Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 4
g " soot ífffPMS'nsfg ?i íHfDÁdfl/n’iA.f ot(T/ miírjoflöM
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993
Gull til Bjarkar
hér og1 í Bretlandi
BJÖRK Guðmundsdóttir er nú stödd hér á landi í stuttri ferð
með breska tímaritinu Face, en myndasería úr ferðinni á að birt-
ast þar á næstunni. Þó að dagskrá Bjarkar væri stíft skipulögð,
gafst henni tími til að taka við gullpiötu fyrir söluna á plötu sinni
Debut hér á landi, en platan hefur einnig náð gullsölu í Bretlandi.
Björk staldrar ekki nema tvo
daga hér á landi, enda er í nógu
að snúast hjá henni ytra. Gullplat-
an, sem er fyrir 5.000 eintaka
sölu, var afhent í Gyllta sal Hót-
els Borgar, en plata Bjarkar er
næst söluhæsta plata ársins hér
á landi, aðeins plata forðum fé-
laga hennar í Sykurmolunum,
Sigtryggs Baldurssonar, hefur
selst betur, en sú hefur selst í á
sjöunda þúsund eintaka. Við-
staddur afhendinguna var fulltrúi
One Little Indian, útgáfufyrirtæk-
is Bjarkar í Bretlandi, og skýrði
frá því að Debut hefði náð gull-
sölu þar í landi, selst í yfir 100.000
eintökum, um miðja vikuna. Björk
hefur áður náð gullsölu í Bret-
landi því fyrsta plata Sykurmol-
anna, Life’s too Good, hefur selst
í vel yfir 100.000 eintökum þar í
landi, þó að hljómsveitin hafí ekki
fengið gullplötu fyrir. Plata Bjark-
ar hefur víðar selst vel, er til að
mynda enn á uppleið í Bandaríkj-
unum og bætir við sig í sölu frá
vikunni á undan, í Þýskalandi
hafa selst vel yfír 50.000 eintök
og í Svíþjóð hafa selst af plötunni
20.000 eintök, sem þykir mjög
gott. Næstu daga verður Björk á
ferð og flugi, en meðal annars
kemur hún fram í JWT V-sjónvarps-
stöðinni 28. september.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Gull í Gyllta salnum
ÁSMUNDUR Jónsson, fulltrúi Japís, Björk Guðmundsdóttir,
Christina, fulltrúi One Little Indian, Birgir Skaptason, fram-
kvæmdastjóri Japís, og Einar Örn Benediktsson, kynningar-
stjóri Smekkleysu.
Kefiavík
Barn varð
fyrir bíl »
Ekið var á sex ára bam á mótum
Faxabrautar og Hringbrautar í
Keflavík síðdegis í gær. Var barn-
ið flutt með sjúkrabifreið á sjúkra- .
húsið í Keflavík og kom í ljós að
það hafði brotnað á vinstra fæti.
---------♦ ♦ ♦--
Sóttu rekavið
í Jökulfirði
FAGRANESIÐ frá ísafirði lagðist
fyrir skömmu að bryggju á Reyk-
hólum með timburfarm er þrír
ungir menn sóttu norður á Jökul-
fírði en þeir eru Jóhannes Har-
aldsson, Egill Sigurgeirsson,
Reykhólum, og Árni Garðar Svav-
arsson frá Bæ í Reykhólahreppi. ■.
Ætlun þremenninganna er að *
saga timbrið í vetur og búa til
girðingarstaura. |
VEÐUR
Samstarf Samvimmferða og Air Lingus |
/ DAG kl. 12.00
Heimikl: Veðurstofa Islands
/ (Byggt é veðurspó kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFURIDAG, 18. SEPTEMBER
YFIRLIT: Fyrir Norðausturlandi og suður um Bretlandseyjar er viðáttu-
mikil 1.022 mb hæðarsvæði, en um 600 km suðsuðaustur af Hvarfi er
vaxandi 970 mb lægð sem hreyfist suðaustur.
STORMVIÐVÖRUN: Gert er ráð fyrir stormi á Suðausturdjúpi, Suður-
djúpi og Suðvesturdjúpi.
SPA: Suðaustanátt, allhvöss eða hvöss sunnan- og suðaustanlands
með rigningu, en hægari austan- og suðaustanátt og að mestu þurrt
annars staðar.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Nokkuð hvöss austlæg átt.
Rigning víðast hvar um landið sunnan- og austanvert en skýjað og úr-
komulítið vestan tii. Hiti veröur á bilinu 7 til 16 stig, hlýjast í innsveitúm
vestanlands.
HORFUR Á ÞRiÐJUDAG: Noröaustanstrekkingur. Skúrir norðanlands
og austan en víða léttskýjað suðvestanlands. Hiti verður á bilinu 5 til
13 stig, htýjast vestahlands. Víða má gera ráð fyrir næturfrosti.
