniðum fyrir lítið sjávarþorp á íslandi og ætti fremur heima í iðandi mannlífí stórborgar, þar sem hver og einn fær notið frjáls- ræðis, en um leið þess menningar- og munaðarlífs sem stórborgir bjóða upp á. Nú þegar ég kveð þessa greindu og fallegu frænku mína er mér efst í huga þakklæti fyrir trygglyndi hennar og þá vináttu, sem hún auð- sýndi mér á þeim áram sem ég bjó á heimili hennar og Helga. Á síðari áram hittumst við sjaldnar en ávallt var til staðar gagnkvæm vinátta og hlýhugur. Guðrúnu dóttur hennar, bama- bömum og öðram er stóðu henni nærri sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Margrét Sigrún Björnsdóttir. Enn einu sinni hefur hið mikilfeng- lega úrverk óendanleikans slegið og kallað heim óskeikulan toll úr mann- heimi. Að þessu sinni var tilkvödd elskuleg frænka mín, Þórann Ólafs- dóttir úr Keflavík. Hún kvaddi eins og hún lifði með fullri mannlegri reisn og virðuleik allt til hinztu stund- ar. Fyrstu minningar mínar af henni Diddu frænku era úr bernsku þegar ég heimsótti hana á Vatnsnesvegi. Minnisstætt er hversu mikill fengur mér þótti það vera að eiga þess kost að sækja hana heim. Það var bjart og létt yfír henni og hún virtist allt- af hafa nægan tíma til að spjalla og gantast. Þessar minningar og raun- sýn bemskunnar era mér verðmætar í dag, nú þegar hún er öll. Hin síðari ár, eftir margra ára dvöl mína erlendis, kynntist ég Þór- unni á nýjan leik með öðrum og nánari hætti. Auðnan réð að ég varð vitni að því þegar kaldur hrammur dauðans hjó nærri henni skömmu eftir þesi endurnýjuðu kynni okkar. Mér duldist ekki æðraleysi hennar og hugprýði í því mótlæti og þeim hremmingum, sem þá mættu henni. Við áttum ófáar viðræðustundir í einrúmi við þessar aðstæður, nú al- vöraþrangnari og innihaldsríkari en á Vatnsnesveginum forðum. Ævin- lega skein þá í gegn velvilji hennar og umhyggja fyrir dótturinni Guð- rúnu og barnabörnunum þremur. Heilsa og farsæld hennar sjálfrar var lítið áhyggjuefni. Þórann komst yfir þetta fyrra áfall og bjó við bærilega heilsu í allnokkur ár þar til hún veiktist með nokkuð skyndilegum hætti fyrir fáeinum vik- um og andaðist aðfararnótt 4. sept- embers síðastliðinn. Banalega henn- ar var tiltölulega stutt og þjáninga- laus. Þóranni varð því að þeirri ósk sinni að geta búið sem lengst á eigin heimili án þess að íþyngja öðram. Hún var stolt kona sem ekki bar raunir sínar á torg. Henni var í mun að bera sig vel og fylgdi því eftir alla ævi. Veit ég að hún kvaddi sátt við guð og menn og líf sitt í heild. Einkadótturinni, Guðrúnu S. Helgadóttur, og barnabömunum þremur, sem og öðrum aðstandend- um votta ég innilegustu samúð mína. Ólafur Einarsson. Þegar ég sit hér og ætla að skrifa nokkur kveðjuorð til bestu vinkonu minnar, þá er hugurinn fullur af trega og sorg. Þetta bar líka svo fljótt að, að það er erfitt að hugsa til þess að hún er ekki lengur hjá okkur. Lífíð verður tómlegt án hennar. Þannig var að síðustu helgina í júlímánuði, í yndislegu veðri, fékk ég Þórunni til að koma með mér í sumarbústaðinn minn við Þingvalla- vatn. Hún hafði ekki komið þangað lengi og því gerði ég ráðstafanir til þess að um þessa helgi yrðu gestir hjá okkur, aðeins við tvær og svo sonur minn og kona hans og dóttir mín og maður hennar, en þau eiga sumarbústað skammt frá. Við kom- um í bústaðinn rétt fyrir hádegi og byijað var á því að fara út á sólpall- ana í sólbað í yndislegu veðri. Síðan borðuðum við öll saman kvöldmat og kvöldið var fagurt og skemmtilegt og kvöldroðinn speglaðist í spegil- sléttu Þingvallavatninu. Næsta dag fórum við í mat í bú- stað dóttur minnar og borðuðum þar hádegisverð og þegar degi fór að halla var lagt af stað heimleiðis og keyrðum við sonur minn og tengda- dóttir Þóranni til Keflavíkur og voru allir hæstánægðir með yndislega helgi. Þremur dögum síðar var Þór- unn komin inn á Landspítalann og þar fékk hún dauðadóminn. Þórunn varð fyrir slysi fyrir tólf áram, datt í hálku, og hefur þetta valdið henni miklum kvölum öll þessi ár, en hún talaði sem minnst um það og sagði mér, að hún talaði ekki um þetta við neinn nema mig. Það vora gerðar á henni þijár aðgerðir og hún versnaði við hveija aðgerð. En hún bar þessar þjáningar með miklu æðruleysi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.