Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 5 Jóhannes í Bónus um kalkúnabirgðir Alltöim- ur vara JÓHANNES Jónsson kaupmaður í Bónus segir að sú staðreynd að 15 tonn af kalkúnakjöti séu til í landinu breyti í engu þeirri fyrir- ætlun sinni að flytja 200 kg af kalkúnakjöti inn til landsins, enda sé um aðra vöru að ræða, steikt kjöt en ekki fryst. Jóhannes sagði að upplýsingar um birgðir af kalkúnakjöti hefðu ekki áhrif á ætlun sína. „Kjötið sem ég ætla að flytja inn er allt önnur vara en frosinn kalkúnn úr því það, allt í einu, er til en það hefur hingað til ekki verið. Ef þetta, hins vegar, hef- ur orðið til þess að orðin er upp- spretta af kalkún í landinu er það af hinu góða, auðvitað. Menn hafa yfirleitt ekki getað fengið þetta og aldrei nóg fyrir hátíðir." Jón Baldvin standi við orð sín Kjötið kemur með flugi hingað til lands á sunnudag og verður tollaf- greitt á mánudag. Tollafgreiðslan heyrir undir utanríkisráðuneytið en Jóhannes segist ekki hafa fengið nein skilaboð þaðan. „Ég vona bara að Jón Baldvin standi við það sem hann er búinn að segja varðandi það að þetta sé leiðin, að fara þama í gegn. Þar ráði hann.“ Aðspurður kvaðst Jóhannes búast við að kjötið yrði komið í allar versl- anir Bónus á þriðjudag eða miðviku- dag. „En þetta er auðvitað ekki mik- ið magn. En ef þessu verður vel tek- ið höldum við áfram á þessari braut og pössum upp á að þetta verði allt- af til,“ sagði Jóhannes. ------------- V estmannaeyjar Sjúkraflug með tvítug- anpilt TVÍTUGUR piltur var fluttur mik- ið slasaður með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur eftir að bíll sem hann ók valt og hafnaði inni í húsgarði við Kirkju- veg þar í bæ í fyrradag. Talið er að veltan hafi orðið þegar öku- maðurinn reyndi að forðast að aka á barn sem hjjóp út á götuna. Hann lá enn á gjörgæsludeild Borgarspítalans síðdegis í gær. Slysið varð á tíunda tímanum að morgni miðvikudags. Að sögn lög- reglu í Eyjum ók pilturinn eftir Kirkjuvegi þegar talið er að um 50 metrum vestan við Hólaveg hafi barn hlaupið út á götuna. Pilturinn sveigði þá frá með þeim afleiðingum að hann missti vald á bílnum sem skall á rennustein, valt og hafnaði inn í húsgarði. Hann var fluttur á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum, þar sem kom í Ijós að hann var m.a. lærbrotinn og með áverka á baki, að sögn lögreglu. Hann var fluttur með sjúkraflug- vél til Reykjavíkur. A gjörgæsludeild Boargarspítalans fengust þær upp- lýsingar síðdegis í gær að pilturinn lægi þar enn en ekki fengust upplýs- ingar um líðan hans. ----*-*-♦---- Tekinn á 148 km hraða 19 ÁRA piltur missti ökuréttindi sín um miðjan dag í gær þegar hann var staðinn að því að aka á 148 km hraða um Hafnarfjarðar- veg. Lögreglan í Hafnarfirði var við radarmælingar í grennd við Arnar- nes, þar sem hámarkshraði er 70 km/klst, þegar kraftmiklum sport- bíl piltsins var ekið inn í radargeisl- ann á þessum hraða. Pilturinn var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. $ VIÐ R5ST KYNNUM RENAULT ÁRGERÐ '94 Fallega fólksbíla á fínu veröi Við kynnum nýjan og glæsilegan luxusbíl frá Renault S A F R A N E ÞAR SEM ÞÚ NÝTUR BESTU STUNDA DAGSINS Safrane er glœsilegastifólksbíllinn fró Renault. Sjö evrópsk bílablöð völdu hann sem besta valkostinn í luxusbílum á þessu ári. Renault Safrane er búinn öllum þœgindum og hefur einstaka aksturseiginleika. Verðfrá kr. 2.659.000,- RENAULT 19 RT Renault 19 RT erfjögurra eða fimm dyra og búinn kraftmikilli 1800 cc. vél, glœsilegri innréttingujjarstýrðum samlœsingum, rafdrifnum rúðum, vökva- og veltistýri. þokuljósum og mörgufleiru. Verð kr. 1.399.000,- RENAULT CLIO RN/RT Renault Clio hefur hlotið fleiri viðurkenningar en nokkur annar fólksbíll í sama stœrðarflokki. Hann stendur til boða í tveimur útgáfum.þriggja ogftmm dyra á verðifrá kr. 969.000,- Bílaumboðið hf Krókhálsil, 110 Reykjavík, sími 686633 Einkaumboð fyrir Renault á íslandi Það þarf engin gylliboð til að selja Renault! A undanförnum mánuðum hafa sumir keppinautar okkar boðið ólíklegustu hluti með nýjum fólksbílum. Þar má nefna ferðalög, frían aukabúnað, frítt bensín, vaxtalaus lán, reiðhjól, skyndi- og rýmingarsölur og ýmislegt annað. Þegar Renault fólksbílar eru annars vegar er ekki þörfá slíkum sjónhverfingum. Renault fólksbílar eru glæsilegir, vel búnir og boðnir á einstaklega hagstæðu verði. Ef tekið er tillit til yfirburða Renault í lágu verði, gæðum og búnaði þarf engin gylliboð. Hann selur sig sjálfur! O P IÐ: laugardag og sunnudag kl. 12-17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.