Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SBPTEMBER 1993 T MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 21 JWtguiiÞIafeií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Átak gegn skattsvikum Niðurstöður' nefndar, sem Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra skipaði í fyrra til að kanna umfang skatt- svika á íslandi, eru alvarlegt umhugsunarefni. Nefndin áætlar að óframtaldar tekjur hafi numið um 4% af lands- framleiðslu á síðasta ári. Þetta samsvarar því að um 16 millj- arðar hafí ekki verið gefnir upp til skatts og hafi ríki og sveitarfélög því líklega orðið af um ellefu milljarða króna tekjum. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem könnun af þessu tagi er gerð og sýnt er fram á hversu umfangsmikil skattsvik eru á íslandi. Árið 1986 var kynnt skýrsla nefndar, sem lagt hafði mat á umfang skattsvika á árinu 1985 og vöktu niðurstöður hennar mikla athygli á sínum tíma. Taldi nefndin að umfang skattsvika væri 5-7% af landsframleiðslu og lagði fram tillögur til úrbóta. Skiptust þær í stórum dráttum í þrennt. I fyrsta lagi var lagt til að skattalög yrðu einfölduð, í öðru lagi að skipulagi skattyf- irvalda yrði breytt og í þriðja lagi að viðurlagaákvæði yrðu skilvirkari. Lítið virðist hafa miðað í rétta átt frá því að þessi skýrsla var gerð á sínum tíma. Nefnd fjármálaráðherra bend- ir á að með skattkerfisbreyt- ingunum 1988 (staðgreiðsla opinberra gjalda) og 1990 (upptaka virðisaukaskatts) hafi verið farið að þeirri tillögu nefndarinnar að einfalda skattalög eins og unnt var. Hins vegar hafi ekki veríð far- ið að tillögum hennar að öðru leyti. Það ætti því ekki að koma á óvart að nefnd fjár- málaráðherra komst að þeirri niðurstöðu að áætlað tekjutap hins opinbera á árinu 1992 sé svipað og á árinu 1985. Ganga nefndarmenn jafnvel svo langt í niðurstöðum sínum að segja að skattasiðferði hafí hrakað á þeim tíma sem liðinn sé frá því fyrri könnunin var gerð. „Svo virðist sem stærri hluti þjóðarinnar taki nú þátt í skattsvikum en fyrir sjö árum. Hins vegar virðast upp- hæðir þeirra viðskipta, sem ekki eru gefnar upp til skatts, vera heldur lægri nú en 1985 á sama verðlagi,“ segir í niður- stöðum nefndarinnar. Nefnd fjármálaráðherra leggur til ýmsar leiðir til að draga úr skattsvikum en segir að mestu máli skipti að auka mannafla til skattrannsókna og skatteftirlits ásamt því að herða refsingar. í skýrslunni kemur fram sú skoðun að of miklum mann- afla og fjármunum sé nú varið af skattyfirvöldum til að reka embættin og sé það gert á kostnað virkara skattaeftirlits og rannsókna. Þá hafi hin mikla tölvuvæðing undanfar- inna ára ekki skilað sér í nægj- anlega mikilli hagræðingu. Því telji nefndin nauðsynlegt að taka upp staðlað skattafram- tal rekstraraðila og einfalda framtalsskil einstaklinga „til að ná fram aukinni hagræð- ingu og skapa þannig forsend- ur fyrir hertu skatteftirliti". Einnig er bent á að hugsan- lega geti reynst nauðsynlegt að lögfesta tiltekið refsilág- mark svo tryggt sé að sekt- arfjárhæðir séu a.m.k. jafnhá- ar og undandregnum skatti nemur. Háar sektir séu helst til þess fallnar að hafa varnað- aráhrif. Oft hefur áður verið rætt um nauðsyn þess að herða skatteftirlit og draga úr skatt- svikum. Því miður hefur stjórnvöldum