Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 18
V F sací aaamTmz .sr huoaoíiaouaj ciia/uiurAuoí!OM 18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 Reuter Keating heimsækir frændur sína PAUL Keating, forsætisráðherra Ástralíu, ásamt gestgjafa sínum og starfsbróður í Bretlandi, John Major, á leið inn embættisbústað Majors, Downing-stræti nr. 10, í gær. Ástralinn er í fjögurra daga, opinberri heimsókn. Keating vill að Ástralía verði lýðveldi fyrir árið 2000 pg kannanir sýna að meiri- hluti Ástrala er honum sammála. Elísabet Englandsdrottning er nú ^ þjóðhöfðingi Ástrala og hafa bresk æsifréttablöð ráðist harkalega á gestinn fyrir „drottinsvik". Ekki bætir úr skák að Keating var sak- aður um að sýna drottningu virð- ingarleysi er hún var í heimsókn í Ástralíu í fyrra; hann klappaði henni á bakið. Ráðherrann svaraði því til að lýðveldismálið væri ein- göngu viðfangsefni „drottningar Ástralíu og áströlsku þjóðarinnar". Shevardnaze biður um aðstoð vegna átaka við uppreisnarmenn í Sukhumi Rússar bjóða Georgíumönn- um aðstoð gegn Abkhösum Moskvu. Reuter. RÚSSAR buðu Georgíumönnum hernaðaraðstoð í gær eftir að Edúard Shevardnadze, forseti Georgíu hafði beðið Pavel Grastjov, varnarmálaráðherra Rússa, um aðstoð vegna átak- anna í Abkazíuhéraði. Skæruliðar, sem beijast fyrir sjálf- stæði héraðsins frá Georgíu, háðu í gær og fyrradag harða bardaga við stjórnarhermenn í miðborg Sukhumi, höfuðborg- ar Abkhazíu. Rússneska utanríkisráðuneytið hótaði í gær aðskilnaðarsinnum i Abkhasíu því að rafmagnið yrði tekið af héraðinu og það beitt efnahagsþvingunum ef þeir legðu ekki niður vopn. ís Jeltsín Rússlandsforseta sagði Shevardnadze að skæruliðarnir hefðu fallist á vopnahléið til að stjómarherinn myndi afvopnast. Þeir væru nú að ráðast inn í nær vopnlausa borg. Haft var eftir, Boris Pastokov, utanríkisráðherra Rússa, að Shevardnadze hefði þeg- ar snúið aftur til Sukhumi að lokn- um viðræðum við Gratstjov. Fólks- straumur var hins vegar úr borg- inni. Talsmaður Shevardnadze sagði í gær að 21 einn hefði látist og 151 særst í bardögum síðustu tveggja daga. Herma heimildir að um 400 skæruliðar, studdir af tveimur skriðdrekum og nokkrum brynvörðum farartækjum, hafí sótt inn í borgina úr norðri. Með þessari árás hefur endi verið bundinn á vopnahlé, sem samið var um fyrir sjö vikum síð- an. Þá hafði geisað stríð í Abkhas- íu í 12 mánuði, sem kostaði þús- undir mannslífa. í Sukhumi eru nú aðeins átta af þeim 88 eftirlits- mönnum Sameinuðu þjóðanna, sem áttu að gæta þess að vopna- hléð væri virt. Edúard Shevardnadze, forseti Georgíu, hélt til Sukhumi í fyrra- dag. I skeyti sem hann sendi Bor- Alusuisse framleiðir álplötur í Audi A8 Zilrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara ÞÝSKA bifreiðafyrirtækið Audi hefur samið við álverksmiðju Alusuisse-Lonza (A-L) i Sierre í Sviss um framleiðslu álplatna í nýja Audi A8. Framleiðslusamn- ingurinn er metinn á um 4,8 millj- arða ísl. króna. A-L hefur langa reynslu og þekk- Morgunblaðsins. ingu í álframleiðslu fyrir sam- göngutæki. Verksmiðjan í Sierre er til dæmis einn helsti framleið- andi álplatna fyrir hraðlestir. . „Framleiðsla álplatnanna er tækni- legt tímamótaskref í bifreiða- og áliðnaðinum," segir í tilkynningu frá A-L. Eru umskipti í lyfjameð- ferð