Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993
29
Minning
Ásrún Sigfúsdótt-
ir, Ytra-ÁJandi
Fædd 14. desember 1900
Dáin 6. september 1993
Þegar Ásrún tengdamóðir mín
lagði upp í sína hinstu för skartaði
Þistilfjörður, sveitin hennar kæra,
sínu fegursta. Veðrið var einkar fag-
urt, stafalogn, fjallahringurinn blár
og fagur og hafflöturinn spegilslétt-
ur. Enda sagði hún alltaf að sér
gæfi jafnan vel.
Ásrún fæddist í Krossavík í Þistil-
firði 14. desember árið 1900. Hún
var dóttir hjónanna Guðnýjar Soffíu
Guðjónsdóttur, f. 10. apríl 1862, d.
4. júní 1964, og Sigfúsar Vigfússon-
ar, f. 3. september 1864, d. 21. októ-
ber 1933. Systkini Ásrúnar voru
Jakobína, húsmóðir á Raufarhöfn,
Vigfús, verkamaður á Raufarhöfn,
Björn, bóndi á Brekknakoti, Jó-
hanna, húsmóðir á Brekknakoti og
síðar á Raufarhöfn, og María, hús-
móðir á Raufarhöfn. Ásrún var
yngst systkinanna. Hún fluttist með
foreldrum sínum í Flautafell, en
þaðan fluttust þau svo í Brekknakot
þegar Ásrún var tveggja ára. Hún
byrjaði snemma að vinna fyrir sér,
var m.a. um tíma í vist á Raufarhöfn.
Þegar Ásrún var 13 ára fór hún
í vinnumennsku í Borgir í Þistilfírði
til hjónanna Vilborgar Guðmunds-
dóttur og Björgvins Kristjánssonar.
Þegar Ásrún hafði dvalist tvö ár í
Borgum lést Björgvin. Ásrún hafði
ríka samúð með ekkjunni og börn-
unum ungu. Hún ákvað að vera
áfram á Borgum og hjálpa þeim eins
og hún gæti. Hún sinnti öllum al-
mennum bústörfum jafnt úti sem
inni. Hún heyjaði á engjum, reri til
fiskjar og aðstoðaði ekkjuna við
uppeldi bamanna.
Hinn 16. júní 1928 giftist Ásrún
Ragnari Eiríkssyni frá Grasgeira í
Presthólahreppi. Ragnar var fæddur
í Borgum 3. maí 1904, sonur hjón-
anna Þorbjargar Guðmundsdóttur,
f. 11. september 1870, d. 9. apríl
1950, og Eiríks Kristjánssonar, f.
14. júlí 1871, d. 9. ágúst 1921.
Ragnar og Ásrún fluttust strax í
Ytra-Áland að brúðkaupi þeirra
loknu. Þau bjuggu þar miklu mynd-
arbúi og voru mjög dugleg og sam-
hent hjón. Þeim varð 11 barna auð-
ið. Þau eru í aldursröð: Kristán f.
1930, búsettur á Þórshöfn, kvæntur
Eddu Jóhannsdóttur og eiga þau
þijú börn, Áshildi, Ragnar og Frey;
Sigfús, f. 1932, d. 1965, bóndi á
Ytra-Álandi; Þorbjörg, f. 1934, hús-
móðir í Reykjavík, hún á tvö börn,
Ásrúnu og Svein Loga; Eiríkur, f.
1935, búsettur í Kópavogi, kvæntur
Aðalheiði Jóhannsdóttur og eiga þau
þijár dætur, Jóhönnu Ósk, Lindu
Björk og Heiðdísi Dögg; Ari, f. 1937,
búsettur á Akureyri; Aki, f. 1938,
búsettur á Þórshöfn; Hrólfur, f.
1939, búsettur á Álftanesi, kvæntur
Grétu S. Jóhannsdótur og eiga þau
tvö börn, Hildi og Smára; Marinó,
f. 1941, búsettur á Þórshöfn, kvænt-
ur Kristínu Alfreðsdóttur og eiga
þau þijú börn, Sigrúnu, Sæunni og
Almar; Guðný, f. 1942, búsett á
Seyðisfirði, gift Aðalbirni Haralds-
syni og eiga þau tvö böm, Harald
Ragnar og Hörpu Gunni; María f.