hins vegar ekki orðið nógu mikið ágengt í þeirri baráttu, líkt og niður- stöður nefndarinnar sýna fram á. Það er athyglisverð stað- reynd að áætlað tekjutap hins opinbera vegna skattsvika nemur nokkurn veginn sömu upphæð og áætlaður halli á rekstri ríkissjóðs á þessu ári. Þennan halla verður að brúa með dýrum lántökum sem stuðla að því að halda vaxta- stiginu háu. Ríkið getur ekki gengið mikið lengra í því að ijár- magna rekstur sinn með lán- tökum. Þá er skattbyrði al- mennings og fyrirtækja þegar orðin það þung að ekki verður lengra gengið í að hækka skatta. Ríkisstjórnin hefur því bara tvo kosti. Að draga úr útgjöldum og draga úr skatt- svikum. Auðvitað verður aldrei hægt að útiloka skatt- svik að fullu en þau ber þó að takmarka eins og kostur er. Skattsvik eru refsiverður verknaður og þau særa rétt- lætiskennd þess hluta þjóðar- innar sem innir sín opinberu gjöld af hendi undanbragða- laust. Skattrannsóknar stj óri segir skattsvik vega að rótum réttarríkisins Skattsvik virðast hafa færst í vöxt á síðustu misserum SKÚLI Eggert Þórðarson, skattrannsóknarstjóri ríksins, segir að það vegi að rótum réttarríkisins að hluti þjóðarinnar komist upp með það áratugum saman að greiða litla sem enga skatta af tekjum sínum. Hann segir að starfsmenn skattayfirvalda hafi á tilfinningunni að skatt- svik hafi verið að aukast hér á landi frá því því seint á síðasta ári. Menn hafi verið að læra á virðisaukaskattskerfið auk þess sem fjár- hagsörðugleikar hafi aukist sem sé hvati til skattsvika. Nefnd sem fjallaði um skattsvik telur að um 16 milljarðar króna hafi ekki verið gefnir upp til skatts á síð- asta ári og ríki og sveitarfélög hafi þar misst af um 11 milljarða króna tekjum. Þessi upphæð samsvarar nokkurn veginn halla ríkissjóðs. Skúli Eggert Þórðarson, skattrann- sóknarstjóri ríkisins, segir að skatt- svikum megi skipta í fjóra aðal- flokka. í þeim fyrsta sé svonefnd svört atvinnustarfsemi, þar sem vara eða þjónusta er seld án þess að þess sé getið á skattframtölum. í öðrum flokki sé skjalafals þar sem fyrirtæki færi tvöfalt eða þrefalt bókhald og innheimti virðisaukaskatt af við- skiptavinum sem ekki er skilað til ríkisins. í þriðja flokki séu innskatts- svik í virðisaukaskatti og í þeim fjórða ýmis önnur skattsvik. Skúli segir ljóst að um stærstu upphæðirn- ar sé að ræða í fyrstu tveimur flokk- unum en vill ekki fullyrða hvemig þær skiptist milli flokka að öðru leyti. Svart upp úr sjó „Svört vinna snertir mjög marga,“ segir Skúli Eggert. „Hana er að finna í þjónustu iðnaðarmanna, í landbún- aði og sjávarútvegi. í svartri vinnu eru viðskiptin í mörgum tilfellum dulin á öllum stigum allt frá frum- framleiðslunni, gegnum frekari vinnslu til dreifingar og sölu. Við höfum ákveðin dæmi um þetta. Við getum á þessu stigi rann- , sóknar ekki fullyrt að veitt sé svart upp úr sjónum en það leikur grunur á því, og þá er frekari vinnsla á aflan- um og síðan sala einnig svört. En það liggur fyrir að framleiðsla og sala á landbúnaðarvörum er svört í ákveðnum tilfellum. Hún er þá lík- lega utan við framleiðslukvóta og fer fram hjá sláturhúsum. Þetta á til dæmis oft við um nautakjöt sem fólk kaupir af einstaklingum í tals- verðu magni. Þá er mikið um undan- skot í hrossabúskap. Mér er jafnvel sagt að