geðklofa í augsýn? FYRIR nokkrum árum var farið að ræða um nýtt undralyf gegn geðklofa á Vesturlöndum. Skýrt var frá ótrúlegum bata sjúklinga sem áður höfðu verið algerlega ósjálfbjarga, orðnir fastir í vef of- skynjana, ranghugmynda og ofsóknarhræðslu, en náðu sér skyndi- lega og fóru að lifa eðlilegu lífi. Að sögn breska blaðsins Financial Times var það svissneska lyfjafyrirtækið Sandoz sem setti þetta lyf, clozapine, á markaðinn í Bandaríkjunum árið 1989 en það hefur verið notað á Islandi um alllangt skeið. Áhugi á gerð slíkra lyfja fer nú hratt vaxandi en um langt skeið hafði trú vísindamanna á þessu viðfangsefni verið lítil. Talið er að um einn af hundraði jarðarbúa þjáist af geðklofa á einhverju stigi. Volkswagen dregnr sam- an seglin VOLKSWAGEN AG, stærsti bílaframleiðandi Evrópu, dró fyrr í vikunni úr áætluðum íjár- festingum í dótturfyrirtæki sínu, Skoda í Tékklandi. Tilkynnt var um þessa ákvörðun degi áður en Volkswagen ætlaði að gang- ast í ábyrgðir fyrir 60 milljarða króna lán fyrir Skoda. Ætlun fyrirtækisins er að draga úr fjár- festingum næstu ljögur árin sem nemur „verulegum" uppnæðum en tap hefur m.a. verið á reksti dótturfyrirtækisins SEAT á Spáni. Hefur VW tapað um 67 milljörðum kr. það sem af er þessu ári. Uppsagnir hjá Daimler-Benz ERFIÐLEIKAR hafa verið í rekstpi Daimler-Benz bílafram- leiðandans þýska og hefur fyrir- tækið nú tilkynnt um miklar spamaðaraðgerðir sem m.a fela í sér að störfum hjá fyrirtækinu fækkar um 40.000 fyrir lok árs- ins. Mestur er samdrátturinn í sölu á Mercedes Benz bílum.Er ætlunin að spara um 330 millj- arða á þessum aðgerðum. Ætluðu að myrða Mitterand FRANSKA dagblaðið Le Figaro sagði frá því í gær að Líbýu- menn hefðu ætlað að ráða Francois Mitterand, forseta Frakklands, af dögum árið 1984 er hann var á ferð í Mið-Afríku- lýðveldinu. Hafði blaðið upplýs- ingar sínar frá ónefndum heim- ildarmönnum sem sögðu að lí- býska leyniþjónustan hefði lagt á ráðin um að skjóta flugskeyt- um að forsetanum. Franska leyniþjónustan hefði hins vegar komist að ráðabrugginu og kom- ið í veg fyrir að það yrði að veru- leika. Vextir lækka í Danmörku DANSKI seðlabankinn lækkaði á fímmtudag forvexti um hálft prósentustig, úr 9,25 í 8,85 pró- sent. Nokkrir stærstu bankanna hafa þegar tilkynnt að þeir muni einnig lækka í vexti. Vaxtalækk- unin boðar að danska krónan verði ekki látin fylgja þýska markinu jafnfast eftir og áður og er ætlunin að lækka vexti enn frekar. Andstætt því sem búist var við styrktist danska krónan heldur á gjaldeyrismörkuðum, eftir að Iækkunin var tilkynnt. Rússneski herinn frá Póllandi SÍÐUSTU rússnesku hermenn- irnir halda frá Póllandi í dag. 24 liðssveitir voru eftir í landinu en á fimmtudag var samið um brottför þeirra. Sovéskar her- sveitir voru í öllum löndum Aust- ur-Evrópu eftir heimsstyijöldina síðari en mjög hefur fækkað í þeim eftir fall kommúnismans. Þegar flest var, voru um 40.000 rússneskir hermenn í Póllandi. Frakkar lána Kazökum FRAKKAR hafa ákveðið að lána Kazakstan 3,7 milljarða en lánið er hluti samvinnu landanna tveggja á sviði stjóm- og efna- hagsmála. Francois Mitterrand er í opinberri heimsókn í Kaz- akstan. I samvinnu ríkjanna felst m.a. að frönsk fyrirtæki koma við sögu á sviði orku-, fjar- skipta, samgöngu- og málm- vinnslu. Geðklofí