1943, búsett á Egilsstöðum, gift
Magnúsi Ó. Sigurðssyni og eiga þau
þijú börn, Sigurð Hjartar, Hlín
Hjartar og Ríkarð Hjartar; Skúli, f.
1945, búsettur á Ytra-Álandi,
kvæntur Bjarnveigu Skaftfeld og
eiga þau tvö börn, Helgu og Ragn-
ar, auk þess sem Bjarnveig á tvo
syni frá fyrra hjónabandi, Jón Bjama
og Svein Steinar. Langömmubörn
Ásrúnar eru 14.
Ásrún og Ragnar leigðu Ytra-
Áland fyrstu fjögur árin, en keyptu
þá helming jarðarinnar. 1945 keyptu
þau hinn helming jarðarinnar. Þau
máttu greiða hana á tíu árum en
greiddu hana til fulls á fimm árum,
ásamt því að standa í miklum fram-
kvæmdum og uppbyggingu á jörð-
inni.
Ragnar féll frá í blóma lífsins 25.
ágúst 1949, aðeins 45 ára gamall.
Hann var annálaður dugnaðarmað-
ur, greiðvikinn, traustur og léttur í
lund.
Það var mikið áfall fyrir Ásrúnu
og börnin þegar Ragnar féll frá. En
það var ekki í hennar anda að gef-
ast upp. Hún bar harm sinn í hljóði
og flíkaði ekki tilfinningum sínum.
Börnunum sínum var hún mikil
móðir, ól þau upp í kristilegum anda
og lagði sérstaka áherslu á að gera
þau að sjálfstæðum einstaklingum.
Eftir fráfall Ragnars tóku börnin
við búi með henni. Hún stjórnaði
með festu en mildi og átti gott sam-
starf við börnin sín öll.
Það var ætíð nóg að starfa og líf-
legt heimilislíf á Ytra-Álandi í bú-
skapartíð Ásrúnar. Farskóli var þar
í 25 ár, fyrst 1931. Þá voru þar oft
25 manns í heimili.
Fyrstu búskaparár Ragnars og
Ásrúnar heyjuðu þau á heiðarbýlum
á Álandstungu. Ásrún fór með
Ragnari í þessar engjaferðir fyrstu
tvö árin. Hún var mjög hagsýn og
mikil búkona. Hún hafði alltaf tvær
til þijár kýr og vann skyr, smjör og
osta úr mjólkinni. Á haustin útbjó
hún mikinn mat til vetrar, að þeirra
tíma hætti. Pijónavél átti hún og
pijónaði og saumaði mikið á börnin.
Það segir sig sjálft að vinnudagurinn
hefur oft verið langur. Ekki eyddi
hún tímanum í ferðalög, því að 19
ár liðu einu sinni milli kaupstaða-
ferða hjá henni.
Hún var hlédræg, hógvær og sér-
staklega riærgætin. Hún sóttist ekki
eftir metorðum auði eða völdum.
Heimilið var henni allt.
Árið 1966 ákvað Ásrún að leigja
jörðina og var hún leigð til ársins
1973 er Skúli sonur hennar hóf bú-
skap þar.
Ásrún fluttist til Þórshafnar þegar
hún hætti búskap og hélt heimili
með Áka syni sínum. En aldrei flutti
hún heimilisfang sitt frá Ytra-Álandi
og hygg ég að það hafí verið sú
taug sem ekki mátti slíta.
Heimili þeirra Áka og Ásrúnar
var sérstaklega látlaust en fallegt
og snyrtimennska til fyrirmyndar.
Oft heimsótti ég Ásrúnu og átti með
henni góðar stundir. Það var mjög
gaman að spjalla við hana því að
hún var létt í lund og mjög fróð og
minnug.
Hún var höfðingi heim að sækja
og veitti af mikilli rausn. Mun nú
margur sakna vinar í stað þegar
Ásrún er öll.
Haustið 1992 þurfti Ásrún að fara
til Reykjavíkur til lækninga. Ég var
svo lánsöm að geta fylgt henni suð-
ur og aftur heim. Þessi ferð verður
mér ógleymanleg reynsla. En þarna
sýndi hún sannarlega hvað í henni
bjó. Hún var útskrifuð af sjúkrahús-
inu í Reykjavík, en átti að leggjast
inn á sjúkrahúsið á Akureyri í einn
til tvo daga til hvíldar. Hún var vel
hress og taldi þetta ástæðulaust.
