Morgunblaðið - 21.10.1993, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993
Fyrirlestur um náttúrulegar
málningavörur og yfirborsefni á Hótel Loftleiðum
HJÓNIN Rosi B. Carlsen og Freddy Carlsen komu nýlega til lands-
ins í því skyni að halda fyrirlestur um náttúrulegar málningavör-
ur og yfirborðsefni. Fyrirlesturinn verður haldinn að Hótel Loft-
leiðum nk. laugardag kl. 10-18.
í fréttatilkynningu sem Daglegu
lífí hefur borist segir að kynnt verði
100% náttúruleg málninga-og yfir-
borðsefni sem fáanleg séu hér á
landi. „Þetta er námskeið um heil-
næm húsakynni og eiginleika Livos
náttúrulegra málningavara og ann-
ara yfirborðsefna. Samkvæmt upp-
lýsingum frá samtökum gegn asma
og ofnæmi, hefur tíðni þessara sjúk-
dóma aukist um 40% hér á landi á
síðustu áratugum. Rosi og Freddy
munu fjalla um tengsl milli ýmissa
sjúkdóma og umhverfisþátta. Þau
eru í forsvari fyrir fyrirtæki sem á
undanfömum 20 ámm hefur þróað
90 vörutegundir til að meðhöndla
yfirborð innan dyra sem utan, sem
skaða hvorki heilsu né vistkerfi,"
segir meðal annars í tilkynningunni.
Hluti af málverki í
Lasacaux-hellinum, sem
málað var með náttúru-
legum litum fyrir um
20 þúsund árum
að því er talið er.
Föt seld
í heimahúsi
ÞAÐ hafa margir farið á svo-
kallaða Tupperware kynningu
í heimahúsum en nú er líka far-
ið að bjóða upp á fatakynningu
í heimahúsum og heitir merkið
sem verið er að selja Friendtex.
Sölumenn mæta á staðinn með
sýnishom af öllu því sem í bækl-
ingi fyrirtækisins er og þá geta
verðandi viðskiptavinir handfjatlað
vöruna áður en þeir panta. Um er
að ræða flíkur úr ekta efnum, ull
og bómull og kemur fatnaðurinn
frá Danmörku. Friendtex fatnaður
er kynntur á þennan hátt í Nor-
egi, Svíþjóð, í Finnlandi, Þýska-
landi, Hollandi, í Danmörku og hér
á landi.
Nýr listi kemur tvisvar á ári og
af og til koma aðrar nýjungar.
Ókeypis
básar íKolaporti
fyrir heimilislistmuni
„ VIÐ höfum áhuga á að auka enn
frekar úrval af heimavinnu og
heimilislist í víðasta skilningi.
Þess vegna bjóðum við söluaðil-
um þeirra ókeypis sölubása á
sunnudaginn," segir Jens Ing-
ólfsson hjá Kolaportinu.
Undanfarið hafa söluborð fyrir
heimaunninn vaming verið á lægra
leiguverði en aðrir básar, eða 1.245
krónur hver lengdarmetri. „Við
emm sannfærð um að gestir mark-
aðstorgsins kunni vel að meta
heimagerða hluti auk þess sem sala
þeirra getur verið góð tekjulind fyr-
ir þá sem era laghentir. “ ■
cy< Hv að kostar [júklingurinn heima? Kjötog Fjarðar- Nóa- Hag- Garða- fiskur kaup tún kaup kaup
Kr./kg Bónus
Holtakjúklingar 610 610 610 610
Klettakjúklingar 599 595 610
ísfuglskjúklingar 588 598
Kraftkjúklingar 599
Móakjúklingur 569
Holtakjúklingalæri 799 799 799
Klettakjúklingalæri 953
Móakjúklingalæri 739
Holtakjúklingabringur 1.069
Klettakjúklingabringur 953
Móakjúklingabringur 879
Holtakjúklingavængir 589 589 589
i
Kjúl VIKUNNAR I
di ngai *eru
þrisvar sinnum ódýrari
í Kaupmannahöfn en í Reykjavík
ALGENGT meðalverð á heilum, frosnum kjúklingum út úr
búð hér á höfuðborgarsvæðinu er nálægt 600 krónum kílóið.
