Morgunblaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993 21 Setja þarf einingar- verð á flestar matvörur vegna EES KAUPMENN verða að gefa upp mælieiningarverð, auk söluverðs, á flestum matvörum og öðrum neysluvörum þegar samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tekur gildi. Starfsmenn Samkeppnisstofn- unar eru að undirbúa breytingar á reglum um verðmerkingar til að samræma þær reglum Evrópubandalagsins. Mælieiningarverð er á sumum vörum á markaði hér nú þegar en verður gert að al- mennri skyldu. Tilgangurinn er að auðvelda neytendum að bera saman verð á vörum í verslunum. Innan Evrópubandalagsins hafa reglur um verðmerkingar verið í gildi í nokkur ár. Samkvæmt þeim eiga flest matvæli á neytendamarkaði að véra merkt með söluverði og mæli- einingarverði, hvort sem þau eru seld pökkuð eða í lausu. Verð á að vera greinilegt og ótvírætt og það á að vera það verð sem neytandinn endanlega greiðir, með virðisauka- skatti og öðrum kostnaði inniföldum. Það þarf þó ekki að vera á umbúðum sjálfrar vörunnar, það getur verið á hillum eða veggspjöldum. Mæliein- ingarverð á að gefa upp miðað við hvert kíló, lítra, metra eða fermetra. Geta sparað 4.000 kr. á mánuði Hér á landi hefur verið skylt að gefa upp einingarverð í einstaka til- vikum, eins og til dæmis á brauði og vöru sem seld er í lausri vikt. Vegna aðildar landsins að Evrópska efnahagssvæðinu þarf að laga verð- merkingu að reglum Evrópubanda- lagsins. Er nú unnið að undirbúningi þess á vegum Samkeppnisstofnunar. Kristín Færseth, deildarstjóri hjá Samkeppnisstofnun, segir að þegar mælieiningarverð sé gefið upp sam- hliða söluverði geti neytendur betur valið milli pakkninga og framleið- enda sömu vörutegundar. Það auð- veldi þeim val milli vörutegunda, til dæmis mismunandi tegunda morg- unverðarkorns eða milli smábrauða og venjulegra brauða. Loks hjálpi það þeim að velja milli vörutegunda með mismunandi eðliseiginleika, til dæmis milli tilbúins og óblandaðs ávaxtasafa eða milli smurosts og hefðbundins oststykkis, svo dæmi séu tekin. Segir Kristín að Svíar telji að með þessum upplýsingum geti venjuleg fjögurra manna fjölskylda sparað yfir 4.000 krónur á mánuði. Umbúðir passa ekki við reglurnar Undanþágur eru margar hjá EB og er aðildarríkjum EES skylt að hafa sumar þeirra í reglum sínum en aðrar ekki. Þær felast meðal annars í því að ekki þarf að gefa upp mælieiningarverð þar sem um er að ræða staðlaðar umbúðir for- CHOICE GRAIN Cuoice Grain $<MOO CWffAW Morgunblaðið/Sverrir Einingarverð og söluverð í sumum verslunum er sýnt mælieiningarverð, það er verð á kíló, við hlið söluverðs vörunnar, eins og hér er gert. ss'*—TtTWTrm- CHOICE GRAIN JACOB'S pakkaðrar vöru sem neytendur eiga auðvelt með að bera saman. Þar má nefna kaffi, sykur, kakó, salt, gijón og mjöl, smjörlíki, þvottaduft og fleira. Kristín segir að þær pakkn- ingar sem hér eru á markaði passi í mörgum tilvikum ekki við reglurn- ar, meðal annars vegna þess að við kaupum mikið af vörum frá Banda- ríkjunum. Nefndi hún sem dæmi að Cocoa-Puffs væri selt hér í 550 og 400 gramma pökkum en til þess að sleppa við að gefa upp mælieiningar- verð þyrfti að selja það í 500 og 250 gramma pakkningum. Þá gera reglurnar ráð fyrir að kaffi, sykur, súkkulaði og kakó verði eingöngu selt í stöðluðum þyngdar- einingum. Segir Kristín að algeng- ustu vörurnar í þessum flokkum séu þegar seldar í slíkum umbúðum en einhveijar pakkningar myndu þó hverfa af markaðnum þegar nýju reglurnar taka gildi. ■ \ Gildír tll 31. október ‘93 '•>doy WMf & v Gildir til 28. október ‘93 >0^0 ^0» Gildir til 30. október ‘93 Gildir til 20. nóvember ‘93 ^ o>° VtV m HH október , ^ tAV-V m V V' Gildirtil 20. nóvember ‘93 ■I •vc|c Gildir til 1. desember ‘93 ! | j Gildir til 6. nóvember ‘93 ,1________________________ & V*' Gildir til 28. október'93

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.