Morgunblaðið - 17.09.1993, Page 18

Morgunblaðið - 17.09.1993, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 Morgunblaðið/Golli Bókasafni VMA færðar gjafir NÁMSVILJINN hét félag í Verkmenntaskólanum á Akureyri, en það gaf út blað í skólanum sem hét Jón Krukkur. Stjórnendum skólans geðjaðist ekki ætíð að blaðinu og fóru leikar svo að félagið var lagt niður með viðhöfn og útgáfunni hætt. Eignir félagsins, tölva og tölvubúnaður auk 75 þúsund króna voru gefnar bókasafni skólans, en þar áttu Námsviljamenn ætíð góðu atlæti að fagna. Sigríður Sigurðardóttir bókasafnsfræðingur tók við gjöf- inni, við hlið hennar stendur Haukur Jónsson aðstoðarskólameistari og þá hinn brosmildi skólameistari Bernharð Haraldsson með kaktus sem honum var færður af þessu tilefni og loks eru það Námsviljamennirnir Geir Gísla- son og'Stefán Höskuldsson. Engin rök mæla með sameiningn BÆJARSTJÓRN Ólafsfjarðar hefur samþykkt að óska eftir þvi að Óiafs- fjörður verði reynslusveitarfélag samkvæmt ákvæðum í lögum þar um. Á fundi bæjarstjómar þar sem þetta var samþykkt var einnig lögð fram bókun frá bæjarmálaráði Sjálf- stæðisflokksins þar sem ályktað er um að ekki séu neinar efnislegar forsendur til þess að Ólafsfjörður sameinist öðrum byggðalögum. „Landfræðilega liggur Olafsfiörður sér, þó svo að samgöngur séu nú tiltölulega greiðar. Ekki hafa komið fram þau rök sem mæla með samein- ingu að neinu marki, en gallamir eru þeim mun fleiri meðal annars hvað varðar þjónustuskerðingu við Mana.“ Á bæjarstjómarfundinum var einnig samþykkt ályktun þar sem varað er við lítt rökstuddum hug- myndum um fækkun sýslumanns- embætta. „Bæjarstjóm teiur að skerðing á sjálfstæði sveitarfélaga sem felst i því að leggja af opinber embætti sé ekki til þess fallin að byggja upp eða breyta trú lands- byggðarinnar á staðfestu ríkisvalds- ins þegar til áhuga þess á samein- ingu sveitarfélaga er litið,“ segir í ályktuninni. Ennfremur segir þar að bæjarstjóm Ólafsfjarðar telji spamað í rekstri hins opinbera af hinu góða en hann megi ekki verða til við það að kostnaður flytjist tii nema því aðeins að þeir ein- staklingar sem þjónustunnar njóta sitji við sama borð. Fyrsta frumsýning atvinnuleikhúss í Grímsey Ferðin til Panama verður sýnd um allt Norðurland Sérstakt flug til Grímseyjar vegna sýningarinnar ^ . Morgunblaðið/Golli A æfmgu SIGURÞÓR Albert Heimisson og Dofri Hermannsson í hlutverkum tígrisdýrsins og bjarnarins með Kristjönu Jónsdóttur aðstoðarleik- stjóra og Ingunni Jensdóttur leikstjóra á æfingu. LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýnir fyrsta verkefni leikársins í félagsheimilinu í Grímsey á sunnudag, 19. september, og er það í fyrsta sinn sem atvinnu- leikhús frumsýnir í eynni. Leik- ritið er Ferðin til Panama eftir Janosch og er þetta ævintýra- sýning fyrir börn á öllum aidri. Leikhópurinn hefur verið við æfingar í íþróttahúsi Mennta- skólans á Akureyri, Fjósinu, undanfarið og ætti við það að hafa kynnst ýmsu en fyrirhugað er að ferðast með leikritið um allt Norðurland á næstu vikum. Leikritið hefur leikhópur LA unn- uð upp úr sögum eftir Janosch, hins kunna þýska barnabókahöfundar, en einkum er hann frægur fyrir sögur sínar um litla bjöminn og tígrisdýrið. Sagan greinir frá því þegar litli bjöminn finnur kassa fljótandi í ánni sem allur lyktar af banönum og við nánari skoðun kem- ur í ljós að hann er frá Panama. Draumalandið Félagarnir verða sammála um að Panama sé draumalandið og leggja upp í ferð til fyrirheitna landsins, ferð sem er full af ævintýr- um og að lokum finna þeir það sem þeir leita að. Dofri Hermannsson leikur litla björninn, Sigurþór Albert Heimis- son litla tígrisdýrið, Ama María Gunnarsdóttir leikur ýmis dýr sem á vegi þeirra verða og það gerir líka Aðalsteinn