það kosti tugi þúsunda að fylja hryssu en slíkt kemur of sjaldan fram. Svo tekið sé annað dæmi má nefna barnagæslu. Dagmæður gefa upp til skatts allt sem kemur frá félags- málakerfinu en síðan er undir hælinn lagt hvort greiðslur foreldra til þeirra séu gefnar upp. Það er þó alvarlegast þegar menn mynda hálfgerð fyrirtæki í kringum þessa starfsemi. Við erum nu að rannsaka aðila sém hafa allt að 6-10 manns í vinnu við starfsemi sem er svört á öllum stigum og vinnulaun sem þessi fyrirtæki greiða eru eðli- lega ekki gefin upp til skatts." Skúli Eggert segir að því sé hald- ið fram af sumum, sem stundi svarta starfsemi, að enginn grundvöllur sé fyrir rekstrinum ef hann væri uppi á yfirborðinu. „Þá geta menn spurt sig: Hvað með þá sem stunda lögleg- an rekstur af sama tagi? Þeir þurfa að horfa upp á það að brauðið sé tekið frá þeim. Það er umhugsunarefni að hags- munasamtök viðurkenndra iðnverk- taka hafa leitað til skattrannsókna- embættisins og óskað eftir skoðun á atvinnugreinum sínum, vegna þess að þeir sem beijast við að vera lög- legir séu ekki lengur samkeppnis- hæfir við svarta starfsemi. Þá hafa byggingaverktakar lýst því yfír að þeir séu ekki lengur sam- keppnishæfir vegna þess að aðrir verktakar bjóði verk hreinlega niður úr öllu valdi á grundvelli svartrar starfsemi. Það þýðir að starfsmenn annarra fyrirtækja eiga á hættu að missa vinnuna." Þrefalt bókhald Þegar um tvöfalt eða þrefalt bók- hald fyrirtækja er að ræða standa viðskiptavinir þess í þeirri trú, að þeir séu að kaupa tiltekna vöru eða þjónustu samkvæmt reikningi og greiða virðisaukaskatt samkvæmt þeim reikningi. Þessu er síðan haldið utan við opinbert bókhald fyrirtækis- ins og virðisaukaskattinum þannig stungið undan. Skattrannsóknar- stjóri hefur dæmi um þijá reikninga frá sama aðilanum. Reikningsformið er eins í öllum tilfellum og reikning- amir bera allir sama númer, en þeir eru stílaðir á þijú mismunandi fyrir- tæki og tilgreina hver sína upphæð fyrir mismunandi verk. Einn þessara reikninga fór í opinbera bókhaldið sem fyrirtækið hélt en hinir tveir komu í ljós við rannsókn. „Þetta era mjög alvarleg skatt- svik,“ sagði Skúli Eggert. „Embætt- ið hefur fært sannanir fyrir slíkum brotum í a.m.k. þremur málum þar sem um var að ræða tvöfalt skrán- ingarkerfí sem vora bæði eins að ytra útliti en aðeins annað skilaði sér til skattsins. Og viðskiptavinirnir skanda í þeirri trú að þeir séu að kaupa löglega þjóriustu og greiði gjöld til hins opinbera." Skúli segir að svona alvarleg mál fari fyrr eða síðar til lögreglu og ríkissaksóknara sem gefí út ákæru og málin þannig komin í sakamála- meðferð. „Við höfum hæstaréttar- dóm í máli þar sem komst upp um tvöfalt skráningarkerfi. Þar fengu viðkomandi fangelsisdóma auk þess sem skatturinn var krafínn aftur. Við höfum verið í góðu samstarfi við Rannsóknarlögreglu ríkisins og rík- issaksóknara og það er stefna emb- ættisins að kæra öll alvarleg mál sem koma upp. Það er meðal annars til að skapa almenn sérstök varnaðar- áhrif og gera alvarleg skattsvikamál sýnilegri en hingað til. Skattsvika- mál hafa ekki farið hátt í þjóðfélag- inu þar sem rannsóknin fer að miklu leyti fram í kyrrþey. En embættið er þegar búið að upplýsa tugmilljóna skattsvik í málum sem enn eru í meðferð og verða opinber eftir ákveðinn tíma.