Morgunblaðið - 17.09.1993, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.09.1993, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 31 Minning Svava Jensen Fædd 21. september 1914 Dáin 10. september 1993 Með Svövu Jensen, móðursystur minni, er gengin góð kona og sem á margan hátt var einstök. Hún hefur verið mér nálæg í eiginlegri og óeiginlegri merkingu þess orðs allt frá því ég man fyrst eftir mér. Ég var aðeins átta ára þegar eig- inmaður Svövu, Wilhelm Jensen, lést. Ég man þó glöggt eftir honum. Hann var þéttur á velli og afar virðulegur í fasi. Ég bar ótta- blandna virðingu fyrir honum og fannst alltaf öruggara að halda aftur af tápinu þegar Jensen var heima, — enda átti hann alltaf rauð- an kóngabrjóstsykur sem mér fínnst ég enn finna lyktina af. Eftir að ég eignaðist eigin fjöl- skyldu gerði Svava sér far um að kynnast börnunum og lagði sig fram um að fá þau til að tala við sig á þann sérstaka hátt sem henni var einni laginn. Hún var sérlega frændrækin og ræktarsöm og fylgdist vel með hvar við vorum öll stödd í lífsbaráttunni. Ég trúi ekki öðru en í endurminningunni eigi börnunum mínum einnig eftir að þykja viðmót og framkoma Svövu ekki síður eftirminnileg en mér sjálfri. í útliti var Svava grönn, fíngerð og lágvaxin, en skorti hvorki ákveðni né áræðni ef svo bar und- ir. Hún var afar sjálfstæð kona og nákvæm í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði sérstakt dálæti á Dönum og því sem danskt er. „Danskurinn er alltaf svo eleg- ant,“ sagði hún. Að eiginmanni sín- um látnum rak hún með miklum ágætum heildverslun þeirra hjóna, Jensen, Bjarnason & Co., meðan kraftar og heilsa hennar entust. Fjolskylda Þóris, sonar Svövu, og Helgu konu hans var henni afar hugstæð og voru barnabörnin íris, Svava Kristín, Helga Vala og Pétur Vilhelm henni sérstaklega hjart- fólgin og náin. Svava átti auðvelt með að ræða við fólk uip flest þau málefni sem voru á döfinni hveiju sinni. Ijóðmál- um og sérstaklega pólitíkinni fylgd- ist hún vel með alla tíð og hafði eindregnar og fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún tók afstöðu til málanna og kom því til skila í umræðum á sinn sérstaka hátt. Flestum sem kynntust Svövu hlýtur hún að hafa verið minnis- stæð, persónan og allt fast hennar var með þeim hætti að ekki er auð- velt um samjöfnuð. Slíkar persónur auðga líf þeirra sem þeim kynnast og gera veröldina áhugaverðari að lifa í. Slík var Svava frænka mín. Blessuð veri minning hennar. Asta Steinunn. Nú þegar hún amma mín er horf- in á braut, er mér mikill söknuður í huga, en jafnframt streyma fram einkar ljúfar endurminningar. Við bjuggum á Ægisíðunni og amma Svava í götunni fyrir ofan, á Tómasarhaga. Það var því stutt að fara til ömmu. Heimsóknirnar urðu dálítil ævintýri, þegar hún fór með mig og okkur systkini á skrif- stofuna í Hamarshúsinu og gekk með okkur um miðbæinn, því að hún hitti mikið af fólki, sem hún þekkti. Þegar ég var 11 ára, bauð amma mér fyrst með sér í viðskiptaferð til Kaupmannahafnar, en hún átti mikil viðskipti við dönsk fyrirtæki. Kvöldin okkar í Tívolí eru mér ógleymanleg. Amma þekkti mjög vel til í Kaupmannahöfn, sem minnti hana sterklega á Wilhelm, afa minn. Því miður kynntist ég honum aldrei nema af afspurn. Árin liðu og ég fluttist til Kaup- mannahafnar, en kom alltaf heim öðru hvoru. Amma heimsótti mig nú í sumar, og við gerðum næstum því allt, sem við gerðum þegar ég var 11 ára og upplifðum þá ferð, okkur báðum til mikillar gleði. Amma var þá enn við allgóða heilsu og hafði gaman af að „spássera“ með syni mína. Þann yngri hafði hún ekki áður séð, enda var hann aðeins fjögurra mánaða. Ég er þakklát fyrir, að við amma áttum