er alvarlegur geðsjúk- dómur og eru algengustu einkennin sem áður segir ýmsar ranghug- myndir, ofskynjanir og ofsóknar- hræðsla. í einstaka tilvikum getur komið fram svonefndur klofínn per- sónuleiki þ.e. að í huga sjúklingsins virðist hafa hreiðrað um sig skap- gerð tveggja eða jafnvel fleiri og oft gerólíkra manna. Venjulega koma einkennin fram seint á ungl- ingsárunum, þegar heilavefir þrosk- ast mjög hratt. Áhrifín eru mikil, brenglunin mjög djúpstæð. Fái sjúklingurinn enga meðhöndlun getur hann glatað öllum tengslum við raunveruleikann og hafnar gjarnan í sárri fátækt þar sem hann verður undir í lífsbaráttunni. Álitið er að um þriðjungur allra heimilis- lausra í Bandaríkjunum sé haldinn geðklofa. Tilviljun Fyrsta lyfið sem notað var gegn veikinni var uppgötvað fyrir tilvilj- un. Læknir í Víetnam komst að raun um að hægt var að nota ró- andi lyf, thorozine, til að losa sjúkl- inga við ofskynjanir. Menn hófu nú að nota það við geðklofa og fleiri lyf af sama toga voru búin til. En gallarnir voru margir. Sjúklingar urðu margir hveijir þunglyndir eða sinnulausir, áttu erfítt með að laga sig að samfélaginu. Margir fengu engan bata, hjá öðrum varð vart aukaverkana. Göngulagið varð stirðbusalegt, stöppuðu fæti í gólf í tíma og ótíma, taugakerfið varð fyrir skakkaföllum svo að kippir í andlitsvöðvum og tungu urðu tíðir og óviðráðanlegir. Clozapine er einstakt að því leyti að þvi fylgja engar slíkar aukaverk- anir á vöðvakerfið og margir sem gömlu lyfin virkuðu ekki á fá nú bót meina sinna. „Eftir að fyrsta lyfið [thorozine] var fundið upp var haldið áfram að þróa aðferðir á sama grundvelli," segir John Kane, yfírmaður sálfræðideildar Jewish Medical Center í New York. „Þess vegna er það svo geysilega spenn- andi að sjá að alger endurnýjun er að verða í gerð lyfla gegn sjúk- dómnum". Eftir að clozapine kom fram á sjónarsviðið hafa mörg fyrirtæki einbeitt sér að því að framleiða ný lyf gegn sjúkdómnum enda er markaðurinn fyrir þau stór, talið að ársveltan séu rúmlega 100 millj- arðar króna. Söluaukning er um 9% á ári svo að margir, jafnt í Evrópu sem Bandaríkjunum, hugsa sér gott til glóðarinnar. Auk áður- nefnds clozapine þykja nokkur önn- ur lyf; risperidone, bromoperidol og remoxipride, gefa góðar vonir. „Eftir að hafa rannsakað sjúkdóm- inn í 30-40 ár erum við að ná tökum á honum,“ segir talsmaður eins fyr- irtækisins í samtali við The Financ- ial Times. Óljósar orsakir Enn er margt sem læknar vita ekki um orsakir geðklofa en þó eru menn sammála um að eitthvað fari úrskeiðis í efnafræðilegum boð- skiptum í heilanum. Geðklofí er að því leytinu mjög dularfullur sjúk- dómur að þótt lyfin hafi áhrif á þær frumur sem um er að ræða á nokkr- um klukkustundum geta liðið nokkrar vikur áður en batamerki sjást hjá sjúklingnum. Læknar telja að ef til vill sé þetta vegna þess að þessar frumur séu aðeins fyrstu hlekkimir í flóknu ferli, eins konar dómínóspili. Takist að fínna hinar keilurnar í spilinu verði auðveldara að fínna réttu lyfin. Enn fremur veldur það vanda að lyf hafa áhrif á suma geðklofasjúklinga en ekki aðra. Sumir sérfræðingar telja að beina verði leitinni að einni, ákveð- inni frumugerð, þar sem sjúkdóm- urinn eigi rætur sínar. Aðrir telja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.