Hún vildi komast heim sem allra
fyrst, því að störfin biðu. Sú ein-
beitni og festa sem þessi aldraða
kona sýndi þarna í viðræðum við
hjúkrunarfólkið, ásamt virðulegri
framkomu og kurteisi, verður mér
og örugglega öllum sem á hlýddu
ógleymanleg. Hún bar hlýjan hug
til hjúkrunarfólks og var þessu fólki
innilega þakklát. En hún hélt sínu
striki og fór heim. Hún var heima-
kær og þráði að fá að vera heima
til hinstu stundar og henni varð að
ósk sinni.
Það var einkar ánægjulegt að
Ásrún skyldi geta verið með okkur
á niðjamóti afkomenda hennar og
Ragnars, sem haldið var á Ytra-
Álandi 17. júlí síðastliðinn. Hún var
vel hress og gat verið með okkur til
kvölds. Þarna voru rifjaðir upp liðn-
ir dagar. Hún leiddi okkur inn í for-
tíðina og fræddi okkur um ýmislegt.
Ég lít svo á að þarna hafí hún
verið að kveðja Ytra-Áland. Jörðina,
þar sem hún eyddi mestum hluta
ævinnar, fæddi og ól upp börnin sín.
Var drottning í ríki sínu. Lífshlaup
hennar var hetjusaga.
Ég kveð tengdamóður mína með
virðingu og þakklæti.
Guð blessi minningu hennar.
Bjarnveig.
Hún amma nafna mín er dáin.
Allar minningarnar hrannast upp.
Stuttir fætur tifandi úr eldhúsinu
hennar ömmu inn á Ytra-Álandi upp
bláa stigann upp á loft, það var svo
góð lykt af bláa dúknum á gólfinu
hennar ömmu. Farið fram í búr og
fenginn mysuostur, hann var hafður
fyrir súkkulaði í sveitinni. Farið fram
í fjós og mjólkað, út á túni og rakað,
í beijamó og í kríueggjaleit. Alltaf
fékk ég að vera með. Komið seinna
á erfiðleikatíma hjá mér norður til
ömmu sem þá var flutt úr sveitinni
sinni í kjallarann hjá Stjána og Eddu
út á Þórshöfn. Alltaf jafn gott að
koma og alltaf tími til að sinna mér
og veita bæði hlýju og skilning. Enn
seinna farið norður og þá var amma
flutt með Áka í litla húsið sem hún
bjó svo í þar eftir. Alltaf eins að
koma til ömmu, hlýtt og svo mikið
gott, fullt borð af mat og húsið fullt
af góðum anda sem frá henni stafaði.
Elsku amma, nafna mín, hjartans
þökk fyrir allt og allt. Minningin um
þig er mér ógleymanleg.
Ásrún Traustadóttir.
Mig langar að minnast ömmu
minnar Ásrúnar Sigfúsdóttur sem
lést 6. september síðastliðinn.
Þó að amma væri orðin 92ja ára
þá fannst mér hún aldrei gömul.
Hún hélt andlegri reisn sinni til
hinstu stundar. Hún var lengst af
heilsuhraust, þar til á síðasta ári að
heilsu hennar fór að hraka, en hún
gat verið heima og séð um sitt heim-
ili til síðasta dags. Það veit ég að
hún mat mikils, því að hún vildi aldr-
ei láta hafa neitt fyrir sér.
Þær eru margar minningarnar
sem leita á hugann á kveðjustund.
Alltaf var jafn gott að koma í heim-
sókn til ömmu á fallega, látlausa
heimilið hennar, hver hlutur á sínum
stað og allt svo hreint og fínt. Amma
var árrisul og sívinnandi meðan
heilsa og kraftar leyfðu. Fallegt var
handbragðið á pijónuðu sokkunum
og vettlingunum sem hún gaf okk-
ur. Hún útbjó mikinn og góðan mat
og bakaði einstaklega góðar kökur. ■
Ég minnist þess þegar amma kom
heim í Ytra-Áland til að hjálpa okk-
ur við sláturgerð á haustin og eins
við laufabrauðsgerð fyrir jólin. Það
var alltaf hátíð í bæ, þegar amma
kom í heimsókn. Mikill var dugnað-
urinn í henni þegar hún bakaði allar
pönnukökurnar fyrir fermingar-
veislu Ragnars bróðurs míns, en þá
var hún komin á tíræðis aldur.
