Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 13 Vtvarpsfréttir og Morgunblaðið um Andoxunarefni Dagvist félagsins hefur verið rekin frá því í apríl 1986 í 200 fermetra húsnæði í Álandi og með ólíkindum hvemig hægt hefur ver- ið að halda gangandi allri þeirri starfsemi sem þar fer fram. Upp- haflega var húsnæðið um 160 fer- metrar en félagið byggði við það húsnæði fljótlega eftir að starfsemi hófst. „Það eru um 160 fermetrar sem fara undir dagvistunina sjálfa, en þar em daglega um það bil 20 sjúk- lingar og 10 starfsmenn,“ segir Gyða. „Sjúkraþjálfarinn er með 28 fermetra til umráða og læknirinn, framkvæmdastjórinn, forstöðu- konan, gjaldkerinn og félagið sjálft, hafa þurft að deila með sér herbergi sem er aðeins níu fermetr- ar. Þegar félagsráðgjafinn kemur, verð ég að fara heim! En þrátt fyrir lítið húsnæði hefur starfsemin gengið v'el og stór hluti starfsfólks- ins hefur verið hér frá upphafi." í þessum þrengslum er auk þess eldað og bakað á hveijum degi og þvottur þveginn. Þvottavélin og þurrkárinn eru reyndar í forstof- unni. Skóflustunga var tekin að nýju húsnæði MS félagsins á Sléttuvegi 5 núna í júní síðastliðnum og er áætlaður byggingartími um 2-3 ár. Nýja húsnæðið verður um 550 fermetrar," segir Gyða. „Við eram stórhuga og vildum helst að það yrði um 800 fermetra, en hver fermetri er dýr. Aðstaðan mun gjörbreytast, bæði fyrir sjúklinga og starfsfól. Þama verður matsal- ur, sem einnig verður nýttur fyrir fundahöld, búningsherbergi fyrir starfsfólk, þvottaherbergi, búr inn Þegar ég kom heim kynnti ég mér MS félagið hér heima. Ég sá til dæmis léttan rafmagnshjólastól og varð mjög hrifín. Benti vinkonu minni sem einnig er með MS á stól- inn og sagði að svona ætlaði ég að fá mér þegar þækjumar dygðu ekki lengur. Vinkona mín var nú ekkert of hrifin af þessum ummælum. Ég skoðaði alla möguleika, hversu lengi ég mundi lifa, hvemig ég yrði að lifa, hvaða hjálpartæki ég gæti nýtt mér, og var að bögglast með þetta ein í fyrstu. Ég var alltaf sú sterka sem hjálpaði öðmm og því var það skrýtið að geta ekki verið hetjan. Mér fannst mjög erfitt að biðja um hjálp og finnst það enn í dag. Þegar dagvist MS kom til sögunn- ar naut ég þjónustu hennar þegar ég var að ná mér eftir slæm köst. Dagvistin er mjög mikilvæg fyrir MS sjúklinga. í fyrra var ég þar í sex vikur í endurhæfingu, sem felst meðal annars í sjúkraþjálfun, sundi leikfimi og dansi. Ég kom þama daglega og líðan mín breyttist mjög til batnaður, svo og göngulagið! Ég var orðin mjög slæm, farin að ganga eins og gorilla í fyllstu orðsins merk- ingu, en eftir endurhæfinguna gat ég rétt úr mér og það loftaði undir báðar fætur. Ég veit að sjúkraþjálf- arinn hefur fullan hug á að bjóða fleirum í endurhæfingu, en geta það ekki sökum þess hve húsnæðið er lítið. Aðstaðan til að taka á móti þeim sem koma í leit að stuðningi er líka þannig að menn fá mjög dapra mynd af sjúkdómnum." Hafdís býr ein en er með heimilis- hjálp. „Ég ræð ekki við ryksuguna, dett um hana. En það að búa ein hefur gert mér fært að vinna meira og lengur því það em engar kröfur að heiman. Ég er líka þakklát fyrir að vera með góða líkamsburði því ég næ mér alltaf upp aftur. Ég er oft reið út í þennan sjúkdóm og hann er andstyggilegur. Ég hef þó aldrei orðið bitur, en kannski leið og hrædd við framtíðina. En það sem er að baki er að baki og ég eyði ekki tímanum í eftirsjá um það hvað ég hefði getað gert ef ég hefði ekki fengið MS. Ég velti mér ekki upp úr gærdeginum, heldur reyni að vinna úr stöðunni eins og hún er og nota öll hjálpartæki og ráð sem mér bjóðast. Ég er líka að læra það að biðja um hjálp, en það er stundum erfítt fyrir sjálfstætt fólk.“ af eldhúsi og auk þess verður að- staða fyrir fótsnyrtingu og hár- greiðslu.“ Nýja byggingin verður fjár- mögnuð með eigin fé félagsins sem það hefur aflað með árlegum köku- basar og sölu jóla-og minningar- korta, og fengið frá líknarfélögum. Þetta fé hefur verið ávaxtað vel og einnig hefur Reykjavíkurborg, heilbrigðisráðuneyti og fram- kvæmdasjóður fatlaðra styrkt fé- lagið. Á afmælisdaginn, þann 20.sept- ember kl.15.00 verður MS félagið með opið hús fyrir félagsmenn og velunnara félagsins í húsi dagvist- unarinnar að Álandi 13. Viðtöl: Kristín Marja Baldursdóttir I S f hádegisfréttum útvatps 15. sept '93 var skýrt frá rannsóknum vísindamanna um að hæfilegt magn af Beta Karotíni, Seleni og E-vítamíni drægi úr hættu á krabbameini og öðrum alvarlegum sjúkdómum. Morgunblaðið birti svipaðar upplýsingar í grein 11. júnl '93 og tímaritið Newsweek var með ítarlega umfjöllunum málið 7.júní'93. Umrædd bætiefhi eru nefnd ANDOXUNAREFNI og virka sem nokkurs konar þráavarnarefhi í líkamanum. C-vítamín og fáein önnur bætiefni teljast einnig í þeirra hópi. Þau hemja skaðleg sindurefni (stakeindir) og draga þannig ur hættu á ýmsum algengum og alvarlegum sjúkdómum. Haft er eftir einum helsta sérffæðingi Dana á þessu sviði að margir vísindamenn telji framför á sviði andoxunarefna einhverja mestu framför læknavísindanna í seinni tíð. ANDOX inniheldur andoxtmarefnin i hæfilegum styrkleika. Guli miilitin tryggir gædin. Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 Éh Fcest i apótekum og heilsubillum matvöruverslana. eilsuhúsið Baldur Jónsson framkvæmdastjóri sölusviðs Mjólkursamsölunnar afhendir Gísla G. Jónssyni viðurkenningu fyrir frábæran árangur. cv h >" „Fátt virðist geta komið honum úrjafnvægi og í mótum ársins hefur hann oft sýnt afburða akstur. “ (Mbi. 14. sept. 1993). Árangur Gísla G. Jónssonar á „Kókómjólkinni“ hefur verið með ólíkindum á þessu ári og bikar- og Islandsmeistaratitlar eru í höfn. Mjólkursamsalan óskar Gísla hjartanlega til hamingju með þennan einstaka árangur. ,, KÓKÓMJÓLKIN SIGURVE6ARIÁRSINS! ■ m ■ - 22!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.