Á sama tíma borgum við að meðaltali 450-490 krónur fyrir
kílóið af ýsuflökum og ef lambakjöt er keypt í skrokkum
kostar kílóið af nýslátruðu um 480 krónur. Jón Ásgeir Jóhann-
esson í Bónus hefur verið að athuga innkaupsverð á kjúkling-
um erlendis og hann segist geta selt útlenda kjúklinga á 135
krónur kílóið út úr Bónus.
Kjúklingar eru mun ódýari
erlendis en hérlendis ef marka
má þá verðkönnun, sem Daglegt
líf lét gera í fjóram borgum er-
lendis. Þar var verðið frá 127
krónum kílóið í London og vel
að merkja var verðkönnunin er-
lendis ekki gerð í ódýrum stór-
mörkuðum.
Hjá versluninni Vegamót á
Seltjarnarnesi eru kjúklingar
seldir á 498 krónur kílóið. Skýr-
ingin er, að söígn eigandans, sú
að um annan flokk er að ræða,
hann fær góðan staðgreiðsluaf-
slátt og leggur lítið á vöruna.
Það vakti einnig athygli okkar
á ferð um bæinn hversu hag-
stætt er að kaupa unghænur.
Þær eru iðulega á 285 krónur
kílóið og hjá Nóatúni voru ung-
hænur á tilboðsverði á 199 krón-
ur stykkið.
Jóhannes Gunnarsson, for-
maður Neytendasamtakanna,
segist ekki sjá neitt sem rétt-
læti svo hátt kjúklingaverð hér
á landi. „Þessi mikli verðmunur
kemur í sjálfu sér ekki á óvart.
Við höfum lengi vitað að kjúkl-
ingar væru seldir á allt of háu
verði hér á landi og það er jafnó-
þolandi í dag eins og það hefur
alltaf verið. Krafan um innflutn-
ing landbúnaðarafurða kemur til
með að njóta vaxandi stuðnings
ef ekki verður breyting til batn-
aðar. Það má vissulega finna
ákveðna þætti, sem skýra ein-
hvern verðmun, og ég tek fylli-
lega undir kröfu kjúklinga-
bænda um afnám fóðurbæti-
skatts. Hinsvegar skýrir 25%
gjald á fóður ekki þetta háa
verð til neytenda. Ég hlýt að
gera kröfu um að. kjúklinga-
bændur líti í eigin barm,“ segir
Jóhannes.
Að sögn Bjarna Ásgeirs Jóns-
sonar formanns kjúklingabænda
eru til skýringar á þessum verð-
mun erlendis og hér. „Grannur-
inn er að íslenskir kjúklinga-
bændur eru með lélegri stofna
en bændur erlendis og verið er
Hvað kostar Kr./kg
kjúklingurinn ytra?
London
Kaupmannahöfn
New York
Zurich
127*
200
229
365
London var um
tilboðsverö að
ræða, venju-
lega kostar
kg. um
150 kr.
að vinna í að laga stofna hér á
landi.“ Þá fullyrðir Bjarni Ás-
geir að fóðurverð sé mun hærra
hér en annarsstaðar í heiminum.
„Algengt verð á kílói erlendis
er 15-20 krónur á meðan ís-
lenskir kjúklingabændur borga
um 35 krónur á kílóið.“ Þá seg-
ir hann að kjúklingar af lélegum
stofnum éti meira en kjúklingar
af góðum stofnum. Því væri
kostnaður við fóður meiri hér
en annars staðar. Svipaðan
tæknibúnað þarf að hafa í
10.000 kjúklinga húsi og 50.000
kjúklinga húsi og fámennið hér
á landi og smæð kjúklingabænda
á því þátt í þessum verðmun líka.
Enginn skattur er lagður á
matvæli í London en hér á landi
er hann 24,5% og Bjarni Ásgeir
segir að danskir bændur fái til
að mynda langtíma stofnlán en
það sé ekki veitt hér á landi
nema upp að vissu marki.
„Kjúklingabændur greiða bú-
vörugjöld en fá ekki langtímalán
að sama skapi.“
Bjarni Ásgeir bendir á að ís-
lenskur kjúklingabúskapur
gangi illa, ekki síst vegna harðr-
ar samkeppni á milli kjúklinga-
bænda og samkeppni við annað
kjöt á markaðnum. Hann segir
að það heildsöluverð sem kjúkl-
ingabændur gefi upp standist
sjaldan, mikill afsláttur sé oft
veittur af því verði. ■
grg/ji