Nýir veðurfregnatimar: 1.30,,4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 18.30,
22. 30. Svarsi'mi Veðurstofu ísiands — Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt
r r r
r r
r r r
Rigning
A Q
Léttskýjað Hálfskýjað
* / * * * *
* r * *
/ * / * * *
Slydda Snjókoma
Skýjað Alskýjað
V Ý V
Skúrír Slydduél Él
FÆRÐA VEGUM:
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
(Kl. 17.30 ígser)
Þjóðvegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greíðfærir. Víða
er þó unnið að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam-
kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabílum, Gæsavatna-
leið fær til austur frá Sprengisandi.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hitl veður
Akureyri 10 léttskýjað
Reykjevfk 10 léttskýjað
Björgvin 11 léttskýjað
Helsinki 8 skúrir
Kaupmannahöfn 10 rign. ásfð. klst.
Narssarssuaq 13 skýjað
Nuuk 4 þokaígrend
Ósló 11 skýjað
Stokkhólmur 8 skýjað
Þórshöfn 9 skýjað
Algarve 24 skýjað
Amsterdam 11 rign. á sfð. klst.
Barcelona 23 mistur
Berlín 10 rigning
Chicago 12 alskýjað
Feneyjer 23 þokumóða
Frankfurt 16 skýjað
Glasgow 14 skýjað
Hamborg 10 skýjað
London 1B skýjað
LosAngeles 18 alskýjaö
Lúxemborg vantar
Madrtd 2 alskýjað
Maiaga 23 alskýjað
Mallorca 28 léttskýjað
Montreal 12 skýjað
NewYork 15 skúrlr
Ortando 24 skýjað
París 19 hálfskýjað
Madeira 25 skýjað
Róm 27 skýjað
Vín 21 skýjað
Waahington 18 rigning
Winnipeg 1 léttakýjað
Fargjöld í viðskipta-
ferðir lægri en áður
FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnuferðir-Landsýn undirritaði nýlega
samning við írska flugfélagið Air Lingus þess efnis að farþegar
skrifstofunnar ættu þess kost að ferðast í miðri viku á lægri fargjöld-
um en tíðkast hefur. Samningurinn var kynntur á blaðamannafundi
í gær og sagðist Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Samvinnu-
ferða-Landsýnar ekki vita til að sambærilegir samningar hefðu náðst
annars staðar í Evrópu.
Helgi sagði hugmyndina fyrst og
fremst þá að mæta óskum þeirra
sem færu í viðskiptaferðir til út-
landa í miðri viku. „Okkur finnst
það verðbil sem myndast hefur milli
hæstu og lægst fargjalda vera óeðli-
legt. Helgarfargjöld hafa lækkað
en viðskiptafargjöld halda áfram
að hækka. Við væntum þess að
þessi nýi samningur komi til með
að auka umræðu um fargjöld og
erum sannfærð um að innan eins
eða tveggja ára hafí átt sér stað
breytingar á uppbyggingu far-
gjalda."
Ekki kvað Helgi um að ræða
beina samkeppni við viðskiptafar-
gjöld Flugleiða. „Við nýtum sæti í
leiguflugi okkar til Dyflinnar og
farþegar halda síðan áfram í áætlun
með Air Lingus. Venjulegt verð á
fargjaldi til Lundúna er rösklega
82 þúsund krónur og tæplega 70
þúsund sé ferð bókuð með 4 daga
fyrirvara. Nú getum við aftur á
móti boðið flug til Lundúna með
millilendingu í Dyflinni fyrir tæpar
30 þúsund krónur.“ Til samanburð-
ar benti hann á að pex-fargjald
kostaði 41 þúsund krónur og apex-
gjald, sem bóka þarf með 14 daga
fyrirvara, kostaði 35 þúsund krón-
ur. „Fargjöldum okkar fylgja engar
kvaðir um lágmarkstíma eða bók-
unarfyrirvara en hámarksdvöl ytra
er 1 mánuður."
Óbreytt hjá Flugleiðum
Einar Sigurðsson blaðafulltrúi
Flugleiða segir að fyrirtækið sjái
ekki ástæðu til sérstakra viðbragða
í stöðunni að svo komnu máli. Þarna
sé verið að bjóða lág fargjöld í tak-
markaðan tíma sem geta hentað
takmörkuðum fjölda fólks. Þar að
auki séu þessi fargjöld ekki sam-
bærileg við viðskiptafargjöld Flug-
leiða.
Morgunblaöið/Árni Sæberg
Ný þjónusta LÍN og námsmannasamtaka
UM næstu mánaðamót eiga skrifstofur námsmannasamtaka að geta
gefíð námsmönnum upplýsingar um hvemig gangi að afgreiða umsókn-
ir þeirra hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna með beintengingu við
sjóðinn og var samningur þar að lútandi undirritaður í gær af Gunnari
J. Birgissyni, formanni stjórnar LÍN, og fulltrúum námsmannasamtak-
anna.