Alltaf vorum við barnabörnin vel-
komin í heimsókn til hennar. Þegar
ég var í skóla á Þórshöfn heimsótti
ég ömmu daglega, einnig var ég
daglegur gestur hjá henni undanfar-
in sumur. Ég kynntist því ömmu vel
og mér þótti mjög vænt um hana.
Hún var traustur vinur, skilningsrík
og sanngjöm.
Við Ragnar kveðjum ömmu með
söknuði og þökkum henni fyrir allt.
Guð blessi þig amma mín.
Helga Skúladóttir.
Minning
Guðjón Jóhannesson
hyggingameistari
Fæddur 28. janúar 1911
Dáinn 13. september 1993
Fjölhæfur og mætur samborgari
Patreksfirðinga, Guðjón Jóhannes-
son, hefur kvatt líf sitt hér í þessum
jarðneska heimi, eftir þunga og erf-
iða sjúkdómslegu um langan tíma.
Við Guðjón áttum langt og gott sam-
starf og það var ávallt gott að leita
til hans um þau málefni sem hann
var öðrum fremri að vita um.
Guðjón var mikill hagleiksmaður
að leita til. Honum voru falin mörg
og margvísleg störf um dagana á
vegum Patrekshrepps. Hann átti
sæti í sveitarstjórn Patrekshrepps
mörg kjörtímabil. Byggingafulltrúi
sveitarfélagsins var hann í fjölda ára
og stóð í forsvari fyrir bygging-
arframkvæmdir staðarins langan
tíma.
Guðjón var framsýnn fram-
kvæmdamaður og hann unni sínu
sveitarfélagi. Á meðan iðnskóli var
rekinn hér á Patreksfirði kenndi
Guðjón teikningu við skólann, enda
var hann höfundur margra húsa-
teikninga er byggt var eftir um
fjölda ára.
Mér er minnisstætt þegar þeir
bræður Guðjón og Páll Jóhannessyn-
ir tóku að sér að reisa skólabyggingu
þá sem nú er á Patreksfirði, hversu
fljótt verkinu miðaði. Að 18 mánuð-
um loknum frá byijun verksins var
byggingin tekin í noktun fullbúin
með öllum húsbúnaði.
Kona Guðjón er Erla Guðjónsdótt-
ir, ættuð úr Mýraheppi, Dýrafirði.
Böm þeirra Erlu og Guðjóns eru:
Friðrik Vagn, kona Kristín S. Árna-
dóttir, Hermann, kona Berta S. Sig-
urðardóttir, Guðjón Jóhannes, kona
Vivienne Iverson, Björgvin, kona
Hjördís Hjartardóttir, og Dýrleif,
maður Óðinn Þórarinsson. Mikið
barnalán hefur þeim hjónumn hlotn-
ast og mörg bama þeirra hafa tekið
að sér margvísleg vandaverk að
leysa.
Milli okkar Guðjóns var viss trún-
aður, byggður á því að við vildum
leysa vandamál byggðarlags okkar
á hagkvæmastan hátt og oft tókst
það mjög vel. Þrátt fyrir að við ætt-
um sæti í sveitarstjórn Patreks-
hrepps um langan tíma, sem fulltrú-
ar hvor fyrir sinn flokkinn, urðu
ágreiningsmálin mjög fá.
Ég og kona mín þökkum sam-
fylgdina og biðjum honum Guðs
blessunar í lífi ljóss og friðar.
Ágúst H. Pétursson.
í dag, 18. september, verður jarð-
sunginn frá Patreksfjarðarkirkju
Guðjón Jóhannesson húsasmíða-
meistari, en hann lést á sjúkrahúsinu
á Patreksfirði hinn 13. þ.m. eftir
margra ára vanheilsu.
Hann fæddist 28. janúar 1911 í
Litla Laugardal í Tálknafirði, og var
því rúmlega 82 ára er hann lést.
Foreldrar hans vom hjónin Guð-
björg Vagnsdóttir og Jóhannes Frið-
riksson er þar bjuggu og var hann
sjöundi af ellefu börnum þeirra.
