Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 40
S?mGe9lwitslSmÉFN69Uai, 'pÓSTHóÍ.f'sMO*/ AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Rúmlega
tvítugur
maður lést
í árekstri
22 ÁRA gamall maður beið bana
í hörðum árekstri á Garðsvegi,
rétt utan við Keflavík um klukk-
an 8 í gærmorgun.
Bíll sem maðurinn ók á leið til
Keflavíkur lenti þar í árekstri við
fólksflutningabíl frá varnarliðinu.
Fólksflutningabfllinn var kyrr-
stæður og beið þess að beygja inn
á Sandgerðisveg en ökumaður
hans hafði ekið örlítið yfir miðlínu
vegarins og inn á gagnstæðan
vegarhelming þegar áreksturinn
varð, að sögn lögreglu.
Talið er að ökumaður fólksbíls-
ins hafi beðið bana samstundis en
hvorki ökumann né farþega í
fólksflutningabílnum sakaði, að
sögn lögreglu.
Ekki er unnt að greina frá nafni
hins látna að svo stöddu.
Fundað við skipshlið
FULLTRUAR heilbrigðisyfirvalda, sýslumanns, héraðslæknis, meindýraeyðis, lögreglu og tollyfirvalda funda um málið á bryggj-
unni í Bolungarvík.
Vísað frá bryggju vegna rottugangs
Bolungarvík.
RÚSSNESKU fiskflutningaskipi var vísað frá bryggju hér í Bolung-
arvík um hádegisbilið í gær þar sem vart varð við rottugang um borð.
Skipið sem ber nafnið Nikolay
Kononov er 2.400 lesta verksmiðju-
skip. Það lagðist að bryggju uppúr
klukkan átta í gærmorgun og var
ætlunin að skipa á land um 60 lest-
um af rækju og 150 lestum af físki
til vinnslu hjá fískvinnslufyrirtæk-
inu Þuríði hf. sem nýlega keypti
frystihús það sem áður var í eigu
Einars Guðfínnssonar hf.
Það að auki var ætlunin að skipa
á land 150 lestum sem síðan átti
að flytja til Sauðárkróks. Ekki mun
þessi afli vera veiddur eða unninn
um borð heldur er þetta afli sem
skipið hefur safnað á miðunum úr
öðrum veiðiskipum.
Athugun meindýraeyðis leiddi í
ljós veruleg ummerki rottugangs,
en þegar menn urðu jafnframt var-
ir við rottu sem spókaði sig á
bryggjukantinum var skipinu um-
svifalaust vísað úr höfninni. Sótt-
vamanefnd Bolungarvíkur kom
þegar saman til fundar og úrskurð-
aði að skipið fengi ekki að koma í
höfn nema fyrir liggi rottueyðing-
arvottorð. En þar sem ótvíræð
ummerki eftir rottur fundust í skip-
inu þá fellur svokallað rottuvottorð
þess sjálfkrafa úr gildi.
Gunnar
Svipast um eftir rottunum
MENN svipast um eftir rottum á milli skips og bryggju.
Morgunblaðið/Alfons
Fengu 130
kílóa lúðu
Ólafsvík.
SKIPVERJARNIR á Bárði SH
81, Pétur Pétursson og Kristján
Sævarsson, duttu heldur betur
í lukkupottinn í vikunni er þeir
fengu 130 kílóa lúðu 5 netin.
Að sögn Kristjáns var talsverður
bamingur að ná flykkinu inn
fyrir borðstokkinn enda var lúð-
an bráðlifandi og öflug og ætl-
aði greinilega ekki að láta ná
sér, en að lokinni mikilli og
snarpri baráttu varð flyðran að
láta í minni pokann. Á myndinni
^ eru félagarnir á Bárði með flyðr-
una á milli sín.
Könnun Fasteignamatsins á kaupsamningum vegna viðskipta í Reykjavík
Helmingi færri einbýlishús
seld en á sama tíma 1991
RAUNVERÐ þeirra íbúða sem Fasteignamat ríkisins hefur upplýs-
ingar um að hafi verið seldar í Reykjavík á öðrum fjórðungi þessa
árs er 1,5% lægra en raunverð þeirra íbúða sem seldar voru á fyrsta
fjórðungi ársins. Miðað við sama ársfjórðung í fyrra er raunverðs-
lækkunin 2,5%. Meira en helmingi færri einbýlishús hafa selst á
fyrri helmingi ársins í ár en á sama árstíma fyrir tveimur áruin og
rúmlega þriðjungi færri en á sama tíma í fyrra. Velta í þeim við-
skiptum er nú 40% minni en fyrir tveimur árum, að sögn Steinars
Höskuldssonar hjá Fasteignamati ríkisins.
