Morgunblaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993 5 500 milljón- ir að láni vegna Bíla- stæðasjóðs BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt heimild til 500 milljóna króna lántöku hjá Landsbanka íslands fyrir hönd Bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar. í erindi Jóns G. Tómassonar borgarritara og Eggerts Jóns- sonar borgarhagfræðings til borgarráðs, segir að lánið sé tekið til að greiða upp skuld Bílastæðasjóðs við borgarsjóð. Skuldin nam 284,6 millj. í árs- lok 1992 og ennfremur til að bæta greiðslustöðu sjóðsins á árinu 1993, sem áætlað er að verði neikvæð um 251,8 millj. samkvæmt fjárhagsáætlun. Lánið verður afborgunar- laust á næsta ári en greiðist með tíu jöfnum afborgunum á sex mánaða fresti frá maí 1995. Það verður verðtryggt miðað við lánskjaravísitölu og ber kjörvexti bankans eins og þeir eru á hveijum tíma. Lán- ið verður með sjálfskuldar- ábyrgð borgarsjóðs. ELFA VORTICE VIFTUR TIL ALLRA NOTA! Spaðaviftur hv.-kopar-stál Fjarstýringar fyrir spaðaviftur Borðviftur margar gerðir Gólfviftur Baðviftur Gluggaviftur með tímarofa Inn- og útblástur Röraviftur Reykháfsviftur margar gerðir fyrir kamínur Iðnaðarviftur Þakviftur Ótrúlegt úrval - hagstætt verð! Einar Farestvelt & Cohf Borgartuni 28 — ® 622901 og 622900 Mannanafnanefnd setur sér vinnulagsreglur um túlkun mannanafnalaga Nafn telst íslenskt ef allir lið- ir þess eru af norrænum toga MANNANAFNANEFND hefur sett sér vinnulagsreglur varðandi túlkun laga frá 1991 um mannanöfn, en að sögn Halldórs Armanns Sigurðsson- ar, formanns nefndarinnar, hefur ágreiningur verið um 2. grein lag- anna sem m.a. kveður á um að eiginnafn skuli vera íslenskt eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Halldór segir engar leiðbeiningar að hafa um þetta í greinargerð með frumvarpi til laganna um manna- nöfn, og því hafi það komið í hlut nefndarinnar að skera úr um þetta. Samkvæmt ákvörðun manna- að þau teljast hafa unnið sér hefð nafnanefndar verður stuðst við þær ef viðkomandi nafn er nú borið af reglur að nafn sé íslenskt í skilningi laganna ef allir liðir þess eru af nor- rænum toga og hafa íslenska mynd, sem er merkingarbær eða á sér hefð í íslenskum nöfnum. Ungt tökunafn geti þó aldrei talist vera íslenskt nafn, en til ungra tökunafna teljast þau tökunöfn sem hafa komið inn í íslenskt mál eftir 1703. Um ung tökunöfn gilda þær reglur WWffiM að minnsta kosti 20 Islendingum, 15-19 íslendingum og sá elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri, 10-14 íslendingum og sá elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri, 5-9 íslend- ingum og nafnið kemur þegar fyrir í manntalinu 1910 eða fyrr, 1-4 ís- lendingum og það kemur fyrir í manntalinu 1845 eða fyrr og að lok- um ef nafnið er nú ekki borið af neinum íslendingi en kemur þegar fyrir í manntalinu 1845 eða fyrr og hefð þess hefur ekki rofnað eftir 1910. Hefð ungs tökunafns telst rof- in ef það kemur hvorki fyrir í mann- talinu 1910 né síðar. Svokölluð gælu- nöfn teljast ekki vera íslensk nöfn í skilningi 2. greinar laganna, og um þau gildir því hið sama og um ung tökunöfn að þau teljast því aðeins heimil að þau hafi unnið sér hefð. Þá hefur mannanafnanefnd sam- þykkt þá vinnulagsreglu að gömul tökunöfn séu þau tökunöfn sem hafa komið inn í íslenskt mál 1703 eða fyrr. Hefð gamals tökunafns telst rofín ef það kemur hvorki fyrir í manntölunum 1845 og 1910 né síð- ar, en hefð tökunafna sem hafa unn- ið sér menningarhelgi rofnar þó ekki. Nafn telst hafa unnið sér menningar- helgi komi það fyrir í alkunnum ís- lenskum fomritum í nafnmynd sem ekki brýtur í bága við íslenskt mál- kerfí. Fólk sitji við sama borð „Við vildum reyna að hafa þetta eins skýrt og kostur væri, og þá fyrst og fremst til þess að fólk sæti nokk- urn veginn við sama borð, þannig að þetta færi sem minnst eftir okkar smekk eða geðþótta. Það var því okkar fýrsta verk þegar ný manna- nafnanefnd tók við í júlí síðastliðnum að móta okkur sjálfum reglur um það hvemig við ættum að túlka þessi ákvæði,“ sagði Halldór. í tilefni af 25 ára afmæli Big Mac, bjóðum við hollan og góðan mat á enn lægra verði McHamborgari Nýtt verö 169,- McOstborgari Nýtt verð 198, Big Mac AFMÆLISTILBOÐ NÆSTU 2 VIKUR: KR. 299,- McKjúklingur (2 matarmiklir, safaríkir bitar) Nýtt verð 349,- H $ McFiskborgari McGóðborgari McGóðborgari Nýtt verð 271,- Nýtt verð 352,- með osti Nýtt verð 392,- Mcís í bikar þrjár sósur Nýtt verð 189,- Stöndum saman og stuölum að hollari, betri og ódýrari mat VÍSA AA McDonaiús OPIÐ 10:00-23:30 VISSIRÐUAÐ: Á 20 dögum 1 september heimsóttu okkur u.þ.b. 80.000 manns. í afgreiðsl- unni Beint-í-bílinn afgreiddum við mest 86 bíla á klukkustund - eða hvern bíl á aðeins 42 sekúndum að meðaltali. Hefur þú prófað McDonald's og fundið muninn? VEITINGASTAÐUR FJOLSKYLDUNNAR, SUÐURLANDSBRAUT 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.