Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLÁÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 37 Mislitir horgemlingar Frá Björgvin Magnússyni: Það má kallast þríbýli þessu húsi í. Bakkus ég og Bragi búa nú í því. Oft er mikið fjaðrafok af furðu litlu tilefni. Æviskeið og endalok ég sem dæmi nefni. Ekki þýðir það að súta þó í hverjum finnist stað. Einu verða allir að lúta, eyðing nefnist það. Oft þó nærri hafi hurð hæli skollið lífi í. Á engu sviði þekki ég þurrð þáði kossa og fýllirí. Oft þó væri valtur á fótum vínsins leiðslu í. En þó með á öllum nótum er ég fyrir því. Heyri ég grát og gnístran tanna gegnum sjónvarpið. Og kvalastunur margra manna mér því óar við. Héraðinu hæfa heillandi og blár Eyjafjarðarfjöllin gnæfa fögur mjög að sjá. í þúsund ár við ortum ljóð einnig skrifuðum sögur. Þjóðin öll í stússi stóð stílaði rit og samdi bögur. Stundum ekki gagnar gassi Golíat var af Davíð skellt. Lítil þúfa þungu hlassi því hefur oft velt. Enginn lengur eftir man af hveiju var gjörð. Það var mikið feigðar flan ferðin á þessa jörð. Lífið var mér stundum snúið stopulum byggt á grunni. En alltaf get í fangið flúið á ferskeytlunni. Það sem mér fínnst mest um vert og meira öllu prjáli. Er um þá sem geta gert gott úr hveiju máli. Alþjóðlegur er það siður þó að örlög teljist hörð. Að það skuli aldrei friður um okkar ríkja jörð. Bræður alls staðar beijast blóðið flýtur rauða. Vonlaus börnin veijast vofu hungurdauða. Frá Sigurði Haukdal: Mikið óskaplega hneykslaðist ég þegar ég las bréf frá Kristni Björns- syni um að það ætti að fækka í stofni íslenska fálkans. Hann spyr hvers vegna fálkinn sé friðaður og hvers ijúpan eigi að gjalda? Annað- hvort er hann ofurviðkvæmur mað- ur eða einn af þessum blessuðu sportveiðimönnum sem þyrpast Heimska mörg og hlægileg heyrist þaðan karpið. Allt er þetta á einn veg með íslenska sjónvarpið. Blómum öll er brekkan skreytt bláum, rauðum, hvítum. Engin eru puntuð og prýdd perlur daggar þar við lítum. Það illa sigrar eigi öll skulu vopnin kvödd. Djarfar fyrir degi Drottins hljómar rödd. Lætur geisa gamminn gamall nautnaseggur. Ellin heljar hramminn á herðar mínar leggur. í lífinu flest hún gefur gildi göfugust því að er. Því er móðurmildi metin dýrast hér. Alla þyrstir í auð og völd því iðka menn svik og fremja rán. Þó er gæfan þúsundföld þeirra sem hafa barnalán. BJÖRGVIN MAGNÚSSON frá Geirastöðum Eskihlíð 8A, Reykjavík þúsundum saman á vélsleðum upp á hálendið með fullkomna riffla og slátra ijúpu í tugþúsunda tali og óttast að fálkinn veiði allt frá þeim. Ef það á að útrýma fálkanum þá ætti fyrst að stoppa þessar fáran- legu veiðar sportveiðimanna, alla vega á meðan ijúpnastofninn er í lægð. Kristinn Bjömsson er einn af þessum mönnum sem vilja græða í öllum krókum og kimum náttúr- unnar og ef það er ekki hægt þá er allt í lagi að eyða því. Kristinn er sérstaklega ófróður maður um náttúrafræði. Stofnstærð dýra ræðst yfírleitt af veðurfari og öðr- um umhverfísbreytingum en ekki afráni annarra dýra og sérstaklega ekki í þessu dæmi þar sem fálka- stofninn er ekkert sérstaklega stór, telur aðeins um 200-300 varppör. Fálkinn okkar (falco rusticulus) er einstakur fugl og stærsta fálka- tegund sem lifir í heiminum og þarf ekki að líða fyrir útlit sitt og matarvenjur þó hinn ofurviðkvæmi maður Kristinn Björnsson vilji helst þurrka hann af yfírborði jarðar sök- um útlits og matarhátta. Þá geri ég ráð fyrir að Kristinn borði kjöt og svipar þeim þar til. Ég las eitt sinn þegar haförninn var sem mest hataður (líklega sök- um útlits og matarhátta) að menn fóru að saka hann um að þurrka upp laxveiðiár, sem var jafn fárán- legt og það sem Kristinn skrifar í bréfi sínu. En sannleikurinn er sá að fálkinn stjórnar ekki stofnstærð ijúpunnar og menn sem eru jafn fáfróðir og Kristinn Bjömsson um náttúrufar á íslandi ættu ekki að tjá sig um þessi mál opinberlega nema þeir lesi sér til fyrst. Megi fálkastofninn margfaldast á kom- andi áratugum því það vekur hjá mér og mörgum öðrum lotningu fyrir náttúrunni að sjá þennan stór- fenglega fugl fljúga um annars fal- lega náttúru íslands og eykur enn á fegurð hennar. SIGURÐUR HAUKDAL Hléskógum 6, Reykjavík LEIÐRÉTTING Gísli Jóhannesson í minningargrein Eddu Óskars- dóttur um Óttar Proppé urðu nokkrar prentvillur _sem ástæða þykir til að leiðrétta. í annarri efnisgreininni slæðist forsetningin af inn í textann, þar sem átti að standa „fullir starfs- orku og þreks“. Síðar í greininni, þar sem minnst er á móðurforeldra Ott- ars, er afí hans, Gísli Jóhannesson, ranglega sagður Jóhannsson. Enn seinna er vikið að ættarmóti Proppé- ættarinnar, þar sem Óttar lét sitt ekki eftir liggja við undirbúning og framkvæmd og „lék undir söng“. Aðrar prentvillur voru meinlausari, en hlutaðeigendur eru einnig beðnir innilega afsökunar á þeim. VELVAKANDI ÓSKAÐ EFTIR BEINNI ÚTSENDINGU FRÁ GOLFMÓTI JÓHANNA hringdi til Vélvak- anda, til að forvitnast um hvort sjónvarpsstöðvamar myndu sýna beint frá Ryder-Cup golf- keppninni sem fer fram helgina 24. og 25. september nk. í Eng- landi og til að ýta undir að það verði gert. FARÞEGAR í NOREGSFÖR MS. HERJÓLFS FARÞEGAR í Noregsför ms. Heijólfs 9.-12. sept. sl. hafa sent Velvakanda undirskrifta- lista þar sem þeir þakka áhöfn ms. Heijólfs fyrir góða þjónustu, lipurð og gott viðmót á ferð sinni frá Vestmannaeyjum til Noregs 9.-12. sept. sl. Fjölskyldufólk vill sérstaklega þakka starfs- fólkinu ómetanlega aðstoð við umönnun barnanna. TAPAÐ/FUNDIÐ Skór töpuðust HVÍTIR íþróttaskór, „Nike“ nr. 42, töpuðust úr bíl á leiðinni Básendi, Sogavegur, Mikla- braut, Rauðarárstígur að Skúla- götu sl. miðvikudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 681105 eftir klukkan 18. Eyrnalokkur fannst í sumarhúsi í HÚSAFELLI í VR-húsi nr. 5 fannst eyrnalokkur í ágúst sl. Eigandinn getur vitjað hans í síma 74027. Hringur fannst í LAUGINNI við Laugarfell á Sprengisandi fannst nettur gull/silfurkarlmannshringur 12. september sl. Eigandinn getur vitjað hans í síma 689950. Hvítir eyrnalokkar HVÍTIR eymalokkar töpuðust á Rauða ljóninu föstudagskvöldið 3. september. