Morgunblaðið - 21.10.1993, Síða 11

Morgunblaðið - 21.10.1993, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993 11 Gestaleikur í Þjóðleikhúsinu Spánskir dansar o g Flamenco _________Listdans______________ Ólafur Ólafsson Gestaleikur frá Sevilla: Flamenco. Dansarar: Gabriela Gutarra, Juan Polvillo. Söngur: José Manuel Pico Lopez. Gítarleikur og söngur: Antonio Bernal. Klapp: Leil Gutarra. Danshöfundar: Gabriela Gutarra, Juan Polvillo. Þjóðleikhúsið, október 1993. Það eru fá lönd, sem geta státað af jafnríkri dansmenningu og Spánn. Dansinn er þjóðargersemi Spánverja og Flamenco er nánast vörumerki landsins. Hann er markvisst notaður í baráttunni um athygli og til að laða ferðamenn til Spánár. Reyndar má á Spáni (og í öðrum löndum) finna út- vatnaða dansa, sem kenndir eru við Flamenco og oftar en ekki eru sniðn- ir að þörfum og kröfum skemmtiiðn- aðarins. Þá er menningararfur og metnaður oft látinn víkja. Því var það ánægjulegt að verða vitni að stórkost- legum spönskum dansi og Flamenco í Þjóðleikhúsinu, þar sem fóru verð- ugir fulltrúar spánskrar menningar og góðir listamenn í söng og dansi. Spánskir dansarar og Flamenco eru dansaðir af tjáningarþörf. Söng- urinn, ljóðin og hrynjandin í tónlist- inni eru samofin dansinum og tján- ingunni. Dansinn er miðill, þar sem líkaminn er notaður til að segja frá. Tilfinningin þarf að berast frá gólf- inu, um líkamann til hjartans og það- an til áhorfandans. Þannig lætur góður Flamenco engan ósnortinn, heldur hrífur og heillar. Aðalgestur Þjóðleikhússins, Gabri- ela Gutarra, hefur hlotið góð um- mæli sem túlkandi spánskra dansa. Hún hefur sótt menntun sína til fremstu Flamencodansara. Hún er ung, en hefur samt náð verulegum tökum á dansinum, sem er annað og meira en stapp í gólfið og eitthvert handapat út í loftið. Öll líkamsstaðan skiptir máli og líkaminn í heild sem eitt hljóðfæri. Þetta mátti strax sjá í upphafsatriði sýningarinnar „Alger- ias de Cadiz“, þar sem handahreyf- ingar Gutarra og líkamsbeiting henn- ar var hrífandi. Gutarra var með tvo aðra eindansa á efnisskránni; „La Farruca" (sem reyndar er karldans) og „Martinete y Seguiriya“. Bæði þessi atriði voru flutt af innlifun og glæsileik. Dansstíllinn krefst mun meira af dansaranum en bara tækni og úthalds. Túlkun og leikræn tjáning verða líka að vera til staðar. Einn karldansari, Juan Polvillo, var með Gutarra í för. Sýningin er kynnt sem gestaleikur hennar. Hún þarf að standast væntingar, sem hún gerir á sannfærandi máta. En Juan Polvillo kom mér á óvart, því hér var á ferð- inni albesti Flamencodansari, sem ég hef séð. Hann átti einn eindans, „Soleá por Bulerias" sem var einna mest „leikhúsið" í sýningunni. Stór- kostleg tækni og karlmannleg reisn. Reyndar dönsuðu þau aðeins saman í einu atriði „Cana“. Spánskir dansar hafa ríka hefð og eiga einar stöður og form, líkt og klassíski ballettinn. Það er samt makalaust, hvað hlut- skipti -karldansarans er samt ólíkt í tvídansi þessara listgreina. Á meðan karldansari í klassískum dansi hefur mátt lúta í lægra haldi fýrir kvend- ansaranum og virkar oft aðeins sem „lyftari og styðjari'“ (í tvídansinum vel að merkja), hefur hann haldið sjálfstæði sínu í spánska dansinum. Og þrátt fýrir að dansararnir snertist nánast ekki, þá er nálægð þeirra engu minni. Það er alltaf dálítið erfítt að horfa á Flamenco á sviði. Sitja bara aðgerð- arlaus í sæti sínu og horfa á. Lýsingu var mjög lítið beitt í sýningunni. Glæsilegir búningar nutu sín heldur ekki nógu vel og það er alltaf erfitt að dansa upp við svartan dimman bakgrunn. Samt tókst listamönnun- um að bræða hug og hjörtu áhorf- enda þessa kvöldstund. Mig grunar að þessi góða sýning hafi farið framhjá mörgum og það er miður. Það hefði mátt kynna hana mun betur, því hún var góð landkynn- ing og gott dæmi um það, hvernig þjóðleg lsit getur auðgað mannlífið. Skelltu þér I helgarferð með SAS! Fargjöldin gilda til 31. mars 1994 Keflavík - Kaupmannahöfn 27.500 Keflavík - Kalmar 32.520 Keflavík - Osló 27.500 Keflavík - Váxjö 32.520 Keflavík - Stavanger 29.140 Keflavík - Vesterás 32.520 Keflavík - Bergen 29.140 Keflavík - Örebro 32.520 Keflavík - Kristiansand 29.140 Keflavík - Helsinki 33.190* Keflavík - Stokkhólmur.... 27.500 Keflavík - Tampere 33.190* Keflavík - Gautaborg 27.500 Keflavík - Turku 33.190* Keflavík - Malmö 29.140 Keflavík - Hamborg 29.140 Keflavík - Norrköping 32.520 Keflavík - Frankfurt 29.140 Keflavík - Jönköping 32.520 Keflavík - París 29.140 Lágmarksdvöl aðfararnótt sunnudags, hámarksdvöl 4 nætur. *Hámarksdvöl 4 dagar. Börn og unglingar frá 2ja tii 12 ára fá 50% afslátt. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða söluskrifstofu SAS. M/SAS SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 62 22 11 P42.61/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.