Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993
/,Ertn meb i/aénshe/du. e/c/sfýéur*var?>“
Fullmikið gin.
HÖGNI HREKKVÍSI
„ ÉO> * HATTSG.TTA VINI / "
, J®0r/0Mwl»lCíií>iS)
BRÉF TDL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Andsetni er viðurkennd stað-
reynd meðal kristinna manna
Frá Einari Ingva Magnússyni:
SEM BÆÐI kristinn maður og guð-
fræðinemi, þá rak mig í rogastans,
þegar ég sá umfjöllun í Pressunni
fímmtudaginn 19. ágúst, um and-
setni (diabolical possession) og um-
mæli háttvirts biskups þjóðkirkjunn-
ar um þau mál.
Andstætt biskupi kaþólskra,
háttvirts Alfreds Jolsons, sem einnig
lagði fram skoðun hinnar kaþólsku
kirkju í sama tölublaði, vill herra
Ólafur vísa hugsanlega andsetnum
mönnum til sérfræðinga. (Af efni
greinarinnar má glögglega skilja, að
biskup eigi við sérfræðinga innan
heilbrigðiskerfisins, bæði geðlækna
og sálfræðinga.)
Sem kristinn maður harma ég
ummæli herra Ólafs biskups Skúla-
sonar, því andsetni er og hefur verið
viðurkennd staðreynd á meðal krist-
inna manna frá upphafí. Að senda
þá sem haldnir eru illum öndum til
„sérfræðinganna“ umtöluðu, eykur
aðeins andsetni í þjóðfélaginu, vegna
þess að trúarlega séð hafa þeir ekk-
Frá Amal Qase:
ÓLAFUR Ragnar Grímsson for-
maður Alþýðubandalagsins er alltaf
samur við sig. 6. september kom
hann fram í sjónvarpinu og gerði
lítið úr ríkisstjórninni fyrir að funda
um svínakjöt sem Hagkaup flutti
inn til landsins nýlega. Eins og
venjulega er Ólafur Ragnar andsnú-
inn öllu sem Davíð Oddsson kemur
nálægt og skiptir máli í þessu þjóð-
félagi. Hann veit mætavel að þetta
mál snýst ekki um nokkur tonn af
dönsku svínakjöti sem tilteknir
menn hafa flutt inn, heldur fyrst
og fremst um réttindi manna til að
stunda frjáls viðskipti í þessu landi.
Það er óréttlátt að nokkrir bændur
úti í sveit fái að ráða hvað og- hvað
ekki verði selt á landbúnaðarmark-
aðnum.
ert vald né trú til þess að fást við
illa anda. Það ætti biskup að vita.
Víða í hinum grísku ritningum
Biblíunnar (Nýja-testamentinu), er
getið um illa anda og þá sem þeim
voru haldnir. Til að geta hér aðeins
fárra ritningarstaða ber að nefna:
Matteusarguðspjall 8., 12. og 17.
kapítula og Markúsarguðspjall, 1.,
5. og 9. kafla.
í Nýja-testamentinu er jafnvel
getið um föstu, jafnframt kröftugum
fyrirbænum, til að losa fólk við illu
andana, í nafni Jesú Krists. Guðsson-
ur sjálfur hafði það mikið vald, að
hann gat átakalaust rekið út úr fólki
illa anda. Fyrir honum voru þeir stað-
reynd og fyllsta ástæða til að taka
alvarlega á þeim málum. Ekki segir
einu orði af syni Guðs, að hann hafi
sent andsetið fólk til næsta Iæknis
eða lyfsala. Nei, hér þurfti kraftur
Guðs að koma til. Illir andar hræð-
ast ekki lækninn né pilluboxin hans.
