Morgunblaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1993 23 Clinton fagn- ar sigri BILL Clinton Bandaríkjaforseti fagnaði sigri í öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrrakvöld er felld var tillaga sem takmarkað hefði völd hans sem æðsti mað- ur bandaríska heraflans. Með 65 atkvæðum gegn 33 var hafn- að tillögu sem fól í sér að ekki yrði veitt fjármagn til herliðs sem sent væri til þátttöku í aðgerðum á vegum Sameinuðu þjóðanna nema þingið hefði samþykkt að senda sveitimar. Timman gjörsigraður ANATÓLÍJ Karpov gjörsigraði Jan Timman í 15. einvígisskák þeirra á Jakarta í gær. Sigraði Karpov í 34 leikjum. Karpov hefur nú 9‘A vinning gegn ö'/z vinningi Timmans. Vilja ekki Spánverja á miðin BRETAR, írar og Hollendingar mótmæltu í gær tillögum um að Evrópubandalagið veiti Spánvetjum og Portúgölum leyfí til að veiða í Norðursjó og undan ströndum írlands. Kröfð- ust þeir að strangari reglur yrðu settar um veiðar aðildarþjóða. Tillagan hljóðaði upp á að Spán- veijar og Portúgalir hefðu fijálsan aðgang að öllum miðum EB-þjóða, að frátaldri 12-mílna landhelgi aðildarlapda, fram til ársins 1995. Kínverjar varaðir við WARREN Christopher, utan- ríkisráðherrra Bandaríkjanna sagði í gær að ef ástand mann- réttindamála í Kína batnaði ekki, myndu Kínveijar ekki njóta bestu-kjara í viðskiptum við Bandaríkin lengur en fram í júní á næsta ári. Eðluæði í Frakklandi RISAEÐLUÆÐI reið yfir Frakkland af fullum þunga í gær er kvikmyndin „Jurassic Park“ var frumsýnd í yfir 450 kvikmyndahúsum í landinu. Menningarmálaráðherra Frakka, Jacques Toubon, lýsti því yfir að það væri óásættan- legt að ein kvikmynd einokaði frönsk kvikmyndahús en ráða- menn í landinu hafa barist hart gegn erlendu afþreyingarefni. Belgi stýri peningamála- stofnun EB STJÓRN Seðlabanka Evrópu- bandalagsins (EB) mælti í gær með því að Belginn Alexandre Lamfalussy, yrði fyrsti yfirmað- ur Peningamálastofnunar EB (EMI), sem gert er ráð fýrir að verði síðar að sameiginlegum Seðlabanka EB. Bók Thatcher rokselst ENDURMINNINGAR Mar- gretar Thatcher hafa verið rifn- ar út þá þijá daga sem liðnir eru frá útgáfu. Um 300.000 eintök hafa selst af bókinni. Sögðu bóksalar að líklega hefði engin bók fengið jafn góðar mótttökur í fýrstu vikunni. Leið út af á af- mælisdaginn TALIÐ er að japanska keisaraynjan Michiko hafi fengið vægt heilablóð- fall í gær, en hún leið út af stuttu áður en afmælisveisla hennar átti að hefjast í gærmorgun. Hún náði fljótlega meðvitund en átti erfítt með mál. Ekki voru nein merki um lömun hjá keisaraynjunni og er líðan henn- ar eftir atvikum. Ekki er þó vitað hvort hún muni geta sinnt opinber- um skyldum sínum á morgun en Mario Soares, forseti Portúgals, er í opinberri heimsókn í Japan. Mic- hiko, sem er 59 ára, er einn vinsæl- asti meðlimur keisarafjölskyldunn- ar, en hefur engu að síður verið undir miklu álagi að undanförnu þar sem hún hefur verið gagnrýnd fýrir ráðríki og hroka. Rússar sæta gagnrýni Japana Hætt við losun kjam- orkuúrgangs í hafið? Moskvu. Reuter. VIKTOR Danílov-Daníljan, umhverfisráðherra Rússlands, hefur lagt til að hætt verði við fyrirhugaða losun fljótandi kjarnorkuúrgangs við strönd Japans eftir hörð mótmæli Japana, Bandaríkjamanna og umhverfisverndarsamtaka. Reuter Rússneski sjóherinn dældi 900 rúmmetrum af fljótandi kjarnaúr- gangi í Japanshaf á laugardag. Rússar virtu hörð mótmæli Japana að vettugi í fyrstu og á mánudag var skýrt frá því að sjóherinn væri að búa sig undir að dæla 800 rúm- metrum af geislavirkum úrgangi til viðbótar á sama hafsvæði. Urgang- urinn hefur verið geymdur í tank- skipi sem er orðið svo gamalt og ryðgað að hætta er á að það sökkvi og valdi mengun við strönd Rúss- lands. Talsmaður stjórnarinnar í Japan sagði að hún væri að íhuga að nota hluta af 100 milljónum dala, sem átti að veita Rússum til að eyði- leggja kjarnorkuvopn, til að að að- stoða þá við að koma upp geymslu- aðstöðu fyrir geislavirkan úrgang. SPRENGHLÆGILEGT TILBOÐSVERÐ VIÐBOTARSÆTI KOTABRANDARI í NOKKUR SÆTI ÁpC||V|C TIL EDINBORGAR **nOllllO aðeins fyrir handhafa VISA-korta! Tveggja nátta ferö 4. - 6. nóv. á mann i tvíbýli. Allir skattar innifaldir. Heimflug um Glasgow. 10 sæti Þriggja nátta ferö 28. -31. okt. á mann í tvíbýli. Allir skattar innifaldir. 9 sæti m m ss&sSœ í-S W W ú wm ?Áwí::.: Is m fö' trnmm íifizvm m mmm Fjögurra nátta ferðir 31.okt. og 7. nóv. II j«l á mann í tvíbýli. Allir skattar innifaldir. 15 sæti í hvora ferð! Fimm nátta ferð 4. - 9. nóv. á mann f tvfbýli. Allir skattar innifaldir. Heimflug um Glasgow. 10 sæti SKOTABRANDARINN Örfá viðbótarsæti í eftirtaldar ferðir: 24. okt. uppselt 28. okt. 9 sæti 31.okt. 15sæti 4. nóv. uppselt í 3ja nátta feró 10 sæti í 2ja nátta ferö 10 sæti í 5 nátta ferö 7. nóv. 15 sæti Skotheldur aukabrandari! Raðgreiðslur VISA gefa þér kost á að dreifa greiðslum á allt að 8 mánuði. Það gera aðeins um 3.000 kr. á mánuði með öllu. Gist á glæsihótelinu King James Thistle**** Innifalið í verði: Flug, ferðir til og frá flugvelli erlendis, gisting með morgunverðarhlaðborði, forfallatrygging og íslensk fararstjórn. Eitt verð fyrir alla. V/SA 4 4 ÚRVAL’ÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.