Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 41__ Framleiðslustyrkur, laun eða félagsleg aðstoð? Frá Birgi Hermannssyni: SIJ undarlega staða er nú komin upp að styrkir ríkisins til bænda eru ríkisleyndarmál. Ekki má gefa upp hvað hvert býli fær í greiðslur á mánuði, það heitir víst að hnýs- ast í persónulega hagi. Tölvunefnd og landbúnaðarapparatið segja því lok og læs; annað er aðför að per- sónufrelsinu. Þessar tölur er þó hægt að reikna út með hliðsjón af leyfílegri framleiðslu, þannig að ekki er ljóst hvaða tilgangi bannið þjónar, nema ef verá skyldi að menn álykti sem svo að enginn nenni að hafa fyrir slíkum útreik- ingum. Ekki nenni ég því, svo mikið er víst. Enda hef ég í sjálfu sér engan áhuga á því að vita hvað hvert býli fær fyrir sig. Það sem ég hef áhuga á er sá hugsunargangur sem liggur að baki banninu. Það er eðlilegt og sjálfsagt að liggja á upplýsingum um félagslega aðstoð til einstakl- inga, enda er þar um að ræða afkomustyrki eða tryggingabæt- ur. Slíkt hlítir almennum reglum ÁMÓTI KJÖTINNFLUTN- INGI GUÐMUNDUR hringdi til að lýsa undrun sinni á innflutningi Hagkaups á dönsku skinkunni, ekki síst vegna þess að Svíar og aðrir kaupendur danskra landbúnaðarvara hafa kvartað yfír sýkingu í kjötinu. „Við ís- lendingar eigum nóg af kjöti, og er okkur ekki meiri akkur í því að fá hreint kjöt þó að það sé örlítið dýrara, en ódýrt, sjúkt kjöt?“ TAPAÐ/FUNDIÐ Myndavél tapaðist KODAK-myndavél, einnota (blá, græn og hvít) gleymdist við klifurgrind við Víðidalsskóla í Hafnarfírði 8. september sl. Þegar eigandinn kom að leita hennar var hún horfín. í henni og kemur engum við nema ein- staklingum sem um ræðir og þeirri stofnun sem aðstoðina veitir. Bein- greiðslur til bænda eru hins vegar ekki afkomustyrkur, heldur fram- leiðslustyrkur. Bændur verða ein- att mjög móðgaðir ef öðru er hald- ið fram. Ef lögbýli er veittur styrk- ur til framleiðslu eins og hveiju öðru fyrirtæki, hvað er þá athuga- vert við það að skattgreiðendur þessa lands og fulltrúar þeirra hafí greinargóðar upplýsingar um það hvaða býli fái þá styrki og hversu háar upphæðir hvert um sig fær? Sú mikla leynd sem hvílir yfír þessum styrkjum bendir til þess að forystumenn bænda líti á bein- greiðslurnar sem launauppbót frá ríkinu eða sem félagslega aðstoð. Bændur sóu því hálfgerðir ríkis- starfsmenn og ekki er verið að auglýsa á torgum hvað þeir fá í laun, eða vegna slæmra kjara bænda sé eðlilegt að veita þeim framfærsluaðstoð. Auðvitað er þetta kjarni málsins. Bændur gera er átekin fílma frá ferð erlendis sem engum kemur til góða öðr- um en eigandanum, ungi stúlku sem saknar fílmunnar sárt. Finnandi vinsamlega hringi í síma 52557. GÆLUDÝR Grár högni týndur GRÁR þriggja ára gamall högni, mjósleginn með stór eyru, er týndur. Hann heitir Megas og er með rauða hálsól. Megas er nýfluttur úr Hafnarfírði til Reykjavíkur og ratar örugglega ekki heim til sín. Ef einhver hefur séð hann vinsamlega hringi hann í