Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.09.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 29 A að lögbinda hj ólreiðahjálma? eftir Ómar Smára * Armannsson Ég skil vel áhuga og góðan vilja þeirra manna, sem vilja láta lög- binda notkun hjálma við hjólreið- ar. Hjálmarnir geta óneitanlega komið í veg fyrir skaða og meiðsli og þess vegna á að vera sjálfsagt að beina þeim tilmælum til fólks að nota hjálma við hjólreiðar ör- yggisins vegna. Auk þess á að vera sjálfsagt að ala börn upp við að nota hjálma. Þegar fram líða stundir sér fólk hversu sjálfsagt það er að allt hjólreiðafólk noti hjálma. Hugmyndin um lögleið- ingu er góð, en hvernig á að fram- fylgja með virkum hætti laga- ákvæðum um undantekningalausa skyldunotkun hjólreiðafólks á hjálmum? Ég fæ ekki séð að það sé hægt. A t.d. að beita viðurlögum ef ákvæði laganna verða ekki virt? Hvernig? Hver eiga viðurlögin að vera? Eiga þau að gilda jafnt gagnvart börnum og fullorðnum? Til hvaða viðbragða á að grípa láti fólk ekki segjast? Hjólreiða- hjálmar hafa verið lögbundnir á fáum stöðum erlendis, en þar hafa komið upp vandkvæði varðandi fylgnina. Miklum mun vænlegra til árangurs og almennrar þátt- töku er að sýna fólki fram á með skynsamlegum rökum að það borgi sig að nota hjálma hvort sem er á reiðhjóli eða hestbaki. Slíkt á helst ekki að lögbinda. Sumt er og verður alltaf spurning um heil- brigða skynsemi. Þessi þáttur á að nást fram með virkum og já- kvæðum áróðri, ekki lögbindingu. Um lögbindingu og notkun hjól- reiðahjálma gilda aðrar reglur en um notkun öryggisbelta, sem til staðar eru í hverri bifreið. Þá gilda og önnur sjónarmið varðandi lög- bindingu ökuljósanotkunar allan sólarhringinn. Börnin verður ekki hægt að beita viðurlögum fyrir að hunsa ákvæði um lögskyldunotkun reiðhjólahjálma. Ovirðing þeirra Fer inn á lang flest heimili landsins! T ytsx {lCÍ HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 SERPANTANIR & 0 I -’*Eiorgartúni 29 Awil sími 620640 Ómar Smári Ármannsson „Börnin verður ekki hægt að beita viðurlög- um fyrir að hunsa ákvæði um lögskyldu- notkun reiðhjóla- hjálma. Óvirðing þeirra fyrir lögunum vex í réttu hlutfalli við fjölda óframkvæmanlegra lagaákvæða.. fyrir lögunum vex í réttu hlutfalli við fjölda óframkvæmanlegra lagaákvæða. Höfundur er aðstoðar yfirlögregl- uþjónn íReykjavik. RETTARSTEMMNINC I HAFNARFIRPI ÞAt> VERÐUR MIKIP FJÖR Á ÞJÓÐLECUM RÉTTARDEÚI í HAFNARFIRÐI LAUCARDAúINN 11. SEPTEMBER ÞECAR STÓRFJÖLSKYLDAN KEMUR SAMAN OC SKEMMTIR SÉR FRAM EFTIR KVÖLDI. HÁTÍÐIN HEFST KL. 14 Á ÞVÍ AÐ HESTAMENN OC HUNDAR REKA FJÁRHÓP FRÁ EN6IDAL NIÐUR REYKJAVÍKURVEG OC HRAUNBRÚN INN Á VÍÐISTAÐATÚN UNDIR STJÓRN FJALLKÓN6S. JÓNA ÓSK, FORSETI BÆJARSTJÓRNAR KEMUR RÍÐANDI 06 SETUR HÁTÍÐINA Á VÍÐISTAÐATÚNI. (AÐGANGUR ÓKEYPIS) ÞARVERÐUR: • FJÁRDRÁTTUR “jjw • VAL LÍFLAMBA • HRÚTASÝNINÓ • BÖRN AF LEIKSKÓLANUM 6ARÐAVÖLLUM SYNGJA SVEITASÖNGVA • UNGIR FÉLAGAR ÚR NÝJA DANSSKÓLANUM DANSA GÖMLU DANSANA GLÆSILEG HESTASYNING HESTAUPPBOD SEM JÓN GUDMUNDSSON Á REYKJUM STJÓRNAR GLÍMUSÝNING • HARMONIKKULEIKUR • HESTAKERRUFERÐIR FYRIR BÖRN OG ÞEIM BODIÐ Á HESTBAK • ÁVÖRP Félag eldri borgara í Víðistaöasókn sér um veitingar að gömlum sið og heldur uppi ærlegri réttarstemmningu í tjaldi. Frábær réttartilboð á ljúffengum lambakjötsréttum á veitingahúsunum Gafl-inn (tvíréttað