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 78428. Slæða tapaðist LJÓSBRÚN slæða, In Wear, tapaðist í Hlíðunum miðviku- daginn 15. september. Finnandi hringi í síma 622467. Poki tapaðist BLAR poki frá Eymundsson sem innihélt regngalla og húfu tap- aðist í miðbæ Reykjavíkur sl. laugardagsmorgun. Finnandi hringi í síma 620701, Herdís. GÆLUDÝR Heimilisköttur SVARTUR heimilisköttur er daglega fyrir utan húsið í Há- túni lOa. Þetta er greinilega heimilisköttur, en örugglega týndur. Hann er ómerktur. Ef einhver saknar kisunnar sinnar, er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að athuga málið. Gulbröndóttur kettlingur GULBRÖNDÓTTUR, tveggja mánaða fresskettlingur með blá augu, tegund Toir Toishell, fæst gefins á gott heimili. Hann er kassavanur og þrifalegur. Uppl. í síma 626229. Skotta týnd SKOTTA, sem er svört með hvíta bringu, hávaxin og grann- vaxin, er týnd. Ef einhver hefur séð til Skottu, vinsamlega hringi í síma 34766 eða 681979. Hún er merkt. Kanína óskast ÓSKA eftir kanínu gefins, helst innan við eins árs. Gott væri ef búr fylgdi með. Uppl. í síma 658517. Islenski fálkinn /---------------------------\ Málþing í Yiðey haldið á vegum Reykjavíkurborgar í tilefni af 5 ára afmæli endurreisnar Viðeyjar- stofu, sunnudaginn 19. september 1993. Dagskrá: Kl. 10.00 Farið með Maríusúð úr Klettsvör í Sundahöfn. Kl. 10.45 Málþingið sett. Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar. Kl. 11.00 Erindi I. Endurreisn Viðeyjarstofu. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt. Kl. 11.45 Fyrirspurnir og umræður. Kl. 12.15 Hádegisverður. Kl. 13.15 Erindi II. Nicolai Eigtved. Curt V. Jessen arkitekt frá Danmörku. Kl. 14.00 Fyrirspurnir og umræður. Kl. 14.30 Erindi III. Dönsk áhrif á íslenska bygg- ingalist. Pétur H. Ármannsson arkitekt. Kl. 15.15 Síðdegiskaffi. Kl. 15.45 Fyrirspurnir og umræður. Kl. 16.15 Þingslit. Kl. 16.30 Lagt úr Bæjarvör í Viðey. Málþinginu stjórna sr. Þórir Stephensen staðar- haldari í Viðey og Magnús Sædal Svavarsson tæknifræðingur, byggingarstjóri Viðeyjar. Þátttaka er öllum heimil. Þinggjöld eru engin, en veitingar í Viðeyjarstofu yfir daginn (kaffi að morgni, léttur hádegisverður, kaffi og kökur síð- degis) kosta kr. 1500.00. Þátttöku þarf ekki að tilkynna fyrirfram. Staðarhaldari. ______________________________________________j STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Vinningshafar í skoðanakönnun skóverslana Steinars Waage, sumarið 1993. ■ Domus Medica, Egilsgötu 3. Ingunn Bragadóttir, Dalvík, 10.000,- kr. vöruúttekt. Anna Kristín Þorsteinsdóttir, Reykjavík, 5.000,- kr. vöruúttekt. Lilja Birgisdóttir, Reykjavík, 5.000,- kr. vöruúttekt. ■\ ■ Kringlan, Kringlunni 8-12. Guðmundur Börkur Thorarensen, Reykjavík, 10.000,-kr. vöruúttekt. Margrét Marteinsdóttir, Patreksfirði, 5.000,- kr. vöruúttekt. Margrét Á. Guðmundsdóttir, Hafnarfirði, 5.000,- kr. vöruúttekt. V Toppskórinn, Veltusundi. Kolbrún Eiríksdóttir, Hvalfjarðarströnd, 10.000,- kr. vöruúttekt. Einar Oddberg Hafsteinsson, Reykjavík, 5.000,- kr. vöruúttekt. Hulda G. Mogensen, Reykjavík, 5.000,- kr. vöruúttekt. Vinningar hafa verið sendir til viðkomandi aðila. Við viljum minna á að við tökum við öllum skóm til afríkusöfnunar. J ________________________________________________) i HtfgmdH .uliitii Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.