Guðfræðilega (kristfræðilega) séð
hafa þessir „sérfræðingar", með
fullri virðingu fyrir þeim og einlægri
sannfæringu þeirra og mörgu því
Sjónvarpsfréttamaður sem um
daginn fjallaði um þetta mál komst
þá þannig að orði: „Ef einhverjum
bónda dettur í hug að rækta kaffí-
baunir getur hann samkvæmt gild-
andi lögum heimtað að kaffiinn-
flutningur til íslands verði stöðvað-
ur.“ Einokun bænda á matvöru-
markaðnum er óþolandi og vægast
sagt ósanngjöm. Að leggja jöfnun-
argjöld á innflutt matvæli og þar
af leiðandi láta bændur eina ráða
verði landbúnaðarvara er siðlaust
og hreint brot gagnvart hinum al-
menna launþega.
Hvað Ólaf Ragnar varðar ætti
hann að taka sér hvíld frá frétta-
skýringum sínum uns hann hefur
eitthvað greindarlegt fram að færa.
AMAL QASE,
Borgartúni 19, Reykjavík.
góða sem þeir láta af sér leiða, enga
þekkingu á því að fást við illa anda.
Það verður kristið fólk að gjöra, með
bæninni, föstunni og óbilandi trú á
Anda Guðs. Fræði „sérfræðinganna"
leyfa þeim ekki einu sinni að trúa
því að illir andar séu til. Hvemig
eiga þeir að fást við það sem þeir
trúa að ekki sé fyrir hendi? Svo við
hvað eru þeir að fást? Andsetið fólk
hegðar sér oft ekki eins og fólk er
flest, eins og fram kemur í einum
ofangreindra ritningarstaða, þar sem
manneskja er farin að skaða sjálfa
sig. Undir áhrifum andanna er hún
geðveik. „Sérfræðingamir“ setja
slíka manneskju á kröftug lyf (major
tranquillisers), sem gera fólk oft lík-
amlega óvirkt og andlega sljótt.
í bókinni „The Catholic Catech-
ism“, sem er bók um kaþólska trú,
er fjallað stuttlega um andsetni og
að illir andar geti náð tökum á fólki
(bls. 89 og 90). Herra Alfred Jolson,
kaþólski biskupinn á íslandi, talar í
ofannefndri Pressu um sérstakar trú-
arathafnir (ritual) til að reka út illa
anda (exorcise). Hins vegar er hvergi
að finna slíkt ritúal í Handbók ís-
lensku kirkjunnar fyrir presta (hinn-
ar Lúthersku evangelísku íslensku
þjóðkirkju).
Að loka augunum fyrir andsetni,
er nánast líkast því að neita tilvist
hins illa. Svo alvarlegt er málið. Með
tilliti til þess, að heimurinn er enn
undir syndinni, Iíkt og á dögum
Krists, og Kristur sjálfur og postul-
amir ráku ósjaldan út illa anda, þá
undrar mig orð hins æðsta jarðneska
yfirmanns íslensku þjóðkirkjunnar,
herra Ólafs Skúlasonar. Hann ætti,
sem æðsti maður kirkjunnar, að fara
að fordæmi Krists og postulanna í
þessum málum sem og öðrum. Ef
hann treystir sér ekki til að reka út
illa anda vil ég benda fólki á ka-
þólsku prestana, forstöðumenn
hvítasunnusafnaða eða jafnvel undir-
ritaðan, sem er bæði ljúft og skylt
að aðstoða fólk í þessum efnum.