á 770 kr. Gildir líka sunnudag) og Fjörugarðinum (réttarsteik með bakaðri kartöflu á 1.200 kr.). Blysför hestamannafélagsins Sörla frá Víðistaðatúni um Vesturgötu og Strandgötu að Kænunni við smábátahöfnina hefst kl. 21.00. Dans og söngur í Fjörunesinu, sem liggur við flotbryggjuna við Strandgötu, frá kl. 20.00-22.00 Réttarsigling á góðu verði kl. 22.00-23.30. Um kvöldið verða tvö réttarböll. Það verður dansað í Kænunni frá kl. 22.00 þar sem Capri tríó leikur gömlu dansana og ódýr og holl miðnæturkjötsúpa stendur gestum til boða. Einnig verður stiginn dans í Firðinum frá kl. 23.00 við undirleik hljómsveitarinnar Upplyftingar. Gestum verður boðið upp á drykki frá Eldhaka frá ki. 23.00-00.30. Flugeldasýning á mibnætti vib höfnina. Allir eru hvattir til að mæta, jafnvel í þjóðlegum búningum, lopapeysum, gúmmískóm og öbru sem tilheyrir alvöru réttum. KÆNAN VEITINGASTOFA JÓRUKRAIN F. JORUJNES HESTALEIGAN LAXNESI F FERÐASKRIFSTOFAN FERÐABÆR Udllngohð/ið CAPt-mn FERÐAMÁLANEFND HAFNARFJARÐAR UTIVIST Hallveigarstíg 1 • simi 614330 Dagsferðir sunnudaginn 12.september Kl. 08.00 Básar við Þórsmörk. Stansað i um 3 klst. Verð kr. 2.000/2.200. Kl. 10.30 Þingvallagangan 3. áfangi. Gengiö verður frá Vil- borgarkeldu austan í Mosfells- heiði og farin gamla leiðin um Hallveg á Þingvelli ca 12 km löng leiö. Verð kr. 1.500/1.700. Brottför í ferðirnar er frá BSÍ, bensínsölu. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri i fylgd fullorðinna. Haustlita- og grillveislu- ferð íBása 17.- 19. sept. Nú fer Þórsmörkin og Goðaland- ið að skarta sínum fegurstu lit- um. Fjölbreyttar gönguferðir með fararstjórum. Sameiginleg grillveisla og kvöldvaka á laugar- dagskvöld. Miðasala á skrifstofu Útivistar, opið frá kl. 12-17. Útivist. M VEGURtNN " Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Samkoma í kvöld fyrir ungt fólk (16 ára og eldri) kl. 21.00. Allir velkomnir. SlttÚ ouglýsingor Nýja postulakirkjan, Ármúla 23, 2. hæð Guðsþjónusta sunnudag, 12. sept., kl. 11.00. Holger Kirsc- hen, prestur messar. Hópur frá Bremen i heimsókn. Ritningar- orð: „Sá sem trúir er eigi óðlát- ur“ (úr Jesaja 28:16). Verið velkomin í hús Drottins! Kaffisala verður í kristniboðssalnum, Háa- leitisbraut 58-60, á morgun, sunnudag kl. 14.30-18.00. Tekið verður á móti kökum frá kl. 11.00 sunnudag. Allur ágóði rennurtil starfs kristniboðssam- bandsins í Afríku. Kristniboðsfélag karla. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Dagsferðir um helgina: Laugardag 11. sept. kl. OS. Hagavatn - Mosaskarð. Ekið verður áleiðis að Hagavatni og gengið þaðan suður í Mosa- skarð, þar sem bíllinn tekur hóp- inn. Verð 2.500. Sunnudagur 12. sept. kl. 10.30. Víðiker - Hvalvatn - Botnsdal- ur. Gangan hefst við Víðiker, síð- an liggur leiðin að Hvalvatni og niður í Botnsdal í Hvalfirði. Verð kr. 1.400. Kl. 13. Brynjudalur - Hrísháls - Botnsdalur, þjóðleið. Ekið í Brynjudal og gengin gömul þjóð- leið yfir Hrísháls, sem skilur að Botnsdal og Brynjudal. Verð kr. 1.100. Brottför er frá Umferðarmiö- stöðinni, austanmegin og Mörk- inni 6. Ferðafélag Islands. Samkoma f kvöld kl. 20.30. Gestur okkar er Judy Lynn frá Bandaríkjunum. Hvítasunnukirkjan Ffladeifía Bænasamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Miðvikudagur: Skrefið kl. 18.00. Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.