síma 811848, hans er sárlega saknað. Kettlingur fæst gefins GRÁR og hvítur fresskettlingur, þriggja mánaða, fæst gefins, einungis á gott heimili. Upplýs- ingar i síma 32142. samning við ríkið ejns og hveijir aðrir starfsmenn þess og tryggja sér greiðslur mörg ár fram í tím- ann. Allt er þetta síðan réttlætt með tilvísun til bágra kjara bændastéttarinnar. Sé þetta rétt ber auðvitað að afnema öll tengsl á milli fram- leiðslu og greiðslna til bænda. í framhaldinu ber síðan að gefa framleiðslu og verðlag frjálst. í öllu falli er núverandi leynimakks- kerfi ekki bændastéttinni sæm- andi. BIRGIR HERMANNSSON aðstoðarmaður ráðherra umhverfisráðuneytinu Vonarstræti 4, Reykjavík LEIÐRÉTTIN G AR Guðbjörn en ekki Guðjón í viðtali við hjónin Önnu Maríu Guðbergsson og Emanuelle Ganci í Ferðablaði í gær misritaðist nafn föð- ur Önnu Man'u. Hann hét Guðbjörn Guðbergsson en ekki Guðjón eins og mishermt var. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ráðhúsið fékk viðurkenningu í frétt í Morgunblaðinu 8. septem- ber um viðurkenningar Lagnafélags- ins kom ekki fram, að það var Ráð- hús Reykjavíkur sem hlaut viðurkenn- ingu félagsins fyrir lofsvert lagnaverk 1992 og fengu eigandi, hönnuðir og verktakar viðurkenningarskjal. Að mati viðurkenningamefndar félagsins hefur Ráðhúsið eitt af fullkomnasta loftræstikerfi á landinu, frágangur pípulagningarmanna og blikksmiða er til fyrirmyndar, vinna rafvirkja og frágangur á töfluskápum er einnig lofsverður og hússtjórnarkerfið er til fyrirmyndar. Stórveiði orðum aukin Kristján Gíslason setti sig í sam- band við Morgunblaðið og sagði frá- sögn af stórvéiði sinni í þættinum „Eru þeir að fá ’ann?“ í blaðinu 10. september vera stórlega orðum aukna. Hann hefði veitt tíu laxa en ekki yfir tuttugu stykki. Heildarveiði dagsins á svæðinu hefði hins vegar verið 22 laxar. Hann hefði dregið einn 21 punds fisk, en sá næsti hefði verið 14 pund. Aðrir laxar hefðu verið smáir. VELVAKANDI r Japanskar skylmingar Kennarar Tryggvi Sigurðsson, 4. dan Ingólfur Björgvinsson, 2. dan Upplýsingar í síma 32921 og 35783. MEISHINKAN V J V^terkurog V3 hagkvæmur auglýsingamiðill! BÝÐUR YKKUR VELKOMIN Óvenju fallegt, hagkvæmt og vel staðsett ■ r g\sdheimu/ó SKÓLAVÖRÐUSTÍG 30 • SÍMI 623544 Matvöra- markaður á Miðbakka L 1. Fiskmarkaður: Nýr fiskur þ.á m. búri og háfur, saltfiskur, siginn fiskur, reykturfiskur, rækjur, humar, skeldýr, harðfiskur, hákarl, íslenskir matþörungar o.fl. o.fl. 2. Ávaxta- og grænmetistorg: Á boðstólum allt fáanlegt grænmeti og ávextir. 3. Veitingabúð: Léttar veitingar, kaffi og með þvi. 4. Leiktæki fyrir börnin: Járnbrautin og krabbakerin vinsælu. 5. Stuttar sjóferðir: Frá Miðbakka frá kl. 14 til 17. Gerið góð kaup á markaðstorginu og njótið veitinga og skemmtunar í heiinæmu sjávarlofti. Opið iaugardaga og sunnudaga kl. 10.00-17.00. REYKJAVIKURHOFN HAFNARHÚSI TRYGGVAGÖTU 17 101 REYKJAVlK SlMI (91) 28211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.