Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 Asgeir Guðbjartsson, skipstjóri á Guðbjörgu IS-46 „Það er alltaf eftirsjá að þessum blessuðu bátum“ ÁSGEIR Guðbjartsson, skipstjóri á Guðbjörginni ÍS-46, hinu þekkta aflaskipi og einn eiganda Hrannar hf. á ísafirði, segir að aðalástæðan fyrir því að útgerðin hafi ákveðið að láta smíða fyrir sig frystitogara í Noregi sé eðlileg endurnýjun á skipinu sem sé orðið tólf ára gamalt. Þá sé enginn rekstrargrundvöllur fyrir ísfisktogura í dag, auk þess sem nýja skipið verði útbúið til rækjuveiða jafnhliða veiðum á bolfisk. „Þegar þeir sverfa svona að kvótanum eins og allir vita, þá verður maður að vera á skipi sem hægt er að sækja á út fyrir 200 mílurnar og geta snúið sér eitthvað að rækju með. Það hefur gefist vel hjá mörgum. Við verðum að reyna að lengja úthald skipsins. Það gefur miklu meiri möguleika þegar maður er kominn á svona frystiskip og svo er náttúrulega ekki hægt að líkja saman verðinu sem fæst fyrir afurðirnar. Það er svo svimandi hátt verð hjá þeim miðað við það sem við fáum fyrir að leggja okkar fisk í land,“ sagði Ásgeir í samtali við Morgunblaðið. Rekstrargrundvöllur ekki sambærilegur Hann sagði að rekstrargrund- völlur ísfisktogara og frystitogara væri alls ekki sambærilegur og það hefði verið algjörlega útilokað að láta sér detta í hug að endurnýja skipið með því að fá sér nýjan ís- fisktogara. Þeir hefðu alltaf viljað endumýja skipin þegar þau væm í toppstandi .og einhvers virði en ekki bíða og keyra þau alveg út og fá lítið eða ekkert fyrir þau. Aðspurður sagði hann að samning- urinn um nýja skipið væri mjög góður og þetta væri sérstaklega gott skip sem þeir væru að láta smíða fyrir sig sem skapaði mikla möguleika. Áætlað væri að það yrði sjósett 20. febrúar næstkom- andi. Búið væri að vinna að málinu í heilt ár og skipið hefði verið tank- prófað seinnipartinn í janúar. Alveg eins og sálin í manni „Það er alltaf eftirsjá að þessum blessuðu bátum mínum. Þetta er alveg eins og sálin í manni, það get ég sagt þér, “sagði Ásgeir að- spurður hvort ekki væri eftirsjá að Guðbjörginni. „Þegar ég fór af síð- ustu og yfir á þessa nýju þá hugs- aði ég bara; mikið má þetta vera gott skip þetta nýja sem ég er að fá ef það kann að vera betra en hitt, og ég hugsa alveg eins í dag. En svo kemur bara á daginn að það nýja skilar miklu meiru. Með því að auka vélarafl og stækka skipið virðist vera hægt að draga mikið meira upp og möguleikarnir eru miklu fleiri,“ sagði hann enn- fremur. Ásgeir sagði að Guðbjörgin væri næstum jafnlöng og nýja skipið, rúmlega 67 metrar á lengd, en hún væri ekki nema 10,20 metrar á breidd. Hún væri 1.100 tonn og nýja skipið væri nær tvöfalt stærra. í rúmmetrum væri gamla skipið 2.700 rúmmetrar en það nýja 4.700 rúmmetrar. Hann sagði að samskiptin vegna nýsmíðinnar við íslandsbanka, við- skiptabanka fyrirtækisins, hefðu verið ljómandi góð. Þá hefði greint aðeins á um það að íslandsbanki hefði viljað að fjárfestingin í íshús- félaginu yrði nýtt og þeir yrðu áfram inni í þessu, en þeir hefðu ekki treyst sér til þess, það yrði bara að segja það alveg eins og er. Það yrði ekki eftir nema einn isfisktogari sem sæi því fyrir hrá- efni. „Það þýðir bara ekki að lemja höfðinu við steininn með þessa hluti, rekstrarmynstrið er bara þannig í dag. Þeir fá svo miklu meira út úr sjófrystingunni heldur en þeir sem eru með ísfiskinn," sagði Ásgeir að lokum. Góð sala í Nissan- bílum Á ANNAÐ hundrað bílar verða seldir í þessum mánuði þjá Ing- vari Helgasyni hf., að sögn Júl- íusar Vifils Ingvarssonar fram- kvæmdastjóra. Mest hefur selst