Morgunblaðið - 21.10.1993, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993
Trulukarlar hökuðu
tíu tonn upp úr sjó
Ólafsvík.
SKIPVERJAR á Ingibjörginni SH 174 seldu í gær 4,4 tonn af
slægðum boltaþorski á 143 krónur hvert kíló eftir risahal fyrir
utan Hellissand í fyrradag og greint var frá í Morgunblaðinu
í gær. Mikill hluti aflans fór í
gær náðu fjórar trillur upp 10
Dragnót Ingibjargarinnar rifn-
aði á leið til hafnar og telur skip-
stjórinn, Jóhannes Jóhannesson,
að 20 tonn hafi farið í sjóinn.
Miðað við söluverð samsvarar
það um 1.430 þúsund króna afla-
verðmæti. Þrír bátar komu Ingi-
björginni til aðstoðar við að ná
aflanum á land en þegar upp var
staðið voru það aðeins rúm fimm
tonn.
í gær var enn krökkt af fiski
í höfninni í Ólafsvík, hluti hans
enn lifandi en þó mest en samt
ekki illa farið._Skipverjar á fjór
um trillum, Aslaugu, Asthildi,
Kóna og Geysi freistuðu þess að
haka hann upp og gekk það von-
um framar. Upp náðust milli 9
sjóinn í höfmnni í Olafsvik og í
tonnum til viðbótar.
og 10 tonn og voru þau seld á
Fiskmarkaði Snæfellsness í Ól-
afsvík í gær á 128 krónur kílóið.
Að sögn Eggerts Hjelm,
starfsmanns fiskmarkaðarins,
taldi hann að bræðurnir Albert
og Hjörleifur Guðmundssynir á
Ásthildi hafi fengið um 180.000
krónur í sinn hlut hvor en þeir
seldu um 3 tonn á markaðnum.
Það var afrakstur u.þ.b. fimm
tíma vinnu þar sem tilkostnaður
var svo að segja enginn.
Fiskirí hjá trillukörlum hefur
verið fremur dauft að undan-
förnu svo hal Ingibjargarinnar
var góð búbót fyrir þá.
- Alfons
Morgunblaðið/Alfons
Lítið fyrir haft
HJÖRLEIFUR Guðmundsson að henda boltaþorski upp á bryggjuna í Ólafsvík. Haukur Randversson
og Randver Alfonsson á Geysi fylgjast með en þeir fylltu bát sinn þorski úr höfninni.
m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 2 ekýjaft Reykjavík 0 skýjað
Björgvin 5 rigning
Helainki 8 Bkýjað
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Narssaresuaq 2 slydda
Nuuk 0 slydda
Ósló 6 rigning
Stokkhólmur vantar
Þórshöfn 6 skúr
Algarve 22 léttskýjsð
Amsterdam 9 alskýjað
Barcelona 19 mistur
Berlín 7 skýjað
Chicago 12 þokumóða
Feneyjar 16 skýjað
Frankfurt 7 þokumóða
Gtasgow 10 skúr
Hamborg 8 skýjað
London 7 mistur
Las Angeles 14 léttskýjað
Lúxamborg 6 aiskýjað
Madrfd 16 léttskýjað
Malaga 22 léttskýjað
Mallorca 17 rigning
Montreai 2 léttskýjað
NewYork 12 rigning
Orlando 21 léttskýjað
Parle 9 skýjað
Madelra 22 hátfskýjað
Róm vantar
Vín 8 rigníng
Washington 16 skúr
Winnípeg 4 skýjað
Lagl til að sjálfstæði þjóðkirkju verði aukið
Mesta breyting á hög-
um þjóðkirkjunnar
SKIPULAGSNEFND kirkjunnar leggur til að sjálfstæði þjóðkirkj-
unnar um innri og ytri málefni verði aukið verulega, m.a. með efl-
ingu kirkjuþings, en tengslum ríkis og kirkju verði þó viðhaldið
áfram. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem lögð var fram
á kirkjuþingi í gær. Taki kirkjuþing undir tillögurnar mun skipulags-
nefnd skila niðurstöðum sínum 1995. „Verði þær lögfestar erum við
að tala um mestu breytingar sem orðið hafa á högum þjóðkirkjunn-
ar síðan hún varð þjóðkirkja 1874,“ segir sr. Þorbjörn Hlynur Arna-
son, biskupsritari sem starfað hefur með nefndinni.
