Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993
31
Morgunblaðið/Þorkell
Hinn íslenski Elvis var Þorsteinn Eggertsson kallaður og hann sýndi
góða Elvistakta á Rokk-93. í baksýn sést gamla rokklandsliðið.
Gamlar rokkstjörnur
rifja upp rokkárin
Skemmtanir
Guðm. Sv. Hermannsson
Hefðbundnar vetrarskemmtanir
stóru dans- og veitingahús-
anna eru hafnar og að þessu sinni
ríður Hótel Island á vaðið með upp-
rifjun á íslensku rokkárunurri, Rokk-
93. þetta er í raun ný uppfærsla á
skemmtun sem færð var upp á
Broadway fyrir 10 árum og vakti
þá mikla lukku. Þar tróðu upp marg-
ir þeirra íslensku rokksöngvara sem
komu fram á sjónarsviðið í lok sjötta
og byijun sjöunda áratugarins og
nú, 10 árum síðar, stíga þessar ís-
lensku rokkstjömur aftur fram á
sviði.
Það er greinilegt að nú árar ekki
fyrir íburðarmiklár skemmtidagskrár
og það sést meðal annars á því verð-
ið á Rokk-93 er nokkru lægra en til
dæmis á Hljómaskemmtuninni sem
sett var upp á Hótel íslandi fyrir
réttu ári. Enda er mun minna lagt
í umbúnað þessarar skemmtunar eij
svipaðra á undanförnum árum. Þeg1-
ar undirritaður fór á Rokk-93 síðasta
laugardagskvöld var engin efnisskrá
til staðar og enginn prentaður mat-
seðill enda var aðeins um einn for-
rétt, einn aðalrétt og einn eftirrétt
að ræða. Hins vegar var boðið upp
á ágætan vínlista þar sem flestir
ættu að gefa fundið borðvín í verð-
flokki við sitt hæfi.
Forrétturinn var léttreyktir sjávar-
réttir með sinnepssósu. Þetta var
nokkuð vel heppnaður réttur; Reyk-
bragðið af fiskinum var nokkuð áber-
andi en samt milt. í aðalrétt var lam-
basteik með koníakssveppasósu. Þótt
þarna sé eldað fyrir nokkur hundruð
manns í einu var kjötið gott og pass-
lega steikt. Á eftir var kaffn's. Við
hjónin vorum sammáia um að þetta
hefði verið ágætis máltíð þótt hún
væri ekki sérlega spennandi.
Þá hófst skemmtidagskráin...
Að borðhaldi loknu hófst skemmti-
dagskráin. Þorgeir Ástvaldsson var
sögumaður og kynnti söngvarana lít-
illega áður en þeir hófu upp raust
sína. Þeir sem komu fram voru Þor-
Siggi Johnny brá sér meðal ann-
ars í gervi Louis Armstrongs.
steinn Eggertsson, Astrid Jensdóttir,
Þór Nielsen, Siggi Johnny, Anna
Vilhjálms, Mjöll Hólm, Stefán Jóns-
son, Einar Júlíusson og Berti Möller.
Fleiri voru auglýstir en engiri skýring
var á hvers vegna þá vantaði.
Nokkrir söngvaranna syngja enn
dægurlög að staðaldri en í öðrum
heyrist sjaldnar. Áhugamennirnir í
hópnum stóðu sig þó að mati undir-
ritaðs engu síður en atvinnumennim-
ir á sviði Hótels íslands. Að öðrum
ólöstuðum sýndi Siggi Johnny þó
mestu tilþrifin, einkum þegar hann
brá' sér í gervi Louis Ármstrongs.
Hljómsveit undir stjóm Gunnars
Þórðarsonar tók góðan þátt í dag-
skránni og á eftir léku styrktir
Hljómar fyrir dansi.
Heildarsvipurinn á skemmtuninni
var fagmannlegur þótt hún hefði ef
til mátt vera aðeins tilþrifameiri.
Þetta var þó ágætis skemmtun og
flestir ættu að geta átt notalegt kvöld
með gömlu rokkstjörnunum á Hótel
íslandi.
COSPER
HOTELVORUR
* * A * *
HEILDVERSLUN
Borgartúni 29,
sími 617790,
fax 617794
VEITINGAMENN
- MA TREIÐSL, UMENN
Hr. Jurgen Eisemuth matreiðslumeistari svarar fyrirspurnum
og eldar mat í ofninum.
Missið ekki af kynningu á BECK gufuofninum frá Þýskalandi
á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll 15.-19. sept.
NÚ ERU 10 AR SIÐAN STORSYNINGIN
ROKK '83 SLÓ SVO RÆKILEGA í GEGN Á
CROADW/ir
AF ÞVÍ TILEFNI OG VEGNA FJÖLDA
ÁSKORANA SETJUM VIÐ UPP SÝNINGUNA
★
★
★
★
★
★
★
★
A HOTEL ISLANDI
KYNNIR ER ÞORGEIR ÁSTVALDSSON.
GAMLA ROKKLANDSLIÐIÐ ÁSAMT
STÓRHUÓMSVEIT GUNNARS ÞÓRpARSONAR
SEM SKIPA:
Næstu sýningar
18. sept.
2. okt.
16. okt.
23. okt.
Ásgeir Steingrímssön - He&’'Mouer
Miða- og borðapantanir milli kl. 13.00 -17.0(
alla daga í S - 68 71 11
^UVITUIt/^
K
M4TSEÐILL
Sjóvarréttatrío m/si
★
FRÆGASTA HUÓMSVEIT
★ ALLRATÍMA
HLJÓMAR
LEIKA FYRIR
DANSIÁSAMT ★
ROKKSTJÖRNUNUM
★ TILKL3.00
Verð kr. 3.900.- m/sýningu og mat
Verð kr. 1.500,- m/sýningu
Verð kr. 1.000,- eftir sýningu
Lambahneíusteik m/bakaðri
kortöflu
Kaffiís m/shi
ROKKSTJÖRNURNAR
TILVALIÐ FYRIR T.D
VINNUSTAÐAHÓPA
FÉLAGASAMTÖK 0G
SAUMAKLÚBBA
Þór Nielsen
Harold G. Haralas Stetan Jonsson
MjöllHólm
Garðar Guðmunds.
JMtovgpiiifrlatoife
MetsöluHad á hverjum degi!