Skattsvik eru að aukast að mati skattrannsóknarstjóra
Sé litið til heildarfasteignamark-
aðarins í Reykjavík hafa 20% færri
kaupsamningar borist og er veltan í
viðskiptunum 20% minni. Um er að
ræða bráðabirgðatölur, að sögn
Steinars Höskuldssonar sem leggur
áherslu á að þær veiti einungis vís-
bendingu um markaðinn á þessum
tíma. Tölurnar ná til alls íbúðarhús-
næðis á öllum byggingarstigum,
jafnt nýbygginga og eldra húsnæðj
þannig að samdráttar í nýsmíðum
sér stað í tölunum.
samningar um fasteignaviðskipti fyr-
ir alls 5.410 milljónir, árið 1992
höfðu 896 samningar verið gerðir á
sama tíma fyrir 5.649 milljónir króna
en 1991 höfðu selst 942 íbúðir fyrir
6.242 milljónir króna.
--------» ♦ ♦
Hagkaup
í mál við
Fólk hefur fundið glufur á
virðisaukaskattskerfinu
^DÆMI eru um að í rannsókn hjá embætti skattrannsóknarstjóra ríkis-
ins hafi komið í ljós þrír mismunandi reikningar með sama númeri
sem fyrirtæki hefur sent frá sér. Viðtakendur greiða reikningana
með virðisaukaskatti en fyrirtækið setur aðeins einn í opinbert bók-
hald sitt og stingur undan virðisaukaskattinum sem greiddur var sam-
kvæmt hinum tveimur reikningunum.
Skúh Eggert Þórðarson skatt-
rannsóknarstjóri segir í samtali við
Morgunblaðið, að það sé mat þeirra
^em vinna hjá skattstofum landsins,
' að skattsvik hafí verið að aukast hér
frá því því seint á síðasta ári. Greini-
lega hafí dregið úr skattsvikum í
kjölfar skattkerfísbreytinga á und-
anförnum árum en nú hafi menn
fundið glufur á virðisaukaskatts-
kerfinu.
Skattrannsóknarstjóri segir að
dæmi séu um að menn geri út á
virðisaukaskattskerfið með því að
stofna röð af fyrirtækjum sem selji
hvert öðru. Innskattur sé dreginn
frá en útskatti ekki skilað og fyrir-
tækin síðan keyrð í gjaldþrot.
Þá segir skattrannsóknarstjóri að
grunsemdir séu um að í ákveðnum
tilfellum falli fískveiðar, vinnsla og
sala afurða undir svarta atvinnu-
starfsemi. Hann segir að færðar
hafi verið sönnur á að framleiðsla
og sala Iandbúnaðarafurða fari fram
„neðanjarðar".
Sjá bls. 20-21: „Skattsvik ...“
187 einbýlishús seld
1991 en 84íár
15. september 1991 höfðu Fast-
eignamati ríkisins borist kaupsamn-
ingar um sölu á 187 einbýlishúsum
að söluverði samtals 1.644 milljónir
króna fyrstu sex mánuði ársins, 15.
september 1992 höfðu selst 135 ein-
býlishús fyrir 1.323 milljónir en
fyrstu 6 mánuði ársins í ár seldust
í Reykjavík 84 einbýlishús og var
kaupverðið 956 milljónir króna, mið-
að við upplýsingar um viðskipti sem
borist höfðu 15. þessa mánaðar. Um
55% samdrátt er að ræða í fjölda
seldra eigna en heildarsöluverð fyrri
helmings 1993 nemur 58% af sölu-
verði sama tíma árið 1991.
Alls bárust Fasteignamati ríkisins
fyrstu 6 mánuði ársins 826 kaup-
stjórnvöld
FORRÁÐAMENN Hagkaups hafa
ákveðið að höfða mál á hendur
stjómvöldum til að fá ákvörðun
landbúnaðarráðuneytisins um að
leyfa ekki innflutning á dönsku
skinkunni hnekkt og gera kröfu
um skaðabætur.
„Það kom endanleg niðurstaða
landbúnaðarráðuneytis, sem hefur
verið tilkynnt tollstjóra, um að þar
sem Framleiðsluráð landbúnaðarins
telji nægilegar birgðir svínakjöts í
landinu sé ekki hægt að heimila
þennan innflutning. Hagkaup harm-
ar þessa afstöðu," sagði Óskar
Magnússon lögmaður Hagkaups í
samtali við Morgunblaðið.