af Nissan Sunny og Nissan Micra. Bílar með 1400-vélar lenda í lægri tollflokki vegna breyttra reglna og hefur verð á þeim því lækkað. Július segir að salan hafi gengið framar vonum. Hann sagði að mest hefði selst af Nissan Sunny og Nissan Micra og hefðu margar pantanir borist í ’94-árgerðina sem er að koma í sölu. Júlíus sagði að veruleg lækk- un hefði orðið á Nissan Sunny með 1400-vél þar sem bíllinn lenti í lægri tollflokki en áður. Þá hefði fyrirtækið komið vel út úr gengis- málunum og væru bílar með 1600- vélum einnig á góðu verði. Hann sagði gleðilegt að bílasala gengi vel þrátt fyrir samdrátt og sýndi það að einhver hugur væri í mönn- um þrátt fyrir erfiða tíma. Elín Egils- dóttirstór- kaupmað- urlátin ELÍN Egilsdóttlr stórkaupmaður er látin. Elín fæddist 17. apríl 1922 í Reykjavík, dóttir hjónanna Egils Guttormsssonar stórkaup- manns og konu hans Ingibjargar Sigurðardóttur. Elín lætur eftir sig tvö uppkomin börn. Elín stundaði nám við Verslunar- skóla íslands og starfaði síðan við Reykjavíkur Apótek um tíma. Árið 1946 giftist hún Ingólfi heitnum Gíslasyni og tók hún við verslun hans að honum tátnum árið 1955. Árið 19V0 öók Elín við heildvérsl- un foðurs síns, Egils Guttormsson- ar, og rak hana þar til hún settist í helgan stein. Á ferli sínum gegndi Elín margs- konar félags- og trúnaðarstörfum. Hún var kjörin í stjóm Félags ís- lenskra stórkaupmanna árin 1983- 1987 og árið 1988 var hún sæmd gullmerki félagsins og gerð að heið- ursfélaga í því. Þá starfaði Elín um árabil í þágu Oddfellow-reglunnar. Karl Steinar ráðinn forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins Þýðingarmikið verkefni í íslenska velferðarkerfinu GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, hefur skipað Karl Steinar Guðnason, alþingis- mann, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins frá 1. október næstkomandi. Hann segist við ákvörðun sína hafa byggt á svipuðum grunni og tryggingaráð í mati sínu á umsækjendum um stöðuna, þ.e. menntun, starfsferli og reynslu, stjórnun og félagsstörfum, en fleiri atriði hafi einnig komið til athugun- ar. „í ljósi góðrar grunnmenntunar hans, í ljósi langrar og farsællar reynslu hans á vettvangi verka- lýðsmála sem vissulega er náskyld því víðtæka starfssviði sem Trygg- ingastofnun hefur með höndum. Ekki síður hef ég litið til stjómun- arstarfa hans í verkalýðshreyfing- unni, á vettvangi stjórnmála," sagði Guðmundur Árni m.a. þegar hann rökstuddi ákvörðun sína á blaðamannafundi í gær. Aðspurður sagði hann að vissu- lega hefðu fleiri umsækjendur en Karl Steinar komið til greina í stöðuna. Hann sagðist að sjálf- sögðu hafa haft gjörsamlega frjálsar hendur við ákvarðanatök- una. Tryggingaráð ijallaði fyrr í vik- unni um umsóknir um stöðu for- stjóra Tryggingastofnunar. I greinargerð meirihluta ráðsins sagði, að ákveðið hafí verið að fjalla ekki í umsögn um einstakar umsóknir en þá ákvörðun bæri ekki að skilja á þann hátt að ekki hafí verið um að ræða fjölda hæfra einstaklinga heldur hafi ráðið valið þá leið að velja þá umsækjendur sem það teldi uppfylla best það mat sem ráðið hefði lagt til grund- vallar í umfjöllun sinni. I frétt Morgunbláðsins um afgreiðslu tryggingaráðs sl. fimmtudag gætti ónákvæmni í orðavali þegar sagt var að ráðið hefði taldið fimm umsækjendur hæfa til að gegna forstjórastöðunni. Áherslubreytingar . Aðspurður um hvort einhverra breytinga væri að vænta í Trygg- ingastofnun með nýjum forstjóra sagði Karl Steinar að alltaf yrðu einhveijar áherslubreytingar með nýjum mönnum en tíminn myndi leiða þær í ljós. „Ég legg áherslu á að hér er