Bergdal sem auk þess ieikur leikstjóra í sýningunni. Anna G. Torfadóttir er höfundur leik- myndar, búninga og dýragerva, þýðandi er Snæbjörn Arngrímsson og Ingvar Björnsson er ljósahönn- uður. Flogið til Grímseyjar í tilefni þess að atvinnuleikhús fmmsýnir nú í fyrsta sinn í Grímsey býður Flugfélag Norðurlands upp á sérstakt flug út í eyju fyrir þá sem óska að verða viðstaddir þessa fyrstu frumsýningu, en þess má geta að á meðan leikfélagið sýnir verkið á eyju nyrst í Evrópu dvelur höfundurinn á annarri eyju syðst í álfunni. Leikhópurinn leggur að lokinni Grímseyjarsýningunni upp í leikför, en alls er áætlað að sýna leikritið 40 sinnum víðs vegar um Norður- land. Næstu sýningar verða á Hvammstanga og Skagaströnd á þriðjudag, á Blönduósi og Varma- hlíð á miðvikudag, á Sauðárkróki á fimmtudag og á föstudag verða sýningar á Hofsósi og Siglufirði. Ingunn Jensdóttir leikstjóri Ferð- arinnar til Panama er nú að leik- stýra hjá Leikfélagi Akureyrar í fyrsta sinn, en hún hefur áður leik- ið með félaginu, í Húsi Bernörðu Alba sem sýnt var fyrir nokkrum misserum. Hún sagði mikla vinnu liggja að baki þessari leikgerð, sem leikhópurinn hefði unnið í samein- ingu og enn væri verið að breyta og bæta. „Við erum að gera smá- vegis lagfæringar fram á síðustu stundu, en þetta hefur verið mjög gaman,“ sagði hún. Nú taka sýning- ar við, 40 talsins og verður sýnt í félagsheimilum, skólum og leikskól- um við mjög mismunandi aðstæður, en leikgerðin er við það miðuð. Jón Hermundsson og Kristín Hermunds- dóttir - Sjötug Þau systkinin Jón Hermundsson og Kristín Hermundsdóttir verða 70 ára hinn 17. september 1993. Mér virðist það alveg ótrúlegt að þau skuli vera orðin þetta gömui, en eins og bandaríska máltækið segir: „The time flies when you are having fun.“ Það virðist alveg eiga við, því að varla hefi ég kynnst öðru fólki sem er jafn jákvætt í hugsunarhætti sem þau systkin. Þótt erfíðleikar hafí verið á leið þeirra beggja þá hafa þau komist í gegnum þetta með létta lund sína óskaðaða og jafn jákvæða sem fyrr. Jón og Kristín, eða Nonni og Stína, eins og ég hef kallað þau, voru fædd á Strönd, Vestur-Landeyjum, í Rang- árvallasýslu. Þau eru böm þeirra Hermundar Einarssonar og Guðrún- ar Jónsdóttur sem þar bjuggu. Þau ólust upp í hópi systkina sem voru: Anna Ingigerður, fædd 1921, er lát- in; Einar, fæddur 1920, býr í Hvera- gerði, og Halldór Elíasson (hálfbróð- ir), fæddur 1913, býr nú orðið á elli- heimilinu Lundi á Hellu á Rangár- völlum. Jón og Stína áttu heima á Strönd milli tvítugs og þrítugs. Nóg var að starfa í sveitinni á þeim árum áður en dráttarvélar og aðrar vélar komu til. Og hljóp hver undir bagga með öðrum. Þess vegna lærðu þau snemma að vinna og ieggja sitt af mörkum. Jón fór snemma að „fara á ver- tíð“, eins og sagt var um fískiveiðar. Hann fór venjulega tii Vestmanna- eyja á vetuma, en kom heim á sumr- in til að hjálpa til við heyskapinn sem gat stundum orðið frekar erfíður ef veður gaf ekki og vegna þess að ekki var mikið um heyvinnslu, tæki og amboð. Venjulega var slegið með orf og ljá, en seinna meir með hesta- sláttuvél og enn síðar með dráttarvél þegar þær komu. Orð lá á að Jón væri mikill forkur við slátt og hafð- ist varla undan að raka ljána undan honum þegar hann hamaðist sem mest. Svo var hann afbragðs bagga- bindingamaður og gekk allt í lofti hjá honum þegar bundið var í bagga. Jón var mikill hesta- og tamninga- maður. Það vom ófáir hestamir sem hann gerði leiðitama og reiðfæra. Bezta úrræðið var að fara „suður í Flóð“, sem voru keldur í landi Strandar, þar sem Landeyjamar voru lágar og blautar. Þar var farið á bak ótömdum folanum og honúm lofað að djöflast fram og aftur í hnédjúpu vatni og gljúpum jarðvegi þar til hann var alveg orðinn uppgefínn, allur