Morgunblaðið - 18.09.1993, Side 36

Morgunblaðið - 18.09.1993, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 nég uiL ekkl uaJda þ 'erdAyggj'am, e*t náuncj'i*w sem. ctÁAentL pizzunct, var ■fjárrruá.Uun(ié^jctftnn. þinn-‘' Auðvitað borgaði ég líf- trygginguna. Af hverju spyrðu? Ást er... to-zi þetta örugga bros TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Sem 100. gestur færðu ókeypis þvott á alklæðnaði. HÖGNI HREKKVÍSI JltorgpittMgtliife BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Tölvu vinafélagið Frá Kristni M. Bárðarsyni: Tölvuvinafélagið er óformlegt félag foreldra, kennara og forritara, sem eiga það sameiginlega áhugamál að nýta tölvur sem best og mest í skólastarfi. Félagatal er ekkert og engin félagsgjöld önnur en áhuginn. Öll vinna á vegum félagsins er sjálf- boðavinna. Til að ná markmiði sínu hefur félagið unnið að gerð og þýðingum forrita fyrir Acom-tölvur, þ.e. BBC, Archimedes og A-línuna svonefndu. Umboðsmenn Acorn á íslandi, Jap- is-tölvur, eru virkir félagsmenn og hafa lagt félaginu lið bæði með forritun og útvegun forrita til þýð- inga. Vinnufundir Félagið varð til í Ólafsfirði dag- ana 17.-19. nóvember 1989. Þar komu saman um helgi nokkrir kennarar af Norðurlandi eystra og byijuðu að þýða forrit til að nota í yngri deildum grunnskóla. Síðan hefur félagið haldið árlega vinnu- fundi; árin 1990 og 1991 á Fræðslu- skrifstofunni á Akureyri og sumarið 1992 á Fræðsluskrifstofunni á Blönduósi. Fimmti vinnufundurinn var hald- inn í Varmahlíðarskóla fyrstu helg- ina í júní 1993. Þar mættu tæplega 30 manns og unnið var myrkranna á milli. Sumir komu langt að, allt frá Homafírði svo dæmi séu nefnd. A fundinum voru unnin alls um 120 dagsverk eða sem svarar 5-6 mánaða vinnu, bæði við þýðingar, hönnun og gerð forrita. Unnið var að mörgum áhugaverðum verkefn- um á sviði tölvumála fyrir grunn- skóla, en því miður leyfir plássið hér ekki að þeirra sé allra getið. Nokkur kennsluforrit vom samin eða þýdd og að auki var unnið að mörgum smærri verkefnum sem auðvelda kennurum að átta sig á notagildi tölva í skólastarfmu. Má þar nefna markmiðsgreiningu á eldri forritum Tölvuvinafélagsins, val á forritum til þýðingar, hliðar- verkefni til notkunar með forritun- um og gerð kennsluefnis í almiðlun- arforritinu (Multi-Media) „Genes- is“. Verður ævintýrið um Búkollu útflutningsvara? Gestur fundarins í Varmahlíð var Mike Matson, annar eigenda breska hugbúnaðarfyrirtækisins 4Mation. Hugbúnaður frá 4Mation nýtur vin- sælda í skólum víða um heim, en þeir hafa 10 ára reynslu í gerð kennsluhugbúnaðar. Vinna er hafin við gerð kennslu- forrits sem byggir á ævintýrinu um Búkollu. Stefnt er að útgáfu um mitt næsta ár og mun 4Mation sjá um dreifíngu erlendis. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að börn um víða veröld kynnist íslensk- um staðháttum og ævintýrum með hjálp tölvu. Bliss-forrit Innan tíðar verður tilbúið til út- gáfu forrit til tjáskipta fyrir mál- hamlaða. Forritið byggir á Bliss- Frá Eggert E Laxdal: Vegna skrifa Víkveija í Morgun- blaðinu fyrir skömmu, þar sem hann talaði um hættuleg geðlyf og slæm- ar aukaverkanir af þeirra völdum, datt mér í hug að skrifa eftirfar- andi. Þeir, sem vistaðir eru á geðdeild- um, hafa lítil eða engin áhrif á lyfjagjöf. í lögum segir um atferli lækna, að þeir megi ekki hefja að- gerð á sjúklingi, nema með sam- þykki hans. Ég tel þetta brotið á geðdeildum og þeir sem þar eru vistaðir, hafi lítinn sem engan rétt hvað þetta snertir. í mörgum tilfellum er enginn sem gætir réttinda þessa fólks og það veit ekki hvert það getur snúið sér til þess að ná rétti sínum. Það er skýlaust brot á mannréttindum að ráðast inn í líkama fólks með of- beldi o g því gefin lyf sem geta skað- táknmálinu en einnig mun verða mögulegt að nota Pictogram og önnur táknmál sem byggja á mynd- um. Þannig er ekkert því til fyrir- stöðu að setja t.d. kínverska eða japanska myndletrið inn í forritið. Endanlegur frágangur og teikning þeirra 2.400 Bliss-tákna sem verða í forritinu er gríðarmikil vinna. Starfshópurinn, sem hefur verið undir forystu Ragnars Hafstað for- ritara frá Reykjavík, hefur unnið geysigott starf og er það stórkost- legt að áhugamenn skuli leggja á sig svo mikla sjálfboðaliðavinnu. Á vegum Tölvuvinafélagsins hafa verið þýdd og samin yfir 50 forrit sem notuð eru við kennslu í fjölda grunnskóla vítt og breitt um land allt. Það, ásamt því hvað félags- menn hafa fengið góða fyrirgreiðslu á fundarstöðum, bæði