Morgunblaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÖKTÓBER 1993 Petri Sakari Pascal Devoyon Smfóníuhljómsveitin í kvöld Píanókonsert nr. 2 eftir Tsjajkofskíj á efnisskránni AÐRIR tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Rauðu áskriftarröð- inni, verða í kvöld, fimmtudaginn 21. október, klukkan 20.00. í þeirri röð er lögð áhersla á einleikara sem náð hafa alþjóðlegri hylli og í kvöld er það franski píanóleikarinn Pascal Devoyon, sem hlaut önnur verðlaun í Tsjajkofskíj kepninni árið 1978. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari og á efnisskránni eru Sigurður Jórsalafari, eftir Edward Grieg, Píanókonsert nr. 2 eftir, Tsjajkofskíj, og Kalevalas- víta, eftir Uuno Klami. Píanóleikarinn, Pascal Devoyon, stundaði nám við Tónlistarháskól- ann í París þar sem hann vann Premier Prix verðlaunin árið 1971. Auk þess að leika einleik með fremstu hljómsveitum, leggur Pasc- al Devoyon mikla áherslu á flutning kammertónlistar meðal annars með listamönnum á borð við Rostropo- vitsj. Árið 1991, eða 20 árum eftir lokapróf sitt frá Tónlistarháskólan- um í París, var Devoyon skipaður prófessor við þann sama skóla. Hljómsveitarstjórann, Petri Sak- ari, þarf vart að kynna, eftir þau fimm ár sem hann var aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. í vetur er Petri aðalgesta- stjórnandi hljómsveitarinnar. í frétt frá Sinfóníuhljómsveit ís- lands segir: Það er við hæfi að hefja tónleikana á verki eftir Edward Grieg en nú er senn á enda 150. afmælisár hans. Lekritið Sigurður Jórsalafari er eftir Björnsterne Björnsson en náin samvinna var alla tíð á milli Griegs og Bjöms- sons. Efniviður leikritsins er sótt í Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Annað verk á efnisskránni er Píanókonsert nr. 2, eftir Tsjaj- kofskíj, sem hefur aðeins einu sinni áður verið fluttur af Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Það var árið 1976 og var Halldór Haraldsson þá einleik- ari. Tónleikunum lýkur á Kalevala- svítu eftir finnska 20. aldar tón- skáldið Uuno Klami. Kalevalasvítan er eitt þekktasta tónverk Klamis og verður það á geislaplötu sem hljómsveitin er að hljóðrita með verkum hans. Laugarnesvegur. 3ja herb. falleg íbúð á 4. hæð, 91 fm. Suðursvalir. Góðar innréttingar. Falleg sameign. Verð 6,9-7 millj. Hraunbær. 5-6 herb. endaíbúð á 3. hæð. Fallegar innréttingar. Parket. Suðursvalir. Góð sameign. Áhvíl- andi 4 millj. húsbréfalán. Laus. Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410. Árbókin 1992 komin út BÓKIN Árið 1992 - stórviðburðir í máli og myndum með íslenskum sérkafla, er komin út og er 28. árgangur verksins, sem er fjöl- þjóðaútgáfa og kemur út á átta tungumálum, þýsku, ensku, frönsku, íslensku, sænsku, finnsku, ítölsku og spænsku. í kynnigu útgefanda segir: „Annáll ársins er meginhluti bókar- innar. Raktir eru helstu atburðir hvers mánaðar fyrir sig í máli og myndum og hefst hver þeirra á stuttri fréttaskýringu. Mannlíf og menning er hinn meg- inhluti bókarinnar og þar fjalla sér- fræðingar frá ýmsum löndum um atburði ársins á sviði hvers þeirra. Þessi þættir eru um alþjóðamál, umhverfismál, tækni, læknisfræði, myndlist, kvikmyndir, tísku, íþróttir o.fl., loks er nafnaskrá, staða- og atburðaskrá og skrá um höfunda mynda í íslenska kaflanum. Fremst í bókinni eru litakort af löndum heims um lífslíkur, vort daglega brauð, hemaðarútgjöld, böm jarðarinnar, regnskóga heims ásamt fleim. íslensku sérkafli- greinir frá því helsta sem gerðist á landinu á árinu Opna úr íslenska kaflanum. í myndum og máli. Má þar nefna Ráðhús Reykjavíkur sem var form- lega tekið í notkun 15. apríl, komu nýja Heijólfs til Vestmannaeyja 8. júní, opinbera heimsókn Haraldar V. Noregskonungs og Sonju drottn- ingar 7. sept. og vígslu stærsta org- els á íslandi í Hallgrímskirkju 13. des. Ritstjóri íslensku útgáfunnar er Gísli Ólafsson, höfundur íslenska kaflans er Bjöm Jóhannsson og hönnuður Hafsteinn Guðmundsson. Útgefandi er Bókhús Hafsteins Guðmundssonar. Bókin er 344 bls. og kostar 7.340 krónur en bóka- flokkurinn er einnig seldur í áskrift. Þrjú íslensk skáld lesa upp úr verkum sínum í París DSUu Jóhannsdóttur, París. ÞRJÚ íslensk ljóðskáld, Matthías Johannessen, Sigurður Pálsson og Linda Vilhjálmsdóttir, lásu úr verkum sínum í Ljóðahúsinu í Paris sl. þriðjudagskvöld. Mikið fjölmenni var á upplestrinum, bæði Frakk- ar og Islendingar. Dagskráin hófst á því að Friðrik Rafnsson kynnti ljóðskáldin og tal- aði um sögu ljóðlistar á Islandi frá landnámi til okkar daga. Síðan las hvert skáldanna tvö af Ijóðum sín- um á íslensku og franski léikarinn Philippe Morier-Genout flutti Ijóðin í franskri þýðingu. Eftir upplesturinn sagði Matthías Johannessen að hann hefði verið skemmtileg reynsla og áheyrend- urnir mjög góðir. „Það var auðvelt að flytja ljóðin fyrir þá. Ég hef varla heyrt íslensk ljóð lesin jafn vel á erlendri tungu og franski leik- arinn gerði og íslensku ljóðin hljóm- uðu eins og tónlist á frönskunni. Ég held að fólkinu hafi fundist þýð- ingamar góðar, þær nutu sín fram- úrskarandi," sagði hann. Kjarvalverk í næsta húsi Matthías sagðist oft hafa lesið með Lindu í Þýskalandi. „Mér finnst skemmtilegt að lesa með henni hér í París og svo bættist Sigurður Pálsson við og það jók á gleði mína, hann er menntaður hér og hefur gott jarðsamband. Friðrik Rafnsson og þeir sem skipulögðu þetta hér í Maison de la Poesie skiluðu sínu verki með miklum sóma. Salurinn er falleg umgerð fyrir ljóðlist, hann er vinalegur og ég öfunda Frakka af því að eiga Ljóðahús. Við þyrft- um líka að eignast Ljóðahús fyrst við þykjumst vera svona miklir ljóðaunnendur frá fomu fari! I næsta húsi er Kjarvalssýningin og ber meistara sínum fagurt vitni. Það var notalegt að flytja ljóðin í nágrenni við hann,“ sagði Matthías. Friðrik Rafnsson sagði að mikill áhugi væri á ljóðlist í Frakklandi. „Og leiðir eru að opnast fyrir ís- lenskar bókmenntir inn í landið. Þetta er mikilvægur áfangi í því starfi," sagði hann. X fcet HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 FLISASKERAR OG FLISASAGIR Stórhöfða 17, við Gullinbrú, simi 67 48 44 IR LiTiR.? MENNING/LISTIR Verkamcnn störfum. í Pylsugerðinni að sýningu. Hver fyrir sig er sjálfstæð saga en saman mynda þeir heild og lýsa útgerðarsögu Islands frá upphafi árabátaútgerðar til okkar daga. Myndimar lýsa einnig lffi íslenskra sjómanna á dramatískan hátt. Dag- skráin báða dagana verður með þess- um hætti: I. „Frá árum til véla“ kl. 14.00, II. „Bygging nýs íslands" kl. 15.10, kaffíhlé, III. „Baráttan um fiskinn“ kl. 16.35, IV. „Ár I útgerð kl. 17.45. „Pylsugerðin List“ á Unglistahátíð í anddyri Hins hússins við Brautar- holt er starfrækt listsmiðja í tilefni Unglistahátfðar sem stendur fram á morgundaginn. Smiðjan heitir Pylsu- gerðin List. Vinna þar hefst stundvís- lega klukkan 14 og þeir sem taka þátt fá útrás í orðum og myndum og engin hugmynd svo fráleit að ekki sé hægt að festa á henni hug og hend- ur. Verkstjóri Listsmiðjunnar er Þór Eldon. Hugmynd - högg- mynd í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá vígslu Siguijónssafns á Laugar- nesi verður ókeypis aðgangur að safn- inu allar helgar f októbermápuði milli klukkan 14 og 17. Sérstök leiðsögn verður um safnið á sunnudögum klukkan 15 fyrir börn og foreldra. Verbúðadagar í Bíó- höllinni á Akranesi Verbúðadagar nefnist kvikmynda- hátfð sem haldin verður í Bíóhöllinni á Akranesi 23. og 24. október. Þar verður sýnd stórmyndin Verstöðin ísland. Myndin er í fjórum hlutum og tekur hver þeirra um klukkustund í Rjá Georg Jensen cr áhersla lögð á vandaða hönnun. Sýning á damask- dúkum Sýning á damaskdúkum frá Georg Jensen í Danmörku verður á laugar- dag og sunnudag í Safamýri 91 frá kl. 14 til 18 báða dagana. Þar kynnir Ragnheiður Thorarensen umboðs- maður Georg Jensen á fslandi, ný mynstur og nýja liti í dúkum. Georg Jensen damask er 500 ára gamalt list- vefnaðarfyrirtæki sem alltaf hefur verið í eigu sömu ættar. Dúkarnir eru úr 100% bómull og öll mynstrin tcikn- uð af viðurkenndum hönnuðum og arkitektum. Þeir eru sniðnir að óskum hvers viðskiptavinar og þola 90 gráðu hita í þvotti. f meira en öld hefur þessi háttur verið hafður á að kynna og selja vaminginn í heimahúsi, það er auk hönnunar og gæða efna aðal- atriði í vefnaðarfyrirtæki Georgs Jensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.