um að ræða gífurlega þýðingarmikið verkefni í íslenska velferðarkerfinu og mikilvægt er að þessi stofunun sé áfram undir styrkri stjórn,“ sagði Karl Steinar. Aðspurður kvaðst hann ekki efast um að starf sitt að verkalýðs- málum myndi hjálpa sér á nýjum starfsvettvangi. „Þar er einkum það fólk sem er viðskiptavinir þessarar stofununar og ég bendi á að sjaldan hefur nokkrum samn- ingum lokið án þess að verkalýðs- hreyfingin taki upp málefni er lúta að almannatryggingum." Menntun og ferill Karl Steinar Guðnason er fædd- ur í Keflavík árið 1939 og lauk kennaraprófi frá KÍ 1960. Hann hefur verið þingmaður Alþýðu- flokksins á Reykjanesi frá 1978 og hefur samhliða starfað á skrif- stofum Verkajýðs- og sjómannafé- lagsins í Keflavík og nágrenni. Hann var formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur og ná- grennis frá 1970-1991 og ritari félagsins frá 1966 tifl970. Hann var vaíaformaður Verkamanna- sambands íslands 1975 tiJ 1987 og 1989 til 1991. Hann hefur ver- ið formaður Menningar- og fræðs- lusambands alþýðu frá 1988. Karl sat í bæjarstjóm Keflavíkur 1970 til 1982. í flokksstjóm Alþýðu- flokksins frá 1960, ritari 1976 til 1984. Hann sat í stjóm Fram- kvæmdastofnunar ríkisins 1978 til 1982, formaður um skeið. Karl Steinar var varaformaður þingflokks Alþýðuflokksins 1978 til 1983 og 1987 til 1988. Hann hefur verið formaður fjárlaga- nefndar Alþingis frá 1991. Við formennsku í nefndinni tekur Sig- björn Gúnnarsson frá Akranesi og Petrína Baldursdóttir úr Grindavík tekur við sæti hans á þingi. Eiginkona Karls Steinars er Þórdís Þormóðsdóttir og eiga þau fjögur börn. Karl Steinar Guðnason Dregnr til baka umsókn um starf ritsljóra Tímans MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni sem sent var stjórn Mótvægi hf. útgáfufélagi dagblaðsins Tímans: „Ég dreg hér með til baka um- sókn um starf ritstjóra Tímans, sem ég sendi Jóni Sigurðssyni stjómar- formanni Mótvægis hf. sunnudag- inn 12. september. Ég sótti um starfið vegna ein- dreginna tilmæla. En núna er mér sagt að sumir stjómarmenn Mót- vægis hafi áhyggjur af afstöðu 01- íufélagsins hf. sem keypti nýlega hlutafé í Mótvægi hf. Stjómarmenn Mótvægis segja mér að Kristján Loftsson stjómar-, formaður Olíufélagsins hafi fallist á nokkurra milljóna króna hluta- fjárframlag til Mótvægis hf. með því skilyrði að ég yrði ekki ráðinn ritstjóri. Sömuleiðisleigi Olíufélagið Tímanum húsnæði sem það á við Hverfisgötu, með því skilyrði að ég verði ekki ráðinn ritstjóri. Ástæðan er sú að Kristjáni Loftssyni stjórn- arformanni Olíufélagsins er í nöp við fréttaflutning minn af hvalamál- inu, en Kristján er eigandi Hvals hf. Stuðningsmenn mínir í stjórn Mótvægis kalla afstöðu Olíufélags- ins „óþolandi bolabrögð“. Öfugt við trú Kristjáns er ég hlynntur ábyrgri nýtingu hvala- stofna. En sú skoðun mín hefur engin áhrif haft á fréttir sem ég hef skrifað fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið um þróun hvalamála, og um viðhorf Bandaríkjamanna og annarra í þeim efnum. Fréttamenn eiga að segja frá öllum hliðum mála, án tillits til persónulegra við- horfa. íjölmiáill, sem flytur einung- is fréttir sem samrýmast einka- hagsmunum ákveðinna hluthafa, ávinnur sér ekki traust lesenda. Breyting Tímans úr flokksblaði í almennt dagblað hefur dregist úr hömlu. Vonandi tekst þeim sem stjóma blaðinu það vandaverk að umskapa blaðið á trúverðugan hátt. Þar eð ákvörðun um ritstjóra og fréttastefnu Tímans virðist undir- orpin einkahagsmunum ákveðinna hluthafa, dreg ég umsókn mína til baka.“ i > i \ i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.