Þorbjörn Hlynur segir tillöguna
miða að því að gera þjóðkirkjuna
virkari og sjálfstæðari og færa
henni meira vald í eigin málum.
„Við leggjum þó mikla áherslu á
að áfram sé gert ráð fyrir afskiptum
Alþingis og ríkis þótt að stofnanir
kirkjunnar fái til sín ákvörðunar-
vald varðandi skipulag og fjármál,"
segir hann. „Um aðskilnað verður
ekki að ræða, enda gegnir þjóðkirkj-
an skyldum við þjóðina og langt
umfram það sem venjulega tíðkast
með trúfélög. Ríkinu ber að vemda
þessa skyldu eins og greint er frá
í 62. grein stjómlaga."
Þrenn meginrök
í frumtillögum nefndarinnar er
markmið fjárhagslegs og skipulags-
legs sjálfstæðis stutt þremur meg-
inrökum sem eru í fyrsta lagi guð-
fræðilegs eðlis, öðru lagi skipulags-
fræðileg rök og í þriðja lagi söguleg
rök. Fyrsta atriðið lýtur að guð-
fræði og kirkjuskilningi frumkirkj-
unnar og fornkirkjunnar þegar
kristin kirkja var í frummótun sinni,
auk þess sem tekið er tillit til kirkju-
guðfræði siðbótarmanna þar sem
„samband kirkju og veraldlegra
yfirvalda var mjög til umfjöllunar".
I öðru lagi er talið að kirkjunni mun
veitast auðveldara að laga starfs-
hætti sína að breytilegum forsend-
um samfélagsins þurfi hún ekki að
leita til ríkisvaldsins í því efni. I
þriðja lagi er greint frá því að ís-
lenska kirkjan hafí lengst af verið
„sjálfstæðari en hún hefur verið frá
því á tímum konungseinveldis."
Krístinn Pétursson vill frjálsar loðnuveiðar
Stórauka ber veið-
ar úr stórum stofni
KRISTINN Pétursson fyrrverandi alþingismaður segir að samanburður
á stærð loðnustofnsins og nýliðunar hans bendi til þess að nýliðun loðnu
versni í kjölfar stækkunar heildarstofns. Kristinn vill afnema kvóta í
loðnuveiðum og leyfa íslenskum fyrirtækjum að leigja erlend loðnu-
veiðiskip til aukinna loðnuveiða. Hann segir að meira tiliit eigi að taka
til fæðuframboðsins í sjónum við ákvarðanir um heildarafla.
Kristinn segir að reynslan sýni að
stækki loðnustofninn fram úr hófi
versni nýliðunin. Veiði hrynji í kjöl-
farið og veiðistöðvun verður í allt að
tvö ár. „íslenska þjóðin hefur ekki
efni á því að loðnustofninn hrynji
eins og þorskstofninn. Að mínu mati
má leita skýringa á hruni þorsk-
stofnsins að verulegu leyti til friðun-
araðgerða 1987-1990 þegar fæðu-
framboð var með minnsta móti á
uppeldisstöðvum þorsksins fyrir
Norðurlandi," segir Kristinn.
Hagsmunamál þjóðarinnar
Hann segir að eigi að koma í veg
fyrir hrun loðnustofnsins eftir tvö til
þtjú ár, líkt og gerst hefur í Barents-
hafi, verði íslendingar að stórauka
veiðamar, veiða eins mikið magn
ioðnu og unnt er úr hinum stóra
stofni. Þorskstofninn við Nýfundna-
land hafi verið alfriðaður fyrir einu
ári og hann hafi hrunið. Sömuleiðis
hafí loðnustofninn i Barentshafi ver-
ið friðaður í mörg ár og það hafl
einnig Ieitt til hruns.
„Til þess að auka loðnuveiðarnar
hér við land verulega er flotinn ekki
nægjanlega afkastamikill. Þess
vegna eiga loðnuveiðar að vera fijáls-
ar og íslensk fyrirtæki ættu að geta
leigt erlend loðnuveiðiskip til tíma-
bundinna veiða þar sem litlar líkur
eru á að kvótinn náist. Þetta er hags-
munamál allrar þjóðarinnar, en ekki
fárra útvaldra."
Kristinn hefur skrifað sjávarút-
vegsnefnd Alþingis bréf þar sem hann
gerir grein fyrir skoðunum sínum.