Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 17 Skólatannlækningar Breytingar gilda 1. okt. BREYTINGAK þær á skólatann- lækningfum í Reykjavík um að börn og unglingar yngri en 16 ára hafi eftirleiðis einn ábyrgðartann- lækni taka gildi 1. okt. en ekki 1. sept. eins og áður hafði verið ráðgert og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær, skv. upplýsingum frá Tryggingastofnun. c* Breytingin felur í sér að grunn- skólabörn skuli hafa einn ábyrgðar- tannlækni, sem annast allar almenn- ar tannlækningar viðkomandi bams eða unglings og getur hann ýmist verið skóla- eða einkatannlæknir. Greiðslur Tryggingastofnunar fyrir almennar tannlækningar takmarkast við að ábyrgðartannlæknir viðkom- andi barns hafí unnið tannlæknis- verkið. Sá tannlæknir sem undirritar fyrsta reikninginn, sem berst Trygg- ingastofnun eftir 1. október ár hvert, skoðast sem ábyrgðartanniæknir viðpkomandi sjúklings, segir í frétta- tilkynningu frá Tryggingastofnun. Vilji bamið skipta um ábyrgðartann- lækni skal forsjármaður eða ábyrgð- artannlæknir bamsins tilkynna Tryggingastofnun það skriflega. Munu Skólatannlækningar Reykja- víkur kanna í byijun skólaársins hvaða grunnskólanémendur velja annan ábjTgðartannlækni en viðkom- andi skólatannlækni og verður ekki haft eftirlit með tönnum þeirra bama á vegum Skólatannlækninganna. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa d. 14. Altarisganga. Fermdarverða Solveig Lilja Snæbjörnsdóttir og Svava Alfreðsdóttir. Sr. Bjarni Þór 3jarnason messar. Organisti Helgi 3ragason. Gunnþór Ingason. 3ESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- jsta kl. 14. Bragi Friðriksson. CRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Organisti <ristjana Þ. Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfsson. <APELLA St. Jósefssystra, Sarðabæ: Þýsk messa kl. 10. IÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Vlessa kl. 10.30. Rúmhelga daga •nessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 3.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mosfellskirkju kl. 14. Altarisganga, barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venjuleg- an hring. Jón Þorsteinsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11 árdegis í umsjá Málfríð- ar Jóhannsdóttur, Ragnars Karls- sonar og sr. Sigfúsar Ingvasonar. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16. YTRI-Njarðvíkurkirkja: Guðsþjón- usta kl. 11. Börn borin til skírnar. Baldur Rafn Sigurðsson. ODDAKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Organisti Halldór Óskarsson. Minnst verður 30 ára afmælis kven- félags Oddakirkju. Kvenfélagskonur aðstoða við messuna. Kirkjukaffi í boði kvenfélagsins í safnaðarheim- ilinu að messu lokinni. Sóknarprest- ur. GAULVERJARBÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 sérstak- lega helguð fyrirbæn fyrir vetrar- starfi Landakirkju. Barnagæsla í safnaðarheimili í umsjá KFUM/K- unglinga. Molasopi að lokinni messu. Kl. 20.30 er unglingafundur KFUM/K í kirkjunni. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14 (ath. breyttan tíma). Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Guðsþjón- usta verður í Borgarneskirkju kl. 11. Sóknarprestur. HVAMMSTANGAKIRKJA: Messa kl. 14. Messuheimsókn frá Glerár- kirkju á Akureyri. Sr. Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur Lög- mannshlíðarsóknar, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt staðar- presti. Kirkjukór Glerárkirkju leiðir messusvör og sálmasöng. Altaris- ganga. Kristján Björnsson. Rétt og rangt um íslenskan landbúnað — nr.7 af 8 Beitarálag og ástand gróðurs hefiir gjörbreyst til batnaðar... Fullyrt er: Hið rétta er: Ofbeit og landníðsla bænda er að feykja landinu á haf út. Sauðkindin er mesti bölvaldur gróðurs á Islandi. Það þarf að friða landið í nokkra áratugi v til þess að hefta landfokið. Bændur bera sína ábyrgð eins og aðrir á umgengni íslendinga við land sitt til þessa. A undanförnum árum hefur þó ekki einungis hugarfarsbreyting átt sér stað um allan heim heldur hafa íslendingar, og þá ekki síst íslenskir bændur, snúið blaðinu hraustlega við. Bændur um land allt hafa í áratugi unnið af krafti að jarðarbótum og margþætm ræktunarstarfi. Landgræðsla og skógrækt eru vaxandi þáttur í starfi bænda í mörgum lands- hlutum og eiga þeir gott samstarf við Landgræðslu ríkisins, Skógrækt ríkisins, Landvernd Qg marga fleiri aðila sem láta sig umhverfismál og gróðurvernd á Islandi varða. Sem betur fer hefiir í þessum efnum tekist að snúa vörn í sókn þó betur megi ef duga skal! Bændur líta á sig sem mikilvæga land- verði íslensku þjóðarinnar og taka hlutverk sitt á því sviði af fullri alvöru. Þetta er úrelt staðhæfing! Það er löngu tfmabært að hætta að karpa um liðna tíð og snúa sér að verkefnunum eins og þau blasa við í dag. Sauðfé hefur fækkað um nær helming á örfaum árum, vetrarbeit heyrir sögunni til, beitartími á afréttum hefúr verið styttur með því að beita á ræktað land bæði að vori og hausti og sumir afrétdr hafa verið friðaðir með öllu. Mest hefur dregið úr beitarálagi á viðkvæmustu svæðunum, einkum á hálendisafréttum, og í þeim öllum er beitarálagið komið langt niður fyrir þau mörk sem talin hafa verið hófleg. Nú þarf að græða þau sár sem áður höfðu myndast. Islenska þjóðin öll hefur verk að vinna! Alfriðun er alls ekki alltaf heppilegasta lausnin til þess að stöðva gróðureyðingu. Hófleg nýting getur verið farsæl leið til þess að efla þær auðlindir sem íslensk náttúra veitir okkur aðgang að. Sjálfbær íslenskur landbúnaður, lífræn ræktun, virkjun hinnar „grænu“ orku fallvatnanna og jarðvarmans, hófleg nýting á sjávar- fangi og daglegt líf íslenskrar þjóðar í sátt við umhverfi sitt og náttúru er lykill að mikilli verðmætasköpun í heimi vaxandi rányrkju og mengunar. Tækjfæri íslenskra bænda í þessum efnum eru þeim dagleg hvatning til þess að leggja sitt af mörkum. ... og íslenskir bændur ætla sér áfram stórt hlutverk í nátturuvemd, ræktunarstarfi og sjálfbærri nýtingu auðlindanna á komandi árum. ISLENSKIR BÆNDUR ' jjí? " —1- .........................................................................................................................L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.