Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 félk í fréttum LEIKHUS Feðgin og mæðgin í sama leikriti Igamanleiknum Spanskflugunni, sem frumsýndur var í Borgar- leikhúsinu í gærkvöldi eru þrettán leikendur, þar af mæðginin Helga Þ. Stephensen og Þorsteinn Guð- mundsson og feðginin Marinó Þor- steinsson og Guðrún Marinósdóttir. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þau Þorsteinn og Guðrún leika á móti foreldrum sínum. Marinó og Guðrún léku saman hjá Leikfélagi Akureyrar í Hvenær kem- urðu aftur rauðhærði riddari? og í Kabarett. Aftur á móti hefur Þor- steinn ekki leikið með móður sinni eftir að hann útskrifaðist árið 1991. Þau léku hins vegar bæði í leikritinu um Kaj Munk fyrir nokkrum árum. Þegar Þorsteinn og Guðrún voru spurð hvemig væri að leika með uppalendum sínum sagði Guðrún að sér hefði fundist það svolítið trufl- andi í fyrstu. „Á fyrstu æfingum fínnur maður kannski frekar fyrir því að foreldri manns er viðstatt, er einhvem veginn meðvitaðri um hvað maður er að gera. Þetta venst þó og mér finnst gaman að fá tækifæri til að fá að vinna með karli föður mín- um,“ sagði hún og bætti við, að sjálf- sagt væri þetta einstaklingsbundið. „Á hinn bóginn er það líka gott, því ég geri ekki ráð fyrir að ég hefði farið í leiklist ef uppsprettan væri ekki á heimilinu. Leiklistin var um- ræðuefnið á mínu æskuheimili." Þorsteinn sagði að sér þætti ágætt að vinna með mömmu sinni. „Við höfum jafnvel getað hjálpað hvort öðru og bent á það sem betur mætti fara. Þegar við erum komin upp á svið erum við bara tveir leikarar sem leikum saman. Leikarar eru mjög mis- gefandi á æfíngum og því skipta tengsl ekki máli. Mamma er góður leikari og það er gott að leika á móti henni.“ Þorsteinn á það sammerkt með Guðrúnu að á æskuheimili hans var leiklistin einnig aðal umræðuefnið, því faðir hans er Guðmundur Magn- ússon sem er einnig útskrifaður leik- ari. Hann segist þó aldrei hafa ætlað að leggja leiklistina fyrir sig, þó svo að sú hafi orðið raunin. VIÐURKENNIN G Ræðismaður í Jórdan- íu fær fálkaorðuna STEFANIA R. Kahlifeh, ræðismaður íslands í Jórdaníu var á dögunum sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir merk og góð störf í ís- lands þágu. Athöfnin fór fram á Bessastöðum og voru viðstaddir fáeinir gestir, móðir Stefáníu Kristín Jónsdóttir, systk- ini hennar og mágfólk og vinir. Stefanía hefur verið bú- sett á annan áratug í Amman í Jórdaníu og er gift Palestínumanni frá Ramallah, Mohammed Khalifeh. Þau eiga fjögurra ára gamlan son Quais. Stefanía hefur starfað mikið í sam- tökum norrænna kvenna sem eru búsettar í Amman og verið ræðis- maður íslands frá 1991 þó í raun hafí hún verið tekin við því starfí uppundir það ári fyrr. Morgunblaðið/Bjami Vigdís Finnbogadóttir forseti sæmir Stef- aníu Khalifeh ræðismann riddarakossi fálkaorðunnar. Hún hefur mikinn áhuga á að efla viðskipti og samskipti milli íslands og Jórdaníu og er óþreytandi að kynna ísland á sínum heimaslóðum. Hún hefur verið íslenskum blaða- mönnum sem hafa komið til Jórdan- íu hjálparhella. Stefanía er eina kon- an meðal diplómata í Amman. VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVÍK, SÍMI Ó85090 Dansleikur í kvðld kl. 22-03 Hljómsveil Hjðrðísar Geirs loibnr „ .. .. Miðaverð kr. 800 Mióa- og borðapantanir í símum 685090 og 670051. Hljómsveit .i -inu sínu! LEIKARARNIR VINSÆLU JÓHANN SIOURÐARSON 06 ÖRN ÁRNASON SKEMMTA. MódelsanUökin sýna lypip Parísartískuna Laugavegi samkvæmlskjólana frá FRAHIK USHER. Miöaverð 850 kr. «5TG/mcu^ tJbe/YYA'&Ofi/ sÁe/nmtir- OPIÐ FRÁ KLUKKAN 19:00 - 03:00 - lofargóóu! Billy Joel ásamt eiginkonu sinni Christie Brinkley. Guðrún Marinósdóttir situr hér í fangi föður síns Marinós Þorsteins- sonar og Þorsteinn Guðmundsson í fangi móður sinnar Helgu Þ. Stephensen. $TAN$LAU$T $TUÐ a0, CARDA0SKVÖLD kl. 11^ UTGAFA Brinkley hannar fyrir Joel T sína, þegar ónlistarmaðurinn Billy Joel hef- ur nýverið sent frá sér 13. plötu „River of Dreams“. Rauk hún fyrstu dögum upp í efstu sæti vinsældalistanna. Þrátt fyrir það er hjakk- að of mikið í gömlu för- unum að mati tónlistar- gagnrýnanda People, en hann bendir jafnframt á að þær nýjungar á geisladisknum sem þó eru séu mjög góðar. Það sem kemur þó meira á óvart er að eig- inkona Billys, Christie Brinkley, hannaði for- síðumynd geisladisks- ins. Hún hefur greini- Plötuumslagið sem hannað er af Christie. lega fleira til að bera en að vera ein hæstlaunaða sýningarstúlka heims. Mannakorn Föstudags- og laugardagskvöld Ta4a 1Z Lækjargata 2, sími B2 22 23 'PáucfUí Tóiil<kik«ibar Vitastíg 3, sími 628585 Opið 21 -03 Hljómsveitin Langbrók og Abbadísirnar Frítt inn. DANSSVEITIN ásamt Evu Asrúnu Albertsdóttur Aðgangseyrir kr. 800. Opið frá kl. 22-03. Borðapantanir í síma 68 62 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.