“ Nýir svindlmöguleikar Skúli Eggert sagði að svo virtist sem nú væra að opnast nýir mögu- leikar á að svindla á virðisauka- skattskerfínu. „Ég get nefnt sem dæmi mann, sem hér er til rannsókn- ar vegna svartrar starfsemi. Sá hef- ur afbrotaferil að baki, hefur stundað öðruvísi afbrot, svo sem trygginga- svik og fjársvik, en er nú farinn inn á þessa braut. Hvers vegna veit ég ekki en auðvitað vaknar sá granur, að menn telji að talsvert sé upp úr því að hafa. Það er til dæmis í rann- sókn hér mál, þar sem menn hafa náð mörgum milljónum króna rang- lega í innskatti án þess að nokkur viðskipti séu að baki. Þá eru einnig dæmi um að menn geri hreinlega út á virðisaukaskattinn með því að stofna röð af fyrirtækjum sem selja hvert öðra. Þeir draga innskattinn alltaf frá en skila ekki útskatti. Þá ná þeir jafnvel innskatti einnig út með svonefndum neikvæðum skýrsl- um. Það gerist þegar innskatturinn er hærri en útskatturinn, sem á við um ákveðnar fjárfestingar, þá er innskattur endurgreiddur. Þetta á til dæmis við um kaup á fiski. Fyrirtæk in era síðan keyrð í gjaldþrot og þeir sem tapa eru viðskiptavinir þess- ara fyrirtækja og ríkissjóður." Sömu rekstrargjöld marginnsköttuð Svonefnd innskattssvik í virðis- aukaskatti eiga sér stað þegar menn færa rekstrargjöld til frádráttar í fyrirtækjarekstri, sem tilheyra ekki raunveralegum rekstrargjöldum fyr- irtækisins. Oft tilheyra þessi rekstr- argjöld öðra fyrirtæki og era þá færð án framgagna. Með þessu móti reyna fyrirtækin að sýna fram á að keypt hafi verið aðföng til reksturs- ins og greiddur af þeim virðisauka- skattur sem ríkið síðan endurgreiðir. „Við teljum okkur hafa sýnt fram á að í sumum tilfellum hafí sömu vörakaup eða þjónusta verið marg- innsköttuð. í sumum .tilfellum er einnig verið að innskatta eigin neyslu þótt það sé ekki í miklum mæli. Loks hafa menn falsað upphæðir á innskattsskýrslum. Það er gert með þeim hætti að upphæðum á vöru- reikningum er breytt og þær hækk- aðar. Þá hækkar innskatturinn sem því nemur en litlu sem engu er skil- að af útskatti. Þetta eru allt alvarleg mál og slíkt er umsvifalaust kært til rannsóknarlögreglu," sagði Skúli Eggert. I fjórða flokk skattsvika falla önn- ur skattsvik en þau sem rakin hafa verið hér að ofan. Þar má nefna til- raunir til að sniðganga skatta með ýmsu móti, svo sem að rangfæra rekstrarútgjöld á skattframtölum, afskrifa of háar skuldir, telja vöra- birgðir rangt fram o.s.frv. Skúli Eggert segir að þessi mál komi sjald- an inn á hans borð heldur falli frek- ar undir almennt skatteftirlit. Þörf á breyttum áherslum í skýrslu skattsvikanefndar kemur fram að ekki hafi dregið úr skattsvik- um frá árinu 1985 þrátt fyrir skatt- kerfisbreytingar frá þeim tíma. Skúli Eggert segir, að sjálfsagt séu marg- ar ástæður fyrir því. „Ég er þeirra skoðunar að ein þeirra ástæðna sé sú að ákveðin orka og kraftur skatt- yfirvalda fór í að koma á fót nýjum skattkerfum, staðgreiðslukerfinu og virðisaukaskattskerfinu. En það era rúm fímm ár síðan staðgreiðslukerf- inu var komið á og menn geta ekki endalaust skotið sér á bak við það.