Fyrstu tólf árin dvaldist hann í for-
eldrahúsum, en vistaðist þá að Kvíg-
indisdal, litlu býli sunnantil við Pat-
reksfjörð, og þar átti hann heima
næstu 18 árin eða þar til hann hóf
nám í trésmíði á Patreksfirði árið
1941, þá 30 ára gamall.
Á þeim árum, er hann átti heima
í Kvígindisdal, fór hann nokkrum
sinnum á vetrarvertíð á Suðurnesj-
um, einkum til Sandgerðis, og bjó
þar all oft við illan kost til sjós og
lands, en hann sagði mér oft frá
þessum vertíðum og þeim aðbúnaði
sem menn máttu sætta sig við á
þeim árum.
Hann var því ýmsum störfum
vanur er hann hóf trésmíðanámið,
en hann var enn ungur og sæmilega
hraustur og þessi iðngrein átti vel
við hann. Það kom líka fljótt í ljós
að Guðjón var harðduglegur trésmið-
ur og mátti heita að allt léki í hönd-
um hans, hvort heldur var fínasta
húsgagnasmíði, jafnvel útskurður,
eða hinn hefðbundni mótauppslátt-
ur.
Fljótlega eftir að hann lauk námi
hóf hann að vinna við húsasmíðar á
Pareksfirði ásamt bróður sínum Páli,
er einnig var trésmiður, og höfðu
þeir þá reyndar báðir fengið meist-
araiéttindi í þeirri iðn.
Samstarf þéirra bræðra leiddi til
mikilla umsvifa á sviði húsbygginga
á Patreksfirði um áratuga skeið eða
meðan heilsa og kraftar leyfðu. Þeir
bræður byggðu fjöldann allan af
íbúðarhúsum og öðrum byggingum,
stórum og smáum, með annálaðri
samviskusemi og dugnaði. Margar
þessar byggingar, einkum íbúðar-
húsin, teiknaði Guðjón sjálfur og
bera þau hús fagurt vitni um þrosk-
aðan smekk hans og hæfileika á
þessu sviði.
Guðjón var gæddur miklum fé-
lagsþroska og naut mikils trausts á
því sviði, enda mikið ljúfmenni í öll-
um félagsstörfum. Hann sat í
hreppsnefnd Patrekshrepps mörg
kjörtímabil og naut þar trausts og
virðingar. Hann var byggingafulltrúi
sveitarfélagsins á þeim árum, er
blómlegust voru í uppbyggingu stað-
arins. Mæddi þá mikið á honum og
var vinnudagurinn oft æði langur.
Mér eru minnisstæð öll þau ár er
við störfuðum saman í Lions-klúbbn-
um okkar, hver afbragðsfélagi hann
var og bónþægur þegar til hans var /
leitað. Hann teiknaði fána félagsins
og í hinum mjúku og fallegu linum
hans koma fram margir þeir list-
rænu eiginleikar er hann prýddu.
Óhætt er að segja að árið 1949
hafí fært honum mikla gæfu. Hinn
26. desember það ár gekk hann að
eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Erlu
Guðjónsdóttur frá Fremstuhúsum í
Dýrafirði. Þar sameinuðust tveir
heilsteyptir og dugmiklir persónu-
leikar, er áttu eftir að skapa frið-
sælt og gott heimili, þar sem vinir
og frændur voru ætíð velkomnir og
glaðvært og hlýtt viðmót sat í fyrir-
rúmi.
Erla reyndist honum frábær eig- —
inkona. Hún var honum stoð og
stytta öll þeirra búskaparár, og ekki
síst hin seinni ár, eftir að Guðjón
missti heilsuna og varð óvinnufær,
langt um aldur fram.
Nokkur síðustu árin dvaldist Guð-
jón á sjúkrahúsinu á Patreksfirði og
þangað vitjaði hún hans svo til alla
daga ársins. Stytti honum stundir
og hlúði að honum, svo sem hún
best gat.
Þau Erla og Guðjón eignuðust
fimm mannvænleg börn, fjóra syni
og eina dóttur og eru þau öll upp-
komin og búin að stofna sín eigin
heimili.
Sannur drengskapar- og heiðurs-
maður hefir kvatt, en minningin um
góðan, hugljúfan dreng mun lifa
með okkur öllum, og það er okkur
mikils virði.
Við Sjöfn og fjölskylda okkar
færum eiginkonu hans, bömum,
tengdabörnum, svo og ástvinum
hans öllum, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Ingólfur Arason.