Morgunblaðið - 17.09.1993, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 17.09.1993, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 5 Grafíkverk Braga Asgeirssonar í Listasafni Islands Fyrsta lífsmarkið sem mað- urinn gaf frá sér var grafík YFIRLITSSYNING _ á grafík- verkum Braga Ásgeirssonar verður opnuð í Listasafni íslands laugardaginn 18. september. Bragi hefur á liðlega fjörutíu ára tímabili sent frá sér hátt á annað hundrað grafísk þrykk, tréristur, steinþrykk, málmætingar, akvat- intur, sáldþrykk og einþrykk. Mörg þessara verka teljast til öndvegisverka í íslenskri grafík- list og hafa auk þess unnið til verðlauna á alþjóðlegum grafík- sýningum. A sýningunni í Listasafni ís- lands verða um það bil áttatíu þrykk, frá 1952 til 1993. Elsta tré- ristan er sjálfsmynd unnin í Osló 1952. Þungamiðja sýningarinnar eru steinprentanir sem Bragi gerði við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn árið 1956. „Við teljum þetta bestu grafík- verk Braga,“ sagði Aðalsteinn Ing- ólfsson í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að á sýningunni væri sitt lítið af hveiju, flestar þekktar grafíkaðferðir. Tekist hefði að ná í margt svo að sýningin ætti að gefa góða mynd af grafíklist Braga. Aðalsteinn kallaði Braga „guðföð- ur“ grafíklistarinnar hér á landi, en benti líka á hlut þeirra sem auk Braga mörkuðu dýpst spor, þeirra Guðmundar Einarssonar frá Mið- dal, Jóns Engilberts og Barböru Árnason. Bragi kenndi grafík í Myndlista- og handíðaskólanum 1960-72 og ól þannig upp tvær kynslóðir grafík- listamanna. Jón Engilberts kenndi Morgunblaðið/Bjarni Bragi Ásgeirsson Á yfirlitssýningu á grafíkverkum Braga Ásgeirssonar má kynnast ýmsum öndvegisverkum ís- lenskrar grafíklistar. líka, en einkum málaralist. „Póetíska æð, áhuga á orðinu,“ sagðist Aðalsteinn finna í verkum Braga og benti á að á sýningunni væru myndskreytingar við Áfanga Jóns Helgasonar og við tvö ljóð eftir Matthías Johannessen. Tímamót í skilningi á grafík „Sýningin kom mér að mörgu leyti á óvart,“ sagði Bragi Ásgeirs- son í samtali við Morgunblaðið og lagði áherslu á að vel væri að henni staðið. Hann sagðist vera að sjá sum koparþrykkin í fyrsta skipti á blaði. Þau hefðu fundist af tilviljun og Einar Hákonarson þrykkt þau fyrir sig. „Þau reyndust mun betri en ég ætlaði í gamla daga,“ sagði Bragi. Bragi Ásgeirsson kvaðst vona að sýningin markáði tímamót í skiln- ingi á grafík, hann teldi að menn rúgluðu grafík saman við eftir- prentanir. Spurður um sérkenni grafíklist- ar, hvort hún væri að einhveiju leyti ólík annarri myndlist, hafði Bragi það að segja að í málverkum væru „grafísk eigindi, en margt í grafík sem ekki er til í málverki, önnur blæbrigðí?1 „Grafík hefur verið stunduð að meira eða minna leyti frá því á miðöldum," sagði Bragi og bætti við: „Fyrsta lífsmarkið sem maður- inn gaf frá sér má segja að hafi verið grafík, hendur og fætur á hellisveggjum." Aðstöðuleysi Hann kenndi aðstæðum eða öllu heldur aðstöðuleysi um að minna hefur farið fyrir grafík hér á landi en víða annars staðar. Hér vantaði verkstæði þar sem menn gætu unn- ið saman í staðinn fyrir að fást við grafíkina hver í sínu horni. Slíkt væri óheilbrigt, en verkstæði hefðu þá yfirburði að „þar lærði hver af öðrum.“ Bragi sagðist binda vonir við væntanlegt grafíkverkstæði á Þrá VERK eftir Braga Ásgeirsson. Það nefnist Þrá og er trérista í litum frá 1952. Kjarvalsstöðum, það gæti breytt mörgu, en mestu skipti að á grafík- verkstæði væri „rétt andrúm, sums staðar sem ég þekki til er stórkost- legt andrúmsloft.“ Listasafnið gefur út bók um graf- ík Braga í tengslum við sýninguna. í hana rita Bera Nordal, Aðalsteinn Ingólfsson, Einar Hákonarson og listamaðurinn sjálfur. Meðan á sýn- ingunni stendur verður grafík kynnt, m. a. verður sett upp grafík- verkstæði í kjallara og íslenskir garfíklistamenn standa fyrir sýni- kennslu. Nokkrar grafíkplötur lista- mannsins verða hafðar frammi til sýnis. Sýningunni lýkur sunnudaginn 31. október. J. H. Þú þarft ekki að eyða yfir milljón til að eignast vandaðan og rúm- góðan fjölskyldubíl. Komdu við hjá okkur og reynslu- aktu P0l\IY sem svo sannarlega er verðlagður með hagsmuni neytenda í huga. Innifalið f verði eru góð hljómflutningstaeki (útvarp/segulband og hátalarar) og ryðvörn. VERÐ RÐEINS 853.000 ÓRKlN 2114-9Ö-21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.