“ Hjá skattrannsóknarstjóraemb- ættinu vinna 12 manns auk þess 34 sinna almennu eftirliti hjá skattstof- um. í skattsvikaskýrslunni er gagn- rýnt að ekki skuli fleiri sinna þessum störfum. Skúli Eggert segist vera þeirrar skoðunar að allt of fátt starfsfólk sé hjá embætti sínu þótt hann geri sér grein fyrir því erfitt sé að bæta við störfum meðan sam- dráttur sé í þjóðfélaginu. „Þess vegna er svona mikill alvörutónn í skýrslunni um að skattayfirvöld verði að breyta áherslum. Ég tel að mun meira eigi að kanna eignamyndun með tilliti til tekna og vera ekki sí- fellt að elta uppi hluti eins og risnu- og ferðakostnað, og óljósan rekstrar- kostnað sem kostar mikla vinnu. Nefndin leggur meðal annars til að tekin verði upp einfaldari fram- talsskil þannig að svigrúm myndist fyrir breyttar áherslur í skattrann- sóknum. Einföldun á framtalsskilum felst í því, að skattstjóri útbúi fram- tal fyrir einstaklinga. Þar komi fram upplýsingar um tekjur samkvæmt launaseðlum og eignir samkvæmt bifreiðaskrá og fasteignaskrá. Gjald- andi getur gert athugasemdir við þetta í skattframtalinu og sent það aftur, en í flestum tilfellum þarf við- koráandi ekkert að gera. Þetta getur sparað ótrúlegan starfskraft hjá skattstjóram sem hægt væri að nýta í annað, svo sem að kanna tekju- og eignamyndun hjá þeim sem hafa aðstöðu til að skaffa sér tekjur sjálf- ir. Reiknuðu launin sem sjálfstæðir atvinnurekendur miða við hafa verið Morgunblaðið/Bjarni Skattrannsóknarstjóri SKÚLI Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri segir skattsvik vega að rótum réttarríkisins. hlægilega lág og með lögum sem samþykkt voru í fyrra var ríkisskatt- stjóra gert að hækka þau um 15%. Það er samt allt of lágt og i raun hvati til skattsvika. Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur að meðallaun launþega í atvinnugrein séu hærri en meðallaun atvinnurekenda eins og dæmi era um.“ Duldar eignir Þegar Skúli Eggert var spurður hvort ekki væri tiltölulega auðvelt að bera saman eignir og tekjur og sjá þannig á fljótlegan hátt hvort laun séu í samræmi við eignir, svar- aði hann, að eignir væru oft duldar á skattframtölum. Oft væri til dæm- is ekki getið um peningalegar eign- ir; í bankakerfínu væri vitað um 70 milljarða króna sem koma hvergi fram á skattframtölum. Þá sé svört- um launum oft varið til að endur- bæta fasteignir án þess að fasteign- irnar væra metnar upp, og því raun- verulega mun meira virði en kæmi fram á skattaskýrslum. Skúli sagði að í skýrslu nefndarinnar kæmi fram, að eignir sjálfstæðra atvinnu- rekenda voru vantaldar um 165 þús- und að meðaltali árið 1985. Sams- konar athugun stendur yfir nú en henni er ekki lokið. Skúli Eggert sagði aðspurður að umfang skattsvika hér á landi væri svipað og í nágrannalöndum okkar. Þó væri hlutfallið í Suður-Evrópu Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs Aðhald og eftirlit hefur bætt stöðu bæjarsjóðsins Hreinar skuldir bæjarins lækka um 200 milljónir króna TEKJUR bæjarsjóðs Kópavogs verða að líkindum 40-50 milljón- um króna hærri á árinu en rekstraráætlun gerði ráð fyrir, að sögn Gunnars Birgissonar, formanns bæjarráðs. Hann segir að skuldbreytingar sem gerðar voru í upphafi kjörtímabilsins hafi einnig skilað þeim árangri að meira fé er til framkvæmda og minna fer í afborganir af skammtímalánum. Þá hafi bæjarsjóð- ur enga dráttarvexti greitt á þessu ári eða því síðasta, en þeir hafi áður