EINAR INGVI MAGNÚSSON
Heiðargerði 35,
Reykjavík
Alltaf samur við sig
Víkverji skrifar
ið borgið ekki fyrir ferðina fyrr
en að henni lokinni. Mér dettur
ekki í hug að innheimta fyrir sigling-
una fyrr en ég er kominn með mann-
skapinn heilan á húfi í land. Á þessa
leið voru orð skipstjóra hjólabátsins
í Vík í Mýrdal, þegar einn ferðlang-
anna, sem var að fara með bátnum
ætlaði að borga um leið og farið var
um borð. Þessi ferðalangur, kunn-
ingi Víkveija, var hrifínn af þessari
afstöðu skipstjórans og sagði enn-
fremur að til fyrirmyndar væri, að
enginn færi út á sjó með bátnum,
nema vera færður í björgunarvesti
fyrst, hvorki fullorðnir né börn. Þessi
hugsun mætti vera öðrum þeim ofar
í huga, sem stjórna bátum fyrir
ferðafólk. Mörg dæmi væru um það,
að ekki væri minnzt á það í skoðun-
arferðum með minni bátum, hvar
björgunarbelti mætti finna, eða hvað
gera skyldi, kæmi eitthvað fyrir. Það
gæti því farið illa, steytti bátur full-
ur af fólki á skeri, og enginn vissi
hvað gera skyldi. Þá bætti það vænt-
anlega ekki úr skák, væru vínveit-
ingar um borð, eins og sumstaðar
tíðkast.
Víkverji, sá er þetta skrifar, hefur
einnig farið í skoðunarferð með
hjólabátnum frá Vík og naut þeirrar
ferðar, einkum fyrir kunnugleika á
svæðinu og leiðsögn samferða-
manns. Það er vissulega mikil upplif-
un að sigla í gegn um gatið á Dyr-
hólaey og fara umhverfís Reynisdr-
anga og önnur sker og eyjar á svæð-
inu. í Reynisdröngum má sjá verks-
ummerki eftir eggjatökumenn, því
þar liggja keðjur og vírar upp eftir
lóðréttum hamraveggjunum og virð-
ist með ólíkindum hvernig menn
geta athafnað sig á örmjóum sillum
innan um fugl og fugladrit. Náttúran
er stórfengleg og fuglalífið fjöl-
skrúðugt og upplifun fyrir hvern og
einn að sjá hve þétt fuglinn situr í
berginu og hve lítið pláss hann þarf.
Þó hljóta að vera mikil afföll, bæði
á eggjum og ungum, en mikið fjölg-
ar fuglinn sér þó.
Það, sem betur mætti fara, í ferð-
um þessum er að þá, sem aldrei
hafa þarna komið, skortir upplýs-
ingar um það, sem fyrir augun ber.
Skipstjóri bátsins hefur nóg með að
stjórna honum og hefur ekki svigrúm
til að sinna öllum farþegum. í þeirra
ferð, sem Víkveiji fór, var keyrt upp
í litia sandfjöru við rætur Dyrhóla-
eyjar, þar sem enginn kemst nema
af sjó. í ferðinni var fjöldi ítala og
náði skipstjórinn í lundapyjsa úr
holu til að sína ferðalöngunum, þeim
til mikillar ánægju og svaraði hann
þá ýmsum spurningum fólksins,
áður en pysjunni var komið á sinn
stað aftur. Líklega er erfitt að koma
hátalarakerfi fyrir um borð í bátnum
til að miðla upplýsingum og lýsa
staðháttum, en leysa mætti málið
með því að dreifa upplýsingum á
blaði til farþega, líkt og gert er í
Breiðafjarðarfeijunni Baldri, þar sem
siglingaleiðin er rakin og stutt sögu-
legt ágrip er um helztu merkisstaði.
xxx
*
Odýr skinka hefur verið mikið til
umræðu upp á síðkastið.
Hvort sem Hagkaup fær að selja
umrædda skinku eða ekki, hefur
umræðan þó orðið til þess að ýmsar
aðrar verzlanir bjóða nú svínakjöt
með miklum afslætti og kemur það
neytendum vel. Það er athyglisvert,
að meðal ráðamanna hefur umræðan
snúist um það hvaða ráðuneyti skuli
skera úr um það, hvort flytja megi
inn soðið svínakjöt, en hagsmunir
neytenda koma hvergi við sögu. Vík-
veiji veit ekki betur en öll þjóðin sé
svokallaðir neytendur og finnst
hagsmunir þeirra algjörlega fyrir
borð bornir.