mat og húsa- skjól, hefur verið þeim hvatning og sönnun þess að starf þeirra er að einhveiju metið. í lokin má geta þess að fjölmörg fyrirtæki á Norð- urlandi hafa styrkt félagið vegna vinnufundanna og er félagið afar þakklátt stuðningsaðilum. KRISTINN M. BÁRÐARSON forseti Tölvuvinafélagsins, Árbraut 33, Blönduósi. að það bæði á líkama og sál. Það vantar ötula menn sem gæta hags- muna þeirra sem vistaðir eru á geðdeildum, sem þeir geta snúið sér til með vandamál sín og fengið full- nægjandi lausn sinna mála sér í hag og það fljótlega eftir að þeir hafa verið lagðir inn. Það þarf einnig að setja mannúð- leg lög um vistun fólks á geðdeild- um og að þeir, sem þar eru vistað- ir, fái aukin réttindi hvað mál þeirra snertir. Það á ekki að loka fólk inni langtímum saman þannig að það geti ekki sinnt nauðsynlegum erind- um utan spítalans. Símar eru einnig aðeins opnir í stuttan tíma og fólk þarf að gera grein fyrir hvert það ætlar að hringja. Símar þyrftu að vera til taks allan daginn og fram á kvöld ef vel ætti að vera. EGGERT E-LAXDAL Frumskógum 14, Hveragerði Maimréttindi á geðdeildum Víkverji skrifar Islenzka sjávarútvegssýningin er fyrir marga hluti afar merkileg sýning. Þetta er einhver stærsta sjávarútvegssýning veraldar og er fyrir vikið sannkallaður alþjóðlegur viðburður. Nærri 500 fyrirtæki, þar af um þriðjungurinn íslenzkur, taka þátt í sýningunni og gestir eru frá öllum heimhornum, meðal annars Nýja Sjálandi. Þetta sýnir að áhugi manna á því, sem er að gerast í sjávarútveginum er mikill og sýnir jafnframt að menn líta til Islands, þegar þróun og tækni eru annars vegar. íslendingar eru háðari sjáv- arútveginum en aðrar sjálfstæðar þjóðir og geta ekki gengið í neina sjóði til bjargar, bjáti eitthvað á. Því líta útlendingar svo á, að hér séu menn að gera góða hluti og íslenzkur tæknibúnaður sé með því bezta. Því kaupa þeir vörur frá ís- lenzkum framleiðendum, fyrirtækj- um eins og Póls, Marel, Sæplasti, Kvikk, Hampiðjunni, J. Hinrikssyni og fleiri og fleiri fyrirtækjum. Sýn- ingin er því í raun rós í hnappagat íslenzks sjávarútvegs og íslenzkra framleiðenda tækja og hugbúnaðar fyrir sjávarútveg. Það er jafnframt ánægjulegt að sjá af hve mikilli fagmennsku ís- lenzku fyrirtækin setja upp bása sína. Margir þeirra eru beinlínis stórkostlegir og hugmyndaflugið nýtur sín til fullnustu, þó notagildi sé ekki rýrt. Samkeppnin um at- hygli sýningargesta er mikil og því verða menn að sýna eitthvað, sem grípur augað. Þegar sýningargest- urinn hefur síðan staldrað við, hefst hin eiginlega kynning á sýningar- básnum og nær hún mislangt eftir vægi gestsins. Sumir stoppa bara við fyrir forvitni sakir og þá er betra að eyða ekki of miklum tíma í þá og missa kannski fyrir vikið mögulegan kaupanda. Annars er lítið um bein viðskipti á sýningum af þessu tagi. Þar gerist þó tvennt, annars vegar myndast oft hin fyrstu tengsl fyrirtækja og viðskiptavina eða fyrri tengsl eru styrkt og hins vegar er oft gengið formlega frá samningum, sem hafa verið lengi í burðarliðnum. Það er alltaf gott í kapphlaupinu um athyglina að geta sagt frá því, að selt hafi verið á sýningunni. íslenzka sjávarútvegssýningin kemur ekki bara íslenzkum sjávar- útvegi til góða. Með henni kemur mikið af fólki og fé inn til Reykja- víkur. Gífurlegur fjöldi fyrirtækja og einstaklinga nýtur góðs af þeim útgjöldum, sem þátttakendur og gestir á sýningiínni þurfa að reiða af hendi. Nánast allt falt gistirými í Reykjavík er nýtt meðan á sýning- unni stendur. Veitingahúsin fá mik- il viðskipti og ýmis þjónustufyrir- tæki njóta góðs af umsvifunum. Leigubílstjórar hafa nóg að gera, Flugleiðir fá sinn skerf og skipafé- lögin flytja töluvert af búnaði til og frá landinu. Áætla má, að marg- ar milljónir króna verði eftir hér innan lands að lokinni sýningu og er það vel, því farið er að dofna yfir ferðamennskunni á þessum árs- tíma. Ráðstefnur og sýningar eru því afar góð framlenging á ferða- mannatímanum, sérstaklega í ljósi þess að þátttakendur í slíkum við- burðum eru oftast fremur eyðslu- samir, enda greiða vinnuveitendur þeirra og fyrirtækin brúsann, og því eru menn líklega ekki eins fast- heldnir á eyrinn. Þessu fylgir líka mikið af viðskiptamálsverðum, þar sem ekkert er til sparað í víni og mat, geti það orðið til þess að hafa jákvæð áhrif á viðskiptavininn. Fé- lags- og skemmtanalífið blómstrar því um leið og viðskiptin með vélar og tæki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.