verið stór póstur í útgjöldum. Gengisfelling í júní jók skuldir Kópavogs um 90 milljónir króna. „Við höfum tekið stöðu bæjar- sjóðs fyrir mánaðarlega og gripið til viðeigandi ráðstafana ef eitthvað virtist á skjön við það sem áætlað var,“ segir Gunnar. „Þessi vinnu- brögð era öll önnur en tíðkuðust áður í rekstri bæjarins. Við höfum þegar hafíð vinnu við rekstraráætl- un næsta árs og hún mun verða afgreidd í desember. Kópavogsbær hefur nú einn lægsta rekstrarkostn- að bæjarfélaga miðað við íbúafjölda á landinu. Sá árangur sem náðst hefur er' að þakka góðu aðhaldi og því frábæra starfsfólki sem við höf- um á að skipa.“ Gunnar segir að í sumar hafi verið stefnt að því að veita öllum unglingum í bænum vinnu. Þá hafi framkvæmdir verið auknar til þess að draga úr atvinnuleysi. Þetta hafí borið árangur, enda megi þakka meiri tekjur bæjarsjóðs því að atvinnuástand hafi haldist í góðu horfí. „Við höfum verið að spila úr mjög þröngri stöðu. Ég tel hins vejrar eðlilegt að bæjarfélög auki framkvæmdir þegar hart er í ári til að auka atvinnu. Að sama skapi verður að draga úr útgjöldum þegar þensla myndast í þjóðfélaginu. Þá er lag að greiða niður skuldir." í sumar hefur verið unnið að endurbyggingu elstu gatna í bæn- um, byggingu leikskóla, skólahús- næðis og íþróttamannvirkja í Foss- vogsdal. Þá var gert átak í um- hverfismálum með gróðursetningu, frágangi opinna svæða og göngu- stíga. Drégið úr skuldabyrði bæjarsjóðs „Stærsta verkefni Kópavogsbæj- ar er þó gerð holræsa við Kársnes- og Skeijafjarðaveita, sem er sam- vinnuverkefni með Reykjavíkur- borg og Garðabæ. Þessum fram- kvæmdum, sem kosta bæinn hálfan milljarð króna, á að ljúka árið 1996. Þá verða allar fjörur við Kópavog orðnar hreinar,“ segir Gunnar. Hlutfall veltufjár af skammtíma- skuldum bæjarsjóðs jókst fyrstu sex mánuði ársins úr 1,2 í 1,6. Peninga- eign bæjarins er þó enn 1.389 millj: ónum króna lægri en skuldir. í byijun kjörtímabilsins var skamm- tímaskuldum breitt í erlend lang- tímalán sem bera 3,5% vexti. Segir Gunnar að frá því í fýrra hafi náðst að lækka nettóskuld bæjarins um 200 milljónir króna með sölu á hlut bæjarins í Hitaveitu Reykjavíkur. Þrátt fyrir tvær gengisfellingar Umdæmanefnd í Vesturlandskj ör dæmi Fimm sveitarfé- lög verði að einu UMDÆMANEFND Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi legg- ur til að Ólafsvíkurkaupstaður, Neshreppur utan Ennis, Breiðuvíkur- hreppur og Staðarsveit verði sameinuð í eitt sveitarfélag. Ibúar yrðu samtals 1.881. Kosið verður um tillöguna laugardaginn 20. nóvember næstkomandi. hærra vegna þess að þar væri mikið um skipulagða glæpastarfsemi. „Það er þó mat eða tilfínning þeirra sem vinna hjá skattstofunum, að skattsvik hafi verið að aukast hér frá því því seint á síðasta ári. Það vora greinileg merki um að skattsvik drógust saman 1988 og 1990 eftir að skattkerfinu var breytt. En nú hafa menn verið að læra á virðis- aukaskattskerfið auk þess sem ár- ferðið hefur orðið erfiðara; skattsvik- arar sem við höfum yfirheyrt bera oft fyrir sig fjárhagsörðugleika og minnkandi tekjur fyrirtækja." Skúli Eggert sagðist að lokum vera þeirrar skoðunar að það væri mjög alvarleg þjóðfélagsmeinsemd að hluti þjóðarinnar kemst upp með það ár eftir ár og áratug eftir áratug að greiða litla