saman þessar stundir nú í sumar. Þær koma því miður aldrei aftur. Þessi ferð ömmu til Kaupmanna- hafnar var hennar síðasta. Skömmu síðar bárust mér þær sorglegu frétt- ir, að hún hefði veikst alvarlega. Sem betur fer kom ég heim og mátti hitta hana aftur. Elsku amma mín, blessuð sé minning þín. Hvíl þú í friði. Iris Þórisdóttir. Með nokkrum orðum vil ég minn- ast Svövu mágkonu minnar, sem andaðist þann 10. þ.m., tæpra 79 ára að aldri. Hún lést af völdum höfuðáverka, sem hún hlaut við byltu fyrir skömmu. Hún gekkst undir aðgerð en náði sér ekki, enda kraftar nokkuð teknir að þverra fyrir óhappið. Þó var hún yfirleitt Haraldur Hinriks- son - Minning Fæddur 10. apríl 1961 Dáinn 11. september 1993 Það var eins og högg í andlitið þegar fréttirnar bárust. Halli vinur okkar var dáinn. Það tók langan tíma að meðtaka þær fréttir því að hann var alltaf svo fullur af lífi og orku. Lífið fór ekki mjúkum hönd- um um hann, en hann var sterkur og hafði sannkallað Pollýönnuvið- horf til lífsins. Halli var mikill húm- oristi og það var engin leið að vera í fýlu nálægt honum því að já- kvæðnin, brosið og sérkennilegi hláturinn hans leyfðu það ekki. Halli var ekki gallalaus frekar en nokkur annar, en hafði marga stóra, góða kosti. Hann hafði óend- anlega þolinmæði og samúð með vinum sínum þegar á þurfti að halda því að hann var lífsreyndur og átti auðvelt með að setja sig í spor ann- arra. Það var einfaldlega ekkert sem ekki var hægt að tala um við hann og ef hann lofaði einhveiju þá var gulltryggt að hann stæði við það. Við eigum eftir að sakna Halla ákaflega mikið og aldrei munum við gleyma honum sem hafði svo mikil áhrif á okkur. Missirinn er mikill því sannir vinir eru dýrmæt- ir. Við trúum þó að hann verði allt- af nærri okkur, auk þess sem hann mun alltaf eiga sér stað í hjörtum okkar og það er gott að vita til þess að hann verði til að taka á móti okkur þegar okkar tími kemur. Við vottum systrum hans og öðr- um aðstandendum dýpstu samúð okkar. Ríkarður, Guðjón, Halldór, Sigrún, Borghildur og Elinborg. Hér kveðjum við ljúfan vin, sem ekki kemur aftur. Fólki er ætlaður mislangur tími hér á jörðinni en það er erfitt að sætta sig við að svona góður drengur skuli þurfa að yfir- gefa okkur á svo hörmulegan hátt. Við söknum hans mikið, en erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast svo sönnum manni sem kom fram við alla sem jafningja, hvort sem það voru börn, fullorðnir eða dýr. við góða heilsu fram á síðustu ár, fylgdist af óvenjulegri athygli með öllum hræringum í þjóðfélaginu og hafði líka brennandi áhuga á póli- tík. Man ég mörg símtölin okkar undangengna áratugi, þar sem hún spurði margs og sagði sínar skoðan- ir umbúðalaust um menn og mál- efni. Oftast vorum við sæmilega sammála, en þó ekki alltaf. En allt- af virtum við skoðanir hvors annars. Svava var fædd í Reykjavík 21. september 1914. Foreldrar hennar voru Guðfinna Guðnadóttir frá Eyr- arbakka og Loftur Gunnarsson, kaupmaður á ísafirði. Leiðir foreldra hennar lágu ekki saman. Svava var þriggja ára gömul þegar móðir hennar, Guðfinna, giftist Bjarna Bjarnasyni, söðlasmið. Hjá þessum elskulegu hjónum ólst hún upp við ástríki og umhyggju í hópi hálf- systkina, sem urðu fimm talsins, auk Bjarna, sem Bjarni fósturfaðir hennar átti fyrir hjónaband. Systk- inin eru Guðmundur Ingi, lengi vél- stjóri á togurum, búsettur í Reykja- vík, kona hans var Sigriður Guð- mundsdóttir, hún er látin. Ingveld- ur, eiginmaður hennar var Einar Thoroddsen, borgarfulltrúi í Reykja- vík á sjötta áratugnum og yfírhafn- sögumaður, hann er látinn. Kjartan, bæjarverkstjóri í Garðabæ, kvæntur Rögnu Pálsdóttur, Laufey, eigin- maður hennar er Einar Örn