æsingur farinn úr honum og hann farinn að róast og taka leiðsögn reiðmannsins. Man ég eftir einum af hestum hans sem hann hélt mikið upp á, honum Jarpi. Þegar ég fyrst man eftir honum var Jarpur farinn nokkuð að eldast, en þegar ég kom fyrst á bak honum sem krakki mátti ég hafa mig allan við að halda í taum- ana svo að hesturinn þyti ekki með mig út í buskann. Hann var alveg eins og eigandinn, allur á iði og með þetta ofsamikia fjör og lífsgleði. Nonni hefur alltaf haft mjög gam- an af söng og kvæðum og skáld- skap, eins og sönnum íslendingi er lagið. Man ég vel eftir honum á hest- baki eða að vinna með traktornum og heyrði oft hans hvellu tenórrödd syngja lag eða Ijóð í morgunkyrrð- inni. Eru þetta góðar minningar sem ég hefí tekið með mér út í heiminn. Nonni var líka hagmæltur, kannski réttara sagt leirskáid eins og kallað var. Man ég nokkrar af ferskeytlum hans svo sem þessa um kennimerki í landi Strandar: Gloppan fríða, fáséða, finnst mér prýða sveitina fjárgötumar finnast þar um fallegar grænar lautimar. Og svo man ég eftir einni um einn af sláttuhestunum sem hét Glói, en var felldur fyrir aldurs sakir. Hún endaði svona: Steig á bak og stirt ég kvað stef um Glða dauðan. Jón kvæntist konu sinni, Ásu Magnúsdóttur frá Vestmannaeyjum um 1954. Þau eignuðust tvo syni: Hermann Gunnar, sem býr í Þorláks- höfn og er rafvirki að mennt, og Magnús Rúnar, sem býr í Reykjavík. Báðir eru vel giftir. Af starfsferli Nonna er það að segja að í mörg ár átti hann heima í Vestmannaeyjum þar sem hann var sjómaður á mörgum fískibátum. Þar að auki vann hann í landi við físk- verkun og man ég eftir að hann vann hjá fyrirtæki Arsæls Sveinsson- ar í mörg ár. Eftir gos i Eyjum 1973 fluttist fjölskyldan til meginlandsins og hefur átt þar heima síðan. Jón og Ása búa nú í Kópavoginum og hefur Nonni unnið hjá Eimskipafé- laginu samfleytt síðan þau komu þangað. Þó er oft ferðast austur að Strönd og þá venjulega farið á hest- bak í „útreiðartúr". Stína fór hins vegar snemma frá Strönd. Hún var t.d. í eitt ár í Kvennaskólanum í Hveragerði undir stjórn frú Ámýjar. Lærði hún alis konar húsmæðralistir og störf sem komu vel að gagni seinna meir. Hún fluttist síðan til Reykjavíkur þar sem hún hefur átt heima síðan, nema nokkur ár sem hún bjó í Hveragerði. Stína eignaðist fjögur böm, fyrst þær systumar Margréti og Nínu Hjartardætur sem hún eignaðist með Jóni Hirti Finnbjömssyni prentara. Seinna meir giftist hún Sigurði Bjömssyni málarameistara. Eignuð- ust þau tvo drengi, þá Hermund og Bjöm, sem nú em uppkomnir og em myndarlegir eins og kyn gefur tilefni til. Sigurður dó langt um aldur fram eftir fárra ára sambúð. Stína vann í flest árin við kjötvinnslu í SS, Síld og físk og Borg þar til hún fótbrotn- aði 1989 og gat ekki farið aftur til vinnu eftir uppskurð. Nú unir hún sér vel á heimili sínu með yngsta son sinn, Bjöm, sér til hjálpar og liðveizlu. Aldrei hef ég heyrt Stínu kvarta þótt margt misjafnt hafi borið við á hennar ævi. Hún hefur alltaf haft sama jákvæða lífsviðhorfíð sem þeim systkinum er gefíð og hefur þetta ömgglega létt lífsbaráttuna mikið. Mér virðist að við þurfum á fleira slíku fólki að halda í þessum nei- kvæða og oft dapurlega heimi þar sem við lifum og störfum. Elsku Nonni og Stína, megi Guð gefa ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegar miriningar um gott lífs- starf og góða ævi. Þótt stundum hafi hún verið hörð, hefur allt farið vel að lokum. Megið þið eiga langa og farsæla daga. Lýk ég með stefí eftir vestur- íslenzka skáldið K.N. Júlíus (Káinn). Hrinda þrá og hugarkvöl, hvílast hér og dreyma. Það veit sá, sem bætir böl bezt er að vera heima. Til hamingju með daginn,_Nonni og Stína. Númi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.