sem enga skatta. „Þetta vegur hreinlega að rótum réttarríkisins og getur ekki gengið svona til lengdar. Nefndin sem fjall- aði um skattsvikin hefur lagt fram ákveðnar tillögur og fjármálaráð- herra hefur bragðist mjög skjótt við og lagt fram mjög skýrar tillögur strax. Með þeim hætti er hægt að takast á við þetta vandamál. Menn geta þó ekki innbyrt 11 milljarða króna því mikið af þeim viðskiptum sem eiga sér stað fram hjá skatta- kerfinu verður vegna þess að menn koma sér saman um lægra verð á þjónustunni,“ segir Skúli Eggert Þórðarson. GSH Ólafsvík Björn Arnaldsson, fofseti bæjar- stjómar, segir að tillagan um samein- ingu þessara fjögurra sveitarfélaga sé í samræmi við samþykkt bæjar- stjómar Ólafsvíkur. „Það er mín skoð- un að með því að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga sé eina svar þeirra að sameinast og stækka til þess að geta tekið við verkefnunum," sagði hann. „Það sem við eigum eftir er að kynna og láta kánna betur hvaða hagkvæmni er af því að sameina þessi sveitarfélög. Ég held það gæti orðið þessu svæði til hagsbóta að það verði eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Það mundi styrkja þessa byggð verulega." Bjöm benti á að mikil óvissa ríkti um hver hlutur ríkisins yrði eftir sam- einingu. Ljóst er að sveitarfélögin tækju við verkefnum frá ríkinu en ekki er vitað hvemig þau yrðu fjár- mögnuð. Sagði hann mjög brýnt að svar fengist við því. Björn sagði að með sameiningu þessara sveitarfélaga í eitt teldi hann að sækja ætti um að það yrði reynslu- sveitarfélag. „Ég tel að þetta svæði sé mjög vel til þess fallið að verða lítið sveitarfélag,“ sagði hann. „Þetta er eitt heilsugæslusvæði og má segja að þetta sé tillaga um að sameina Ólafsvíkurlæknishérað." Neshreppur utan Enuis Ómar Lúðvíksson oddviti sagði að hreppsnefndin hefði samþykkt að taka upp viðræður um sameiningu þessara sveitarfélaga. „Ég held að þetta sé framtíðin þó svo að ég eigi eftir að sjá jákvæðu hliðamar," sagði hann. „Það þarf fyrst ög fremst að kynna þetta vel meðal íbúanna en hvemig kosningamar fara er óskrifað blað.“ Verst sagði hann vera, að vita ekki hvað tæki við og þyrftu menn að vera vel á verði utan við Enni svo þeir færa ekki með skarðan hlut frá borði. „Trúlega er betra að fara þessa leið en að fá skipun að ofan um að við eigum að sameinast," sagði Ómar. „Með þessu móti getum við ráðið ein- hveiju sjálf." Staðarsveit Stefán Þórðárson, oddviti Staðar- sveitar, sagði að sér litist ágætlega á að möguleiki á sameiningu yrði kann- aður. Menn skiptust í tvo hópa í sveit- inni en væra famir að hugsa af meiri alvöra um þennan möguleika. „Þetta er 20 ára gömul hugmynd að sameina þessi sveitarfélög í kringum jökulinn," sagði hann. Stefán sagði að verslun sveitarinnar færi að mestu fram í Borgarnesi. Bændur skiptu við Kaupfélagið og þaðan kemur mjólkurbíllinn annan hvern dag með vörur til þeirra. Vest- ustu bæir beindu viðskiptum sínum þó til Ólafsvíkur en ferðir þangað . væra stopular, einkum yfír vetrar- mánuðina. Fróðárheiðin væri mikili farartálmi og erfíð yfirferðar þótt leið- in sé ekki löng. Heilsugæslan er sótt til Ólafsvíkur ” og sagði Stefán að Staðársveit væri mjög afskipt hvað hana varðar vegna samgönguerfiðleika að vetri. „Sam- eining þrýstir á bættar