Björns- son frá Húsavík, dýralæknir á Hvolsvelli, og Ragna, búsett í Garðabæ, gift undirrituðum. Árið 1942 giftist Svava Pétri Wilhelm Jensen, kaupmanni frá Eskifirði. Hann lést árið 1961. All- mikill aldursmunur var á þeim hjón- um en hjónaband þeirra var far- sælt. Vel man ég Wilhelm Jensen, höfðinglegan mann, sem gaman var að ræða við. Var hann lífsreyndur og mundi margt frá langri ævi. Þau hjón bjuggu alla tíð í Reykjavík og Svava bjó þar til dauðadags. Eign- uðust þau einn son, Þóri Jensen, fæddan 19. nóvember 1944. Kona hans er Helga Valsdóttir og þeirra börn eru íris, Svava Kristín, Helga Vala og Pétur Wilhelm. Árið 1945 stofnuðu Svava og Wilhelm fyrirtækið Jensen, Bjarna- son & Co. hf. og ráku það í samein- ingu. Eftir frafall Wilhelms rak Svava fyrirtækið áfram, en fyrir nokkru tók sonurinn Þórir við rekstrinum. Nær íjörutíu ár eru liðin frá því ég kynntist Svövu og systkinum hennar, móður hennar og fósturföð- ur. Mér eru þau Guðfinna og Bjarni einkar minnisstæð. Þau voru gott fólk í þess orðs fyllstu merkingu, hvort á sinn hátt en þó ólík, Guð- finna nokkuð ströng, en Bjarni ljúf- ur og glaðsinna þótt blindur væri í áratugi. Þau áttu ekki mikið af ver- aldlegum gæðum, en gott hjartalag og góð börn. Hjá þeim fengu Svava og systkinin það veganesti sem vel Á svona stundu hrannast minn- ingarnar upp, það var svo gott að vera nálægt honum því að hann gerði engar kröfur, en gaf mikið af sér. Þar sem Halli var annars vegar var góð stemmning og mikið grín. Fyrst þú þurfir að fara, Halli, þá óskum við þér alls hins besta þar sem þú ert og biðjum Guð að blessa þig og geyma vel. Brjánn og Sigurlaug. hefur reynst. Ég veit að Svava mat fósturföður sinn mikils og hann Svövu. Og Svava sýndi þeim mikla ræktarsemi eftir að hún fór að heim- an. Um það vitna margar sögumar, sem kona mín hefur sagt mér um hugulsemi Svövu við foreldra sina og systkini. Ung að árum fór Svava að vinna hjá Ríkisskip. Hún var í mörg ár skipsþerna á „Súðinni" og sigldi víða, einnig um skeið á „Esj- unni“. Þetta var fyrir stríð og lítið vöruval í landinu. Kona mín hefur sagt mér að aldrei hafi það brugðist að Svava kæmi færandi hendi úr hverri ferð, með ávexti og allt hvað heiti hefur, en ekki fékkst í búð á Patreksfirði í þann tíð. Þannig flutti hún með sér sólskinið í húsakynnin og hlaut að launum þakklæti, sem hún átti skilið. Ég minnist Svövu, mágkonu minnar, með virðingu og er þakklát- ur fyrir samfylgdina. Niðjum hennar og öðrum ættingjum votta ég sam- úð. Gengin er góð kona. Olafur G. Einarsson. Svava Jensen, frænka mín, var alltaf þar og oftast nærri, — eins lengi og ég man. Hún og hennar fólk bjó á Blómvallagötu, en foreldr- ar mínir á Brávallagötu, steinsnar þar frá. Fjölskyldurnar fluttust um líkt leyti á Hagana. Þar var á ný spönn ein milli húsa og nær dagleg- ur samgangur. Ég kynntist Svövu enn betur, þegar hún „leigði“ mér nokkra vetur á háskólaárunum. Henni á ég mikið að þakka. Og þegar hún nú er kvödd, fölskvast mér margir litir. Svo fer og öðrum, þeim sem hana þekktu vel. Svava Jensen var fædd í Reykja- vík 21. september 1914 og lést í Borgarspítalanum hinn 10. þ.m. Foreldrar hennar voru Loftur Gunn- arsson, kaupmaður á ísafírði, og móðuramma mín, Guðfmna Guðna- dóttir. Svava var fyrstu þijú árin í fóstri hjá góðu fólki hér sunnan- lands. Þá giftist Guðfinna, amma mín, afa mínum, Bjarna Bjarnasyni söðlasmið. Þau bjuggu sér heimili á Patreksfirði, þar sem Svava ólst upp. Bjarni gekk Svövu í föðurstað, og voru með þeim kærleikar föður og dóttur. Systkini Svövu, börn Guðfinnu og Bjarna, eru: Guðmund- ur Ingi, Ingveldur, Kjartan, Laufey og Ragna. Afi minn átti fyrir son, Bjarna Bjarnason vélstjóra