vegasamgöng- ur út á nesið frá okkur. Þó svo að Fróðárheiði verði ekki fær allan ársins hring er leið fyrir jökul sem yrði knú- ið á um, en það er að vísu töluvert lengri leið,“ sagði hann. „Þetta er hálftímaleið héðan yfír til Ólafsvíkur þegar fært er úr vestari hluta sveitar- innar en við erum rúma klukkustund í Borgames. Með góðum vegi fyrir < jökul eram við um 40 til 50 mínútur en það er langt í að sá vegur sé kom- inn. Það má segja að þetta sé hesta- slóði vestan við Breiðuvík." Breiðuvík Hallsteinn Haraldsson, oddviti Breiðuvíkurhrepps, segist vera mjög ánægður með tillögu að sameiningu sveitarfélaganna. „Ég tel að þetta sé það sem er hentugast fyrir okkur. Við sækjum okkar verslunarþjónustu í Borgames en það er það langt að mér litist ekki á það. Allt er lagt inn í Borgamesi. Ég heyri ekki annað en að sveitungar mínir séu jákvæðir. For- senda fyrir sameiningu í hvora átt sem er eru bættar vegasamgöngur. Ég á frekar von á að þetta verði samþykkt." Spilað úr þröngri stöðu ÞRÁTT fyrir þrönga stöðu vegna skulda bæjarsjóðs hefur tekist að halda uppi framkvæmdum í Kópa- vogsbæ og veita atvinnu, segir Gunnar Birgisson, formaður bæj- arráðs. er kostnaður bæjarbúa af erlendu lánunum enn minni en hann hefði orðið við óbreytt ástand, að sögn Gunnars. Stefndi í að afborganir af skammtímaskuldum yrðu á fímmta hundrað milljóna króna á ári. „Við vonumst nú til þess að hafa um hálfan milljarð króna í rekstrarafgang á næsta ári,“ segir Gunnar Birgisson. Heimsókn sjávarútvegsráðherra Noregs Henry T. Olsen til landsins í dag JAN HENRY T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, og Eva Gjerd- rum, eiginkona hans, koma í fjögurra daga opinbera heimsókn hing- að til lands í dag. Með í för verða Gunnar Kjönnöy, ráðuneytisstjórit í norska sjávarútvegsráðuneytinu, og Marius Hauge, deildarstjóri í ráðuneytinu. Ráðherrann á m.a. fund með Þorsteini Pálssyni, sjávar- útvegsráðherra, meðan á heimsókninni stendur og verða veiðar ís- lenskra skipa í Smugunni svokölluðu meðal umræðuefna. Von er á norsku gestunum hingað til lands kl. 15.20 og verður sjávarút- vegssýningin í Laugardalshöll skoð- uð síðdegis. Um kvöldið heldur Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, síðan kvöldverðarboð til heið- urs norsku ráðherrahjónunum á Holiday-Inn hótelinu. Ef flugveður verður á morgun, sunnudag, er áætlað að fara með flugvél Landhelgisgæslunnar til Hafnar í Hornafírði, en ekki er afráð- ið hvert farið verður hamli veður flugi. Um kvöldið verður málsverður í Perlunni. Fundir Á mánudagsmorguninn eiga norsku embættismennirnir fund með íslenska sjávarútvegsráðherranum og verður þar m.a. rætt ifm veiðar íslenskra skipa í Smugunni svoköll- uðu, en eftir hádegi er ætlunin að fara til Vestmannaeyja. Verður siglt um eyjarnar, farið í frystihús og rætt við frammámenn á staðnum. Kvöldverður í boði bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður í veitinga- staðnum Munin um kvöldið. Á síðasta degi heimsóknarinnar á norski sjávarútvegsráðherrann Jan Henry T. Olsen fund með sjávarút- vegs- og utanríkismálanefnd Alþing- is í Alþingishúsinu. Norsku gestimar hverfa af landi brott um hádegi sama dag. Þeir gista á Hótel Sögu á með- an á heimsókninni stendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.