og iðn- rekanda, sem látinn er fyrir nokkr- um árum. Þau Svava voru jafnan sem systkin. Það óx enginn auður í innsta húsinu í „Þorpinu“, og Svava hélt til Reykjavíkur, þegar hún var 17 ára. Þar tók hún upp að nýju tengsl- in við fósturíjölskyldu sína úr bernsku, og héldust þau alla tíð. Svava kom sér vel þar, sem annars staðar, og þessa nutu einnig systk- ini hennar, eftir að þau komu til Reykjavíkur. Svava vann lengi hjá Skipaútgerð ríkisins sem skipsþerna, lengst af á Súðinni. Hún lagði mikið af mörk- um til heimilis síns á Patreksfirði, enda hjálpfús og ræktarsöm svo af bar. Þessir góðu kostir hennar fylgdu henni alla tíð. Svava giftist 1942 Pétri Wilhelm Jensen, stórkaupmanni frá Eski- firði. Wilhelm lést árið 1961. Einka- sonur þeirra er Þórir verslunarmað- ur, f. 1944. Kona hans er Helga Valsdóttir. Börn þeirra Þóris og Helgu eru: íris, Svava Kristín, Helga Vala og Pétur Wilhelm. Wilhelm hafði áður verið kvænt- ur og átti börn, sem sum voru eldri en Svava. Börn Wilhelms og fjöl- skyldur þeirra urðu einnig fjöl- skylda Svövu. Þannig voru þær Hanna (Jóhanna Jensen), dóttir Wilhelms, og Svava miklar vinkon- ur. Hanna lést nýlega, sem og Arn- þór, bróðir hennar. Þau Wilhelm og Svava ráku sam- an innflutningsverslun, Jensen, Bjarnason & Co., og hélt Svava þeim rekstri áfram eftir fráfall Wil- helms og meðan heilsa hennar leyfði. Við reksturinn naut hún góðrar aðstoðar Þóris, sonar síns, enda voru þau mjög samrýnd. Svövu lét vel að reka verslun. Flestir viðskiptamanna hennar urðu vinir hennar eða góðkunningjar. Verslunin var hennar vinna, og hún var sátt, ef hún fékk nóg til að fram- fleyta sér og sínum. En hún var nægjusöm. Það fór lítið sem ekkert í súginn, og á öllum hlutum hafði hún röð og reglu. Á kvöldin settist hún gjarnan niður skamma stund og skipulagði næsta dag. Hún vildi ekki sóa tíma sínum frekár en öðru. Svava Jensen var meðalkona á hæð, grönn, rauðjarphærð, með sérkennilega móbrún augu. Hún var skarpleit í andliti og virðuleg í fasi. Hún elti ekki sundurgerð í klæða- burði, en þau föt, sem hún keypti sér, voru vönduð. Hún bar sig vel, stóð á sínu, enda þurfti ekki að festa orð hennar í letur, svo að héldu. Hún var oftast létt í máli og gamansöm, en var í eðli sínu alvörugefin og skoðaði hvert mál grannt. Ef ég ætti að lýsa henni í þremur orðum, þá eru þau: reisn, í hógværð. Svava lét sér annt um fjölskyldu Wilhelms, sína eigin og vini sína. Hún kunni, betur ef flestir sem ég hef kynnst, að gera dagamun úr litlu, en sparaði ekkert til, ef hún vildi svo við hafa. Heimili hennar var hlýlegt og smekklegt, og þar sá aldrei neitt á neinu. Þannig var hún sjálfri sér samkvæm, hvort heldur það var heimili hennar eða verslunarrekstur. Ég naut ríkulega velvildar henn- ar og ræktarsemi bæði fyrr og síð- ar. Mér eru þó efst í huga veturn- ir, sem ég bjó hjá henni. En henni hefði ekki verið að skapi, að ég hefði hér mörg orð um. Hún veitti af hlýju. og einlægni og ætlaðist ekki til neinna þakka. Svava var ekki alltaf heilsugóð, en þessi granna kona stóð alltaf bein. Allir eldast, og hún felldi segl- in í rekstri sínum eitt af öðru. Hún hélt heimili til skamms tíma, og stóð þar allt með sömu merkjum og fyrr. Á efri árum voru barna- börnin hennar líf og yndi. En hún gleymdi engum. Þórir, einkasonur Svövu, og hans ijölskylda hafa mikið misst við veik- indi og fráfall hennar. Þeim sendi ég samúðarkveðjur mínar. Við hin söknum hennar. Nú er haust. Ólafur Thóroddsen. HREINLÆTI = ÖRYGGI Einföld, þœgileg, hnéstýrð blöndunartœki. Þar sem ýtrasta hreinlœtis er gœtt. Hagstœtt verð. ’wmmsmmmm hf, | SSSaRMULA 21 SIMAR 686455 6S5966

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.